Alþýðumaðurinn - 21.01.1964, Qupperneq 8
Fyrir rfómstóli olmennings
Dómur hæstaréttar í Olíumálinu svonefnda er genginn, eins og
rakið hefur verið í útvarpi og mörgum blöðum, en bæði hinir dæmdu
og hinn sýknaði í því máli standa enn fyrir dómstóli almennings, og
eftir umræðum manna á meðal er sókn og vörn enn í fullum gangi.
Hvernig getur maður, sem er augljóslega að áliti dómstóla sekur
um gjaldeyrisbrot, spyr margur, gegnt áfram aðaltrúnaðarstarfi við
höfuð peningastofnun þjóðarinnar, enda þótt Hæstiréttur hafi sýknað
hann á þeirri forsendu einni, að sök hans hafi verið fymd, er hún
var upp tekin?
Hvernig geta menn, sem æðsti dómstóll landsins hefur dómfellt
fyrir eftirlitsleysi með fjórmálum og framferði fyrirtækja, sem þeim
hefur verið trúað fyrir stjórn á, gegnt áfram umfangsmikilli fram-
kvæmdastjórn almenningsfyrirtækja, svo sem ekkert hafi í skorizt,
spyrja aðrir. Fyrst þeir voru svo eftirlitslausir þar, eru þeir það þá
ekki víðar? spyrja menn og.
Og verjendurnir svara:
A maður, sem snýr frá villu síns vegar, ekki að eiga sér uppreisnar
von: ' : 1 1 1 ; '"•Ijjl
Og: Herra minn trúr, hverjum dettur í hug, að stjórnarmenn fyrir-
tækja geti fylgzt með því, hvort framkvæmdarstjórarnir svindla?
Enn eru ýmsir, sem staðhæfa, að engir þurfi að láta sér detta í hug,
að jafnfærir og slyngir fjármálamenn og hér hafi ótt í hlut, hafi ekk-
ert vitað, hvað þarna gerðist bak við tjöldin, þá voru þeir meiri fá-
vitringar en almenningur hefði enn rekizt á að þeir væru.
Berklflfðrflldur d Akureyri
Vegna þeirra berklasmitana
sem hér hafa orðið síðastliðið
sumar og haust þykir rétt að biðja
hlöð bæjarins að hirta eftirfar-
andi greinargerð:
Þegar menn verða fyrir berkla-
smitun í fyrsta sinn líða 6—8
vikur frá því smitun á sér stað,
þangað til menn verða berkla-
jákvæðir (þ. e. þangað til berkla-
próf kemur út). Ef menn sýkjast
við þessa smitun koma fyrstu sjúk-
dómseinkennin fram um svipað
leyti og berklaprófið verður já-
kvætt, eða þó stundum nokkru
síðar. Þessi fyrstu sjúkdómsein-
kenni eru vanalega hitahækkun
og stundum nokkur hósti og sézt
þá oft jafnframt við gegnumlýs-
ingu eða röntgenmyndun nokkur
þétting í lungnarótareitlum eða
lungum.
Bctiir olnHinnotnrifðiitða - nema fjölsbylilitat-
ur - Uhi ó ný nm K próscnt
Hækkunin verður væntanlega greidd í einu lagi
fyrir fímabilið 1/1—30/6 með júlíbófum.
Ríkistjórnin hefur lagt fram á
Alþingi frumvarp til laga um veru-
legar hækkanir á bótum almanna-
trygginga öðrum en fjölskyldu-
bótum. Er þetta í samræmi við þá
yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í
desember, þegar bæturnar voru
hækkaðar um 15%, að ef um
frekari launahækkanir yrði að
ræða mundi hækkun bótanna end-
urskoðuð, er þær hækkanir lægju
fyrir.
Hækkunin, sem frumvarpið
gerir ráð fyrir er 15% fró því sem
nú er, en verður í allt 32.25%
miðað við það sem var, áður en
síðasta hækkun kom til fram-
kvæmda.
Aætluð útgjaldaaukning ríkis-
sjóðs af þessum sökum verður á
árinu 1964 sem hér segir: Vegna
Ellilífeyris 47,3 milljónir, vegna
örorkulífeyris og örorkustyrkja 12
milljónir, vegna annarra bóta
13.6 milljónir, tillag í varasjóð
1,5 milljónir. Samtals er útgjalda-1
aukning áætluð 74.4 milljónir.
Lagafrumvarp ríkisstjórnarinn-
ar um hækkun tryggingabótanna
er í tveim greinum ásamt ákvæði
lil bráðabirgða og er svohljóð-
andi:
1. gr.
Frá 1. janúar 1964 skulu bætur
samkvæmt lögum nr. 40 30. apríl
1963, um almannatryggingar, að
undanskildum fjölskyldubótum,
samkvæmt 15. gr. laganna, greidd-
ar með 32.25% álagi í stað þeirr-
ar 15% hækkunar, sem ákveðin
var með lögum nr. 72 1963, um
hækkun á bótum almannatrygg-
inganna.
2. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.
Akvceði til bráðabirgða.
Tryggingastofnuninni er heim-
ilt að greiða 15% bótahækkun,
sem felst í lögum þessum í einu
lagi fyrir tímabilið 1. jan. 1964—
30. júní 1964 með bótagreiðslum
fyrir júlímánuð 1964.
Þegar lög þessi öðlast gildi,
skulu framlög og iðgjöld til al-
mannatrygginganna fyrir árið
1964 ákveðin að nýju, og ber
framlags- og iðgjaldagreiðendum
að greiða framlög og iðgjöld á
árinu 1964, samkvæmt þeirri
ákvörðun.
Frá því í sumar og til þessa
dags hafa veikst hér 17 manns af
berklum og allir verið lagðir á
Kristneshæli. Af þessum sjúkling-
um eru 4 fullorðnir og 13 hörn.
2 hinna fullorðnu hafa verið
berklaveikir áður en sjúkdómur
þeirra verið óvirkur um árabil
þar til á árinu 1963 að hann tekur
sig upp aftur og verður smitandi.
Börnin hafa flest smitast af sama
sjúklingnum og öll nóðst þegar,
er berklapróf hefur komið út hjá
þeim eða fyrsta sjúkdómseinkenni
gert vart við sig.
Frá engu þessara barna hefur
stafað hin minnsta smithætta og
því aldrei verið um neina berkla
hættu að ræða í sambandi við
skólaveru né dvöl barna í leik-
skólanum.
Smitanir sem þær, er að ofan
greinir geta komið fyrir hversu
öflugar sem berklavamir eru.
Róðin til úrbóta er að rekja sem
allra nákvæmast feril smitberans
og rannsaka það fólk sem smitber-
inn hefur verið í snertingu við og
fylgjast nákvæmlega með því
næstu mánuði eftir að smitberinn
hefur verið tekinn úr umferð, svo
ekki verði um nýjar nýsmitanir að
ræða. Þetta hefur verið gert hér
með góðu samstarfi lækna og al-
mennings við Heilsuverndarstöð-
ina, enda er nú orðið svo langt
síðan aðalsmitberinn náðist úr
umferð að ástæða er til að ætla
að tekist hafi að ná fyrir þennan
berklafaraldur, enda þótt að sjálf-
sögðu sé ekki alveg útilokað að
einhver ný tilfelli eigi eftir að
koma.
Ýmsir hafa spurt um hvort ekki
hafi verið ástæða til að fram-
kvæma allsherjar berklaskoðun í
sambandi við þennan herklafar-
aldur, en það tel ég alls ekki hafa
verið tímabært að svo stöddu, þar
eð svo stutt er um liðið frá því
náðist til aðalsmitberans að óvíst
er að sjúkdómseinkenni séu kom-
in fram ennþá hjá öllum sem smit-
ast hafa.
Náist í sjúkling með berkla á
hyrjunarstigi, tekst í langflestum
tilfellum að lækna hann að fullu
á nokkrum mánuðum, með þeim
berklalyfjum sem nú eru fyrir
hendi og sjúkdómurinn því ekki
svo alvarlegur lengur, sem áður
var. Samt er hér um svo alvarleg-
an sjúkdóm að ræða að sjólfsagt
er að taka hann föstum tökum og
fólk því alvarlega áminnt um að
snúa sér til læknis síns eða Heilsu-
verndarstöðvarinnar, ef nokkur
grunur getur verið um samband
við berklasjúklinga.
Onnur blöð vinsamlega beðin
að birta þessa greinargerð.
Jóhann Þorkelsson.
Veitir samkeppnin nóg
verðlagseftirlit?
Samkvæmt leiðara Tímans s.l.
sunnudag er það skoðun Fram-
sóknarflokksins, að samkeppni
kaupfélaga og kaupmanna um
vöruverð sé nægilegt, enda örugg-
asta verðlagseftirlitið.
An þess hér sé verið að vanmeta
þetta verðlagseftirlit, skal þó
benda á eftirfarandi:
Maður hér í bæ keypti 2 kg. af
BARNABLAÐIÐ ÆSKAN
Barnablaðið Æskan, gefið út
af Stórstúku Islands, ritstj. Grím-
ur Engilberts, er eitt af þeim rit-
um, sem hingað berast inn á skrif-
stofuna.
Yngri tók maður því tveim
höndum og það hefur lengi verið
gott lesefni fyrir æskufólk, enda á
það marga vini.
Jólablaðið í ár er stórt og mjög
fjölbreytt og vandað að efni. For-
eldrar, sem eiga börn á bernsku
skeiði ættu að velja þeim rit sem
þetta til að þroska smekk og hæfni
þeirra til að leita þess, sem bezt
er af lesefni.
Æskan svíkur engan.
hrossakjöti, afturpart, núna í
janúar í kjöthúð KEA. Verð kr.
60.00 pr. kg. I annað sinn í sama
mán. keypti hann nákvæmlega
sams konar kjöt hjá Finnboga í
Reykhúsinu. Verð kr. 40.00. Hélt
kaupfélagið niðri verði í þessu
tilfelli, spyrjum vér.
FÉLAG UNGRA
JAFNAÐARMANNA
ó Akureyri
heldur fund n.k. þriðju-
dag 28. þ. m. kl. 8.30
Fundarstaður auglýstur
síðar.
Þetta verður fyrsti fund-
ur í stjórnmálanqm-
skeiði félagsins, og þar
verður rætt um stjórnar-
skrá Islands.
Stjórnin.
Varð að snúa aftur til
Akureyrar
Kvöldvél Flugfélags íslands s.l.
laugardag héðan frá Akureyri til
Reykjavíkur varð að snúa norður
á ný vegna veðurs, er hún átti
eftir 10 mín. flug til Reykjavíkur-
flugvallar. Var þá orðið ólend-
and,i fyrir roki, en hingað komst
vélin farsællega til „gistingar.“
ALÞJÓÐLEGT SKÁKMÓT
í REYKJAVÍK
Þessa dagana stendur yfir skák-
mót í Rvík, sem er helgað minn-
ingu Péturs Zóphóníassonar, en
hann var frumkvöðull að stofnun
Skákfélags Reykjavíkur. Boðið
var ýmsum alþjóðlegum skák-
meisturum til mótsins, og eru
þátttakendur þessl4, þar á meðal
5 erlendir: Tal og Gabrindashvili
frá Sovétríkjunum, Gligoric frá
Júgóslavíu, Wade frá Nýja-Sjá-
landi og Johannessen frá Noregi.
Lokið er 6 umferðum á mótinu
og er Tal efstur keppenda, hefur
unnið allar 6 skákir sínar. Næst-
ur er Friðrik Olafsson með 4^2
v. og eina biðskák, en í 3. sæti er
Gligoric með 4 v. og biðskák.
ALÞÝÐUFLOKKSFÓLK
fundur um fjórhags-
óætlun Akureyrarbæj-
ar að Hótel Varðborg
(uppi) kl. 8.30 e. h.
þriðjud. 21. jan.
Magnús E. Guðjónsson
bæjarstjóri, hefur fram-
sögu.
Fjölmennið og mætið
stundvíslega.
Stjórnin.
ALÞÝÐU
MAÐURINN