Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 11.03.1965, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 11.03.1965, Blaðsíða 4
4 RITNEFND: STEINDÓR STEINDÓRSSON (ÁB.), ALBERT SÖLVA- SON, HREINN PÁLSSON OG GUÐMUNDUR HÁKONARSON — ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKSFÉL. AKUREYRAR — AFGREIDSLA OG AUGLÝSINGAR: STRANDGÖTU 9, II. HÆÐ, SÍMI 11399 PRENTUN: PRENTSMIðJA BJÖRNS JÓNSSONAR H.F. AKUREYRI Hytsöm gagnasöfnun Kjararannsóknarnefnd hefur uni skeið unnið að athug- unum á launum og vinnutíma þeirra, sem taka laun sam- kvæmt kjarasamningum verkalýðsfélaga. Nú hyggst nefnd- iti færa fleiri og traustari stoðir undir rannsóknir sínar en áður, og hefur því snúið sér til allmargra launþega í verka- lýðsstétt í Reykjavík, Akranesi og á Akureyri og heðið þá að veita henni upplýsingar um vinnutíma sinn — dagvinnu — eftirvinnu — og helgi- og næturvinnutíma — í marz- mánuði sem og launum. Af þessunt upplýsingum ásamt úr- taki úr launaskrám atvinnurekenda hyggst nefndin geta fengið allnákvæmar upplýsingar um vinnutíma og laun verkalýðsstéttanna, en tiltækar upplýsingar um þessi atriði, svo að verkalýðssamtökin hafi talið sig örugg um að væru réttar, hefur skort, og sá skortur hefur að ýmsra dóini tor- veldað lausn vinnudeilna á undanförnum árum. Ef verkalýðssamtökin í framhaldi af þessu eða í sam- vinnu við kjararannsóknarnefnd, settu á stofn eigin hag- deild, er ætíð hefði á reiðum höndum upplýsingar fyrir verkalýðsfélögin um hag atvinnuveganna og þjóðarbúsins sem og hlutdeild hinna ýmsu stétta í þjóðartekjunum, upp- lýsingar, sem verkalý^sfélög, sem í vinnudeilum ættu, gætu tortryggnislaust reitt sig á, þá mætti ætla, að drjúgum auð- veldara yrði oft að leysa kjaradeilur framvegis. Það er semsé vitað mál, að langur tíífii hverrar vinnudeilu fer oft í það, að deiluaðilar eru að koma sér niður á það, hvar þeir geti mæzt. Hinn hagfræðilega undirhúning hefur skort. Alþýðuflokkurinn hefur oft bent á, að verkalýðssamtök- unum væri nauðsyn á sinni eigin Jiagdeild. Þar sem störf kjararannsóknarnefndar vinna að líkri gagnasöfnun og slík hagdeild ldyti að hafa með höndum, telur flokkurínn hér vissulega stefnt í rétta átt og hvetur nefndina og þá, sem hún snýr sér til um upplýsingar, til að vinna upplýsinga- verkið sem ítarlegast og hezt, því þá megi væntanlega ýms- ar hyggingar á því reisa, svo sem betri og langstæðari vinnu- frið og- vinnukjör, en að því hlýtur þetta undirbúningsstarf fyrst og fremst að miða. Verði síldveiði að sumri — og kannske um næstu ár — aðallega fyrir Austurlandi, eins og fiskifræðinga vora virð- ist eins vel gruna, þá inunu fá eða engin mál vera Norðlend- ingum þýðingarmeiri en skipulagning síldarflutninga til verksmiðja og söltunarstöðva norðanlands. Verksmiðjurn- ar eru fyrir hendi, söltunarstöðvarnar eru fyrir hendi, fólk- ið til að vinna er fyrir hendi, og úrræðið til að nýta vinnu- ABURÐARVERKSMIDJA RIKISIHS Fram er komið á Alþingi írumvarp um Áburðarverk- smiðju ríkisins, þar sem lagt er til, að hún verði gerð að ríkis- eign, en rekin sem sjálfstæð stofn un undir sérstakri stjórn. Bún- aðarþing hefur síðan skorað á Alþingi að samþykkja lög þessi. Ifér er hreyft merkilegu máli, og er vonandi að Alþingi beri gæfu lil að samþykkja það, þótt það sé ef til vill flutt fremur til þess að skapa erfiðleika en til hagsbóta fyrir landið, þá er því svo farið, að það getur orðið til nytja, ef rétt er með farið. Það er því full nauðsyn að þetta frumvarp hljóti samþykki þingsins. En ákvæðum um stjórn verksmiðjunnar þarf að breyta frá frumvarpinu. Þau bera allLof skýr einkenni bittl- irigasjónarmiðsins eins og oft vill verða, þegar þingið á að kjósa nefndir eða stjórnir. Það er alltof niik.il staðreynd, að þá eru menn vaidir meira eftir póli- tísku biltlingasjónarmiði, en hvað umræddri stofnun væri fyr ir beztu. Stjórn verksmiðjunnar væri áreiðanlega bezt kosin á þann hátt, að Búnaðarfélag ls- lands og Landbúnaðardeild At- vinnudeildar háskólans veldu sína tvo mennina hvort og ráð- herra skipaði hinn fimmta. Kom- ið gæti og til máia, að Tilrauna- ráð landbúnaðarins og Sléttar- félag bænda veldu sinri manninn hvort: Með þessu fyrikomulagi væri nokkurn veginn tryggt að bæði fengjust sérfróðir menn í stjórnina, og að verksmiðju- rekstrinum yrði hagað með hagsmuni landbúnaðarins fyrir augum. Það er algerlega óeðlilegt, að stofnun, sem reist er að mestu leyLi fyrir ríkisfé, sé síðan rek- in sem hlutafélag, þar sem rík- ið hefur lakmarkaða hönd í bagga með framkvæmdum. Verk smiðjan er stofnuð til þess frem- ur öllu öðru, að vera stuðning- ur við íslenzkan landbúnað, og ef ,svo fer, að hagsmunir land- búnaðarins og verksmiðjunnar kynnu að rekast á, þá á land- búnaðinum að veita betur í þeim skiptum samkvæmt eðli málsins. Urn það verður ekki deilt, að það er þjóðarnauðsyn, ef unnt væri með einhverjum ráðum að lækka framleiðslukostnað land- búnaðarvara, án þess að skerða hagsmuni þeirra, sem að honum starfa. Nú er það jafn óumdeilt, að áburður er mikilvægur þátl- ur í íramleiðslukostnaðinum. Ef unnt væri að lækka verð áburð- arins til bænda, væri þegar nokk uð unnið, ekki sízt, ef fram færu jafnframt rannsóknir á jarðvegi og fóðri, sem kenndu mönnum að bagnýta áburðinn sem bezt. Ef ríkisrekstur gæti haft það í för með sér, að áburð- arverð lækkaði, og það á hann að geta, ef rétt er að farið, þá er þegar stigið spor í rétta ált. Og betur teldi ég farið, að ein- hver halli yrði á rekstri verk- smiðjunnaren áburðarverði yrði hald.ið hærra en brýnasta nauð- syn krefði. » A F A N G I « Nýlega er kominn út 4. ár- gangur af tímaritinu Áfanga, sem Samband ungra jafnaðar- manna gefur úl. Er ritið að venju hið vandaðasta að ytra frágangi, svo að það er hrein prýði í ís- lenzkri bókagerð, auk þess, sem það er nýstárlegt að formi og uppsetningu. En Jiótt mikils sé vert um um- búðirnar, þá er þó meira um vert, að innibaldið svar.i til skart kl^ðanna. En það gerir Áfangi fullkomlega. Það er ekki óal- gengt að rit pólitískra samtaka séu leiðinjeg aflestrar, áróðurinn sé svo frekur og víðsýnið tak- markað. Áfangi hefur furðan- lega sneitt framhjá þessum skerj um. Mikið af efni hans er þýtt, og gefur það ágæla yfirsýn um fjöldamörg vandamál iíðandi stundar, bæði í heimsmálunum yfirleitl og í einstökum löndum, og þótt margt af því virðist oss fjarlægt, getum vér dregið af því furðumarga lærdóma. Vér Is lendingar erum ekki lengur ein- angraðir, oss er nauðsyn að fylgjast með því, sem gerist úti i heimi, og það hluRerk rækir Áfangi með prýði. Það er erfitl að benda á nokkra einstaka grein sem sker sig úr, öðrum fremur. kraflinn, verksmiðjurnar og söltunarstöðvarnar er sílclar- flutningar. Engin von er til, að Austfirðir geti tekið á móti jafnmik- illi síld og veiddist sl. sumar, hvað þá meiri. Ríki, verk- smiðjur, úlgerðarmenn og söltunarstöðvar norðanlands verða hér að leggjast á eitt með að leysa flutningamálið, að austan norður um, ef síldin verður aðallega fyrir aust- an, að norðan austur um, ef hún verður aðallega fyrir norð- an. Markmiðið hlýtur að vera að nota allar verksmiðjur, allar söltunarstöðvar og allt verkunarfólk norðan- og aust- anlands til að veita síldinni varmar viðtökur í sumar. En Jjó vildi ég nefna greinar eins og AS vinna friðinn, þar sem Alva Myrdal svarar nokkrum spurningum, sem eru efst á baugi um heim allan, og þeiin sem haldnir eru fordómum gagn vart jafnaðarstefnunni mætti vísa á greinina Ávarp við alda- hvörf. Eg sagði áðan, að jmlitískum tímaritum hætti oft við frekju í áróðri. Áfangi er laus við þann galla. Hann selur málin upp á þann hátt, að hver hugs- andi maður hlýtur að laka a'S' spyrja sjálfan sig, og leggja mat á hlutina. Og ég er ekki í vafa um, hver svör lians verða að loknum Jieim hugleiðingum. Af þessum sökum er Áfangi um- fram allt menntandi rit, án til- lits til stjórnmála eða stefna. Frii Barnaskóla Ah. Ársskemmtun sína halda skóla börnin í Samkomuhúsi bæjarins laugardaginn 14. og sunnudag- inn 15. marz n.k. kl. o e. h. báða dagana. Þá verða sérstakar barnasýningar kl. 4 á laugardag og kl. 4 á sunnudag. - Til skemmt unar: Lúðrasveit drengja leik- ur, kórsöngur, samleikur á fiðlu og blokkflautu, píanóleikur, leik þættir, upplestrar og Jijóðdans- ar. - Börnin annast sjálf öll skemmtiatriðin undir stjórn kennara. -'Aðgöngumiðar á kr. 40.00 fyrir fullorðna og kr. 20.00 fyrir börn, verða seldir í Sam- komuhúsinu. Hefst sala Jieirra tveim tíinum fyrir sýningu og lekið á móti pöntunurn í síma 11073 á sama tíma. - Húsið opn- að hálfri slundu áður en sýning Miefst. - Vakin skal athygli á því, að aðgöngumiðar á barnasýning una á sunnudag hafa jafnan

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.