Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 01.04.1965, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 01.04.1965, Blaðsíða 3
(Greinarkorn þett'a ber að skoða sem persónulegar skoð- anir undirritaðs, en ekki sem skoðanir stjórnar Útgerðarfé- lags Akureyringa h/f). Útgerðarmál eru mikið rædd í voru landi, sem eðlilegt er svo mjög erum við háðir afkomu þess atvinnuvegar, og á honum byggist að mestu leyti útflutn- ingur okkar. Útgerðin er snar þáttur í afkomu margra bæja og byggðarlaga, og nokkrir bæir falla og standa með útgerðinni. ALBERT SÖLVASON. Mál þessi eru því slungin mörg- um þátlum, og verða ekki gerð skil í einni stuttri grein, hitt mætti reyna, að draga fram nokkur helztu atriðin, ef verða mætti til þess að aðrir glöggvuðu sig betur á ástandi þeirra og horfum, því vera má að einhver komi þá auga á leið eða leiðir, sem orðið gætu til úrbóta og er þá fyrst horft til okkar eigin bæjar, og þá fyrst og fremst til togaraútgerðarinnar. Nokkur síðuslu árin hefur þessi útgerð ált við verulega' örðugleika að stríða, ekki aðeins hér í bæ, heldur allsstaðar á landinu, bærinn okkar hefur af þeim sök- um orðið að hlaupa undir bagga, og eytt Framkvæmdasjóðnum að mestu í þágu togaraútgerðar- innar, því er svo komið, að raddir eru uppi uin það að liætta þessum rekstri, eða breyta um og fara yfir í bátaútgerð. Ekki komi til mála að halda áfram taprekstri, og auka að óþöríu skattabyrði borgaranna, nóg sé samt. Þetta sjónarmið á rétt á sér, en það er þó aðeins önnur hlið málsins, og er því ómaksins vert að líla á málið frá hinni hlið- inni. Frá upphafi þess að Fram- kvæmdasjóðurinn var stofnað- ur, og til ársloka 1964 hefur út- gerðarfélagið fengið að láni úr nefndum sjóð kr. 25.000.000 — luttugu og fimm milljónir. — Frá stofnun Ú. A. lil ársloka 1964 hefur það greitt ýms gjöld til Akureyrarbæjar og stofnana hans uin 9.000.000 — níu millj. — A sama tíma hefur það greitt í vinnulaun 275.000.000 — tvö hundruð sjötíu og fimm millj. — (Tíu fyrstu árin áætluð kr. 100.000.000, sjö síðustu árin samkv. bókhaldi 175.000.000)). I þessari upphæð er ekki talin greiðsla til viðgerðaverkstæða eða verzlana, en sú upphæð hleypur á tugum millj. Ef við nú reiknum með að Akureyrarbær hafi fengið í útsvör sem næst 10% af greiddum vinnulaunum þá eru það kr. 27,5 millj, að viðbættum beinum greiðslum Ú. A. sjálfs 9 millj. eða kr. 36,5 millj. sem bærinn fær móti 25 millj. sem hann lætur. Ég er ekki að segja að þetta séu hagstæð viðskipti, en vil þó benda á þetta vegna þeirra sem eingöngu sjá tap bæjarins í viðskiptunum við Ú. A. Einnig má vekja athygli á því, að Framkvæmdasjóðs fram- lagið liefur lækkað hlutfallslega hin siðari árin, enda þótt örðug- leikar togaranna hafi verið vax- andi. Þannig var Framkv.sj. lánið 1960 um 9% af heildar tekjum bæjarins, en 1964 um 6,5% af heildartekjunum, ög munar það verulegu. En hvað um framtíðina? Hvað er hægt að gera? I fljótu bragði virðist um þrjá kosti að velja: E Halda áfram núverandi rekstri. II. Hætta útgerð og selja skip- in. III. Selja sum skipin og kaupa stóra báta í staðinn sem stundað geti allar veiðar, eftir því sem hentar. Aður en við athugum fyrsta atriðið, er rétt að athuga hvað veldur hinni lélegu afkomu þess- ara traustu og stórvirku veiði- tækja, togaranna? Þar kemur margt til, en einna afdrifaríkast er minnkandi afli ásamt aukn- um tilkostnaði. Árið 1959 var talið að togari þyrfti að afla 4 þús. tonn til að bera sig, en síð- uslu árin hefur aflast á beztu skipin okkar 2500 til 3000 tonn og niður í 1700 tonn, miðað við fullan úthaldstíma, þ. e. 330 til 357 úthaldsdaga. Árið 1960 var meðaltalsafli á dag tæp 12 tonn, en 1964 9,1 tonn eða um 24% minni afli á dag. Frá því árið 1960 til 1964 er talið að tilkostn- aður liafi tvöfaldast, móti því koma svo gengisfellingar 1960 óg 1961 sem hækkuðu verð út- flutningsafurðanna, en frá 1962 til 1964' er talið að kostnaður hafi aukizt um 50%, sá kostn- aður sem hér er átt við er: kaup manna á sjó og í landi, olía, við- gerðakostnaður, vátryggingar, veiðarfæri og vextir. Fróðir menn um þessi mál fullyrða, að um 20% aflatap hafi hlotizt af útfærslu landhelginnar, útfærsl- an var gerð í alþjóðar þágu, þess vegna hefur ríkisstjórnin talið sér skylt að bæta togurun- um það að nokkru upp, og hefur árlega varið til þess um 40 millj. króna, og hefur það ásamt bót- um úr aflatryggingarsjóði fleytt togaraútgerðinni til þessa, ásamt láni Framkvæmdasjóðsins hér hjá okkur. Eflaust má með áframhaldandi vinnuhagræð- ingu, betri nýtingu úrgangs og ef til vill með breyttum verk- efnum skipanna, haida rekstrin- um áfram á svipaðan hátt og verið hefur, en ekki er sjáanlegt að það verði arðvænlegt eða auðvelt, eins og ástæður eru í dag. En nú segja menn: Hvað eruð þið að gera út eldgömul skip? Kaupið þið bara ný skip og þá er allt í lagi. Því miður þá er þetta nú ekki svona auðvelt. Rétt er það, nýtt skip er ódýrara í viðhaldi, það notar minni olíu og ef það er dieselskip þá þarf færri menn, en það sem sparast á þessum liðum, það hverfur aftur í þá hít sem heita vextir og afborganir, því nýtt skip af þess- ari stærð kostar ekki undir 50 inillj. og Iánstími 10 til 15 ár þegar bezt lætur, og getur þá liver fyrir sig reiknað út gjöldin. Það sem gæti skapað grund- völl undir áframhaldandi rekst- ur togaranna okkar væri ef unnt reyndist að gera þá að síldveiði- skipum. Annað, að skynsamlegar breytingar fengjust á vökulög- unum. Þriðja, að afli aukist verulega frá því sem nú er og fjórða, betri nýting og vinnu- hagræðing sem að ofan getur. Verði togararnir seldir og rekstrinúm hætt, þá er ég >sann- færður um að það hefur þær afleiðingar, að tugir fjölskyldna flyttu úr bartium, rökin fyrir því liggja svo í augum uppi að ekki þarf að telja þau fram. Að minni hyggju yrði sú ráðstöfun bæn- um enn þá dýrari en Framkv.sj. lánið er og hefði enn alvarlegri afleiðingar í framtíðinni en nú- verandi ástand, og kemur því ekki til mála. Þá skal athuga þriðju leiðina, að selja eitthvað af togurunum og kaupa stóra báta í staðinn, sem geti stundað jöfnum höndurn síld og þorsk- veiðar. Margir líta svo á að þetta hljóti að vera bæði auðvelt og ábatasamt og það sem koma skuli. Því ber að athuga það af fyllstu alvöru og reyna að gera sér grein fyrir liver útkoman yrði. Eins og verið hefur undan- farið, mundi ekki fást meira en 2,5 millj. fyrir hvorn togara, eða hámarksverð fyrir þá tvo sem seldir yrðu kr. 5 millj. Nýjir bátar, sem verið er að kaupa til landsins núna eru um 330 tonn að stærð og kosta um 17 millj., án veiðarfæra, en með þeim um 20 millj. Það sem fengist fyrir togarana yrði því nóg til að greiða það sem heiintað er til þess að fá eignarheimild á bát- unum. Afganginn, um 17,5 millj. á hvorn bát, þarf að borga á 7 árum eða kr. 2,5 millj. á ári í afborgun plús vexti og ýmis önnur gjöld í bönkum og mundi það nema ca. 850 þús. eða afb. og vextir kr. 3.350.000,00 — þrjár' millj. þrjú hundruð og fimmtíu þúsund — fyrsta árið. Hvað gæti svona skip aflað? Segjum 40 þús. mál af síld á fiinm mánuðum. Með því verði, sem var síðastliðið sumar, kr. 182,00 á málið, gerir aflinn kr. 7,28 millj. og nú gerum við ráð fyrir að eitthvað fari í söltun, og segjum því að aflaverðmætið verði 8 millj. Þá fær skipið í sinn lilut í mesta lagi 4 millj. Af þessari upphæð þarf að greiða áður nefnda afb. og vexti, og auk þess allan útgerðarkostn- að, svo sem vátryggingar, olíu og veiðarfæri, og síldarnætur eru dýrar og fyrnast fljótt, að vísu er þetta mun glæsilegra en togaraútgerð, en ekki alltof glæsilegt þó, því hvað yrði ef aflinn yrði aðeins 20 þús. mál eðá brygðist alveg? En nú bendir einhver á að sjö mán- 3 uðir séu eftir af.árinu og eitt- hvað gefi það í aðra hönd. Því miður er reynslan sú að þessi skip hafa flest þeirra verið rekin með slór tapi á þorskveiðunum, hafa hlutfallslega tapað sv.ipað og stærri togararnir, og eru um þetta nærtæk dæmi hér rétt við hliðina á okkur. Það sýnist því ekki margra góðra kosta völ, en sjálfsagt er að athuga hverja þá leið sem líkleg þykir til bóta, og því hef ég drepið á nokkur atriði þessa víðtæka málefnis. Sumum kann að þykja litirnir dökkir í því, sem hér hefur verið dregið upp, og að ýmislegt vanti í tekjuhliðina. Eg veit að hún getur hækkað, ef t. d. viðkom- andi útgerð á sjálf söltunarstöð, eða getur lagt aflann upp í eigin bræðslu, en þá kemur einnig til stórlcostlega meiri fjárfesting en hér hefur verið reiknað með, og um leið þyngri byrði í afborgun- um og vöxtum. Þá má og líta á það, að í gjöldunum hefur ekki verið reiknað með opinberum gjöldum, sem í þessum rekstri nema verulegum upphæðum. Þeim, sem efast um að útkoman sé ekki glæsilegri á bátaútgerð- inni en hér hefur verið bent á, vil ég vísa til greinar í Morgun- blaðinu þ. 16. marz í ár. Greinin er eftir liinn þekkta útgerðar- mann, Harald Böðvarsson á Akranesi. Fyrirtæki þeirra feðga byggir sína utgerð á bátum, sum skipa þeirra, eins og t. d. Höfr- ungur III meðal aflahæstu skipa í flotanum, enda eitt bezt útbúna og nýtízkulegasta skipið. Mörg fleiri af skipum þeirra feðga eru mikil aflaskip, og því augljóst að samanlagður afli þeirra er langt ofan við meðallagið, og er þetta áberandi árið 1964. Samt lýsir Haraldur Böðvars- son því yfir í áðurnefndri grein, að fyrirtækið Haraldur Böðvars- son & Co. hafi verið með tap- rekstur árið 1964, og fyrst svo er um hið græna tréð, hvað mundi þá um hið visna. Albert Sölvason. LJÓSAR BARN A-STRETCH BUXU R Stærðir: 6 — 8 — 10 — 12 DRENGJ A-STAKKAR, leðurlíki Stærðir: 30 — 32 — 34 — 36. Verð 260.00 DÖMUVESTI, leðurlíki Verð 295.00 Verzlunin HEBA Sími 12772 1 iii ntgerðarmál

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.