Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 28.08.1962, Blaðsíða 9

Alþýðumaðurinn - 28.08.1962, Blaðsíða 9
Allt það, sem augað sér, æskunnar hörpu knýr, syngur og segir mér sögur og ævintýr. Mild ertu, móðir jörð. Margt hefur guð þér veitt. Aldrei ég Eyjafjörð elskaði nógu heitt. Áfram — og alltaf heim, inn gegnum sundin blá. Guðirnir gefa þeim gleði, sem landið sjá. Loks eftir langan dag leit ég þig, helga jörð. Seiddur um sólarlag sigli ég inn Eyjafjörð. Þó fi íii' t mér ást mín öll, unaður minn og þrá tengd við hin fögru fjöll, fjörði og sundin blá. Hvar sem ég flótta fer friðlaii um ókunn lönd, bið ég til bjargar þér, blessaða Galmarsströnd. Bænin og barnsins trú betra binn týnda son. Gleðin og guð og þú gefa mér nýja von. Stráin, sem blærinn braut, blessar þín líknarhönd. Mjúk er sem móðurskaut moldin á Galmarsströnd. Faðmaðu, blíði blær, byggðir og sundin víð. Sé ég, hvar bóndabær brosir í vesturhlíð. Þó komi ég sár frá sæ, sekari en áður fyr, á þessum bóndabæ bíða mín opnar dyr. VORNÓTT Sól fer eldi um svanatjarnir og silfurvoga, rennir sér bak við reginhafið í rauðum loga. Söknuð vekja síðustu geislar sólarlagsins. En svefnveig dreypir í sálir jarðar systir dagsins. Bregður á landið brosi mildu frá blómi og stráum. Vornóttin laugar vængi sína í vogum bláum. Fegurstu perlur fjaðra sinna hún foldinni gefur. Aldan niðar við unnarsteina, og ísland sefur. ALÞÝÐUMAÐURINN 9

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.