Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 11.02.1965, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 11.02.1965, Blaðsíða 1
Tryggingar hœkki með kaupi verkamanna Fimm prósent hækkun elli- og örorkulífeyris fró og með 1. júlí 1964 XXXV. ARG. 5. TBL. AKUREYRI, FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1965 Fró höfninni ó Dalvik. Stærri bótar róa fyrir sunnan, en heima or írillum brýnt í fjöru og veiðarfæri hanga i fiskhjöllum. — (Ljósmynd: S.). Lagt hefur verið fram ó Alþingi frumvarp fró ríkisstjórninni, sem gerir róð fyrir þeirri breytingu ó lögum um almannatryggingar, að róðherra verði hér eftir heimilt cð hækka lífeyris- og bótagreiðslur samkvæmt lög- unum i samræmi við hækkanir, sem kunna að verða ó grunnkaupstaxta verkamanna við almenna fiskvinnu. Fram til þessa hefur i hvert sinn þurft breytingu ó almannatrygginga- lögunum til cð hækka bætur í samræmi við hækkað kaup. Hið nýja fyrirkomulag, sem frumvarpið gerir róð fyrir, mundi hafa það í för með sér, að þeir, sem njóta lifeyris- og bótagreiðslna fró Trygginga- stofnuninni fengju fyrr hækkanir til samræmis við hækkað kaupgjald og verðlag, en verið hefur til þessa. Þó gerir frumvarpið róð fyrir ókvæði til bróðabirgða, þar sem svo er kveð ð ó, að róðherra sé heimilt að fengnum tillögum tryggingaróðs, að ókveða cð greidd skuli 5% uppbót ó elli- og örorkulifeyri ó timabilinu fró 1. júlí 1964 og til gildistöku laganna og verði sú hækkun greidd með bótagrciðsl'jm fyrir júlímónuð 1965. Mikið rok olli víðo tjóni Jórnplötur fuku af húsum og rafmagns- og símalínur siitnuðu. Aðfaranótt þriðjudags gekk á með ofsaroki víðast hvar um landið. Hér á Akureyri mæld- ust, þegar verst lét, 8—9 vinstig á mæla veðurathugunarstöðvar- innar við Lögreglustöðina. — Nokkurt tjón varð hérna í hæn- um, m. a. fauk ríflega þriðjung- ur af járnplötum af þaki fjöl- býlishúss Byggingafélags Akur- eyrar að Skarðshlíð 40. Fuku plöturnar langar leiðir, á bíla og hús og ollu skemmdum. 1 Heyskaðar urðu á mörgum bæjum úti um sveitir, þar sliln- uðu líka síma- og rafmagns- línur, þegar plötur fuku á þær. í Ólafsfirði fuku um koll 7 fiskbjallar, fullir af fiski, og aðrir tómir. Á Dalvík fauk járn af húsi. 1 Arnarneshreppi brotnuðu staurar, sem báru uppi aðalraf- línuna út með Eyjafirði vestan- verðum og var rafmagnslaust þar urn tíma, meðan viðgerð fór fram. Plötur fuku af þaki jnestsset- ursins á Möðruvöllum og olli ein þeirra skentmdum á kirkjunni. Ekki hefur blaðið fregnað um slys á mönnum af völdum veð- ursins, hins vegar allmargir á ferli, til að bjarga eignum sín- um og verja heybirgðir, þótt vart væri fært sakir veðurofsans. Einna mest tjón sem frétzl hefu af, var á Seyðisfirði. Þar fauk um löndunarkrani við Frumvarp ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir, að 84. grein al- mannatryggingalaganna verði hér eftir svohljóðandi: Nú verður breyting á grunn- kaupstaxla verkamanna við al- rnenna fiskvinnu, og er þá ráð- herra heimilt, að fengnum tillög um tryggingaráðs, að breyta upp hæðum bóta samkvæmt lögum þessum í samræmi við það. Ráðherra selur með reglugerð ákvæði um framkvæmd þessara Sildarverksmiðju ríkisins. — Skemmdist færiband og bryggj- an, sem kraninn stóð á, auk þess sem kraninn stórskemmdist. Þá fuku einnig járnplötur af húsum, m. a. Fiskiðjuveri Seyð- isfjarðar og verzlunarhúsi Kaup- félags Austfjarða, og skemmdu þær hús og bíla. Þá skemmdist bátur, sem ver- ið var að smíða í Dráttarbraut Seyðisfjarðar, þegar járnplata fauk á bátinn og slakkst í gegn um byrðing hans. laga að fengnum tillögum Trygg ingastofnunarinnar. Eftirfarandi athugasemdir fylgja frumvarpinu: Bætur ahnannatrygginga hafa jafnan verið samræmdar al- mennum launahækkunum og þá ýmist verið miðað við almennt verkamannakaup eða laun opin- berra starfsmanna, hafa bætur þó verið samræmdar verka- mannakaupi. í stað þess að verða að breyta lögunum í hvert skipti, sem breytingar verða á grunnkaupi, virðist hagkvæmara að hafa almenna heimild til slíks í lögunum. Slíka heimild er að finna í lögum um atvinnu- leysistryggingar (sjá 2. gr. laga nr. 4 13. febrúar 1959). Nokk- uð álitamál getur verið, við hvaða kauptaxta heimild af þessu tagi á að miðast. Hér er lagt til að miðað verði við þá tegund verkamannavinnu, sem algengasta má telja hér á landi, þ. e. almenna fiskvinnu. Hafi ráðherra þá heimild til að breyta upphæðum bóta í samræmi við breytingar á grunnkaupstaxta verkamanna við almenna f.isk- vinnu. Með grunnkaupstaxta er átt við alla þrjá þætti kauptaxt- ans, þ. e. dagvinnutaxta, eftir- vinnutaxta og næturvinnutaxta. Ef innbyrðis afstaða þessara þátta kauptaxtans breytist, yrði breyting hans að mælast sem breyting vegins meðaltals þátt- anna þriggja. Þyngd hvers þátt- ar í meðaltölunni yrði þá að vera í sem beztu samræmi við raunverulega skiptingu vinnutím ans hjá verkamönnum í fiskiðn- aði á hverjum tíma. Um verðlagsuppbót á bætur fer samkvæmt ákvæðum laga nr. 63 14. desember 1964, um verð- tryggingu launa, sjá 1. gr. þeirra laga. Ákvæði 2. mgr. 1. gr. er samhljóða 84 gr. laganna eins og hún er nú. 1 frumvarpi því, sem hér ligg- ur fyrir, er lagt til með ákvæði til bráðabirgða, að ráðherra verði heimilað, að fengnum til- lögum tryggingaráðs, að ákveða að 5% uppbót verði greidd á elli- og örorkulífeyri frá 1. júní 1964 til gildistöku laga þessara, en áætla má, að hækkun grunn- kaupstaxta við almenna fisk- vinnu á árinu 1964 eins og sú hækkun er skilgreind hér að framan, hafi einmitt verið um 5%, þegar tillit er tekið til sér- stakrar hækkunar vikukaups. Elli- og örorkubætur nema ca. 450 millj. kr. á árinu 1964 og kostnaður stofnunarinnar vegna þessa ákvæðis mun því nema ca. 34 millj. kr. miðað við tímabil- ið 1. júlí 1964 til 31. des 1965. Þar eð .iðgjöld og framlög hafa nú verið ákveðin fyrir árið 1965 verður fyrst unnt á árinu 1966 að jafna halla þann, sem verður hjá Tryggingastofnun ríkisins vegna uppbótarinnar. Vert er að vekja alhygli á því, að ef heim- ild sú, sem frumvarpið gerir ráð fyrir, verður notuð lil þess að hækka allar bætur frá gildistöku laganna, mun halli stofnunarinn- ar á árinu 1965 verða allmiklu hærri en 34 millj. króna. tonn á »1. ári ið úti á „Pollinum“ eða við Torfunefsbryggju síðan. Togar- anum Kaldbak var lagt 12. febrú ar, og hófst þá á honum 16 ára flokkunarviðgerð, stendur hún enn yfir, en næstu daga mun skipið halda utan til frekari við- gerða. Má því segja, að 3 togar- anna eigi mestan þátt í aflanum. Alli Aknreyrartogaranna samtals tæp 7 þus. 1 fréttalilkynningu, sem blað- inu barst frá Utgerðarfélagi Ak- ureyringa h.f., segir m. a. að samanlagður afli togaranna 5 hafi verið 6.972 tonn á 1.166 úthaldsdögum á árinu 1964. — Togararnir seldu erlendis 2.336 tonn af afla sínurti, voru níu söluferðir farnar lil Bretlands og ellefu til Þýzkalands. Annar afli var lagður upp hjá frysti- húsi Ú. A., sem flutti út 1.201 tonn af freðfiski, en 48 tonn af skreið voru einnig flutt út. Óverkaður saltfiskur, sem úl var fluttur, nam 47 tonnum, en af verkuðum 9 tonn. Lýsi Var 62 tonn. Hjá fyrirtækinu eru eftir- greinda(r birgáír í ársbyrjun 1965: Af freðfiski 36 tonn, af verkuðum saltfiski 87 lonn og skreið 44 tonn. Veiðiferðir togaranna urðu alls 65 á árinu, en þess ber að geta, að Hrímbak var lagt þann 14. maí og hefur hann ýmist leg

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.