Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 01.04.1965, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 01.04.1965, Blaðsíða 2
2 RITNEFND: STEINDÓR STEINDÓRSSON (ÁB.), ALBERT SÖLVA- SON, HREINN PÁLSSON OG GUÐMUNDUR HÁKONARSON — ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKSFÉL. AKUREYRAR — AFGREIÐSLA OG AUGLÝSINGAR: STRANDGÖTU 9, II. HÆÐ, SÍMI 11399 PRENTUN: PRENTSMIÐJA BJÖRNS JÓNSSONAR H.F. AKUREYRI M riisii M iftur úr brsnnni Það henti stundum ákafa skotmenn að hlaða byssur sínar svo ótæpilega, að þær sprengdu skotið aftur úr sér og í þann, er skaut, í stað þess að bera það fram og í skotmarkið, sem miðað var á. Stundum henti þetta að vísu vegna galla í byss- unni, en oftar sökum óvarkárni í meðföruip vopns og ófyrir- leitni varðandi hleðslu þess, það var reynt að skjóta meiru skoti en byssan bar. Vopnaburður Framsóknarblaðanna í núverandi stjórnar- andstöðu minnir einmitt á þessa áköfu skotmenn: Þau eru alltaf að missa skot sín í eigin flokk, þegar þau hyggjast lileypa stærstum skotum á ríkisstjórnina. Það er komið svo, að segja má, að Framsóknarflokkurinn sé allur orðinn gegnumskotinn aí slysaskotum Framsóknarblaðanna, þau bafa lialdið þannig á málstað hans, að álit hans og áhrif liafa stórum þorrið, og alveg sérstaklega frá sl. vori. Að flestra dómi var vígstaða Framsóknarflokksins — og það langt inn í raðir stjórnarsinna — talin allsterk sl. vor: margs konar óánægja brauzt í fólki og tök ríkisstjórnarinnar á ýmsum vandamálum þótlu fálmkennd og hikandi. Margir vildu því fullyrða þá, að þetta yrði vatn á myllu Framsóknar og hún mundi koma sterk út ef gengið yrði til kosninga. Nú er þessi skoðun gjörbreytt. Ekki vegna þess að mönn- um þyki ekki sitthvað ábótavant bjá ríkisstjórninni, stjórnar- línur hennar ekki nógu skýrar né mörkin nógu glögg, sem að er stefnt, en inenn eru einfaldlegathættir að sjá í Fram- sókn hugsanlega möguleika til úrbóta, málflutningúr hennar hefur þótl svo óábyrgúr, að hún hefur verið afskrifuð. Gott dæmi um málflutning Framsóknar nú er leiðari í blaðinu Degi sl. laugardag og ber lieitfð Gæjuleysi ríkis- sljórnarinnar. Þar er lögð áherzla á að sanna lesendum blaðs- ins, að fjárhagsaðstaða landsins gagnvart útlöndum hafi versnað frá tíð vinstri stjórnarinnar. En auðvitað missir blaðið þetta skot aftur úr liyssu sinni, því að fáir lesendur hafa gleymt því, að í tíð vinstri stjórnarinnar var Eysteinn Jónsson búinn að aka svo í þrot lánstrausti þjóðarinnar út á við, að hvergi fengust þá nema stutt bráðabirgðalán til brýn- ustu framkvæmda ríkisins, þar sem núverandi ríkisstjórn hefur liins vegar átt kost á löngum, hagkvæmum lánum. Þetta eitt nægir til að ósanna málflutning Dags í augum allra, sem með málum fylgjast, en auk þess liggja fyrir um þessi mál greinaglöggar upplýsingar Séðlabankans. Þá talar Dagur um „undirlægjuháft í landhelgismálinu,“ þegar allir sannsýnir menn viðurkenna, að lausn landhelgis- deilunnar við Breta hafi tekizt með sérstökum ágætum undir íorystu Guðmundar í. Guðmundssonar, utanríkisráðherra. Enn staðhæfir blaðið, að hjálp ríkisins við húsbyggjendur hafi þorrið í tíð núverandi ríkisstjórnar, þótt hundraðshluti lnisbyggingalána hafi liækkað talsvert frá því í tíð vinstri stjórnarinnar. Og þótt menn geti verið sammála um, uð sá Lœknamál bœjarins Miklar umræður hafa oröið á Alþingi undanfarnar vikur vegna frumvarps þess um læknaskipan, sem ríkisstj órnin lagði þar fram. Hafa blöð höfuðstaðarins lagt þar drjúgum orð í belg, og leitað umsagna ýmissa mætra manna. Margt hefur borið á góma í þessum umræðum, sem vænta mátti, bæði um háskólann og fleira. Ekki er það ætlun mín að leggja orð í belg um þær al- mennu umræður að þessu sinni, enda þótt svo megi verða síðar. En hér skal rætt um atriði, sem snertir oss Akureyringa og ná- grannahéruðin í beild, og eng- inn befur minnzt á í þessum þrætum, sem varla er von. Hér á Akureyri er gott sjúkra- hús, sem að vísu er orðið nær 20 ára gamalt, og þótt það væri þá við vöxt, hefur reynslan sýnl, að þörf er þar viðbótar. Annað er þó meira vandamál en þrengsl- in, enn sem komið er, og það er skortur á sérfræðingum í bæn- um. Það er alkunnugt, að eins og nú eru gerðar kröfur til læknaþjónustu hvarvetna um lönd, fer þörfin á sérmenntuð- um læknum meira og meira í vöxt. Hinir almennu læknar vísa frá sér til sérfræðinganna bverju sinni, sem þeir eru í Vafa, eða þeim er ljóst, að nauðsyn sé full- komnari meðferðar en þeir fá sjálfir við ráðið. Hér á Akureyri er svo mikill skortur sérfróðra lækna, að til vandræða borfir. Það er ekki lítill hópur fólks, sem á ári hverju verður að leita til Reykja- víkur í lækniserindum af þess- unr sökum. Er það þannig ekk- erl smáræði, af fé eða fyrirhöfn sem slíkl kostar, og þó er hitt meira um vert, ^ð naumast er þess að vænta, að menn fái jafn- góða meðferð, þar sem um er að ræða skyndiheimsóknir til lækna, í stað þess að geta verið í nágrenni þeirra eða algerlega undir þeirra verndarvæng. Af sérfræðingum sem vantar hér mætti nefna lækni í háls-, nef- og eyrnasjúkdómum, melt- ingarsj úkdómum, h j artasj úk- dómum og taugasjúkdómum og augnlæknir bæjarins fer að lála af störfum áður en mörg ár líða, og þá vantar hér augnlækni. Nú er jafnkunnugt, að læknar sem fleiri sérfróðir menn, eru treg.ir á að setjast að utan Reykjavíkur. Ber þar rnargt til, en meðal annars er það, að starfsskilyrði eru lakari úti um land en þar. Það er því nokkurn veginn voidaust, að hingað til Akureyrar komi sérfræðingar úr læknastétt, nema eitthvað verði fyrir þá gert af hálfu bæjarins. I fyrsta lagi, að þeim verði tryggðar tekjur, sambærilegar við það sem stéttarbræður þeirra hafa í Reykjavík, í öðru lagi að þeim verði tryggð starfsskilyrði þannig, að þeir hafi fullan að- gang að sjúkrahúsinu, bæði lil starfa og fyrir sjúklinga sína, en lil þess þarf vitanlega stóraukið húsrými og áhöld. Þetta eru verkefni bæjarfélagsins og raun- ar nágrannahéraða allra, því að vitanlega kæmu þessar endur- bætur fleirum að haldi en Akur- eyringum einum. En hvað kemur þetta háskól- anum við og þeim almennu um- ræðum sem rætt var um í upp- hafi? mun einhver spyrja. Það er alkunnugt í mörgum löndum, að háskólar setja upp eins konar útibú, láta einhvern hluta kennslu fara fram utan heima- skólans. Er það gert, bæði til að létta á þrengslum í háskólun- um sjálfum, og til að nota góða starfskrafta, sem kunna að vera búsetlir utan háskólabæjanna, og ^síðast en ekki sízt, til að dreifa menningarstofnunum um löndin. Ovíða væri slíks meiri þörf en hér á Iandi, að eitthvað yrði gert í þá átt. Ef hér væri fullkomið sjúkra- hús, sem stöðugt væri haldið í horfi við það sem bezt er fáan- legt í landi voru, og við það lengdur álitlegur hópur sérfræð- inga, þá er ljóst, að mjög vel gæti á því farið, að háskólinn notaði sér færni þeirra og góðan sjúkrahúskostnað og léti ein- hvern þátt læknakennslu fara fram hér. Gæti slíkt verið ávinn- ingur í hvívetna. Þá er og víst, að sérfræðingar yrðu fúsari til að flytjast hingað, ef þeir mættu eiga von á að fá færi á að nota þekkingu sína að einhverju leyti til að kenna öðrum. En hér ber allt að sama brunni. Frumkvæðið verður að koma héðan. Og byrjunin er að ráða hingað sérfræðinga, og skapa þeim starfsskilyrði. Það er naumast ofsagt, að slíkt er eitt af mestu nauðsynjamálum hæjarins og nágrannahéraða. Og hér verður að hefjast handa sem fyrst. Það þýðir ekkert að nudda og nöldra um jafnvægi í byggð landsins, ef vér viljum ekkert á oss leggja til þess að skapa það. Það hefur verið margsannað, að sterkasta aflið til að skapa slíkt jafnvægi er að upp komi þétt- býliskjarnar, stórir bæir á okkar mælikvarða. En' bæir stækka ekki nema í þeim séu sköpuð sem fjölbreyttust lífsskilyrði, ekki einungis í atvinnuháttum, heldur og í menntun og hvers konar menningarmálum. Hér er bent á eitt af mörgum, sem meðal annars hefur það til síns ágætis, að vér getum hrundið því áleiðis ef vér aðeins viljum, og hugsum ekki um það eitt að halda að oss höndum og heimta af öðrum. Vill einhver leigja íbúð í sumar? Fyrir nokkru barst mér bréf frá gömlum kunningja margra Akureyringa á fyrri árum, Cyril Jackson, sem kenndi um skeið hér í Menntaskólanum. Spyr hann mig þar, hvort ekki muni vera kostur þess að einhver Ak- ureyringur vilji ljá enskum menntamanni íbúð í sumar. Maður þessi heitir Geoffrey Ilarlow og er málfræðingur. Hann hefur áður dvalizl á ís- landi, en langar til að dveljast hér aftur í sumar frá 23. júlí— E sept. ásamt konu sinni og fjórum börnum. Hefur hann einkum augastað á Akureyri. Ef einhver kynni að vilja leigja íbúð þennan tíma, væri mér kært að hann léti mig vita. íbúðaskipti geta einnig komið lil greina fyrir fjölskyldu sem vildi dveljast þennan sama tíma í London. Helzt er óskað eftir stórri íbúð, naumast minni en fjögurra herbergja, en helzt stSerri. Steindór Steindórsson, Sími: 11027. hundráðshluti þurfi og eigi að hækka enn meir, þá vekur það ekki tiltrú um heiðarlegan og ábyrgan málflutning að segja það verri kost, sem er betri. Enn brigslar Dagur ríkisstjórninni um „dátasjónvarp,“ en þegir um, að þann „asna“ leiddi utanríkisráðherra Fram- sóknar fyrst inn í herbúðir vorar. Fleira mætti hér til tína um óábyrgan og óvandaðan mál- flutning fyrrnefnds blaðs í greindum leiðara, en verður þó ekki gerl að sinni. Sannleikurinn er líka sá, að það er þarf- laust. Almenningur lítur liann orðið sérstökum augum: skot, sem hlaupa aftur úr byssunni og gegnurnskjóta álit flokksins meir og meir.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.