Dýraverndarinn - 01.06.1976, Síða 24
kviði. Ennið og framanverður koll-
urinn er dökkrauður og kverkin er
rauð, en á bringuna slær bleik-
rauðri slikju. Á vetrum er fuglinn
allur ljósari og bringan gráleit.
Fiðrið virðist úfið, því að það fell-
ur ekki eins að búknum og á öðrum
fuglum, og þess vegna er litarmun-
urinn á baki og kvið ennþá auð-
særri. Nefið stutt, keilulaga, dökkt
og oft gulleitt á hliðunum. Fætur
mósvartir.
Auðnutittlingurinn er staðfugl að
meira eða minna leyti hér á landi.
Varptíminn er venjulega fyrri part-
inn í júní. Bæði hjónin hjálpast að
við hreiðurgerðina, og ber bóndinn
aðallega að efnið. Hreiðrið er vand-
að að gerð og fóðrað innan með ull
eða öðru mjúku efni. Hreiðrin eru
oftast í útjöðrum birki- eða víði-
runna, ca. 0,5-2 m frá jörð. Áður
en runnarnir eru allaufgaðir, sjást
þau oft álengdar, en í allaufguðum
runnum er erfitt að finna þau. Egg-
in eru 5-6, ljósdröfnótt. Utungun-
artíminn er 12-13 dagar og skipt-
ast hjónin á að liggja á eggjunum.
Ungarnir eru 10-13 daga í hreiðr-
inu, og mata foreldrarnir þá mest-
megnis á skordýrum, einkum lirf-
um birkifiðrilda. Ungarnir eru grá-
leitari á lit en foreldrarnir, og þá
vantar rauða litinn. Fjölskyldurnar
halda hópinn fram eftir haustinu
og flakka um nágrennið. Auðnu-
tittlingurinn étur aðallega fræ og
berjakjarna, og koma þeir oft heim
að bæjum til þess að tína arfa- og
súrufræ o. fl. Almenningur ruglar
þeim stundum saman við þúfutittl-
inga.
Þeir eru gæfir á sumrum, en
styggari á vetrum. Að vetrarlagi
flakka þeir víðs vegar um landið
og eru þá ekki óalgengir á Suður-
landi, en annars eru heimkynni
auðnutittlingsins aðallega norðan-
lands og austan, þar sem einhver
skógargróður er eða kjörr. Hér sjást
oft, bæði á vorin og haustin, ýmsir
erlendir auðnutittlingar, því að
þeir eiga heima í flestum norræn-
um löndum.
Einkenni: Lítill fugl, mósvartur á
baki, Ijós á kviðnum. Rauður á
enni, í kverk og oft á bringunni.
Röddin er þægileg, en eigi mikil,
og syngja þeir talsvert um varptím-
ann.
íslenskir auðnutittlingar eru ef
til vill sérstök undirtegund (sub-
species), en þó eru um það skiptar
skoðanir meðal fræðimanna. Þeir
eru skyldastir grænlensku auðnu-
tittlingunum (Carduelis flammsa
rostrata (Coues), og er því jafnvel
haldið fram, að grænlenskir og ís-
lenskir auðnutittlingar sé ill-þekkj-
anlegir hver frá öðrum, og má það
víst til sanns vegar færa.
(Stærð: 1. 130-135 mm, v. 76-
82 mm, n. 8,2—9,5 mm, fl. 14-16
mm. Þyngd: 12,5-17 gr. Karlfugl-
inn er venjulega stærri.)
SNJÓTITTLINGURINN
(Plectrapbenax nivalis (L))
Þetta er einn af hinum algeng-
ustu fuglum þessa lands. Hann er
staðfugl og verpur víðast hvar milli
fjalls og fjöru, nema í lægstu lág-
lendishéruðunum. Á heiðum og ör-
æfum er hann algengur, þar sem
einhver gróður er eða smádýra er
von, jafnvel uppi við hájökla. Á
vetrum kemur hann að jafnaði
niður í láglendis héruðin og er þá
oft heima við bæi, einkum þegar
jarðbönn eru.
í sumarbúningi er karlfuglinn
(sólskríkjan) skrautlega klæddur í
hvítum og svörtum lit. Höfuð, háls,
bringa og kviður er snjóhvítt, en
bak og herðar svart. Flugfjaðrirnar
fremstu eru svartar fremst, en efri
þriðjungur þeirra frá rót er hvítur;
hinar flugfjaðrirnar eru að mestu
hvítar. Stélið er hvítt og svart; í
miðið eru 4—6 fjaðrir svartar með
hvítum röndum, en hinar stélfjaðr-
irnar mestmegnis hvítar. Efri stél-
þökurnar eru líka hvítar. Seinni
hluta sumars, um mánaðamót á-
gúst- og septembermánaða, skiptir
hann um búning, og hverfur þá
svarti liturinn á herðum og baki að
mestu, því að fjaðrirnar þar eru all-
ar með ryðbrúnum jöðrum og
sömuleiðis fiðrið neðan til á háls-
inum og efst á bringunni og hlið-
unum. Er hann þá kominn í haust-
eða vetrarbúning. Þegar líður að
vori, slitna eða detta þessir ryð-
brúnu jaðrar af fiðrinu og kemur þá
fram hinn skrautlegi sumarbúning-
ur. Kvenfuglinn er ávallt óásjálegar
klæddur; liturinn er allur dekkri,
einkum á höfði og hálsinum aftan-
verðum. Flugfjaðrirnar eru mest-
megnis einlitar, ryðbrúnar. Má
þannig greina kynin í sundur á lit
flugfjaðranna, hvítu jaðrana vantar.
Ungarnir eru mógráir á baki með
dekkri rákum, ljósir hið neðra, en
ljós-móleitir neðst á hálsinum og
ofan til á bringunni.
Nef snjótittlingsins er dökk-mó-
leitt eða svart í sumarbúningi; en
gult í haust- og vetrarbúningi. Fæt-
ur eru svartir.
Snjótittlingurinn velur sér sum-
arheimkynni í stórgrýttum, en helst
að einhverju leyti gróðri vöxnum
holtum og ásum, urðarskriðum og
klettaborgum. Hann er oft hátt
upp til fjalla, jafnvel allt upp að
snjólínu. Hann er hér um bil ætíð í
grennd við fjallalæki og gil, við
smá vötn og tjarnir til heiða, þar
sem er nægilega stórgrýtt, eða í
hvömmum, þar sem snjór liggur
lengi fram á vorin. Hann er einnig
24
DÝRAVERNDARINN