Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 11.02.1965, Blaðsíða 5

Alþýðumaðurinn - 11.02.1965, Blaðsíða 5
Arni G. II • r 1 Ey.atlreppurinn og syslan Framhald. Það þarí varla að spyrja um, hvernig fari um hreppa með minna en 50 íbúa 1962. Dæmi: Fróðárhr., Klofningshr., Múla- hr., Ketildalahr., Auðkúluhr., Fjallahr., Loðmundarfjarðarhr., Seyðisfjarðarhr. og Selvogshr. - Héðan af verður vart neinu bjargað þótt þessir hreppar yrðu sameinaðir næstu hreppum, sem sumir eru litlu betur á veg.i staddir. Slík hjargráð eru orðin of seint á ferð. En er þá nokkur skaði skeð- ur, þótt þessir nefndu hreppar leggist með öllu í eyði? Því má vafalaust svara bæði játandi og neitandi, en það er' ekki megin atriði, hversu fer með þessa pefndu hálfeyddu hreppa, þótt gjöreyðing þeirra sumra mun.i draga dilk á eftir sér fyrir þær sveitir — þá hreppa — sem að þeim liggja. Hitt er mergurinn málsins, að svipuð eyðing mun vofa yfir svo miklu víðar, í svo fjölmörgum hreppum, ef ekki verður að gert, og stjórnarfars- legu skipulagi strj álbýlisins — búnaðarsveitanna — breytt lil mikilla muna í samræmi við aðra breytta og bætta þjóðfé- lagsháttu, félagslega og menn- ingarlega. 3. — Hvað hefur gerzt í nágrannalöndunum á þessu sviði, sem vert sé athugunar? Þannig má spyrja, ekki sökum þess að okkur sé alltaf nauðsyn- legt að „sækja vit í Eyfirðing,“ þ. e. aðrar þjóðir, eins og haft er eftir Þingeyingi, það taldi hann óþarft og ekki venju. Held ur sökum þess að sömu vanda- mál hafa verið uppi og eru á ferðum í strjálhýlum löndum, svo sem í miklum hluta Noregs og allvíða í Svíþjóð. Hvergi í Norðurálfunni mun hafa verið unnið markvissara og skipulegar að breyttum hún- aðarháttum og hreytingum á bú setu heldur en í Svíþjóð hin síð- ari ár. Hinn mikli og blómlegi iðnaður Svía hefur gert þeim fært að skipuleggja hvarf hænda frá litlum og lélegum húskap lil iðnaðarstarfa, og jafnframt hag ræðing landbúnaðarins í heppi- legar bústærðir, allt með það þrennt í huga, að sjá iðnaðinum fyrir vinnuafli, bæta meðalkjör þeirra, sem húskap stunda, og loks að tryggja stöðu landbún- aðarins í atvinnuháttum þjóð- arinnar, að því marki er þeir telja þjóðarhúinu henta og nauð synlegt, en um leið svo við hóf, að landbúnaðurinn skapi ekki vandamál sem framleiðslugrein, sökum offramleiðslu og úlflutn- ings við erfiðar aðstæður. Eitt af frumatriðunum í þessu skipulagsstarfi öllu, sem enn er ekki til loka leitt, var að stór- fækka hreppum í landinu, af- nema fámenn hreppsfélög og efna til langtum fleiri hrepps- heilda heldur en áður var al- gengt. Þannig fækkaði hrepps- félögum í Svíþjóð á árunum eftir 1945 úr 2281 niður í 811 hreppsfélög. Alll vegna skipu- lagsaðgerða, en ekki við að heilir hreppar legðust í eyði. Mikill hluti Noregs er land og lendur strj álbýlis. Byggist sú staðreynd á landfræðilegum á- stæðum, sem valda erfiðleikum um samgöngur og samstarf. Er því að vonum þótt stefnan: vertu sjálfum þér nægur að þursasið, hafi löngum átt þar gróðrarskilyrði víða. Sú var tíð- in að hreppar voru klofnir og fólkið í hverri grend vildi sitja að sínu. Þó er óiíku saman að jafna hve langflestir sveitahrepp ar í Noregi hafa jafnan verið fjölmennari heldur en velflestir hreppar hér á landi. Sá öfugugga háttur að skipta hreppum er fyrir löngu horfinn með öllu og aflagður. Er eftirtektarvert í því samhandi, að þegar stóriðnað- urinn fór að færast í aukana, og fjölmennisbúseta þróaðist í því sambandi á vissum stöðum í einstökum hreppum, leiddi það hvergi til þess að fjölbýlið klyf.i sig út úr og gerðist hreppsfélag út af fyrir sig. Eigi heldur að hændabyggðin umhverfis slíkt fjölbýli segði sig úr lögum við iðnaðarþorpið. Sem dæmi þess má nefna iðnaðarþorp eins og Odda í Harðangi, þar sem mynd aðist fleiri þúsund manna iðn- aðarmiðstöð mitt í víðlendum lireppi, það hefur aldrei komið til tals að kljúfa hreppinn fyrir því, hann er sterkur fleiri þús- und manna hreppur — ein heild. Hið sama er að segja um Sauda í Ryfylki. Á sama hátt má nefna Voss, þar er samgöngumiðstöð mikil og ferðamannastaður, og einnig mikið skóla- og mennta- þorp, sem nefnist Vossevangen. Alls eru í hreppnum um 10.000 manns, þar af er þéttbýlis-þorp- ið Vossevangen um 5.000 manna byggð, en aldrei hefur komið til tals að Vossevangen skærist úr leik og gerðist hreppur út af fyr.ir sig. Þverl á móti er nú á- kveð.ið að Vosshreppur með sina 10 þúsund íhúa og Vossestronda með 1700 íbúa sameinist í einn mjög vílendan hrepjn Með hættum samgöngum og aukinni samfélagslegri starfsemi varð Norðmönnum ljóst, að þeir þyrftu að snúa við blaðinu í hrejrpapólitíkinni. Hin síðari ár hafa verið gerð stórátök við að sameina hreppa og breyta hreppa mörkum til samræmis við breytt ar ástæður og þarfir. Árið 1946, um þær mundir er farið var fyrir alvöru að rann- saka þessi mál og undirbúa á- kvarðanir um fækkun hrepjra, voru allt taldir 744 hreppar í Noregi. Af þeim voru 25 með Árni G. Eylands meira en 25.000 íhúa. — 110 hrejjpar höfðu yfir 5.000 íhúa hver, en 165 hrejjjjar voru með minna en 3.000 íbúa. Nú er tala hreppanna komin niður í 475. Arið 1946 voru aðeins 9 hrepp- ar svo fámennir, að þeir höfðu innan við 500 íbúa hver. Alfá- mennasti hrepjrurinn var þá eyj- an Grij) með 224 íbúa. Lágmarkskrafan er, að hrepp- ar séu ekki fámennari en með 3.000 íbúa. Að því er stefnt, en helzt að þeir séu mun mannfleiri. A Jaðri, þar sem ég er vel kunnugur, er t. d. verið að sam- eina 3 hreppa, sem allir eru vaxandi að byggð og ræktun, í einn hrepp. 1 einum hinna gömlu hreppa voru fyrir sameining- una um 3.500 manns, í öðrum um 1.400 og i þeim þriðja um 1.100 manns. Allir j)óttu þeir of litlir og fámennir til þess að standa einir sér sem hreppsfé- lög og voru sameinaðir í 1 hrepp Jjrátt fyrir mikla mótstöðu fólks í þeim hrepjri, sem fjölmennast- ur var. 4. — Hvað vinnst svo við þetta, og livað getum við ef til vill lært af fordæmi Svía og Norðmanna? Og hvað getum við gert í þessum málum? Þessu má svara með annarri spurningu: Hvað er að standa saman og bera byrðarnar hver með öðrum, velta steinum úr vegi, byggja og bæta með sam- eiginlegum tökum, hvers virði er það? Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér. Þetta á samv.innuþjóðin íslenzka að vita. Eins og Jjetla á við um frjáls og félagsleg samtök, sem fyrir löngu hafa sprengt af sér allt, sem heit ir hreppamörk, í þeim félags- málum, sem mestu varða, þann- ig hlýtur einnig hið sama eða svipað að eiga við í stjórnarfar- inu. Hinar s/.jórnarjarslegu ein- ingar jjjóðfélagsins þurja nauð- synlega að verða stœrri og sterk ari heldur en hinir fámennu hreppar eru nú. Þeir eru getu- litlir og jafnvel getulausir fé- lagslega, fjárhagslega og þjóð- hagslega. En Norðmenn setja sem allra minnsta lágmark að hreppar séu ekki minni og fá- mennari en 3.000 manna byggð, helzt tvöfalt stærri en j)að, eða jafnvel meira, rökstyðja þeir þetta með því, að hrejrpar sem fámennari eru, hafi ekki getu til að halda uppi þeirri jjjóðfé- lagslegu starfsem.i og inna af hendi þær lýðræðisskyldur við fjölskyldur og einstaklinga inn- an sveitarinnar og út á við, sem nauðsyn krefur, að eigi sér stað og sinnt sé, nú á d.ögum tækni og kunnáttu, og sem getur með skipulegum átökum veitt fólk- inu velsæld og lífsgleði. Gert því kleift og ljúft að búa í sveit sinni og hreppi. Með stækkun hreppana eru Svíar og Norð- menn aðeiris að horfast í augu við staðreyndir hins lifandi lífs, sem slítur gömul hönd, riður merkja^tóinum úr vegi, mót- ar og byggir að nýju, við hæfi þess, sem nú er orðið veruleiki. Hvað er svo tiltækilegast og heppilegast að gera í þessu máli hér á land.i? Skrá yfir hreppana, fámenni þeirra, sýnir, að meira en helmingur þeirra er með frá 13—200 'Íbúa 1962. Ástandið er vafalaust ennþá verra nú, 4 árum síðar. Sennilegt er að nú sé sem næst 4. hver hrepjmr dauðvona sveitarfélag, sem um leið og það tærist upp smitar heilbrigðari hreppseiningar hið næsta sér. Ákvæði g.ildandi sveitarstjórn arlaga um stærð lueppa — um smæð þeirra að fólkstölu — er vitanlega alger misskilningur og ólífrænt orðið með öllu. Á- kvæði laganna um heimild til þess að sameina hreppa hefur ekki borið neinn árangur og sára litlar líkur til að svo verði, að hejjpileg sameining hreppa kom- ist á eftir tillögum sýslunefnda. Hins vegar er það síður en svo að lögin girði fyrir að enn verði vegið í sama knérunn að skipta hreppum til óheilla. Full hætta getur verið á því, að slíkt skjóti enn upp kollinum heima fyrir í sveitum, þar sem lítil sjónarmið ráða oft meiru en æskilegt er, þegar löggjafarþing þjóðarinn- ar hugsar sér enn að 1000 ára gamalt fyrirkomulag varðandi stærð hreppa eigi rétt á sér. Hugsanlegt væri að sameina hreppa og fækka þeim stórlega með lagasetningu, þannig að slík sameining færi fram um land allt og samtímis. Nánar athug- að virðist ])ó að slíkt kæmi að litlu gagni. Víða yrði um sam- einingu svo fámennra og getu- lausra hreppa að ræða, að hinn nýi sameinaði hreppur yrði eft- ir sem áður óviðunandi fámenn og getulítil stjórnarfarsleg ein- ing. Eg held, að lausn þessa vanda máls sé önnur og að vissu leyti einfaldari, en vandamál er þetta orðið og mikils um vert að menn fari að gefa því gaum sem slíku. Eg álít, eftir að hafa litið tölu verl lil þessarra mála hæði heima og erlendis, að við eigum einjaldlega að afnema hreppa- skipunina með öllu og gera í þess stað sýslurnar að öflugum stjórnarfarslegum einingum, sem tœkju algerlega við aj hreppun- um. Þannig að hverri sýslu verði stjórnað sem einum hreppi — sýsluhreppi — eða hvað sem við vildum kalla það. Þegar litið er á mál þau, sem í 10. grein sveitarstjórnarlag- anna eru talin hlutverk hvers sveitarfélagSj og hugsað er til hrejjpanna — sveitanna — að frátöldum kaupstöðunum 13 — verður ekki annað séð en að bezt færi á að þau mál væru alger- lega í höndum sýslufélaganna sem stjórnarfarslegrar einingar. Eg fæ ekki séð, að neitt tapaðist við að hinar gömlu og nú orðið máttlausu eða máttlitlu hreppa- einingar legðust niður og sýslu- einingarnar — sýslufélögin — tækju við. Hins végar er auð- velt að benda á, hve margt inn- ist við þá breytingu. Erf.iðleik- ar við slíka sameiningu eru eng- ir eða mjög litlir. Samgöngur innan heillar sýslu eru nú víð- ast hvar auðveldari og hraðari heldur en áður voru innan ein- stakra hreppa víða um land, með an hesturinn var einasta farar- tækið, vegi skorti, sími var eng- inn, hvað þá útvarp. Þegar svo væri komið að sýsl- an og kaupstaðurinn (kaupstað- Framhald á bls. 7.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.