Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 21.12.1956, Side 1

Alþýðumaðurinn - 21.12.1956, Side 1
XXVI. árg. Föstudagur 21. desember 1956 39. tbl. Þáttaskil í íslenzkum stjórnmálum: Þegar hefir verið samið við úfvegsmenn um rekstrargrundvöll útgerðarinnar, við sjómenn á bótaflotanum um kjör þeirra og aflað hefir verið samþykkis samtaka verkalýðs og bænda við fyrir- hugaðar aðgerðir í efnahagsmólunum. Eitt hið mikilvægasta við þær nýju efnaliagsráðstafanir, sem ríkisstjórnin hefir nú lagt fyrir alþingi og ætla má að verði sam- þykktar nú í vikunni, er það, að náðst hefir samningur við fram- leiðslustéttirnar, sem tryggir at- vinnuöryggið í landinu. Samkomu lag hefir náðst um ráðstafanir við • heildarsamtök hænda og verkamanna og stuðningur þess- ara samtaka þannig tryggður við þær. Þegar fyrir jól, og án þess að til nokkurra stöðvana hafi lcomið, hefir verið samið við bátaútvegsmenn, togaraeigendur og þá, sem reka verkunarstöðvar, um rekstursgrundvöll fyrir næsta ár. Og við sjómenn á bátaflotan- um og togurunum hefir verið sarnið um kjör þeirra á komandi vertíð. Þetta eru ein merkilegustu tíð- indin, sem gerzt hafa lengi í efnahagsmálum þjóðarinnar, því að undanfarin ár hafa milljónir verðmæta farið í súginn vegna þess hve seint hefir verið samið um þessi mál árlega, og nægir hér að minna á, að bátaflotinn var stöðvaður í fyrra allan janú- armánuð, meðan útvegsmenn voru að þrefa við þáverandi sj ávarútvegsmálaráðherra, Ólaf Thors, um rekstursgrundvöll út- vegsins þá. Vegna þess að samþykki verka- lýðs og bænda hefir og fengizt fyrir ráðstöfunum, er vinnufrið- ur tryggður og verðlag landbún- aðarvara fundið jafnvægi, og er þetta hvorttveggja ómetanlegt fyr- ir stjórnarvöldin, eigi síður en allan almenning. Tekjuöflunin. Eis og allir vita, tók núverandi ríkisstjórn við ægilegum skulda- víxlum frá fyrrverandi ríkis- stjórn. Nægir þar að nefna upp- hætur á síldina í sumar, er lofað var, en ekkert fé var til fyrir. Skipta þær tugum milljóna. — Margt fleira má nefna og ekki sízt hina stórhækkuðu verðbólgu, er sú stjórn leiddi af sér. Til þess að tryggja atvinnurekstur lands- manna, sérstaklega útflutninginn, greiða skuldavíxlana og afla fjár til nauðsynlegra framkvæmda varð ríkisstj órn sú, er nú situr, að grípa til stórfelldra ráðstafana, annað hvort gengisíellingar ella skattahækkana og hækkaðra á- laga í annarri mynd. Hefir síðari leiðin orðið fyrir valinu og flokk- ast liinar nýju álögur ríkisins í meginatriðum á þessa leið: I Neyzluskattur. I Meginhlutinn af hinum nýju tekjum er lagður á vöruinnflutn- ing, og er upphæð þeirra áætluð ca. 150 milljónir króna. Hefir I ríkisstj órnin í samráði við verk- ' lýðsfélögin reynt að hlífa almenn- ustu nauðsynjum við skattheimtu og leggja lágt gjald á ýmsar al- gengustu nauðsynjavörur, gagn- j l legustu vefaðarvörur og bygging- arvörur. Fer álagið síðan stig-1 hækkandi og er hæst lagt á báta- 1 gjaldeyrisvörur og lúxusvarning. iHvernig gj aldeyrisheimtan skipt- I ist í megindráttum má sjá af eftir- íarandi yfirliti: 36% af innfl. ber ekkert gjald 10% — — — 8% 34% _ _ — 11% 4% — — — 35% 11% — — — 55% 1% 70% 4% — — — 80% vextir af lánum, kostnaður vegna skipa og flugvéla erlendis. Hefur þessi gjaldeyrisnotkun numið 3—400 milljónum á ári að undan förnu. Eðncðarvörur. Þá er ákveðið með lögunum að leggja á innlenda framleiðslu og þjónustu gjald, sem nemur sam- tals um 20 milljónum króna. Af innlendum tollvörum, þ. e. sæl- gæti, gosdrykkjum o. þ. h., skal taka 5,5 millj. kr. aukagjald. Sam tals nemur þessi upphæð rúmum 25 milljónum króna. Bifreiðar og ferðagjaldeyrir. Þá er ákveðið að hækka enn leyfisgjald á bifreiðum og ferða- gjaldeyri, og nemur sú upphæð sem þannig á að taka tæpum 12 milljónum króna. Verður nú tek- ið 160% gjald af bifreiðum og 60% álag á ferðagjaldeyri í stað 25% álags áður. Bankarnir. Þá er nú í fyrsta skipti tekið af gróða bankanna til stuðnings framleiðslunni. Á skatturinn af bönkunum að nema 10 milljónum króna. Sfóreigrtaskaffur. Ríkisstjórnin hefir ákveðið að leggja á stóreignaskatt, sem fyrst og fremst á að taka kúfinn af verðbólgugróða braskaranna í Reykjavík. Á skatturinn að nema a. m. k. 80 milljónum króna, og a. m. k. 15 milljónir verða inn- Ríkisstjórnin boðar nýja lög- gjöf til að styðja efnahags- aðgerðir sínar Lækkun á ófagningu milliliða, lög um sfóreigna- skaft-, endurskipulagningu fisksölu og bankamóla, aukinn skaftfródróffur ó lógtekjur. Jafnhliða því, sem ríkisstjórnin ákvað að beita sér fyrir efnahags- ráðstöfunum þeim, sem felast í frv. hennar, er nú er fyrir alþingi, samþykkti hún að hafa frumkvæði að eftirtöldum ráðstöfunum, sem miða skulu að því að styðja þessar aðgerðir og stuðla að því, að þær nái tilgangi sínum: Frv. um eftirtalin efni lögð fyr- ir Alþingi: 1. Skatt á stóreignamyndun. Inn- stæður í lánsstofnunum og inn- lánsdeildum sem og opinber verðbréf verða undanþegin skattinum. Skattálagningin miðist við, að skatturinn nemi a.m.k. 80 millj. kr., sem greið- ist að nokkru við álagningu, en að öðru leyti á nokkrum ár- um. ( 2. Lækkun tekjuskatts af lágum tekjum. 3. Aukinn skattfrádráttur fyrir fjölskyldumenn. 4. Endurskipulagning fisksölunn- ar til útlanda. 5. Endurskipulagning bankamál- ánna. 6. Húsaleiga. Eftirfarandi verði og tryggt: Álagning milliliða verður lækkuð verulega. Byggingarsjóði verkamanna verður tryggt aukið fé. Ilækkuð verði ræktunarfram- lög til þeirra bænda, sem ekki hafa náð tiltekinni túnastærð og aukinn stuðningur við nýbýla- stofnun og frumbýlinga. Þrátt fyrir þessa stigbreytingu á sköttunum legst hátt gjald á ýmsar vörur sem eftirsóknarverð- ar eru almenningi; má þar t. d. nefna að rafknúin heimilistæki lenda í flokki með lúxusvörum. Duldar greiðslur. Á lið þann, sem nefndur er duldar greiðslur er lagt ca. 31 millj. kr. gjald. Er þarna um að ræða gjaldeyrisgreiðslur til út- landa, sem ekki fara fyrir vöru- innflutning, t. d. afborganir og heimtar á næsta ári og eru reikn- aðar með í þessum ráðstöfunum. Á þessi stóreignaskattur fyrst og fremst að fara til framkvæmda í húsnæðismálum. Innstæður í láns stofnunum og innlánsdeildum og opinber verðbréf verða undan- þegin skattinum. Hér er svo rétt að bæta við, að bátagjaldeyrisfyrirkomulaginu á að hætta, og sömuleiðis er sölu- skattur af smásölu felldur niður. Hvernig nota skal íekjumor. Hin auknu gjöld, sem lögð eru á þjóðina eru hagnýtt sem hér segir: Aukin útgjöld vegna bátaúts- vegins ca. 38 millj. Aukin útgjöld vegna togara- flotans ca. 38 millj. Aukin útgjöld vegna fiskverk- unarstöðva 9,5 millj. Vegna skuldar framleiðslusjóðs frá yfirstandandi ári 21 millj. Vegna verðlækkunar á olíu og yfirtöku á bátagjaldeyriskerfinu 37,5 millj. Samtals vegna sj ávarútvegsins 144.3 mill. Aukin greiðsla vegna útflutn- ings á landbúnaðarafurðum ca. 20 millj. Samtals vegna framleiðslunnar 164.3 millj. ■ Þá er gert ráð fyrir að afla rík- issjóði aukinna tekna m. a. vegna niðurgreiðslu á sex vísitölustig- um, sem ekki komu til fram- kvæmda í hækkuðu landbúnaðar- verði sl. haust (samtals 24 mill- jónir) og vegna ýmissa verklegra framkvæmda, atvinnujöfnunar o. fl. samtals ca. 75 millj. AIls 239,3 millj. Vegna þess að hætta á báta- gj aldeyrisfyrirkomulaginu, koma útflutningsuppbætur í staðinn og styrkur til togaranna er liækkað- ur, nema þegar þeir sigla á út- lönd, þá lækkar hann nokkuð frá' því sem nú er, og er það m. a. gert til þess að ásókn verði minni eftir því að sigla með aflann út óunninn. Þá eru uppbætur á útfluttar landbúnaðarafurðir auknar, svo að þær samsvari heildarhlunnind- 1 | um þeim, er bátaútvegurinn nýt- ur á þorskveiðum. VINABÆRINN RAN- DERS SENDIR AKUREYRI JÓLATRÉ Síðastliðinn laugardag var kveikt á stóru og fögru jólatré, sem sett hefir verið upp á Ráð- hústorgi. Er tré þetta gjöf frá vinabænum Randers í Danmörku. Viðhafnarhátíð var engin, enda ekki eftir því óskað, en Akurevr- arbúar skilja og meta þann hlý- hug, sem að baki þessari fögru jólagjöf felst. ___*___ LAXÁRRAFU RMAGN í HRÍSEY Á sunnudaginn var fengu Hrís- eyingar Laxárrafurmagnið til sín. Var þá hleypt straumi á sæstreng þann er tengir rafveitukerfi Hrís- eyjar við rafveitukerfið á Ár- skógsströnd, en það fær rafur- magn sitt frá Laxá, svo sem kunnugt er. Þetta er í fyrsta sinn, er rafur- magn er leitt um sæstreng hér- lendis. Hríseyingar fögnuðu þessum merka áfanga í rafurmagnsmálum sínum með fjölsóttri skemmtun. ___*___ Skyndihappdrættið. Vinningsnúmerið í skyndihappdrætti Alþýðuflokksfélags Akureyrar reyndist nr. 189. Vinningsins, kr. 3000.00, vitj- ist til Braga Sigurjónssonar.

x

Alþýðumaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.