Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 01.04.1965, Blaðsíða 6

Alþýðumaðurinn - 01.04.1965, Blaðsíða 6
DAVÍÐSKVÖLD Stúdentafélagið á Akureyri gekkst fyrir Davíðskvöldi í Sjálf- stæðishúsinu s.l. föstudagskvöld, til ágóða fyrir Davíðssöfnunina. Fjölmenni var og atriðum vel tekið. í upphafi ílutti Brynjólfur Sveinsson, yfirkennari, ávarp, jiar sem hann sagði ævibrot úr sögu skáldsins, kynni sín aí honum og samferð. 5teinunn Jóhannesdóttir, nemandi í M. A. flutti kvæði úr verkum Davíðs, af innlifun og þokka. Jóhann Daníelsson og Sig- urður Svanbergsson sungu tvísöng með undirleik Guðmundar Kr. Jóhannssonar og Jóhann Konráðsson söng einsöng með undirleik Jakobs Tryggvasonar. Var söng þeirra vel fagnað og urðu þeir að syngja aukalög. Eitthvað var bogið við hljóðfæri undirleikaranna, og vakti það nokkra kátínu. Gunnar Stefánsson, nemandi í M. A. las upp nokkur kvæði skálds- ins, m. a. „Kirkja fyrirfinnst engin“, og „Hrærekur konungur í Kálfskinni". Lestur hans vákti mikla athygli áheyrenda, enda fluttur af næmleik og skilningi. Síðasta atriðið var leikþáttur úr „Gullna hliðinu“, sem lesinn var af sviði. Fór það vel úr hendi, þótt óneitan- lega sé svipmeira að sjá það í fullum búningi. Má því segja, að atriði kvöldsins hafi tekizt með prýði, og þeim sómi sem að stóðu. Sigló-síld lögð niður í 200-300 bús. dósir Fyrir nokkru hófst oftur niður- lagning Sigló-sildar ó Siglufirði, og er róðgert oð leggja niður i milli 200 og 300 þúsund dósir af síldinni. Mun því vcrki verða lokið skömmu fyrir póska. Mikill hlufi framlciðsl- unnor hefur þcgar verið scldur til Rússlands. Vinna hófst 2. marz sl. og vinna um 30 manns að niður- lagningunni. Akveðið er að leggja niður síld ór 500 tunnum, sem aðallega eru frá Seyðisfirði, Sjdlfsbjörg nanntist ílþjMf dajs jidoðrii og lamaðrfl Síðastliðinn sunnudag minnt- ist Sjálfsbjörg, félag fatlaðra og lamaðra, Alþjóðadags þeirra samtaka í félagsheimili sínu, Bjargi. Adolf Ingimarsson, formaður félagsins, bauð gesti velkomna með ræðu. Gat hann þess í ræðu sinni, að þrjú væru aðalatriðin á stefnu'skrá Sjálfsbjargarfélag- anna: trygg.ingamál, félagsmál og atvinnumál, og væri unnið að þeim öllum af kappi. Magnús E. Guðjónsson, bæjarstjóri flutti ávarp og óskaði félögunum til hamingju með störf sín, sem væru harðla mikilvæg í jrjóð- félaginu og lýsti þeirri von sinni að þau mættu njóta sívaxandi geng.is. Jóhann Forkellson, hér- aðslæknir flutti erindi, Jiar sem hann gerði grein fyrir nokkrum þeiin helztu sjúkdómum, sem vakla fötlun og lömun. Síðan ræddi hann um, hvað gert væri og unnt væri að gera til þess að bæta úr böli þeirra, sem fatlaðir og lagði einkum áherzlu á, að þeim væri gert kleift að starfa eftir því sem kraftar þeirra leyfðu. Þar væri um tvær leiðir að ræða: annars vegar sérstakar vinnustofur, og gat hann í því sambandi brautryðjendastarfs samtaka berklasjúklinga í Ileykjalundi. Hins vegar þyrfti að fá iðnrekendur lil þess að taka fatlaða í vinnu. Það væri ekki einungis, að með því að fatlaðir ynnu væri bjargað verðmætum í vinnu- stundum, Jrjóðfélaginu til handa, heldur það sem ef til vill væri enn mikilvægara, að engin lækn- ing væri fötluðum eins gagnleg og vinnan, Jrað væri Jieim bæði andleg og líkamleg lækning. Var erindi héraðslæknis hið athyglis- verðasta. Þá komu fram skemmtikraft- ar: kvartelt menntaskólans söng, Bjarni Baldursson flutti gaman- þátt, og hljómsveil Ingimars Eydals eða hluti af henni lék nokkur lög. Var það allt þakk- samlega þegið af áheyrendum. Fram voru reiddar ágætar veitingar, og var öll samkoman með ánægjulegum myndarbrag. Sjálfsbjörg hefur ekki hátt um sig né starfsemi sína. Þó er þar unnið markvisst að einu af mik- ilvægara nytjamáli þjóðfélags vors. Því verður ekki neitað, að mikið er nú gert á félagsmála- sviðinu af hálfu ríkisvaldsins, til þess að létta Jieim byrðina, sem orð.ið liafa fyrir heilsubresti, og má þar fyrst nefna -trygginga- löggjöfina, sem vissulega liefur skapað ný viðhorf og mér liggur við að segja nýtt þjóðfélag. En betur má ef duga skal. Og Sjálfs- bjargarfélögin hafa valið þá réttu leið að hefjast sjálf handa og með fordæmi sínu knýja á J)á, sem heilir eru til styrktar málefnum þeirra. Slíkum kröf- um er ekki unnl að neita, hvorki af einstaklingum né opinberum aðilum. Fyrir J)að ber félögun- um Jiökk og heiður almennings. Raufarhöfn og nokkuð frá Reyðarfirði. Búist er við, að úr þessum 500 tunnum fáist milli 200 og 300 Jiúsund dósir, og þar af fara 200 þúsund til Rússlands, en afgangurinn á innanlands- markað. Unnið er í verksmiðj- unni frá því kl. 20 mínútur yfir 7 á morgnana og fram til 7 á kvöldin, og verður niðurlagning- unni væntanlega lokið upp úr páskum. Síld sú, sem fer til Rússlands er lögð niður í vínsósu. Umbúð- irnar eru dósir, óáprentaðar, sem Dósaverksmiðjan í Reykja- vík hefur framleitt, en annars er Sigló-síldin öll lögð niður í dósir, sem framleiddar eru í Stavangri í Noregi. Rússlands- síldin er í rúmlega 100 gr. dós- um, en sú síld, sem seld er á hér- lendum markaði er í 90 gr. dós- um. í upphafi var einnig lagt niður í 40 gr. dósir, en það mun að öllum líkindum ekki verða gerl í vetur. Fjórar sósutegundir verða á síldinni, sem fer í búðir hér á landi: dillsósa, ávaxtasósa, lauk- sósa og eitthvað verður líka Iagt niður í vínsósu, m. a. verða dósir með tveim flökum í vínsósu á markaðnum hér. I þessa Sigló- síld, sem verið er að leggja nið- ur nú er notuð veujuleg krydd- síld. EINING STARFRÆKIR BARNAHEIMILI Sl. sumar starfrækti verka- lýðsfélag.ið Eining barnaheimili fyrir börn félagsmanna sinna að Húsabakka í Svarfaðardal. Þetta er fyrsta tilraun félags- ins á þessu sviði, en þótti gefa svo góða raun, að nú hefur verið ákveðið að starfnekja barna- heimili í sumar að Laugalandi í Hörgárdal á tímabilinu frá 20. júní til 20. ágúst. Ef aðsókn verður svipuð og var í fyrra munu félagsmenn þurfa að tryggja börnum sínum jrláss heldur fyrr en seinna. Nýlenduvömbúð KEA brejrtt í hjðrbðð Síðastl. mánudag, 29. marz, opnaði Nýlenduvörudeild KEA í Hafnarstræti 91 sem kjörbúð. Var verzluninni breytt í sjálfs- afgreiðslubúð yfir síðuslu helgi og þurfti því aldrei að loka henni þess vegna. Þar með eru allar verzlanir Nýlenduvörudeildar, 11 talsins, orðnar kjörbúðir, en Jiað er J)að verzlunarfyrirkomu- lag, sem reynslan sýnir að er vinsælast í dag. í aðalbúð Nýlenduvörudeild- ar í Hafnarstræti 91 hafa alltaf verið allmikil reikningsviðskipti, eem erfitt er að eiga við í kjör- búðum, })ar sem krafizt er stað- greiðslu. Við breytingu hinnar umræddu verzlunar var J)ó tekið tillit til þessa og í Lilraunaskyni komið fyrir sérstöku afgreiðslu- borði fyrir reikn.ingsviðskipti, en framtíðin sker úr um hvernig það fyrirkomulag reynist. Deildarstjóri Nýlenduvöru- deildar er Kristinn Þorsteinsson. Svigmót Akureyrar Svigmót Akureyrar fór fram B-jlokkur: í IllíðarfjalE um belgina. Urslit Sig. Jakobsson. KA 96,6 urðu sem hér segir: Smári Sig., KA 97,3 A-jlolckur: sek. Reynir Pálmason, KA 111,6 Magnús Ingólfsson, KA 112,7 Þorl. Sigurðsson. KA 102,8 C-jlokkur: Viðar Garðarsson, KA 113,3 Hörður Sverrisson, KA 102,2 T O O A R A R \ 1 II ÆskulýðsráS Akureyrar efndi til Bridge-námskeiðs fyrir unglinga fyrir nokkru og lauk því með keppni nemenda. Þessi ungi maður er sýnilega í vanda með sögnina. (Ljósm.: S). Svalbakur seldi í Grimsby í veiðar hér fyrir norðan vegna fyrri .viku, 188,5 tonn fyrir ísa, og liafa því orðið að leita á 11.390 pund. fjarlægari mið. Kaldbakur er væntanlegur til Harðbakur og Sléttbalcur eru landsins í byrjun þessa mánað- báð.ir að veiðum, hafa verið úti ar úr fJokkunarviðgerð, og er í viku en afli er tregur. Togar- ætlunin að hann fari þá strax á arnir hafa ekki getað stundað veiðar. Stefán Ásgrímsson, Þór 104,0 Björn Sveinsson, KA 105,3 Stefán Olafsson, Þór 105,3 Drengjajlokkur: Árni Óðinsson, KA 88,4 Jónas Sigurbjörnsson, Þór 94,8 Örn Þórsson, KA 98,2 Kvennajlokkur: Karólína Guðm., KA 109,4 Sigríður Sigurlaugsd., KA 149,1 ALÞYDU M A n li IV I N N

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.