Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 21.01.1964, Side 2

Alþýðumaðurinn - 21.01.1964, Side 2
2 RITSTJÓRI: BRAGI SIGURJÓNSSON . BJARKARSTÍG 7 . SÍMI 1604 ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG AKUREYRAR . VERÐ KR. 70.00 Á ÁRI . LAUSASALA KR. 2.00 BLAÐIÐ . SETNING OG PRENTUN: PRENTSMIÐJA BJÖRNS JÓNSSONAR H.F. . AKUREYRl Dýr vinur Framsóknarflokkurinn hefur löngum þótzt höfuðmálsvari Lænda og sverð og skjöldur samvinnufélaganna. Verulegur hluti bænda hefur lagt trúnað á þessa fullyrðingu flokksins, og sá áróður, að Framsóknarmaður og samvinnumaður sé eitt og hið sama, hefur borið tvenns konar árangur í allrík- um rnæli: að sumir liafa lagt á hann trúnað, en aðrir litið sam- vinnuhreyfinguna tortryggnisaugum vegna notkunar Framsóknar á henni. Niðurstaðan hefur svo að sjálfsögðu orðið sú, að Fram- sóknarfl. hefur unnið á þessu fylgi, eins og hann ætlaðist til, en samvinnuhreyfingin tapað á þessu áliti og samheldni, livað flokkurinn hefur látið sig minna skipta. Alkunnugt er, að SÍS og kaupfélögin eru látin hera uppi með auglýsingum meginhluta herkostnaðar Framsóknarfl. Allir Akureyrarbúar þekkja dæmið um blaðið Dag, en þó þótti sá kálfur ekki sjúga samvinnufélagakúna nógu vel hér um slóðir á s.l. ári, heldur var vakinn upp nýr Fram- sóknarhlöðukálfur á jólavikumii. Hét sá Viðskiptatíðindi og saug ca. 80—90 þús. kr. úr kaupfélögunum, aðallega KEA, til styrktar starfsemi kjördæmisráðs Framsóknarfl. í Norð- austurþingi, enda gat KEA lítið liðsinnt bændum yfir ára- mótavandræði. Þá birti Tíminn um sumarmálin í fyrra eldhúsdagsræður iörystumanna Framsóknar á alþingi ásamt 30—40 þús. kr. sumarkveðjum frá kaupfélögum landið kring, og nokkru síðar — 16. júní — minntist sama hlað 25 ára afmælis Sambands ungra Framsóknarmanna og lét kaupfélögin og SÍS þá skjóta saman í 11 auglýsingasíður í blaðið, eða nánar tiltekið 60—70 þús. kr. í eitt einasta tölublað. Það er svo sem borgandi fyrir svona óeigingjarna vináttu. Og lítum svo nánar á vináttu Framsóknar í garð bænda: Hún hefur víðast — fyrst og fremst fyrir atfylgi bænda, sem hún hefur talið trú um, að hún vildi allt sækja og verja fyrir — lagt undir sig stjórnir kaupfélaganna og ræður þannig viðskiptastefnu þeirra gagnvart bændum sem öðrum neytendum. Hvernig ferst þessum framsóknarstjórnuðu kaupfélögum við bændur? Látum bændm' sjálfa segja frá: 1) Við getum fengið betri og ódýrari fóðurbæti hjá öðrum seljendum en kaupfélagi okkar. 2) Stórum upphæðum — og í vaxandi mæli, — er haldið eftir af mjólkur-, kjöt- og öðru búvöruverði til okkar í langan tíma vaxtalaust, og notað sem rekstursfé kaup- félags okkar. Á sl. ári var þessi „fjárfrysting“ enn hækkuð á þeim Lýst sök á hendur Framsókn: Flóttinn úr sveitunum (Hér í Alþm. hefir stundum verið deilt á volæðis- og barlómsskrif ým- issa sjólfskipaðra talsmanna bænda, og þvi haldið fram, að þar væru við- horf bóndans oft rangtúlkuð, jafn- framt þvi sem bent hefur verið á hættuna af því að draga kjark úr stéttinni og koma inn hjó henni von- leysi og vanmati ó aðstöðu sinni. í eftirfarand grcin, sem birtist i Alþbl. 22. des. sl., tekur greinarhöf- undur þessi mól til meðferðar og rek- ur fró sinum sjónarhóli orsakir flótt- ans úr sveitunum og gjaldþrot land- búnaðarpólitikur Framsóknar, en Framsóknarfl. hafi nær „óslitið stjórn- að íslenzkum landbúnaðarmólum ó flóttatimanum mikla." Athyglisvert er, að blöð Framsókn- arflokksins hafa hvergi svarað grein- orhöf.) Tíminn flutti þau stórtíðindi sunnudaginn fyrir verkfall, að átján býli í næstu sveitum austan Hellisheiðar hefðu farið í eyði nú að veturnóttum og eyðijarðirnar í Arnessýslu væru þá orðnar 27 talsins á hálfum áratug. Svo kom athyglisverð og raunar átakanleg upptalning: Meðal býlanna, sem hurfu úr ábúð í haust, eru Mosfell í Grímsnesi, óðal Mosfellinganna fornu, prestsetur um aldir og Iandsfræg vildisjörð, tvíbýlið Loftsstaðir í Gaulverj abæj ar- hreppi, en þar voru löngum mestu bú sveitarinnar til lands og sjávar, Rútsstaðir, einnig í Gaulverjabæj- arhreppi, „sem er afbragðsj örð,“ Súluholt í Villingaholtshreppi, en „þar er rafmagn og sími og óþrjót- andi ræktunarskilyrði“, og Tóftir í Stokkseyrarhreppi, „sem hefur lýsa kostum þeirra, jafnframt því verið mikið höfuðból“. Fréttarmaður lætijr nægja að sinni að telja upp jarðirnar og lýsa kostum þeirra, jafnframt því sem hann ber Árnesýslu réttlátlega söguna, en hún mun bezta bún- aðarhérað landsins*) — með slát- urhús og mjólkurbú á krossgötum umferðarinnar austur og vestur, upp og út, ótal verzlanir og iðn- fyrirtæki, ágætar samgöngur á íslenzkan mælikvarða, frábæran skólakost, mörg og fjölsótt félags- —0— HELGI SÆMUNDSSON heimili og blómlegt menningarlíf. Væntanlega leggur Tíminn síðar út af þessum ótíðindum í orð- mörgum greinum, og málið kemst ef til vill alla leið á dagskrá al- þingis. Áður langar mig sem gamlan Árnesing að bera fram þessa spurningu: Hver er skýr- ingin á því, að árangurinn af land- búnaðarstefnu Framsóknarflokks- ins í bráðum hálfa öld skuli ekki skárri en þetta ? Eyðijarðirnar í Árnesþingi og flóttinn úr íslenzku sveitunum er víst raunverulega eitt og sama umræðuefni. Hins vegar sýnast ýmis atriði öllu gleggri þegar at- huguð er þessi óheillaþróun aust- an Hellisheiðar en ef sambærilegir atburðir víða annars staðar eru lagðir til grundvallar. Ámesing- ar hætta varla búskap af því að landgæði skorti og búnytjarnar séu þess vegna of litlar. Þeir koma afurðunum prýðilega frá sér, og *) Norðlenzka stoltið í oss telur, að jafngóð byggðarlög a. m. k. finnist til búnaðar hér norðanlands. Alþm. forsendum, að afurðalán banka til landbúnaðarfram- leiðslunnar hefðu ekki verið hækkuð þrátt fyrir verð- bólgu. (Voru þau þó hækkuð um 90 millj. sl. ár, hvað Framsókn hefur vandlega þagað um). 3) Eins og fyrr getur, verðum við að þola „frystingu“ fjár okkar hjá kaupfélögunum vaxtalaust. Hins vegar er okkur reiknaðir vextir af hverri bókaðri skuld. 4) Ymis fyrirtæki, sem tekið liafa sauðfé af okkur til slátr- unar, önnur en kaupfélögin, fullyrða, að stórkostlegt okur sé framið á okkur gegnum einokunaraðstöðu kaup- félaganna til slátrunar fjár og kjöt- og slátursölu. Þetta, og ýmislegt fleira, segja bændur, og alls ekki ófáir þeirra Framsóknarbændur. Þeim þykir elsku vinurinn, Framsókn, skolli dýrseldur á forsvarið, sem þar að auki sé dálítið erfitt að koma auga á og finna fyrir, nema auðvitað í kosningahríðunum. aðdrættir munu þeim flestum leik- ur að kalla. Þar er sími og raf- magn víðast hvar, og fólk á þess auð'veldan kost að njóta skemmt- ana og mannfagnaðar, ef það kemst að heiman. Reyndar hefur stundum báglega tekizt um fram- kvæmdir í Árnesþingi. Rafmagnið komst til dæmis fyrr austur í Skaftafellssýslu en á suma næstu bæi við Sogið. Og Tíminn þarf naumast lengi að velta vöngum yfir því, hvers vegna Snæfoks- staðir í Grímsnesi eru á eyðingar- listanum, „ágæt veiði- og fjár- jörð“. Um þann bólstað gegnir sama máli og Ásólfsstaði og Skriðufell í Gnúpverjahreppi, víð- kunnar fjárjarðir, þar sem nú má engin kind lífi halda. Mennirnir, sem vilja „klæða landið“, fram- kvæma sem sé iðulega þá hugsjón sína með því móti að leggja nokkrar beztu jarðirnar í eyði. Fyrrverandi oddviti Framsóknar- flokksins fer sæmilega óþreyttur í fylkingarbrjósti þeirrar hreyf- ingar. En þetta var útúrdúr, þótt nokkru skipti. Meginorsök flótt- ans úr sveitunum hlýtur hins veg- ar að teljast önnur. Flóttinn úr sveitunum er ekki séríslenzkt fyrirbæri. Kjeld Philip efnahagsmálaráðherra Dana segir í Tímagrein einmitt sama sunnu- dag, að nú vinni aðeins sjötti hver af þegnum Danmerkur við land- búnaðarstörf og sá bluti lands- manna fari stöðugt minnkandi. Þannig er þetta víðs vegar um vesturlönd minnsta kosti. Atvinnu- þróunin í fjölbýlinu hefur nær hvarvetna reynzt hraðari og eftir- sóknarverðari en úti á lands- byggðinni. Og svo hafa bændur týnt stolti sínu, sem var þeim nauðsynlegt til sj álfsvirðingar, álits og forustu. Það hefur sér í lagi gerzt á íslandi síðustu ára- tugi. Ungur að árum kynntist ég mörgum sunnlenzkum vermönn- um úti í Vestmannaeyjum. Þeir dvöldust þar á vetrarvertíðum og unnu fyrir stopulum aflahlut. Þá var kreppa í landi til sjávar og sveita, en samt stórhugur í þjóð- inni alveg eins og nú. Og sunn- lenzku vermennirnir í Vestmanna- eyjum voru allir og alltaf á heim- leið. Þeir ætluðu að reisa bú og verða hver og einn konungur í ríki sínu. Auðvitað fór þetta á annan veg um þá marga, en þessi var hugsunarháttur þeirra samt. Mér dettur ekki í hug, að þá hafi dreymt um að verða burgeisar heima í sveitinni sinni. En þeir voru tengdir henni andlegum Framhald á 7. síðu.

x

Alþýðumaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.