Alþýðumaðurinn - 13.09.1960, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 13. september 1960
ALÞÝÐUMAÐURINN
3
Höfum opnað
útibú að Byggðaveg 92 andspænis Goða-
byggð. Auk venjulegra nýlenduvara er þar
á boðstólum mjólk og brauð, ýmsar kjöt-
vörur og ólegg, tóbak, gosdrykkir og sæl-
gasti.
KaupféSog verkamanna
Frá Gagnfræðaskólanuzn
á Akureyri
Að gefnu tilefni skal á það bent, að öll þau börn, er fullnaðarprófi
luku frá Barnaskólanum á Akureyri síðastliðið vor, skulu skrásett til
framhaldancfi skyldunáms, og fer sú skrásetning jram á vegum Gagn-
frœðaskólans hér, hvort sem börnin haja í hyggju að Ijúka skyldunámi
sínu í jieim skóla eða annars staðar.
Að þessu sinni fer skrásetning nýnema samkvæmt ofansögðu fram í
skrifstofu minni í skólahúsinu (sími 2398), dagana 14.—16. sept. nk.
(þ. e. miðvikudag, fimmtudag og föstudag) kl. 4—7 síðdegis alla dag-
ana.
Nauðsynlegt er, að allir fyrrgreindir nemendur, — eða forráðamenn
þeirra -— mæti á þessum tímum til viðtals.
Sama gildir og um skólaskylda unglinga, sem kunna að hafa flutzt í
bæinn á þessu ári, enda hafi þeir með sér skírteini sín um fullnaðar-
próf úr barnaskóla. — Eldri nemendur, er óska að ráðgast við mig um
framhaldsnám sitt í Gagnfræðaskóla Akureyrar, eru hins vegar beðnir
að hafa tal af mér á sama stað laugardaginn 17. sept. nk. kl. 4—6 síðd.
Samkvæmt auglýsingu fræðsluráðs, er væntanlega mun birt í bæjar-
blöðunum samtímis tilkynningu þessari, munu eyðublöð undir beiðnir
um undanþágur frá skólaskyldu, þegar sérstaklega stendur á, liggja
frammi hjá mér á.sama stað og tímum, er að ofan greinir, til útfylling-
ar og undirskriftar jorráðamanna þeirra unglinga, sem slíkrar undan-
þágu kunna að óska, enda mun aðstoð veitt, við útfyllingu þessara skil-
ríkja, ef þess verður óskað.
Akureyri, 12. september 1960.
Jóhann Frímann,
skólastjóri.
KKSOOCKMKHKMHMHMKMHKNN
Sendisvein
vantar á landssímastöðina nú þegar.
SÍMASTJÓRI.
Síitiasikráin
Ákveðið er að prentuð verði ný símaskrá í byrjun næsta
árs.
Allar breytingar við skrána óskast sendar skriflega í skrif-
stofu mína fyrir 20. þ. m.
Símastjórinn.
Islenzkt grasmjöl
framleitt að ári?
Ráðagerðir eru. uppi um að.
hefja stórfellda grasmjölsvinnslu •
hér á landi, og stendur til að koma
upp verksmiðju til framleiðslunn-'
ar suður á Rangárvöllum. Það er!
Samband íslenzkra samvinnufé-
laga, sem gengst fyrir þessum
framkvœmdum, en Jean Fontenay, '•
búnaðarráðunautur, hefir annazt
undirbúning í sumar og mun hafa
forstöðu fyrirtœkisins með hönd-
um.
Sambandið hefir leitað hóf-
anna um kaup á allmiklu land-
flæmi suður á Hvolsvelli. Land
þetta er sunnan þjóðvegarins að j
Hvolsvelli, slétt og mjög vel til
ræktunar fallið. Er það að mestu
í eigu Rangárvallasýslu, en nokk-
ur hluti þess er úr landi jarðarinn-
ar Vestri-Garðsauka. Ekki mun
enn fullráðið um þessi kaup, enda
hefir komið til orða að kaupa
land til þessara framkvæmda ann-
ars staðar á Rangárvöllum. Hefir
Jean Fonteany dvalið með köflum
í sumar í Rangárvallasýslu til að
athuga landgæði, og munu þau
vera mjög svipuð á báðum stöð-
unum.
Gott hróefni.
Verði úr þessum framkvæmd-
um má ætla að hafin verði fram-
leiðsla grasmjöls í stórum stíl, og
komið upp verksmiðju til fram-
leiðslunnar þar syðra. Grasmjölið
er fergt í töflur og notað í fóður-
bæti, og má geta þess að íslenzka
grasið er talið mjög gott til fram-
leiðslu sem þessarar.
ÞRJÁR UMSÓKNIR
Til þessa liafa horizt þrjár um-
sóknir um prestsembætti það, sem
laust er hér á Akureyri. Umsækj-
endurnir eru Sigurður Haukur
Guðjónsson, prestur á Hálsi, Birg-
ir Snæbjörnsson, prestur í Lauf-
ási, og Jón Hnefill Aðalsteinsson.
Umsóknarfrestur er til 20. þ. m.
KA vann sundmót
Norðurlands
Sundmót Norðurlands var hald-
ið á Sauðárkróki fyrra laugardag
og sunnudag. Mótið var sett af
Guðjóni Ingimundarsynir, for-
manni TJMSS, sem stjórnaði
keppni.
Til mótsins mættu keppendur
frá þessum félögum: KA, Akur-
eyri, 15 keppendur, Þór Akureyri
4, Leiftri Ólafsfirði 3, Iléraðs-
sambandi Þingeyinga 11 og Ung-
mennasambandi Skagafjarðar 9.
— Keppt var í öllum greinum
sunds í flokkum karla og kvenna,
drengja og telpna. Árangur móts-
ins varð allgóður. Sérstaka at-
hygli vakti skriðsundsafrek Rak-
elar Kristj ánsdóttur frá Ólafs-
firði. Synti hún 100 m. á 1:18.1
mín. og 50 m. skriðsund á 33.4
sek. Einnig var árangur Valgarðs
Egilssonar frá HSÞ í 400 m.
bringusundi eftirtektarverður;
fór hann vegalengdina á 6:17.3
mín.
Fiskiðjan á Sauðárkróki gaf
bikar, sem keppt skal um á'Norð-
urlands sundmóti og féll hann að
TiSkymiiiig’
Vegna þrengsla á frystihúsi
voru, verða engin matvæli
tekin til geymslu utan hólfa
fyrr en eftir 5. okt. næstk.
FRYSTIHÚS KEA.
þessu sinni í hlut KA. Stigatala
félaganna í keppninni var þessi:
KA 87, HSÞ 24, Leiftur 15, Þór
15, UMSS 7. Að lokinni keppni
sátu gestirnir kaffiboð UMSS.
■ooooooooocooooocooooooo*
Slátur
Eins og undanfarin ár, selj-
um við sláturafurðir á slát-
urhúsinu á Oddeyri á kom-
andi sláturtíð, en sendum
slátrin ekki heim til kaup-
enda.
SLÁTURHÚS KEA.
>sooocos>oo>ooooooooooooco>
Aéiérun
UM SKÓLASKYLDU O. FL.
Að gefnu tilefni viljum vér benda forráðamönnum ungmenna hér í
skólahverfinu á ákvæði gildandi laga um skólaskyldu allra barna og
unglinga á aldrinum 7—15 ára, en þar er m. a. tekið fram, að heimilis■
faðir skólaskylds barns beri ábyrgð á, að það hljóti lögmæta fræðslu og
sæki lögskipuð próf, enda varðar það dagsektum, ef barn kemur að á-
stæðulausu ekki til innritunar í viðkomandi skóla, þegar það er skylt.
Lögin gera þó ráð fyrir, að hægt sé að veita undanþágu frá skóla-
skyldu, þegar sérstaklega stendur á, en að sjálfsögðu verður þá að sækja
um slíkar undanþágur til fræðsluráðs í tæka tíð og hlíta úrskurði þess,
hvort umsóknin skuli tekin til greina eða ekki.
Vegna unglinga þeirra, er eiga samkv. framangreindum ákvæðum að
sækja unglingadeildir framhaldsskólanna hér næsta skólaár, en telja sig
hafa ástæðu til að æskja undanþágu frá þeirri skólaskyldu, höfum vér
látið gera eyðublöð fyrir slíkar umsóknir, og munu þau liggja frammi
til útfyllingar og undirskriftar lijá skólastjóra gagnfræðaskólans hér á
þeim tímum, sem tilgreindir eru í auglýsingu hans um skrásetningu
nýnema, og birtast mun í bæjarblöðunum samtímis aðvörun þessari.
Þá viljum vér og í þessu sambandi benda atvinnurelcendum á þau
ákvæði gildandi barnaverndarlaga, að stranglega er bannað að ráða
skólaskyld börn eða unglinga til vinnu, t. d. í verksmiðjum og á skip-
um, og mun þar þó einkum átt við þá árstíma, þegar skólarnir eru starf-
andi, enda liafi engin undanþága verið veitt frá skólaskyldu. Virðist því
sjálfsagt, þegar vafi kann að leika á um þetta, að atvinnurekendur
krefjist skriflegra heimilda fyrir undanþágunni frá réttum aðiljum, áð-
ur en ráðning fer fram.
Vér teljum oss skylt að hlutast til um það með öllum tiltækum ráð-
um, að framangreindum ákvæðum laga um skólaskyldu og barnavernd
verði, nú og framvegis, framfylgt hér í skólahverfinu, ekki síður en
tíðkast annars staðar á landinu.
.. J
Akureyri, 12. september 1960.
Fræðsluróð Akureyrar.
Frá Tónlistarskóla Akureyrar
Tónlistarskóli Akureyrar tekur til starfa 1. október næstk.
Umsóknir um skólavist sendist skólastjóra, Jakob Tryggva-
syni, Byggðaveg 101 A, sími 1533, fyrir 25. sept. — Eldri
nemendur eru einnig beðnir að tilkynna áframhaldandi skóla-
vist.
Tónlistarbandalag Akureyrar.
Skélifélk, itkiiii
Höfum hentug og þægileg húsgögn fyrir ykkur, svo sem:
SKRIFBORÐ
STÓLA
BÓKAHILLUR
SVEFNBEKKI.
Ver*l. AaHbjörk
Geislagötu 5. — Sími 2420.
Frá kartöHugeymsIum bæjarius
Kartöflum verður veitt móttaka í Grófargili frá 15. sept. til
22. okt. nk. á þriðjudögum og föstudögum kl. 5—7 e.h. og
verða afhentar eftir að móttöku lýkur á sömu dögum og sama
tíma.
Þeir, sem hafa haft geymsluhólf áður, verða að hafa greitt
geymslugjald sitt fyrir 22. sept., annars verða hólfin leigð
öðrum. Tekið verður á móti greiðslu fyrir hólfin í kartöflu-
geymslunni alla virka daga frá 15.-—22. september kl. 5—7
eftir hádegi.
Akureyri, 5. sept. 1960.
Garðyrkjuráðurcautur bæjarins.
Auglýsið í Alþýðumanninum