Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 22.04.1965, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 22.04.1965, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐU MAÐURINN RITNEFND: STEINDÓR STEINDÓRSSON (ÁB.), ALBERT SÖLVA- SON, HREINN PÁLSSON OG GUÐMUNDUR HÁKONARSON — ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKSFÉL. AKUREYRAR — AFGREIÐSLA OG AUGLÝSINGAR: STRANDGÖTU 9, II. HÆÐ, SÍMI 11399 PRENTUN: PRENTSMIÐJA BJÖRNS JÓNSSONAR H.F. AKUREYRI Sumar árs og friðar í dag fögnum vér enn nýju sumri og óskum þess að vanda, að það færi oss árgæzku, frið og framkvæmdir. Og auðvitað óskum vér öðrum þjóðum slíks hins sama. Fáar þjóðir munu fagna sumri innilegar en vér íslend- ingar, enda eigum vér mikið undir því, að sumurin reynist oss góð, vér eigum svo mjög hag vorn undir sól og regni, grasvexti og fiskigöngum. Að þessu sinni erum vér Norðlendingar venju fremur farnir að þrá sumarhlýju eftir vetrarríki. Að vísu hefur veturinn ekki verið svo veðurharður, að orð sé á gerandi, og fremur hefur hann verið snjóléttur og auðveldur viðfangs, hvað samgöngur á landi og í lofti snertir. En það er hafís- inn, sem hefur vakið mönnum ugg í brjósti, og menn vilja gjarnan vita hann sem lengst frá dyrum sínum, og bak við vakir sú sterka von, að þá muni glæðast veiði fyrir Norður- landi, en aflaleysi og atvinnuskortur af þeim sökum er Norð- lendingum nú hið mesta áhyggjuefni. Rætist ekki vel úr í vor og sumar bæði með þorsk- og síldveiði fyrir Norður- landi, kreppir svo að þessum landshluta, að verulegur háski stendur af. Af þessum sökum er óss meira í mun en stundum fyrr, að komandi sumar beri oss árgæzku til lands og sjávar, því slíkt yrði undirstaða framfara og auðveldaði frið og farsæld í samskiptum mamia á milli, þótt flestir búist raunar við frem- ur átakasömu sumri um kaup og kjör. Þegar vér horfum yfir senn 5 ára stjórnarferil núverandi stjórna’rflokka og hvernig þróunin hefur orðið í kaupgjalds- og verðlagsmálum, hljóta flestir að sjá, að margt væri nú betur komið í þeim efnum, ef sú stefna hefði fengið að þró- ast, að kaup hækkaði hægt en jafnt frá ári til árs, eftir því sem framleiðsluaukning þjóðarinnar segði til. Þá hefðu menn notið kauphækkana sinna, ekki týnt þeim í eldi verð- bólgunnar, eins og raunin hefur orðið fyrir mörgum af snöggum og miklum hækkunum, sem hrundið hafa skriðu- hlaupum af stað í kaupgjalds- og verðlagsmálum, svo sem verkin hafa sýnt merkin. En það er gagnslaust að sakast um orðinn hlut — nema að læra af honum. Og vonandi bera ríkisstjórn, atvinnurek- endur og forsvarsmenn verkalýðsmála gæfu til slíks: ríkis- stjórnin til að vera frjálslyndur og víðsýnn meðalgönguaðili, atvinnurekendur til skilnings á því, að verður er verka- maðurinn launa sinna, og forráðamenn verkamanna þá hóf- semd í kröfum, að atvinnuvegunum sé ekki ofboðið. Að náðu samkomulagi væri svo mikilsvert, að samningar tækjust um vissa sjálfkrafa árshækkun kaups eftir fram- leiðsluvísitölu. Þannig væri hægt að fá meira jafnvægi í þessi mál. En komandi sumar er enn óráðin gáta. Vér vitum ekki hvað það her í skauti sínu, en vonum að sjálfsögðu hið bezta. Og með þá von í brjósti heilsum vér fyrsta degi þess og ósk- um öllum landsbúum gleðilegs sumars. t zs 3 Si X Iðnfræðslulögin nvju Lagt lieíur veriö fyrir Alþingf sLj órnarfrumvarp til laga um iðnfræðslu. Er þetta allmikili lagabálkur, og hefur samþykkt frumvarpsins í för með sér gagn- gerðar breytingar á iðnfræðslu- kerfi landsins, og vafalaust til stórmikilla bóta. Hér er ekki færi á að rekja frumvarpið í einstökum atriðum, en vera má að þeim verði gerð betur skil síðar. Aðeins verður hér bent á nokkur helztu nýmælin. Eitt hið fyrsta er, að iðnfræðsl an verður víðfækari nú en áður. Hingað til hefur fræðslan ein- ungis náð til hinna löggiltu iðn- greina, en samkvæmt hinum nýju lögum er iðnfræðsluskólunum ætlað að ná til allra iðnaðar- greina, og verða einnig undir- búningsskóli þeirra, sem vinna í verksmiðjum, og veita þeim nauðsynlega starfsþjálfun. Þá er gert ráð fyrir að koma verði upp reglulegum verknáms- skólum iðnaðarins, en mjög hef- ur enn skort á verklega kennslu í iðnskólunum. Munu lög þessi gera kleift, að stefnt verði í þá átt, að verulegur hluti hins verk- lega náms geti farið fram í skól- unum sjálfum. Sj álft skólakerfið breytist þannig, að í landinu verði átta iðnskólar, þ. e. einn í hverju kjördæmi landsins. Er þar í raun og veru um gj örbreytingu að ræða í þessum efnum, þar sem um mörg undanfarin ár hef- ur verið reynt að berjast með iðnskóla í hverju kauptúni að kalla má. Með hinni nýju skipan vinnst það, að unnt verður að búa skólana hinum beztu tækj- um. Hægt verður að fá meira kennaraval en áður, og einkum létta hinir stóru skólar, sem nú má ætla að rísi upp, möguleikana á stórauknu verknámi. Hins veg- ar verður óhj ákvæmilegt, að hinir nýju skólar verði heima- vistarskólar, þegar þeir safna þannig nemendum úr heilum landshlutum. Þriðja nýmælið, sem mikils er um vert, er stofnun meistara- skóla. Hann er að vísu fyrst ein- ungis ákveðinn í Reykjavík, en heimild 'er fyrir stofnun slíkra skóla við aðra iðnskóla landsins. Meistaraskólinn er eins árs skóli, og veitir margvíslega menntun, sem hverjum verktaka og verk- stjóra er nauðsynleg. Er stofnun slíks skóla hin þarfasta, og gegn- ir raunar furðu, að svo hafi ekki ver.ið gert fyrir löngu síðan. Þau ákvæði, sem nú eru nefnd, skipta mestu máli um eflingu iðnfræðslunnar sjálfrar, og eru stórt spor í rétta átt, því að mjög hefur skort á enn, að iðn- aðarmenn fengju þá menntun, sem þeir hefðu þurft til þess að fullnægja kröfum þjóðfélags, sem sífellt stefnir meira og meira í iðnaðarátt. Bæði vegna þeirra sjálfra og allra hinna, sem notið hafa starfa þeirra, hefur iðn- fræðslan verið ónóg. Ekki skal neitt fullyrt um það, hvort hin nýju lög bæti úr öllum göllum, en þau gera margt til úrbóta, og léttara er að bæta ofan á þegar stefnan er mörkuð. Þá eru ýmsar nýjungar í stjórn og umsjá iðnfræðslunnar. Verða ekki rakin einstök atriði þess, en þó bent á eitt, sem er til stórbóta, og það er að iðn- fræðslumálin heyra algerlega undir menntamálaráðuneytið, og skólarnir eru teknir undan um- sjá fræðslumálastjóra, en skip- aður iðnfræðslustjóri í hans Félagsskapur, sem nefnir sig Menningar- og friðarsamtök kvenna, birti fyrir nokkru í blöð- um ávarp til húsmæðra um að kaupa ekki vörur frá Suður- Afríku, til þess að sýna van- þóknun sína á harðstjórn þeirri og kynþáttakúgun, sem þar ríkir. Enda þó að vér Islendingar hættum að kaupa það dót, sem kann að vera flutt inn frá Suður- Afríku, liafi vitanlega. engin áhrif á gang mála þar, er ekki nema gott um það að segja, að sýna vanþóknun á ofbeldi og kúgun, ef hugur fylgdi þar máli. En satt að segja getum vér efast um, hvort samtökum þessum er nokkur alvara í þessum málum. Vörur þær, sem vér kaupum frá Suður-Afríku, eru fáar og flestar af því tagi, að oss er engin missa í, þótt vér neitum oss um þær. Það er því engin fórn færð á altari frelsisins, þótt vér hætt- um að kaupa þær. En til landsins eru fluttar vörur frá öðrum ríkj- um, þar sem kúgun og ofbeldis- stjórn er ekki á lægra stigi, og hin ágætu kvennasamtök stein- þegja um það. Eftir síðustu heimsstyrjöld lögðu Rússar undir sig frjáls lönd við Eystrasalt. Síðan hefur ríkt þar hin ægilegasta kúgun, bæði í formi kynþáttakúgunar og í pólitískum efnum. Hafa kvenna- samtökin skorað á þjóðina að hætta að kaupa rússneskar vör- ur? I Ungverjalandi varð uppreisn fyrir nokkrum árum. Hún var stað. Áður hafa mál þessi verið undir tvískiptri .stjórn, tveggja ráðuneyta, og bæði iðnfræðslu- ráðs og fræðslumálastjóra. Hef- ur slíkt gert alla framkvæmd þyngri í vöfum, og verður nú úr því bætt. En lög þessi ættu að ýta við ráðamönnum hér á Akureyri að láta nú hendur standa fram úr ermum í byggingarmálum iðn- skólans. Það kemur betur í ljós nú en nokkru sinni fyrr, hversu mikið vér höfum vanrækt í þess- um efnum. Vanrækslan er dýr, og enn dýrari verður hún því lengur sem henni er við haldið. Iðnskólabygging verður að hefj- ast nú þegar á þessu sumri, og leggja verður kapp á, að hún verði fullbúin til notkunar sem allra fyrst. Annað sæmir ekki stærsta bæ Norðurlands og ein- um mesta iðnaðarbæ landsins. bæld niður með blóðbaði, að því stóð fámenn klíka kommún- ista studd af rússneskum her. Hafa kvennasamtökin efnt til mótmæla gegn þeim aðförum? Fyrir nokkrum árum gerðu austur-þýzkir verkamenn upp- reisn gegn kommúnistiskum kúgurum sínum, sú uppreisn var kæfð í blóði. Sömu valdhafar létu reisa Berlínarmúrinn, eitt svívirðileg- asta ómenningar tákn Evrópu á vorum dögum. Biðja konurnar þjóðina urn að hætta að kaupa austur-þýzkar vörur? Kínversku kommúnistarnir réðust með offorsi inn í Tíbet, og halda þjóðinni í helgreipum sínum. Eru kínverskar vörur bannaðar hjá hinum ágætu menningar- og friðarsamtökum? Nei, aldrei hefur heyrzt orð frá þessum góðu samtökum, til að mótmæla kúgun og ofbeldi, ef það hefur verið framkvæmt af konnnúnistum og til fram- dráttar heimsvaldastefnu þeirra. Vitum vér þó fullvel, að hvar- vetna þar sem kommúnismi ræð- ur, er frjáls hugsun hneppt í fjötra, og þeir, sem ekki kyssa bljúgir á vönd valdhafanna, hnepptir í þrælkun. Það eru falleg orð menning og friður, og hver þau samtök, sem af alhug berðust fyrir framgangi þeirra hugsjóna ættu skilið stuðning hvers hugsandi manns. En þegar samtök, sem kenna sig við þessar hugsjónir, sjá ekki nema eina hlið málanna, og eru blind gegn Menning 09 friður

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.