Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 19.12.1961, Side 11

Alþýðumaðurinn - 19.12.1961, Side 11
Þriðjudagur 19. desember 1961 JÓLABLAÐ Alþýðumaðurinn — 11 r' Olíuverzlun Islands h.f. Óskum öllum viðskiptavinum vorum gleðilegro jóla og farsæls nýórs! Þ ö k k u m v i ð s k i p t i n á á r i n u ! rangurslaust leitað að minjum um klaustrið sjálft, meira að segja nafnið klausturhaldari, sem var titill ábúandans fyrrum, er horfið úr málinu. En náttúran er trygglynd. Þegar mannvirkin, sem standa áttu um aldir, eru löngu horfin, stendur hún kyrr og segir með hátíðlegri ró sönni ævintýrin og fyrir þúsund árum. Einnig hér á Möðruvöllum er það hún, sem geymt hefir lítið eitt af arfsögninni um klaustrið. Því að hver hús- karl veit enn þann dag í dag, hvers vegna hér er svo skýlt, hvers vegna jörðin er svo frjósöm o. s. frv. Það er allt vegna þess að munkarnir þekktu köllun sína. Mér finnst það svo heimalegt að horfa á hóp af piltum og stúlkum, sem eru að snúa hinu kraft- mikla fjallheyi í brekkunni móti sól. Fossinn dunar uppi í fjallinu, og segir mér, að það sé i hinu forna norræna sagnalandi, sem ég nýt þess að heyra hrífurnar skrafa við heyið. En Túna- hryggsjökull* horfir kuldalega yfir dalinn fagra og æskuheimili vinkonu minnar. Benedicta heilsar upp á amtmanninn, og lítur inn til sængurkonunnar og sér ekki mun á drengn- um og stúlkunni. Að því búnu er morgunverður framreiddur. Þegar við erum að ganga inn í borðstofuna segir amtmaður: „Það er yður vonandi ekki á móti skapi, að ég hefi boðið fylgdarmanni yðar að matast með okkur?“ „Nei, þvert á móti, er ég yður innilega þakk- lát fyrir það,“ svara ég. „Mér er það ætíð gleði að einhver hóndi sé gestur við borð mitt“, heldur hann áfram, „en hvernig í ósköpunum gátuð þér fengið svo ágætan fylgdarmann?“ „Það á ég mági yðar á Espihóli að þakka.“ <5Vinum yðar hér er það mikið ánægjuefni, að þér skuluð vera í svo góðum höndum á leiðinni suður. Við miðdegisverðinn mun ég kynna yður fyrir öðrum merkisbónda, sem vert er að hitta. Það er Daníelsen á Lóni. En hann hefðuð þér vissulega átt að heimsækja, því að það er sannur framfaramaður, hann byggir og ræktar og hikar ekki við að brjóta upp á nýjungum og framkvæma þær, en það er einmitt það, sem okkur skortir svo oft hérna.“ Við morgunverðinn er margt rætt um þær framfarir, sem liggja í loftinu á íslandi, og allir óska eftir, þótt menn séu á ýmsu máli um-, hver skuli byrja. Kynni mín af landinu hafa sannfært mig um að fyrst af öllu þurfi bættar samgöngur. Að loknum morgunverði býður amtmaður mér að ríða út til einhverra staða í Hörgárdalnum, en ég hlýt að afþakka það, því að ég verð að spara kraftana, og hvíla mig. Ég kýs því heldur að skoða bókasafn hans. „Og ég, sem flýtti mér að afgreiða póstinn, svo að ég gæti haft ánægjuna af að fara með yður,“ segir amtmaður. Annars finnst mér það gremjulegt, að þér skulið ekki hafa komist yfir að sjá meira af landinu.“ Ég segi honum að ég sé hæst ánægð með það, sem ég þegar liefi séð, og vissulega hafi ég séð meira af íslandi, en mig dreymdi um, þegar ég fór að heiman. Ég lét í ljós, að fyrir mér væri mikilvægt að kynnast fólkinu, hugsunarhætti þess og lífsvenj- um, og það hefði ég gert í ríkulegum mæli. Ég hefði tekið þátt í heimilislífinu, hjá amtmann- inum og í fátæklegum bóndabæjum, og alls stað- ar hefði ég mætt sömu vinsemdinni og gestrisn- * A að vera Vindheimajökull. inni. Mér hefði verið hjálpað og leiðbeint, og ég mætti vera vanþakklát, ef ég óskaði mér einhvers meira. Við miðdegisverðinn, sem var mjög ánægju- legur, þar sem vinkona mín gegndi húsmóður- störfunum, kynntist ég Daníelsen á Lóni, sem áður var getið. Hann var mjög ákafur að kynna mér skoðanir mínar á því, hvað gera þyrfti til þess að útvega landinu ódýrara timbur, og hvern- ig bjarga ætti rekaviðnum, sem víða er aðai- byggingarefni landsmanna, svo að hann skemmd- ist ekki, hvorki af of miklu sævolki eða af að liggja í fjörunni. Og einkum ræddi hann um hversu nauðsynlegt væri að finna aftur hina gömlu byggingaraðferð, sem menn hefðu full- komlega gleymt. Ég hlýddi á hann full athygli, án þess þó að skilja fullkomlega hvað hann var að fara, sem ef til vill stafaði af því, að hann í ákefðinni við að kynna mér, það sem gera ætti, notaði við og við einstök orð og orðatiltæki, sem ég skildi ekki. Þegar loks varð lítilsháttar hlé í ræðu hans, sagði ég: „Nútíminn heyrir til æsk- unni. Því yngri sem maðurinn er, því meiri tíma á hann framundan til að starfa í, og þess vegna vil ég með tilliti til allra hinna mörgu áætlana yðar um framtíðina drekka skál yngsta fólksins, sem ég þekki, tvíhuranna litlu, sem liggja hér í vöggu. Megi þau hvort um sig og bæði til samans leggja skerf sinn til þróunar og hamingju hins gamla kæra sagnalands.“ ý Skálin var drukkin í kampavíni. Og í sama víni drakk húsbóndinn einnig mér til heilla á ferð minni. Og með því lauk dvöl minni á Frið- riksgáfu. Steindór Steindórsson jrá HlöSum, þýddi.

x

Alþýðumaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.