Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.09.1972, Blaðsíða 14

Dýraverndarinn - 01.09.1972, Blaðsíða 14
unni tókst að losa sig úr kjafti og klóm Móra, hún tók til fótanna og hentist í löngum stökkum eitthvað út í buskann. Móri þaut á eftir, og þau hurfu mér bæði sýnum. Löngu seinna, að mér fannst, kom Móri aftur lafmóður, uppgefinn og sneypulegur á svipinn. En lambinu hafði hann bjargað. Ein dásamlegasta stundin á bjartri og kyrri vor- nóttinni, þegar himinninn var heiður og blár, þegar sólin gægist upp yfir hálsbrúnina og fyllir dalinn geislaflóði. Loftið fyllist af söng fuglanna, sem svífa með þöndum vængjum um blátæran geiminn, en gróðurilmurinn angar frá jörðinni. Þá er gaman að vera ungur og hrífast af fegurð lífsins. Von bráðar sá ég tímamerkið á klukkunni minni, sem ég kallaði svo, og sem ég var að segja ykkur áðan, að hefði verið x þriggja kílómetra fjarlægð. Þessi klukka var reykurinn úr eldavélinni á næsta bæ, sem steig eins og súla upp í himinhvolfið. Nú var klukkan örugglega orðin 6, því að gömul kona á þessum bæ fór þá stundvíslega á fætur til þess að taka upp eldinn. Þá rak ég alltaf vel frá túninu, og átti það að duga, þangað til fólkið færi á fætur. Svo læddist ég inn í bæinn, háttaði mig í snatri og breiddi eitt sængur- hornið ofan á lítinn og stundum kaldan vanga. Þegar ég kem heim í dalinn minn á sumrin og reika um fornar bernskuslóðir í Sunnuhlíð, sé ég ekkert af gömlu leikföngunum mínum. Allt er það týnt ,hornin, kjálkarnir, leggirnir og skeljarnar. Litli bærinn á holtinu er hruninn, en þó mótar enn fyrir veggjarbrotum, sem vekja hugljúfar minningar frá löngu liðnum vökustundum á björtum, kyrrum vor- nóttum. HJARTA- GARN PRJÓNAGARNIÐ SEM KONUNA DREYMIR UM 56 DYRAVERNDARIN N

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.