Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.06.1976, Qupperneq 29

Dýraverndarinn - 01.06.1976, Qupperneq 29
en þegar ungarnir fara að stálpast, fer pabbinn að slá slöku við fjöl- skylduna, og að lokum hverfur hann alveg. Frúin verður því að sjá um uppeldi barnanna, og sleppir hún ekki af þeim hendinni, fyrr en þeir eru orðnir sjálfbjarga. Hún ver þá vel og stofnar lífi sínu oft í hættu þess vegna, en ungarnir eru flón og hafa sjaldan vit á að forða sér í tæka tíð. Þegar ungarnir eru orðnir sjálfbjarga, fer fjölskyldan að verða reikul í ráði og hverfur að lokum úr nágrenni varplandsins. Fara þeir snemma niður til stranda og láglenda og hverfa oftast af landi burt um réttir. Menn ættu að forðast að vitja oft um hreiðrin, því að ungarnir eru mjög kvillasamir og viðkvæmir framanaf, og ef um lítið setin egg er að ræða, yfirgefur fuglinn oft allt saman, ef hann er ónáðaður. Einkenni: Fremur lítill, en all- bústinn fugl, grár á baki, en hvítur aftan fyrir, svartleitur um augun. Síkvikur, veifar oft stélinu. Fremur stélstuttur. Situr oft þar, sem hátt ber á, og er óðamála, „slettir tungu í góm". Heimkynni erlendis. Steindepill- inn á heima víða í norðaustur Can- ada, t. d. á Labrador, á Grænlandi o. v. Það er talið að hann sé ef til vill einnig á Jan Mayen. Fær- eyskir steindeplar eru og taldir einna mest í ætt við þessa tegund. Á vetrum fer hann til Vestur- Afríku eða til U.S.A. vestanhafs. ((Stærð: 1. 142-160 mm, v. 95- 98 mm, n. 12-13 mm, fl. 28-30 mm. Þyngd 30-35 gr.) MÚSARRINDILLINN (Troglodytes troglodytes islandicus, Hartert) Músarrindillinn eða músarbróð- irinn, en svo nefnist hann sums ÞÝKAVERNDARINN staðar á landinu, er minnstur ís- lenskra fugla. Þó er hann risi með- al sinna ættbræðra, því íslenski rindillinn er mun stærri en þessi tegund á að sér að vera eða er í næsta nágrenni við okkur. Hann er staðfugl hér, eftir því sem frekast er vitað, enda eru þessir fuglar það víðast hvar. Yfirleitt eru lifnaðar- hættir hans hér á landi lítt kunnir, því að hann fer mjög huldu höfði, og menn verða hans því lítt eða ekki varir, að minnsta kosti að sumrinu. Á vetrum sverfur oft svo að honum, að hann leitar heim að bæjum og fer þá jafnvel inn í úti- hús og heyhlöður. Nafnið hefir hann fengið af því, að hann neytir lítt vængjanna, þótt hann sé eltur, en hleypur vel og trítlar og skýst oftast inn í holur og önnur fylgsni og felur sig þar. Liturinn er mógrár með dekkri þverrákum, einkum á baki, vængj- um, stéli, bringu og á síðunum. Á kviðnum er hann ívið ljósari en hið efra. Hann á heimilisfang á sumr- um í gjótum og urðum, hraunum og klettahjöllum, þar sem einhver kjarrgróður er, birki, víðir eða hrís, sérstaklega nálægt vatni eða smá- lækjarsytrum eða við sjó. Hreiður gerir hann sér inni í holum á milli steina, og eru þau svo vel fal- in, að nær ógerningur er að finna þau, meðan gróðurinn er í fullum blóma, því að varpstaðurinn er ætíð vel hulinn af laufi og limi. Hreiðrin eru hin vönduðustu fugla- hreiður, sem hér getur að líta, kúlu- iaga með opi á hliðinni, en oft gera þrengslin í gjótunum það að verk- um, að hreiðrið verður með öðr- um hætti að lögun, en ætíð gerir hann sér þak yfir það. Hreiðrið er úr svipuðu efni og hjá ýmsum öðr- um smáfuglum, heyi, sinu, mosa, hárum, fiðri, ull, o. s. frv. Músarrindillinn er allgóður söng- fugl og syngur mjög um varptím- ann og kemur þannig upp um sig, því að menn sjá hann sjaldnast. Sætir það furðu, hversu mikil rödd er í jafn litlum búk. Almenningur þekkir alls ekki söng hans, og því ætla menn, að hann sé miklu sjaldgæfari en hann er í raun og veru. Um varptíma hans hérlendis eru engar athuganir til, og verður því að áætla honum svipaða háttu og frændur hans hafa í nágranna- löndum okkar. Þar fer auðvitað eins og hér, mikið eftir veðráttu, og hafa menn tekið eftir því, að útungunar- tíminn er lengri, ef kalt er í veðri, þ. e. 12—16 dagar, og ungarnir eru í hreiðrinu allt að 12-15 daga. Eft- ir að ungarnir eru komnir á kreik, halda þeir hópinn um hríð, þrátt fyrir það, að samkomulag systkin- anna er langt frá því að vera gott. Músarrindillinn er talsvert algeng- ari hér á landi en áður hefir verið talið, og er til í flestum landshlut- um. Músarrindillinn er skordýra- og ormaæta nær eingöngu, og sætir því furðu, að hann skyldi nema hér land og verða meira að segja stað- fugl. Á vetrum er hann víðast hvar í fjörðum við sjóinn, þar sem stór- grýti er alveg í sjó fram. Þar finn- ur hann oftast nær nóg æti milli steina úti við fjöruborðið, smá- krabba o. fl., einkum þegar lágsjáv- að er. Nær hann þá í marflær og annað góðgæti. Það er því af þess- um orsökum, að menn verða hans helst varir á vetrum, þar sem hann sést nær aldrei að sumarlagi. Einkenni: Lítill, mórauður fugl, fremur háfættur, með stutt en sperrt stél, sem hann ber þannig, að myndar oft allt að því rétt horn við bak'ð. 29

x

Dýraverndarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.