Alþýðumaðurinn - 28.08.1962, Blaðsíða 10
Guðmitndur
Frímann
f. 29/7 1903 aS Hvammi í Langadal. — Búsettur á Akureyri frá
1925 að stuttri búsetu við Reykholtsskóla frátalinni.
Sá þi'iðji var strengur óðsins um ástina,
örlagaglettni og hamingjuspá,
óðsins um óra blóðsins,
æskunnar fögnuð og leyndustu þrá,
— óðsins um konuna einu,
augu heiðríkjublá.
Sá fjórði var strengur stefsins um dauðann,
er stríð sitt og glímu við lífið heyr,
stefsins um haustsins hernað,
helkuldarósir og brákaðan reyr,
kuldalegt marr í kviktrjám,
kirkjugarðsleir.
En strengirnir hrukku einn af öðrum,
nema ekki sá, er í lynginu ég fann,
strengur yndis og óra,
ekkert gat slitið strenginn þann.
Síðan bæri ég bogann
bara um hann.
FIÐLARAKVÆÐI
í fyrndinni hafði fiðlan mín bleika
fjóra strengi eins og vera ber,
veika sem vetrarkvíðann,
er vindur haustsins um engjarnar fer,
bræður, er sungu saman,
en sitt lagið hver.
í einum söng gleðin og unaður vorsins,
ómar frá löngu horfinni íið.
Hann var grannur og gulli drifinn
gersemi og völundarsmíð.
Ég fann hann í ljósgrænu lyngi,
langt uppi í hlíð.
Annar var helgaður söknuði og sorgum,
hann söng frá mér gleðina, vonir og þrár,
seiddi mig síðkvöld og nætur
inn í Svefnleysuskóg, bak við daga og ár,
umdi, þótt enginn stryki hann,
örlagaspár.
En þó er sem strengur stefsins um ástina
stöðugt hljómi í eyrum mér,
kalli úr hreimskógi hjartans,
hvar sem ég fer:
Hvers vegna brustum við bræður?
0 bjargaðu mér!
MANSÖNGUR
Þú ert ströndin, sem ein beiðst eftir mér,
skrýdd óskasteinum og rafi
og bjóst mér hvítustu hvílu, er
kom ég flýjandi af hafi.
Ég er bylgjan, sem livergi finnur frið,
en fékk af þér ljúfust kynni
og fellur með eilífum angurnið
upp að ströndinni sinni.
Þar öðlast hún jarðneska sælu um sinn,
hin síkvika farandhára.
— Var flótti minn ráðinn í faðminn þinn
fyrir þúsundum ára?
10
ALÞÝÐUMAÐURINN