Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 22.04.1965, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 22.04.1965, Blaðsíða 2
2 landuambflnd Iðnaðarmanna heiðrar Indriða Helgason og Sveinbjörn Jónsson Miðvikudagskvöidið 14. apríl bauð Laudssambaud Iðnaðar- manna nokkrum gestum til kvöldverðar í Sjálfstæðishúsinu á Akureyri. Forseti sambands- ins, Guðmundur Halldórsson, stjórnaði hófinu, sem haldið var Lil þess að afhenda heiðurs- félagabréf þeim Indriða Helga- syni rafvirkjameistara á Akur- eyri og Sveinbirni Jónssyni byggingameistara og verk- smiðjueiganda í Reykjavík. Forseti Landssambandsins bauð gestina velkomna og kvað þetta boð í beinu framhaldi af 26. iðnþingi Islendinga, sem haldið var á Akureyri s.I. sumar. í til- efni af móttökum þá þakkaði liann ógleymanlega daga og margvíslega vináttu og sóma, er iðnþingsfulltrúum hefði verið sýnt. Hann rifjaði upp árnaðar- orð bæjarstjóra við setningu þingsins, veizlu bæjarstjórnar og boð Kaupfélagsins, SÍS-verk- smiðjanna og Lindu. En mestu hefði þó skipt þátttaka Iðnaðar- mannafélags Akureyrar í þessu þinghaldi. Stjórn þess gerði það mögulegt að halda þingið með sóma. Forsetinn þakkaði öllum þeim aðilum, sem stuðluðu að því, hve allt í sambandi við þing- ið fór vel úr hendi. Hann vék því næst að gildi iðnaðarins eða hins góða, gamla íslenzka handverks. Hinn fag- lærði iðnaðarmaður hefur meiri þýðingu en margur vill ætla, en handiðnaður alla vegana er jafn- gamall landnáminu sjálfu. I því efni ættum við því að standa framar en við stöndum, en þar ber margt til. Stundum var ærið vafasamt, hve margar hræður lifðu af harðindi og plágur, og hlaut það að setja sitt mark á iðnaðinn eins og annað í þjóð- lífinu. En handlagni og lista- smíð er lil í ótalmörgum horn- um og ólíklegustu stöðum á landi hér, og hefur svo verið allt frá landnámstíð. Nú væri stundum erfitt að koma mönnum í skiln- ing um, að vissir hlutir þurfi að gerast á ákveðinn máta og vissir menn verið metnir eftir verkum sínum, er þeir hefðu sýnt í sínu lífi. Iðnaðarsamtökin gerðu sér í upphafi grein fyrir því að virða þarf bæði samtíðina, sem menn lifa í, og halda jafnframt á lofti fyrri verðleikuin. Koma mín lil Akureyrar nú, sagði forselinn, er meðal annars til þess að und- irstrika þann skilning, að hver eigi að hljóta þá viðurkenningu, er honum ber. Við höfum heyrt, að misbrestur liafi orðið á því um listamenn, en þeim standa iðnaðarmenn næst og verðskulda það heiti margir betur en sumir þeir, er nú skreyta sig lista- mannsnafni. 26. iðnþingið var einróma þeirrar skoðunar, að meðal okk- ar væru tveir menn, er heiður bæri öðrum fremur, heiðurs- mennirnir Indriði Helgason raf- virkjameistari á Akureyri og Sveinbjörn Jónsson bygginga- meistari í Reykjavík, en frá Ak- ureyri. Kvaðst Guðmundur ekki mundu flytja æviskýrslu þeirra, enda óþarft fyrir Akureyringum. Starfstími Indriða í sinni grein væri sízt skemmri en saga raf- magnsins á Islandi, hann hefði verið kominn til fullra starfa, þegar er fyrsta rafstöðin var reist á landi hér 1904, og átta árum síðar hefði hann reist aðra rafstöðina hérlendis. Hann rifj- aði upp farsæl störf Indriða í hvívetna, traustleika hans, skýr- leika og festu. Væri það sízt til- viljun, að hann bæði nú að veita móttöku heiðursfélagsmöppunni. Sveinbjörn Jónsson þekktu allir. Lengi stjórnað stórfyrirtæki í Reykjavík, verið árum saman í stjórn Landssambandsins, rit- stjóri Tímarits iðnaðarmanna lengur en aðrir og einn bezti penni, sem iðnaðarmenn hafa átt fyrr og síðar. En einkum væri hann þó maðurinn, sem hefð.i látið sér detta svo margt og mikið í hug. Hann ber af öllum í bjartsýni og óbilandi trausti á menn, málefni og framtíðina. Forseti Landssambands iðn- aðarmanna gat þess að lokum, að báðir þeir Indriði og Svein- björn hefðu áður verið sæmdir æðstu heiðursmerkjum iðnaðar- samtakanna. Hann óskaði þess, að þau samtök mættu um alla framtíð eiga sem flesta menn þvílíka sem þessa tvo. Indriði Helgason sagði, að sér væri tregt tungu að hræra, er hann tæki við þvílíkum heiðri, og þó sér óhjákvæmilega dytti í hug vísa Steingríms Thorsteins- sonar um orður og titla í eyður verðleikanna, væri hann þó inni- lega þakklátur Landssambandinu og árnaði því allra heilla. Hann kvað þrennt einkum togasl á um hvern iðnaðarmann: 1) Fjár- málahyggjan, það að hafa sem hæst kaup. 2) Vélmenningin, að hafa vélar til allra verka. 3) Það, sem upphaflega var aðalatriðið, að búa lil fallega og nytsama hluti og hugsa ekki um fyrirhöfn. Það er viðhorf þjóðhagasmiðs- ins, sem ekki spyr um kaup og vélar, heldur ánægjuna af fag- ursköpuðu handverki. Vonaði hann, að þessi síðastnefndi þátt- ur yrði drýgstur meðal iðnaðar- manna. Sveinbjörn Jónsson gerði orð lndriða að sínum. Ræddi hann síðan um fegurð Akureyrar og gildi hennar sem iðnaðarbæjar, þjóðskáldabæjar og ferðamanna- bæjar. — Eg tek glaður við möppunni vegna Akureyrar, sem gaf mér ungum tækifæri til að veita bjartsýni minni og hug- myndaflugi, sem um var talað, útrás. Hér var annaðhvort að duga eða drepast. Minningarnar frá Akureyri eru margvíslegar, bæði erfiðar og unaðslegar, en á misjöfnu þrífast börnin bezt. Sveinbj örn kvaðst taka við heiðursfélagamöppunni sem eins konar syndakvittun og viður- kenningu fyrir góða viðleitni í baráttunni fyrir betra gengi iðn- aðarins í landinu, þjóðinni allri til farsældar. Hann árnaði sam- tökum iðnaðarmanna allrar blessmiar og ekki sízt þeirrar, að þar mætti jafnan ríkja það mannbætandi viðhorf, að rétt- indum fylgdu skyldur, að engin verðmæti, hvorki efnisleg né andleg, fengjust án fórnar og framlags. Akureyri óskaði hann vaxandi framfara. Tvö verkefni vildi hann benda á, að leysa þyrfti fljótt og myndarlega: Prýða með grænu grasi og blóm- um kringum flugstöðina og hraða störfum við minjasafnið. Jón Sólnes þakkaði Landssam- bandinu heiður og velvild. Þetta bæjarfélag hefði frá upphafi verið nátengt iðju og handverki og væri Akureyri nú einhver mesti iðnaðarbær landsins. Hann kvað sér sérstaka ánægju að vera viðstgddur, er þessir tveir menn væru heiðraðir, og minnt- ist starfa þeirra. Sveinbjörn hefði verið hinn mikli dugnaðar og hugsjónamaður, sem foryst- una hafði'um svo margt, sem til heilla horfði, Indriði hinn trausti, ráðsvinni og stefnufasti. Hefði sér verið mikið lán að njóta samfylgdar hans og leið- sögu. Jón Þorvaldsson þakkaði fyrir hönd Iðnaðarmannafélags Akur- eyrar forseta Landssambandsins Svcinbjörn Jónsson, Guðm. Halldórsson að koma til Akureyrar og af- henda þessi heiðursskjöl. Engir hefðu, að öðrum ólöstuðum, unnið betur til þeirra en Indriði og Sveinbjörn. Hann vakti at- hygli á þeirri góðu nýbreytni Guðmundar Halldórssonar sem forseta L. I., að ferðast um og heimsækja sambandsfélögin úti á landi. Það væri mikilvæg hvatning og uppörfun. Pétur Gunnlaugsson formaður Múrarafélagsins þakkaði boðið fyrir þess hönd og heiðursfélög- unum góð kynni og störf í þágu iðnaðarins. Hann rifjaði upp, er Sveinbjörn Jónsson kenndi hon- um fyrstu handtökin við múr- verk fyrir meir en 30 árum. Framhald af bls. 1. neyzlumjólk, eða 18,5%. Úr hin- um hluta mjólkurinnar var fram- leitt 510.446 kg. smjör, 408.440 kg. mjólkurostur (allar teg.), 45.450 kg. mysuostur, 216.660 kg. skyr, 114.282 lítrar rjómi og 144.700 kg. kasein. 1 árslok voru vörubirgðir þess- ar: Smjör 152.298 kg., ostar 150.060 kg. og kasein 14.000 kg. A árinu minnkuðu smjörbirgð- irnar um 115.000 kg. Vörubirgðir og útistandandi skuldir í árslok námu krónum 58.070.078,00 og jókst sá Iiður um 12 millj. á árinu. Samlagsstjóri gat þess, að nú lægju fyrir teikningar af hinni nýju mjólkurstöð, sem fyrirhug- að er að byggja vestan við bú- fjárræktarstöð.ina á Lundi, og hefðu þær verið sendar bygginga •• nefnd og bæjarstjórn Akureyrar til samþykktar. Væri von um, að leyfi þessara aðila fengjust í þessum mánuði og væri þá ekk- ert því til fyrirstöðu að fram- kvæmdir gætu hafizt í sumar. Mikil þörf væri á þessu nýja mjólkurstöðvarhúsi, því búast mætti við mikilli aukningu mjólkurframleiðslunnar, og gæti framleiðslan hæglega farið í 20 millj. lítra á þessu ári. og Indriði Hclgason. (Ljósm.: NH). Guðmundur IJalldórsson for- Seti L. I. sleit síðan hófinu með ræðu. Hann minntist á það, að vel þyrfti að vera á verði, að ekki færi forgörðum reisn og menningarhlutverk handverks- ins. Bjartsýnn kvaðst hann vera á framtíðina, en kunnáttu og sameiningar huga og handar þyrfti með, ef ná ætti réttum ár- angri. Sannur iðnaðarmaður í liugsun og verki væri ómissandi sínum stað og þjóðfélag.i. Hann árnaði handverkinu og þeim, sem halda uppi heiðri þess, allra heilla, og væri það ekki lítils virði að mega njóta fordæmis, sögu og reynslu þvílíkra manna sem Sveinbjarnar Jónssonar og Indriða Helgasonar. Á fundinum urðu miklar um- ræður um verðjöfnun á flutn- ingskostnaði mjólkur til sam- lagsins, en á síðasta ársfundi hafði verið samþykkt tillaga þess efnis, að leggja %% gjald af andvirði mjólkurinnleggs samlagsbænda til verðjöfnunar. Nú komu liins vegar fram ákveðnar kröfur og tillögur um, að . þessi samþykkt fundarins í fyrra yrði felld úr gildi, og voru fremstir í flokki fyrir því þeir bændur sem búa næst samlaginu, en meðmæltir gjaldinu voru einkum SvarfdæLir og Fnjósk- dælir auk ýmissa annarra. Urðu harðar umræður um liríð, sem ekki verða raklar hér, en að endingu samþykkti fundurinn með 158 atkvæðum gegn 115 að umrædd samþykkt um verðjöfn- un kæmi ekki til framkvæmda. Á fundinum kom til umræðu að kanna nýjar leiðir varðandi mjólkurflutninga til samlagsins og var stjórninni falið að at- huga möguleika á tankflutning- um. Fundurinn samþykkti, að Jón- asi Kristj ánssyni yrði færð að gjöf vönduð bifreið, sem þakk- lætisvottur fyrir ómetanlegt starf. Frá aðalfundi Mjólkursamlags KEA

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.