Dýraverndarinn - 01.06.1976, Page 8
- Þytur!
Og Arnaldur svífur í áttina til
hestsins, en hesturinn tekur götuna.
Arnaldur eltir hann, getur engu
orði komið yfir sínar varir. Vill þó
gjarnan tala við gamla félagann
sinn og þakka honum fyrir margan
góðan greiða.
Norður heiðarhlíðina tekur nú
að renna hægur andvari og skafa
það litla sem þar er að hafa af
lauslegum élja-snjó. Þytur brokk-
ar og skásníður hlíðina suður og
niður samkvæmt götunni. Brokkar
þá Arnaldur líka og baðar og bað-
ar út höndunum, heldur annarri
hendi um pela. Eins og leikur lauf-
vinda í skógi er þessi för.
Uppi yfir skila breiðar ekrur
bláloftsins fullu tungli. Skaði er,
þegar mönnum eins og Arnaldi í
Skíðagerði verður svo í nöp við
mánann, að þeir líta ekki framan
í hann nema endrum og eins, því
að það er ekki víst að hann sé allt-
af meinfýsinn.
Bær næstur heiði heitir Kot.
Þytur brokkar niður túnið, stað-
næmist við gamla torfbæinn, reisir
makkann og lítur til baka. Ennis-
toppurinn blaktir hátt í golunni.
Og Þytur er horfinn.
Gefum Arnaldi umþóttunartíma.
Eilífðin er svo voldug, í hvaða
augnabliki sem henni bregður fyrir,
að allur asi er ósigur. Loks áttar
hann sig, að bæjarbaki, veit að fólk
er í svefni og kann ekki við að gera
vart við sig. Man þá eftir pelanum.
Náttfarinn finnur yl hásumar-
nætur fyrir brjóstinu. Hann skyggn-
ist varfærnislega um, eftir hvíta
hestinum og löngu liðnar samveru-
stundir svífa honum fyrir hugskots-
sjónir. Gult andlit hverfur að skýja-
baki. Brakar hátt í frosnum skóm,
þegar Arnaldur skrefar niður tún-
fitina.
Fauská rennur landahrein þar
sem hann kemur að henni. Hann
verður að fara yfir ána, til þess að
komast heim, og þangað er drjúg-
ur spölur meðfram austurfjallinu.
Á hann að vaða ána og hlaupa svo í
kapp við kuldann ?
Þá sér hann hund hinum megin
við ána, og þekkir hann. Ósköp
vinalegan, stóran hund, dökkgrá-
dröfnóttan, með svipmikið höfuð.
- Valur, skinnið, kominn að
sækja mig!
Hundurinn verður glaður við
ávarpið, dillar rófunni, tekur svo
sprettinn suður með ánni og lætur
kátlegum ieik, til að lokka mann-
inn.
- Best gæti ég trúað því, að þú
vissir af brú yfir ána, hugsar Arn-
aldur til hundsins og labbar í sömu
átt sín megin. Valur ætlar að ganga
af göflunum vegna kæti, en horfir
mjög oft til baka. Brátt er Arnald-
ur farinn að hlaupa líka og hóar og
púrrar eins og galsafenginn strák-
ur. Honum hlýnar á fótunum.
Máninn gægist undan skýjaskör.
Það er þó skárra, þegar gefst. Ár-
bakkarnir eru ekki alls staðar skeið-
sléttir. Hæglátur skriðrenningur
skemmtir sér kringum ferða-
manninn og hundinn hans. Áin
speglar stjörnur milli þeirra.
Nokkuð lengi nætur tölta þeir
svona, hinir glöðu félagar. Arnald-
ur tekur hvíldir og hagræðir poka
sínum, eða stendur með húfuna i
hendinni og lætur svalann leika um
höfuð sér. Valur sýnist þá vera að
rekja músaslóðir.
Loks er Arnaldur kominn á móts
við Skíðagerði, og enn er engin
ísabrú sjáanleg á ánni. Hinum
megin heldur Valur áfram með
sama hraða.
- Nú líst mér ekki á blikuna!
Hér falla tvær ár saman! Og á-
fram flýgur Valur suður með auðri
austari ánni!
Arnaldur skimar eftir aðstæðum
við vestari ána. Jú, þar er þilju-ís
skammt sunnan við ármótin.
Skömmu seinna er hann kominn
yfir tungu-sporðinn milli ánna og
tekur sömu stefnu og Valur með-
fram austari ánni.
Svo finnur hann brú.
- Þetta vissi sá stutti!
Valur er kominn á hendingskasti
til baka heim að Skíðagerði. Einn
8
DÝRAVERNDARINN