Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 04.03.1965, Blaðsíða 7

Alþýðumaðurinn - 04.03.1965, Blaðsíða 7
7 Geirdís Árnadóttir Þann 5. febrúar sl. var til moldar borin úr Húsavíkur- kirkju ekkjan Geirch's Árnadótt- ir frá Brautarholti í Húsavik. Með Geirdísi er horfinn af sjónarsviðinu einn af hinum bjartsýnu og dugmiklu fulltrú- um aldamótakynslóðarinnar, er ólst upp við harðrétti og mikið erfiði, eins og þá var algengt, en átti bjartar von.ir um aukið frelsi og batnandi hag með nýrri öld, og tókst að gera ýmsar af hugsjónum sínum að veruleika. Geirdís heitin var fædd að Krossastöðum á Þelamörk 26. júlí 1880. Um föðurætt hennar er ég ófróður, en móðirin, Sig- urbjörg Kristjánsdóttir, var S.- Þingeyingur að ætt og systir Péturs og Jóhanns Kristjánssona er lengi bjuggu í Húsavík og eiga þar marga afkomendur. Á öðru ári fluttist Geirdís austur að Breiðamýri í Reykjadal og ólst upp hjá Guðrúnu Gísladótt- ur og syni hennar, Benedikt Jós- efssyni, og eftir að Benedikt giftist, hjá konu hans, Kristjönu Jörgensdóttur. Reyndist Breiða- mýrarfólk Geirdísi jafnan ágæt lega. 18 ára að aldri giftist hún Nikulási Jakobssyni frá Valla- koti, og reistu þau bú að Holta- koti í Ljósavatnshreppi við lít- il efni, og húsfreyjunni ungu því frá byrjun þröngur stakkur skorinn. Eftir fárra ára sambúð missti hún mann sinn frá þrem kornungum börnum. Lá þá ekki annað fyrir en að sundra heim- ilinu, eins og þá var títt við slíkar aðstæður. Fór Geirdís í vinnumennsku, en tvö börnin voru tekin í Breiðamýri, en það elzta, Axel, fór í Skógasei í sömu sveit. Næstu árin var hún í vinnu mennsku á ýmsum stöðum í Þing eyjarsýslu, en fluttist svo á veg- um Ingólfs Gíslasonar læknis austur í Vopnafjörð, þar sem hún kynntist siðari manni sín- um, Jóhannesi E. Jóhannessyni frá Syðrivík í Vopnafirði. En hann var föðurbróðir Þorsteins Valdimarssonar skálds. Jóhann- es var hið mesta valmenni og vandaður til orða og athafna, svo að fáa hefi ég þekkt hans líka. Þau Geirdís og Jóhannes gengu í hjónaband 1913 og eign uðust tvö börn: Einar forstjóra Síldar- og beinamjölsverksmiðj- unnar í Húsavík og núverandi formann Alþýðuflokksfél. Húsa- víkur, og Jóhönnu, húsfreyju í Olafsdal í Dalasýslu. lJau hófu búskap í Vopnafirði og bjuggu þar um nokkur ár við sæmilega afkomu, þar til heilsan bilaði hjá Jóhannesi. Gekk þá svo af þeim, — Hiunlng: — að þau urðu að hætta búskap og fluttust til Húsavíkur 1922. Jóhannes fékk þó heilsuna aft- ur, eftir vel heppnaðan upp- skurð. Nokkrum árum seinna bilaði heilsa hans aftur. Flutti hann þá austur til átthaganna á vit frænda og vina, og þar and- aðist hann 1956, en Geirdís varð eftir í Húsavík með börnin og bjó þar til æv.iloka. Hér hefur verið drepið á ör- fá atriði úr ævi Geirdísar Árna- dóttur, en á bak við liggur löng og erfið baráttusaga íslenzkrar alþýðukonu við örbirgð, ^st, vinamissi, veikindi og vanheilsu hennar nánustu. Hún missir tvo eiginmenn og efnilega dóttur á fermingaraldri. Elzti sonur henn ar, Axel, fékk lömunarveiki ung- ur að aldri og hefur verið fatl- aður maður síðan. Hinn sonur hennar af fyrra hjónabandi, Jak- ob, missti heilsuna uppkominn og hefur aldrei fengið hana aft- ur. Þannig komu áföllin í lífi hennar eitt af öðru. En hún lét bölið aldrei beygja sig, á hverju sem gekk, — var alltaf bjart- sýn og vonaði hið bezta, en var einnig fær um að taka vonbrigð- um og andstreymi með óbugandi viljaþreki. Kynni okkar hófust eftir að hún fluttist til Húsa- víkur ’neð því að Jóhannes mað- ur hennar vann hjá mér í vega- gerð um nokkurra ára skeið, og þau kynni liafa aldrei rofnað. Við hj.ónln^ komum æði oft til Geirdísar og hún til okkar, og stundum vann hún hjá okkur, þegar á lá. En aldrei varð á henni séð, að hún ætti í erfið- leikum. Hún bar hryggðina og sársaukann ekki utan á sér, var þó bæði skapmikil og tilfinninga rík. Alltaf hafð.i hún spaugsyrði á vörum, er við hittumst, og hlátur hennar hljómaði brátt skær og hjartanlegur um íbúð- ina. Trygg var hún og vinaföst í bezta lagi og svo greiðug og gjöful, að um hana mátti segja eins og ekkjuna við ána: „Um það, sem gaf hin hægri, hin vinstri vissi ei hót.“ Hún gat alltaf gefið af fátækt sinn.i. Smá- sálarskap þekkti hún ekki. Eftir að yngri börn hennar höfðu stofnað sitt eigið heimili, átli hún þess kost að dveljasl hjá þeim, það sem eftir var ævinnar. En þegar til úrslita kom, kaus hún heldur að halda heimil.i með hinum fatlaða syni sínum, Axel, meðan til entist, og það gerði hún, þar til kraft- arnir voru með öllu þrotnir. En honum hafði hún löngum verið einkaskjól og athvarf, oft við hinar erfiðustu aðstæður. Niðri á sjávarbakkanum í Húsavik sunnan Búðarár, stóð lítið hús, elzta íbúðarhús bæj- arins. Þaðan lágu vegir til þriggja átta. Þar var því næsta fjölfarin leið, einkum niður í fjöruna, aðalathafnasvæði bæj- arins. I þessu litla húsi bjó Geirdís ásamt syni sínum Axel um mörg hin síðustu ár. Varð þá mörgum, bæði körlum og konum, sem leið áttu hjá litla hús inu að líta inn til „Dísu“ því að jafnan var heitt í eldhúsinu og kannan stóð á sjóðheitr.i eld- stónni, svo ekki tók langan tíma að renna í bollana. Þar fékk margur góðan sopa. Þar hljóm- aði oft glaðvær hlátur, þar sem Framhald af 5. síðu. ríkisins, að ekki væri nokkur leið fyrir ríkissjóð að missa tekjur af áfenginu, en síðan hafa fundist mjög auðveldar og marg faldar leiðir til öflunar fé í rík- iskassann, en samt ekki nokkur leið að losna við áfengisgróð- ann, ef hægt er að kalla hann því nafni. I örstuttri blaðagrein er ekki neinum fært að sannfæra menn um á hvaða villigötum þjóðin er stödd í þessu efni. Allir vita að vísu að hún er á villigötum, en vilja bara ekki viðurkenna ]jað, að minnsta kosti ekki með endurskoðun á breytni sinni og framkvæmdum í þá átt. Hér þarf hugarfarsbreyt ingu, uppeldi æskunnar og aga á nýjum grundvelli, þegnskyldu- vinnu, sem til mikillar ógæfu fyr ir þjóðina var kveðin niður með fordómum og skilningsleysi fyr- ir áratugum síðan. Hér þarf að byrja á lokun vín- búðanna um land allt, fyrst í eina viku, síðan í þrjá mánuði, og sjá hver útkoman verður í fækkun slysa, og afbrotum ungl- inga. Hver var reynsla Svía? Þjóðin ver stórfé til slysa- varna á sjó og landi og týnist einhver eða fari villur vegar á sjó eða landi, er óhemju fé og virinu varið í leit, ef verða mætti til björgunar. En hvað er gert til björgunar öllum þeim fj ölda, sem ferst ann- ars af völdum áfengisneyzlu, og þeir eru miklu, miklu fleiri, en þeir sem farast á annan hátt? Næsta lítið. „Ríkið“ er opið hömlulaust, húsfrej’jan var kátust af öllum, en þröngt var setið, því eldhús- ið var iítið. Þaðan eiga ýmsir, e-inkum af eldri kynslóðjinni, góðar minningar frá liðnum ár- um. En allt er í heiminum hverfull. Umferðarmenningin krafð.ist þess, að litla húsið yrði fjar- lægt, það þótti þröskuldur á veg um bílanna. Það var því jafnað við jörðu með öllum sínum minningum, yngri og eldri. Þar sem hlátrar Geirdísar og gesta hennar ómuðu, er nú sléttur bali. Bráðum hverfur Brautarholt einnig, þar sem hún lifði síðustu árin. En minningin um stór- brotna, lífsglaða og gjafmilda konu lifir enn um nokkur ár í þakklátum hugum þeirra, er hana þekktu bezt, og óska henni allrar blessunar í nýrri og ó- þekktri tilveru. J. G. leynivínsalar stunda enn iðju sina, danshúsin draga menn til sín og þverbrjóta ýmsar velsæm- isreglur, barþjónarnir eru aðeins þjónar þeirra, sem þeir hafa af fljótfenginn gróða. Hvar á þetta að enda? KIRKJUVIKA Á AKUREYRI 4. kirkjuvika í Akureyrar- kirkju verður dagana 7.—14. marz n.k., og hefst með æsku- lýðsmessu kl. 2 e. h„ þar sem Sigurður H. Guðmundsson, nem andi í 6. bekk Menntaskólans á Akureyri flytur prédikun. Síðan verða samkomur í kirkj unni á mánudags- og þriðjudags- kvöld, föstumessa á miðvikudags kvöld, þar sem séra Bolli Gúst- avsson prédikar, og á sunnudag- inn 14. marz prédikar biskup- inn, herra Sigurbjörn Einarsson, og vísiterar þá um leið kirkjuna. Oll kvöldin verða tveir ræðu- menn og ætlast er til þess, að fólkið syngi sálmana og eru menn beðnir að taka með sér sálmabók. Kirkjuvikur hófust á Akureyri 1959, og hafa síðan verið annað hvert ár. — Fjöldi manna hefur sótt þær að staðaldri, og svo má einnig búast við að verði í þetta sinn. Dagskrá vikunnar verður fjöl- rituð og send út um bæinn áður en vikan hefst, og getur fólk þá nánar kynnt sér efni hennar. Fjölmennum á kirkjuvikuna! CUpS'iMI Œ3 [r] @ a DU GíQ Akureyrarkirkja: — Messa kl. 2 e. h. n.k. sunnudag. — Almennur æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar — Fjórða kirkjuvika ó Akureyri byrj- ar. — Sólmar nr. 572, 97, 370, 420 og 203. Sigurður H. Guðmunds son, nemandi í 6. bekk M.A. predik- ar. -— Yngri sem eldri velkomnir. - P. S Hjúskapur: — Laugardaginn 27. febrúar voru gefin saman í hjóna- band í Akureyrarkirkju ungfrú Elísa Jónsdóttir og Arnþór Magnús Þor- steinsson, sjómaður. Heimili þeirra verður fyrst um sinn að Byggðavegi 92, Akureyri. — Sama dag voru gefin saman í hjónaband ungfrú Kristrún Bergsveinsdóttir og Sigur- hjörtur Stefón Kristinsson, sjómað- ur. Heimili þeirra verður fyrst um sinn að Rónargötu 20, Akureyri. Fró Þýzk-islenzka fclaginu: — Kvikmyndasýning föstudaginn 5. marz kl. 8.30 e. h. í Geislagötu 5, efstu hæð. Sýndar verða úrvals vetrar-, iþrótta-, frétta- og lands- lagsmyndir. Félagar fjölmennið og takið með ykkur gesti. — Árshótíð félagsins verður væntanlega 19. marz. Guðmundur Jónsson óperu- söngvari skemmtir. — Stjórnin. Framlög í Davíðshús: — Safnað í Arskógshreppi af Jóni Bjarnasyni, Hótúni, og Jóninu Helgadóttur, Hóli: Jón R. Bjarnason 500 - Höskuldur Bjarnason og frú 1000 - Friðrik Þor steinsson 100 - Bryndís Friðriksdótt ir 100 - Lórus Þorsteinsson 50 - Haraldur Davíðsson 200 - Jón Guð mundsson 100 - Snorri Kristjóns- son 200 - Jóhannes S. Sigurðsson 100 - Marinó Þorsteinsson og frú 500 - Litli Árskógur 800 - Hjalti Bjarnason 200 - Sigurvin Sölvason 100 - Sigurður Gunnlaugsson og frú 200 - Emilia Jónsdóttir og Stein unn Bjarnadóttir 200 - Gústav Kjart ansson 1 00 - Stærri Árskógur 200 - Sigfús Þorsteinsson 200 - Syðra Kólfsskinn 400 - Margrét og Jón, Y-Kólfsskinni 400 - Syðri Hagi 200 - Jóhann Sigurðsson og frú 200 - Stefón Hermannsson og frú 200 - Sigurpóll Sigurðsson og frú 400 - Sólbjörg Jóhannesdóttir 100 - Sig. Traustason og frú 500 - Óli Trausta son 500 - Eiríkur Kristvaldsson og frú 500 - Jóhannes R. Traustason 500 - Dagbjartur Hansson og frú 200 - Sigfús H. Árnason 200 - Jak- ob Ágústsson 50 - Svanbjörg Árna- dóttir 100 - Antonía Antonsdóttir 100 - Soffía Sigfúsdóttir 200 - Kristjón Þorvaldsson og frú 500 - Sveinbjörn Jóhannsson og frú 500 - Malín Þorsteinsdóttir 100 - Árni Ólason 300 - Valdimar Kjartansson og frú 1000 - Trausti Ólason 100 - Örn Sigurðsson og frú 1000 - Jó- hann Jónsson og Mólfríður Bald- vinsdóttir 400. - Beztu þakkir. - Söfnunarnefnd. Áfeng:ijs¥andainálið og: bindindisvikan

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.