Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 22.04.1965, Blaðsíða 8

Alþýðumaðurinn - 22.04.1965, Blaðsíða 8
Ellilaun og örorku- bœtur hœkka Tryggingaráð Tryggingarstofnunar ríkisins samþykkti á fundi í s.l. viku að ellilaun og örorkubætur hækki um 5% 1. júlí 1964. Eins og fram hefur komið í fréttum samþykkti Alþingi nýverið frumvarp um breytingar á almannatryggingum, þar sem ráðherra er heimilt að hækka þær, án samþykkis þingsins, ef nauðsyn krefur. Tryggingaráð lýsti ánægju sinni yfir þessu frumvarpi og var því samþykkt að öllu leyti. / Ellilaun og örorkubætur hækka því um 5% og gengur hækkunin í gildi 1. júlí 1964 og virkar því í eitt ár aftur í tímann. Útborgun á uppbótinni fer fram 1. júlí 1965. Bifreðatriggingafélaf (. í B. tdfir Hootrygging Reynt verður að byrja á mónudag. Á skírdag var haldinn stofn- fundur hins nýja bifreiðatrygg- ingafélags FÍB, sem hlaut nafnið Hagtrygging h.f. Að stofnfund- inum fengu aðeins aðgang þeir, sem þegar höfðu greitt tillag sitt, skv. loforðum um þátttöku, og var fullt út úr dyrum í Tjarnar- búðum. Næsta skref er nú að láta skrá félagið, fá tryggingarleyfi og ganga frá endurtryggingum er- lendis. Takist það í þessari viku, hefur hið nýja bifreiðatrygg- Aukið heilbrigðiscftirlit Fundur haldinn í Fulltrúaráði verkalýðsfélaganna á Akureyri 13. apríl 1965 telur að mjög skorti á að heilbrigðiseftirlit sé framkvæmt á vinnustöðum í bænum, sérstaklega í verksmiðj- um og öðrum vinnustöðum, þar sem innivinna er daglega stunduð Leyfir fundurinn sér því að skora á heilbrigðisnefnd bæjar- ins, að auka eftirlit á vinnustöð- um, og sjá um að heilbrigðis- reglugerð bæjarins sé að öðru leyti framfylgt. ingafélag starfsemi sína næst- komandi mánudag. Það er að því leyti mikilvægt að það takist, að bifreiðaeigendur verða að segja upp tryggingu hjá öðrum tryggingafélögum fyrir 1. maí, annars eru þeir sennilega bundn- ir hjá sínu félagi fyrir næsta ár. En lögfræðingar munu telja, að þar sem iðgjöld hafa hækkað meira en 20%, sé hægt að segja upp tryggingum án fyrirvara. Skoðun bifreiða er byrjuð, en fram til 1. maí þarf ekki að vera greidd trygging fyrir náista ár. I stjórn Hagtryggingar h.f. voru kosnir: Arinbjörn Kol- beinsson, læknir; Gísli Her- mannsson, verkfræðingur; Velde mar J. Magnússon, framkvæmda- stjóri; Ragnar Ingimarsson verk- fræðingur og Hilmar Garðars, lögfræðingur. I varastjórn eru Sveinn Torfi Sveinsson, verk- fræðingur, úr Garðahreppi; Páll Jónsson, gjaldkeri frá Kefla- vík og Garðar H. Gunnarsson, fulltrúi á Selfossi. Loks má geta þess, að um helgina var fundur um trygg- ingamál bifreiða á Akureyri. Nikil fomKnfi i Raufarbðjs Fólk þurfti að grafa hús sín úr fönn. Til Raufarhafnar hafa engin skip komið í meir en mánuð, þar sem ís lokar höfninni algerlega. Bílfært hefur verið þangað og vörur þannig fluttar til þeirra, þar til um síðustu helgi, að aftur tók að snjóa. Var vonzku. veður suma dagana, stórhríð, og kingdi niður miklum snjó. Allir veg.ir urðu ófærir frá bænum, og urn götur þorpsins er ófært öllum fararlækjum, nema þá helzl snjóbílum. Víða eru komnir 4—5 metra háir skaflar og einstaka enn hærri, svo að hús hafa hreinlega fennt í kaf og íbúar þeirra lenl í erfiðleikum að komast út. SKÍÐAMOT ÍSLAKDS Á AKUREYRI Eitf- fjölmennasta og bezf heppnaða skíðalandsmót sem haldið hefur verið. Skiðamót íslands, hið 27. í röðinni, fór fram í Hlíðarfj alli við Akureyri dagana 14. til 19. apríl. Stefán Kristjánsson for- maður Skíðasambands íslands setti mótið með ræðu. Skíðaráð Akureyrar sá um alla framkvæmd mótsins og varð bún því til mikils sóma. Mót- stjórn skipuðu þessir menn: Hermann Stefánsson, Haraldur M. Sigurðsson, Jens Sumarliða- son, Páll Steíánsson og Hermann Sigtryggsson, en hann var jafn- framt mótsstjóri. Yfirdómari var Bragi Magnússon. Á annað hundrað keppendur voru skráðir til keppni, og var keppni mjög tvísýn í mörgum greinum, en í sumum urðu úrslit mjög óvænt. Helzlu úrslit urðu þessi: 15 hm. ganga 20 ára og eldri. íslandsmeistari klst. Kristján Guðmundsson í 1:05.38 Gunnar Guðmundsson S 1:09.29 Frímann Ásmundsson F 1:11.33 Alls voru keppendur 13 í þess- ari grein, snjókoma var nokkur á meðan gangan fór fram en logn. Athygli vakti frammistaða Stefáns Jónassonar, Akureyri, en hann var 5. í röðinni, er langt síðan að Akureyringar hafa átt keppanda í göngu á landsmóti. 10 km. ganga 17—19 ára. íslandsmeistari mín. Sigurjón Erlendsson S 53.20 Skarphéðinn Guðm.s. S 54.31 Hafsteinn Sigurðsson I 55.04 Keppnin í 10 km göngu fór fram sama daginn og 15 km gangan og var veður hið sama. Aðeins fimm keppendur voru í þessari grein og lofar það ekki góðu um framtíð skíðagöng- unnar. Slórsvig kvenna. Brautin var 1700 m löng en hlið 33, hæðin var 500 metrar. Keppendur voru 8, en 3 luku ekki keppni. íslandsmeistari mín. Árdís Þórðardóttir S 1.34.0 Hrafnhildur Helgad. R 1.50.7 Jóna Jónsdóttir í 1.53.7 Stórsvig karla. Brautin var 2500 metrar, lilið 45 og hæð 650 m. Færi og veður var ágætt. Islandsmeistari mín. Kristinn Benediktsson í 2.02.3 Reynir Brynjólfsson A 2.05.1 Jóhann Vilbergsson S 2.06.0 Keppendur voru alls 45. Eng- um kom það á óvart að Krist- inn skyldi sigra í þessari grein, hann er einn af öruggustu svig- mönnum okkar íslendinga, meir kom það á óvart að Akureyring- ar áttu nú 6 af 10 beztu mönn- um í keppninni. Einkum var frammistaða Reynis ánægjuleg, enda fögnuðu áhorfendur hon- um ákaft. Stórsvig unglinga. Brautin var 1800 m löng, hlið 35, hæð 500 m. mín. Arni Oðinsson A 1.36.3 Bergur Eiríksson R 1.40.4 Jónas Sigurbjörnsson A 1.45.2 Keppendur voru 27, margir þeirra efnilegir skíðamenn. Ak- ureyringar áttu 4 af 5 beztu mönnum. 4x10 km 'boðganga. íslandsmeistari klst. Skíðafélag Siglufjarðar Skíðaborg 3.15.13 Skiðaráð ísafjarðar 3.18.13 Skíðafélag Fljótamanna 3.19.56 * Svig karla. íslandsmeistari sek. Kristinn Benediktsson 1 99.31 Hafsteinn Sigurðsson í 102,99 Svanberg Þórðarson Ó 103.76 Brautin vár 450 m löng, hlið- ■in 56 og hæð 150 m. Meðan á keppninni stóð gekk á með hríð- aréljum og grófst brautin all- mikið þegar á leið. Fjölmargir luku ekki keppni, enda var braut- in erfið en skemmtileg. Kristinn var mjög öruggur í báðum ferð- um, en Jóhann Vilbergsson, sem náði beztum tíma í fyrri um- ferð, féll tvívegis í þeirr.i síðari, en náði samt 6. sæti. Svig kvenna. íslandsmeistari sek. Ardís Þórðardóttir S 68.76 Sigríður Júlíusdóttir S 73.49 Jóna Jónsdóttir I 77.96 Brautin var 370 m löng, hlið 27. Keppendur alls voru 7. Svig unglinga. sek. Arni Oðinsson A 85.77 Jónas Sigurbjörnsson A 87.95 Tóinas Jónsson R 91.21 Brautin var 390 m löng með 36 hliðum. Keppendur voru 26. Stökk. Islandsmeistari stig Björnþór Ólajsson Ó 231.0 Sveinn Sveinsson S 221.0 Geir Sigurjónsson S 202.8 Veður var frémur óhagstætt til keppni, norðan kaldi og hríð. Björnþór sigraði nokkuð óvænt í stökkinu, sem alltaf hefur verið grein Siglfirðinga, liann átti lengsta stökkið, 38 m. Sveinn Sveinsson varð íslandsmeistari á síðasta landsmóti. Keppendur í stökki voru aðeins 7. Stökk 17—19 ára. stig Haukur Jónsson S 213.2 Sigurjón Erlendsson S 145.2 Fleiri kepptu ekki. 30 km ganga. íslandsmeistari klst. Gunnar Guðmundsson S 1:31.59 Trausti Sveinsson F 1:32.50 Kristján Guðmundss. I 1:34.58 Keppendur voru alls 10. Flokka-svig. sek. Sveit ísfirðinga 448.16 Sveit Siglfirðinga 457.71 Sveit Reykjavíkur 485.87 Sveit Ólafsfirðinga 528.03 Sveit Akureyringa hætti keppni. 1 alpatvíkeppni karla varð sigurvcgari Kristinn Benedikts- son, en í alpatvíkeppni kvenna Árdís Þórðardóttir. í norrænni tvíkeppni sigraði Sveinn Sveinsson S. Á þessu skíðalandsmóti var keppt um 11 meistaratitla, hlutu Siglfirðingar 6 þeirra, ísfirð- ingar 4 og Ölafsfirðingar 1. Verðlaunaafhending fór fram í Sjálfstæðishúsinu að kvöldi annars páskadags. Mikill mannfjölda lagði leið sina upp í fjall mótsdagana, og fylgdist með keppninni, og eins og fyrr var sagt var framkvæmd mótsins með miklum ágætum, var greinilegt að mikið hafði verið til alls undirbúnings vand- að og margar hendur unnu fórn- fúst starf til þess að gera kepp- endum og áhorfendum sem bezta aðstöðu og ánægju á mótinu. Sú nýlunda var á þessu móti, að notuð voru sjálfvirk tímatöku tæki frá Svissneska fyrirtækinu Omega, og reyndust þau af- bragðsvel. ALÞÝDU rvi A I N N

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.