Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 19.12.1961, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 19.12.1961, Blaðsíða 2
2 — Alþýðumaðurinn JÓLABLAÐ ÞriSjudagur 19. desember 1961 GUÐFINNA JÓNSDÓTTIR FRÁ HÖMRUM: Vetrarkvöld Vetrardýrð á kyrru kveldi. Kristallstár um freðna móa. Silfrindögg í vetrarveldi, vöggulöndum bjartra skóga. Hélugróður. Litir Ijósir. Laufguð stendur björkin prúða. Er sem vorsins rauðu rósir rísi upp í hvítum skrúða. Vetrardýrð á kyrru kveldi. Klakavangsins undrablóma signir himinn helgum eldi, heiðum, svölum dularljóma. Skýin bjartar blæjur leysa, blikar máni, stjörnur loga. Norðurljósa gammar geysa glófextir um himinboga. Heiða, kalda, kyrra veldi. Kristallsdöggvar augum fróa. Vetrarbörn á björtu kveldi blessa þína hvítu skóga. Ljóð og lag Að Ijósum perluskeljum á lífsins fjörusandi sér leika börnin fagran æskudag. Og dularfull er gátan, sem draumur þeirra geymir, en dýrlegt þeirra bjarta sólskinslag. Svo stækka börn og þroskast, er straumur tímans niðar, og stærri leikir hrífa brjóstsins þel. Og tigin djúpsins alda sig teygir inn á sandinn og týnir þeirra hvítu perluskel. En gullintónar vaka og glaðir bernskuleikir ei gleymist langan, þungan ævidag. Og tigin lyftist aldan með tregaljóð í fangi sem texta við hið bjarta sólskinslag.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.