Alþýðumaðurinn - 19.12.1961, Qupperneq 10
10 — Alþýðumaðurinn
JÓLABLAÐ
Þriðjudagur 19. desember 1961
EFTIR nokkra dvöl á Akureyri og Espihóli ferð-
aðist Benedikta norður í Fnjóskadal. Ætlunin var
að komast alla leið að Goðafossi, en hún varð
fyrir áfalli á leiðinni, datt af baki, og hefir senni-
lega fengið heilahristing af byltunni. Hún komst
því ekki nema að Hálsi, þar sem hún dvaldist á
meðan hún var að hressast. Aftur var haldið til
Akureyrar, og dvaldist hún nú um hríð hjá Hav-
steen kaupmanni. En áfram skyldi haldið, og til
suðurferðarinnar fékk hún fylgdarmann, Hall-
giím Tómasson frá Steinsstöðum, sem bjó á
Grund í Eyjafirði. Um hann segir hún svo:
,;Frændi minn á Espihóli, Eggert Gunnarsson,
hefir útvegað mér fylgdarmann til Reykjavíkur.
Það er Hallgrímur á Grund, systursonur Jónasar
Hallgrímssonar. Traustari og duglegri förunaut-
ur verður ekki fundinn. Eg hefi áður hitt þennan
framúrskarandi, íslenzka hónda, án þess að mér
dytti þá í hug, að ég ætti eftir að vera samvistum
við hann dag eftir dag á verulegum hluta ferðar
minnar.“
Áður en hún færi af stað, bað Havsteen kaup-
maður hana að tala ögn við gamlan vinnumann
sinn, sem Guðjón hét. Hann var eitthvað undar-
legur, en piltar voru búnir að segja honum ýmis-
legt um ferðir Benediktu eins og síðar kemur
fram.
„Gamli maðurinn er hérna niðri,“ segir hús-
bóndinn, „það er vissulega góðverk, að þér tal-
ið ögn við hann, honum hefir orðið svo tíðrætt
um yður.“
„Mér er það sönn ánægja, segi ég, ég er ein-
ungis hrædd um að hann skilji íslenzkuna mína
jafnilla og ég skil hans.“
„Það gerir nú ekki mikið,“ svarar Havsteen
glaðlega. „Hann ætlar að flytja yður kvæði, en
finnst hann þurfi að tala svolítið við yður fyrst.“
„En hvernig í ósköpunum hefir hann fengið
þessa flugu í höfuðið?“
„Jú, það er ósköp einfalt. I svo litlum bæ eins
og Akureyri vita allir allt um alla. Það hefir
mikið verið talað um dvöl yðar hér, ferðalag yð-
ar og ekki sízt slysið á Vaðlaheiði, þar sem það
heyrðist að þér hefðuð beðið bana.“
„Það er svo sem ekkert við því að segja, svar-
aði ég. Þetta gerist bæði í stórum bæjum og litl-
um. En hvað kemur það gamla manninum við?“
„Jú, hann hefir fyllsta hug á því að tala við
yður. Hann er dálítið trúgjarn, og piltarnir mínir
hafa gaman af að æsa hann upp, sem ekki er sér-
lega erfitt. Og nú hafa þeir sagt honum hinar
furðulegustu sögur um heimsókn yðar hjá páfan-
um, og honum fellst svo mikið til um það, að hann
getur varla lengur velt tunnunum út úr pakkhús-
inu.“
„Páfanum“, segi ég undrandi, „hvað í ósköp-
unum veit hann um páfann.“
„Eins og góðum íslenzkum mótmælanda sæm-
ir, lítur hann á páfann eins og sjálfan Antikrist,
sem nærist á mannablóði, og valdi allri ógæfu,
sem gerist í heiminum.“
Ég fylgdist út með kaupmamiinum, og hitti
gamla manninn, þar sem hann sat á hjólböru-
görmum með krosslagða fætur og starði fram
undan sér. Eitthvað í andliti hans vakti athygli
mína og hugmyndaflug. Hvað er það, sem rist
hefir rúnir sínar í þetta andlit. Það er ekki skort-
ur, ekki elli, ekki kuldi, nei, það er eitthvað, sem
kemur að innan. Eg minnist þess, að hafa heyrt
ungu stúlkurnar í húsinu tala eitthvað um gamlar
ástasorgir, og þótt hann hafi fyrir löngu gleymt
hinni ótryggu ástmey, sem brást honum af því
að hún taldi hann hálfgildings fábjána, hafi hann
einmitt orðið það af þessum sökum. Nei, það er
varla ástarsorg, sem hefir lamað svip hans og
gefið honum þessa sljóu drætti. Það er eitthvað
annað, eitthvað skeKilegt, sem hann hefir reynt
en ekki getað gert sér grein fyrir, og hyggur
vera yfirnáttúrlegt.
„Ég er að fara í dag, Guðjón minn“, segi ég
við hann, þegar ég hefi virt hann fyrir mér eins
og mig lystir, og hann virðist ekki hafa veitt því
minnstu eftirtekt, að ég horfi á hann.
„Ég er að fara í dag“, segi ég aftur, „og vildi
aðeins kveðja yður Guðjón, og biðja yður að
muna eftir mér.“ Ég rétti honum hendina og
spegilfagurt treimark.
MÓÐRUVÓLIUM
I jólablaði Alþýðumannsins í fyrra, þýddi ég stuttan kaila
úr ferðabók dönsku skáldkonunnar Benedicte Arnesen-Kall, þar
sem hún sagði frá komu sinni til Akureyrar og; dvöl þar. — Hér
kemur framhald þeirrar sögu, enda þótt nokkru sé sleppt úr og
dregið saman.
„Á ég að drekka brennivín fyrir skildinginn
eða geyma hann?“
„Alveg eins og yður sýnist bezt.“
„Þá ætla ég að geyma hann, því að hún er svo
merkileg.“ Hvert liggur leiðin?“
í dag fer ég aðeins að Möðruvöllum, og hvíli
mig þar í nótt. Eins og Guðjón veit, þá hefi ég
verið lasin og verð að hafa stuttar dagleiðir til
að byrja með.“
„Lasin, segir hann, hún getur vissulega þakk-
að Guði fyrir að hún er enn á lífi.“
„Það er satt Guðjón minn, en við gleymum
bara alltof oft að þakka honum.“
„Já, hún getur sagt þetta. En að hann skyldi
ekki gleypa hana með húð og hári, þegar hún
gekk beint í ginið á honum.“
„Mér er enn hálfillt í handleggnum,“ sagði
ég, því að ég hélt að hann ætti við byltuna.
„En hann mun brenna í neðsta víti fyrir það,“
og Guðjón stóð um leið á fætur með svo miklum
ákafa, að ég hopaði á hæli, svo að hann hryndi
mér ekki um koll.
„Hann skal brenna í neðsta víti, það stendur í
Opinberunarbókinni.“
Hann er vafalaust að hugsa um Antikrist, en
ég fæ ekki skilið, hvað hann kemur mér og minni
vesölu persónu við.
„Hvernig lítur hann út? Það hefir mig alltaf
langað til að vita,“ segir Guðjón.
„Ég hefi aldrei séð hann,“ svara ég í einfeldni
minni.
„Jú, víst hefir hún gert það,“ segir Guðjón með
ákefð, „þess vegna er það hreinasta furða, að
hún skuli lifa enn, og hann hvorki hafa krækt í
hana klónum, né gleypt hana.“
Nú fer ég að skilja, að það sé páfinn, sem
hann er að tala um. Sögur skrifaranna hjá Hav-
steen hafa komið róti á hug Guðjóns.
„Æi, segið mér nú, hvernig hann lítur út,“
segir Guðjón í bænarómi.
„Þetta er fallegur, gamall maður,“ segi ég og
reyni að lýsa útliti og persónu Píusar níunda
eins vel og mér er unnt. En þegar ég minnist á skó
hans, sem eru rauðir, segir Guðjón með ákefð.:
„Þeir eru litaðir úr mannablóði. En hvað
sagði hann svo?“
Mér var ómögulegt að rekja á íslenzku nokk-
uð af orðum hans heilagleika, og sagði því að-
eins, að hann hefði blessað mig, „og það vona
ég að Guðjón geri líka.“
„Já, það vil ég sannarlega, og þau orð skulu
ekki snúast í bölvun eins og hans, viðurstyggðar-
innar þeirrar arna, sem hefir látið hana detta af
hestbaki og slasast. Nei ég skal galdra henni góða
galdra.“
En nú gerist eitthvað furðulegt. Það fer eins
og elding um svip hans. Sljóleikinn hverfur, og
ásjóna hans verður næstum spámannleg. Er þetta
vitfirring, eða innblástur. Ég hlusta eins og töfr-
uð. Ég skil ekki nema lítið af því, sem hann
flytur. En eitt er víst, ég var svo snortin, að ég
niátti mig ekki hrærk, fyrr en kallað var í mig
að koma inn og drekka hestaskálina. En Guðjón
fullvissaði mig um, að nú gætu hvorki páfinn né
Ántikristur unnið mér tjón. Og hvað þurfti ég þá
að óttast.
Síðan segir frá brottförinni frá Akureyri og ferðinni út að
Möðruvöllum. Þar stóð sv'o á að amtmannsfrúin, Kristjana
Hafstein lá á sæng, og hafði alið tvíbura. Ferðin úteftir gekk
seint, svo komið var fram yfir háttatíma, þegar þau náðu Möðru-
völlum.
Frásögnin hefst aftur næsta morgun.
Það er einungis amtmannsstofan, sem heitir
Friðriksgáfa. Kirkjan og býlið halda enn gamla
klausturheitinu. Mér er það óblandin ánægja að
reika um á hinum fræga stað Möðruvöllum á-
samt Þórunni vinkonu minni, áður en ég hefi hitt
nokkurn annan af fjölskyldunni. En að góðum
íslenzkum sið fæi'ði hún mér morgunkaffið í rúm-
ið, táknið um það að gesturinn sé velkominn.
„En hvað það er ánægjulegt að vera aftur
samvistum við yður kæra Þórunn. Það minnir
mig á ferðalagið okkar norður. Munið þér þegar
við ásamt Pétri Kristóferssyni klifruðum upp í
Borgarvirki? Og munið þér, hversu hrifin ég
varð af útsýninu með Eiríksjökul í baksýn?“
Þórunn hefir gripið hrífu úr hendi stúlku, sem
var að raka og gert dálítið sæti úr nýslegnu
heyinu, þar sem við setjumst á hið ilmandi hæg-
indi, og hvílum okkur eftir að hafa gengið upp í
brekkuna, þar sem hin nýbyggða kirkja blasir
við. Kirkjan er falleg og smekkvíslega úr garði
gerð. En í augum þess, sem einblínir á forna
klausturfrægð, verður hún fátækleg. Ég hefi á-