Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.06.1976, Page 28

Dýraverndarinn - 01.06.1976, Page 28
urnar halda saman fram eftir sumri, og á haustin koma þær í trjágarða bæja og borga til þess að taka toll af berjum og öðru góðgæti, sem þar er að fá. Skógarþrösturinn er sæmilegasti söngfugl og syngur oft mikið framan af sumri. Á haustin er hann oftast þögull. Einkenni: Allstór, þrýstinn fugl, mógrár á baki, ljósari á kviðinn. Framan á hálsinum og á bringunni eru allglöggar, mósvartar dröfnur. Hvít eða gulhvít rák fyrir ofan augun. Rauðleitur neðan á vængj- um. Vetrarheimkynni skógarþrastar- ins eru að einhverju leyti á Bret- landseyjum og á írlandi og eflaust víðar í Mið-Evrópu, enda þótt eigi sé fullkunnugt um það ennþá. (Stærð: 1. 220-265 mm, v. 117- 122,5 mm, n. 17-18 mm, fl. 30 mm, miðtáin 28-30 mm, þar af kló- in 7-8 mm. Þyngd 60-70 gr.) GRÁÞRÖSTUR (Turdus pilar- is, L) og SVARTÞRÖSTUR Tur- dus m. merula, L) eru haust- og vetrargestir hér á landi og alls eigi óalgengir, sér í lagi sunnanlands og austan. Þeir eiga heimkynni í næstu nágrannalöndum okkar austanhafs, Gráþrösturinn er nokkru stærri en íslenzki skógarþrösturinn og, eins og nafnið bendir til, allur grár á að sjá. Á fullorðnum karlfugli er höfuðið og hálsinn að aftanverðu grátt, en kollurinn (hvirfillinn) er með stórum, svörtum dröfnum. Bak og efri vængþökur móleitt, með grá-móleitum fjaðurröndum. Búk- urinn að neðanverðu hvítur. Vang- ar, kverkin og ofanverð bringan ryðgul, með dökkum dröfnum. Flugfjaðrirnar mósvartar, með grá- móleitum jöðrum. Stél svart. Nef- broddurinn dökk-móleitur, en við rótina er nefið gult. Fætur móleitir. Kvenfuglinn er svipaður á lit, en stélfjaðrirnar eru dökk-móleitar, ekki svartar. Dröfnurnar ofan á kollinum eru hvassyddar. Gráþrösturinn hefir ekki ílengst hér, svo vitað sé, en hann sést víða hér á haustin og stundum fram eftir öllum vetri, (1. 260-280, v. um 150 mm.) SVARTÞRÖSTURINN heitir svo af því, að karlfuglinn er al- svartur, nefið er gult, nema á ung- fugli á fyrsta hausti, þá er það dökkt eða hornlitt. Fætur dökk- móleitir. Augnalokin gul. Kvenfuglinn er einlitur, dökk- móleitur á baki. Kverkin og ofan- verð bringan ljósmóleit, með dekkri dröfnum. Kviðurinn grá-móleitur. Nefið dökkt, en lýsist, þegar fugl- inn eldist, og verður þá gulleitt. Svartþrösturinn er einna algeng- astur erlendur vetrargestur víða sunnanlands og sést þar stundum einnig að sumarlagi. Hefi ég óljós- ar fregnir af því, að hann hafi orp- ið eða verpi alloft á nokkrum stöð- um á suðausturlandi, en hefi eigi getað grafist fyrir það ennþá. (1. 260-290 mm, v. um 130 mm.) STEINDEPILL (Oenanthe oenanthe leucorrhoa (Gemelin)) Steindepillinn er einn af ein- kennisfuglum landsins og setur fjörlegri og lífrænni svip en ella væri á gróðurlítil öræfi, grjót og urðir. Alis staðar er hann í fellum og klettum, við skriður og gil, síið- andi af lífsfjöri,síkjaftandiog„slett- andi tungu í góm". Hann er farfugl, sem kemur venjulega ekki mjög snemma á vorin, um sumarmál og stundum síÖ3r, stundum fyrr, og fer það eftir veðráttu. Hann er auk þess með snotrari fuglum, sem hér getur að sjá. Fullorðinn karlfugl er ljós- öskugrár á bakinu, en afturendinn er hvítur, efri stélþökurnar og stél- fjaðrirnar efst eru hvítar, en svartar til endanna. Kviðurinn er hvítur með gulleitum blæ, einkum efst á bringunni. Svört, breið, að ofan hvítjöðruð, rák er yfir um augun og aftur að eyrum. Vængir, nef og fæt- ur eru svartir. Kvenfuglinn er mó- leitari á baki, sem þó lýsist nokkuð, er líður á sumarið, og skollitaðri á kviðinn. Ungarnir eru föl-móleitir á baki og hvítu stélþökurnar eru móleitar í endann. Kviðurinn er skol-hvítur, en kverk og bringa með móleitum jöðrum á fiðrinu. Hann á heima um allt land, ofan frá háfjöllum niður að sjó. í byggð- unum og á láglendi yfirleitt, fer hann að velja sér varpstað eigi síðar en í maílok. Á hálendinu vorar oft- ast svo seint, að þetta verður síðar þar. Hann lætur sér nægja fremur litla landareign, en hann nýtir hana vel, og fæst af smádýrum, sem þar er að finna, sleppa undan honum, því að hann er eldsnar í snúning- um og sístarfandi, en börnin mörg og þörfin aðkallandi. Hreiðrið gerir hann í holu milli steina, í vörðum og veggjum, sem hlaðnir eru úr grjóti, því að hann er víða heima við bæi. Hreiðrið er ekki verulega vandað að gerð, en þó vel fóðrað innan úr þeim efnum, sem mýkst hafa fundist og nærtæk verið, hár- um, ull og einstökum fjöðrum. Varptíminn er venjulega ekki fyrr en í júní, nema vori venju betur. Kvenfuglinn annast að mestu egg- in, en þó hvílir bóndinn hana með köflum. Utungunartíminn er 13- 14 dagar og ungarnir brölta úr hreiðrinu 10-14 daga gamlir, ó- fleygir að kalla og illa fiðraðir. Mata foreldrarnir þá bæði í fyrstu, 28 DÝKAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.