Dýraverndarinn - 01.06.1976, Qupperneq 16
verða kæruleysi, að flytja dýr úr
einu landi í annað.
Galapagoseyja verður tæplega
minnst án þess, að leiða hugann
jafnframt að einni verstu áráttunni
í eðli mannsins, nefnilega hinni
hóflausu drápfýsn. - En nú eru
menn loks teknir að skilja, að á-
framhaldandi, takmarkalaust dráp
er óhyggilegt. Ekki af þeirri ástæðu,
að þeir séu teknir að bera virðingu
fyrir lífi, heldur vegna þess, að
mönnum er orðið ljóst, að innan
takmarkaðs áratugafjölda í viðbót
gæti svo farið, að ekkert dýr yrði
lengur finnanlegt til að drepa.
Menn vita, að sama dýrið verður
ekki drepið nema einu sinni. Þess
vegna er talið tímabært, að koma
skipulagi hér á og er það vissulega
spor í rétta átt.
Selveiðarnar á Pribyloffeyjum í
Beringshafi eru gott dæmi í þess-
um efnum. Þegar eyjar þessar fund-
ust árið 1786 lifðu þar milljónir
eyrnasela - svonefndra sæbjarna -
sem gáfu af sér verðmæta loðfeldi.
Með miklum ólíkindum hefði ver-
ið, ef menn hefðu látið þá afskipta-
lausa, enda var slíku ekki að heilsa.
Þvert á móti voru þeir drepnir svo
gegndarlaust, að á tiltölulega
skömmum tíma var þeim nálega út-
rýmt. Þá loks losuðu viðkomandi
valdhafar svefninn og tóku í taum-
ana. Voru þá dýrafræðingar til þess
fengnir, að kanna málið og rann-
saka, hvernig unnt væri að bjarga
leifunum af selastofni þessum, án
þess þó, að gefa jafnframt upp alla
von um áframhaldandi öflun hinna
verðmætu loðfelda. Þessa þraut
tókst að leysa, með þeim árangri,
að selunum hefur fjölgað mjög mik-
ið. Munu nú árlega vera drepnir 70
þúsund selir á Pribyloffeyjum og
mega því loðskinnssalar vel við
una. En veiðarnar eru undir
ströngu eftirliti og selastofninn
virðist nú vera kominn í jafnvægi.
Eg hef í greinarkorni þessu leit-
ast við, að bregða ljósi yfir þá van-
hugsuðu framkvæmd manna, sem
fólgin er í tilfærslu ýmissa dýrateg-
unda, en slíkt hefur oft haft slæm-
ar afleiðingar í för með sér. Mönn-
um hefur gengið örðuglega að
skilja, að sjálf náttúran er þeim
miklu betri skipuleggjari og hafa
því oft gripið þar inn í á miður
æskilegan hátt. Nú loks virðist þó
skilningsglæta vera tekin að kvikna
í þessum efnum og er það vissu-
lega ánægjulegt. Vonandi á sá skiln-
ingur enn eftir að glæðast.
Eyþór Erlendsson,
frá Helgastöðum.
TryggEir grátittlingur
Prestur nokkur á Jótlandi hafði
þann sið eins og margir aðrir góðir
menn, að reykja vindla og eignað-
ist með því móti marga smástokka.
Hann var eitt sinn að brjóta heilann
um, hvað hann ætti að gera við þá
og kom honum þá til hugar að
hann gæti látið fuglana fá eitthvað
af þeim til að búa þar til hreiður
sín. Hann lét ekki lengi bíða að
framkvæma þessa hugsun og tók
undir eins einn stokkinn, negldi
lokið á hann og bjó til gat á hlið-
ina svo stórt að söngfuglarnir sem
í honum áttu að verpa, gætu hæg-
lega komist út og inn um það. Að
því búnu hengdi hann stokkinn í
trjágrein rétt utan við herbergis-
gluggann sinn.
Litlu síðar komu grátittlings-
hjón og gerðu sér hreiður í stokkn-
um. Hann hafði nú reyndar ekki
ætlað grátittlingunum að verpa þar
en lét þó svo vera og áður en langt
um leið var honum farið að þykja
vænt um þessa gesti sína.
Nokkru síðar fór prestur að
heiman erinda sinna og kom ekki
heim fyrr en að áliðnu sumri.
Dag nokkurn stuttu eftir heim-
komuna, sat hann við gluggann og
sá þá að grátittlingur kom fljúg-
andi með eitthvað í nefinu og fór
að stokknum, jafnskjótt stingur
annar fugl nefinu út og tekur á
móti matnum.
Presti þykir þetta undarlegt að
ungarnir skuli ekki vera orðnir
fleygir fyrir löngu og dettur í hug
að athuga þetta. Hann sér þá að
ungarnir eru flognir burtu en kven-
fuglinn fjötraður af vírspotta sem
flækst hafði um annan fót hennar
og fastur var um nagla í stokknum
svo að hún gat ekki komist burt.
Prestur leysti hana á augabragði og
varð hún því sárfegin og flaug
burt sem örskot.
Svona hafði hún verið fjötruð
lengi og eflaust verið dáin úr
hungri þegar hjálpin kom, ef karl-
fuglinn hefði ekki fært henni fæði
daglega.
Þannig má oft sjá tryggð og fyr-
irhyggju hjá fuglum.
Tekið úr Dýravininum (þýtt).
Leiðrétting
í kvæðinu „Grásokkaminning",
sem birtist í 4-5 tölubl. 1975, var
prentvilla. í elleftu vísu stendur
orðið gjör, en á að vera fjör. —
Hendingin er þá þannig: „Sívak-
andi hafði fjör." - Höfundur er
beðinn velvirðingar á þessu. -
G. H.
16
DÝRAVERNDARINN