Alþýðumaðurinn - 28.08.1962, Blaðsíða 5
Héðan sól um sumarmorgna
sýnist kyssa fjarðarmunn,
heimsins drottning, hálf í baði,
helgum eldi sveipar unn:
Líttu á drottins ljóma vígja
lífsins svala nægtabrunn!
Sólin rís og rauðagulli
reifar tind og fjallasvörð,
svala daggir blíðu blómi,
blundar sætt hin raka jörð,
undan sólu silfurþokan
svífur létt um Eyjafjörð.
HVAÐ E R TUNGAN? —
( Brot)
Hvað er tungan? — Ætli enginn
orðin tóm séu lífsins forði. —
Hún er list, sem logar af hreysti,
lifandi sál í greyptu stáli,
andans form í mjúkum myndum,
minnissaga liðinna daga,
flaumar lífs, í farveg komnir
fleygrar aldar, er striki halda.
Sólin deyr, en drottinn reisir
dýrðarstóra vetrarhöll,
þegir hrönn og helgir vindar,
hlustar jörð og skuggafjöll;
þúsund himinlampar lýsa
lagarkringlu spegilvöll.
Þú ert ung og ör í skapi,
áfram vilt, en skortir margt:
Frjálsir menn, er fremdum unna,
færi þig í gull og skart!
þú munt vaxa, þú munt sigra,
þó að stríðið verði hart.
Tungan geymir í tímans straumi
trú og vonir landsins sona,
dauðastunur og dýpstu raunir,
darraðarljóð frá elztu þjóðum,
heiftareim og ástarhríma,
örlagahljóm og refsidóma,
land og stund í lifandi myndum
ljóði vígðum — geymir í sjóði.
KOM HEITUR TIL MÍNS HJARTA
Saga þín er enn í æsku,
eyrar rósa, fjórðungsbót!
Dafna þú í fullu frelsi,
framatíma gakktu mót,
stunda mennt og styrk þinn anda,
stattu fast á landsins rót.
Lifðu blessuð, Akureyri!
Auðnu- við þig leiki -hjól,
þó að tímans stríð og stormar
sturli lýð og byrgi sól.
Blessi þig með börnum þínum
blessun guðs og líknarskjól!
Kom heitur til míns hjarta, blærinn blíði!
Kom blessaður í dásemd þinnar prýði!
Kom lífsins engill nýr og náðarfagur,
í nafni drottins, fyrsti sumardagur!
ALÞÝÐUMAÐURINN
5