Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 22.04.1965, Blaðsíða 5

Alþýðumaðurinn - 22.04.1965, Blaðsíða 5
5 Jensínn lojtsdéttir — Minning' — Frú Jensína Loftsdóttir and- aðist hinn 29. maí s.l. eftir langa vanheilsu, 72 ára að aldri. Jarð- arförin fór fram frá Fossvogs- kapellu 6. apríl s.l. Jensína var fædd í Tungu í Tálknafirði 7. ágúst 1893, og þar ólst hún upp hjá foreldrum sínum ásamt þremur systkinum. A unglingsárunum fór hún til Reykjavíkur og lærði þar fata- saum. Hún giftist árið 1916, Guðbjarti Friðrikssyni, sveit- unga sínum. Þau áttu heima fyrsta árið í Litla-Laugardal í Tálknafirði, en fluttust svo til Bíldudals og bjuggu þar til árs- ins 1929, að þau fluttu hingað til Akureyrai;. Þau eignuðust þrjú mannvænleg börn, sem öll eru á lífi, tveir synir og ein dóttir, Friðrik, Loftur og Unnur, þau eru nú öll gift. Guðbjartur maður hennar dó árið 1944. Jensína var lengi með börnum sínum, sem hjálpuðu henni eftir heztu getu til að komast af og var þeim það einnig mikil stoð, að Guðhjartur hafði byggt þeim hús, árið áður en hann dó. Með hugarró og kjarki tók Jensína því, sem að höndum bar. Ég kynntist Jensínu ekki fyrr en á efri árum hennar, hún var meðalmanneskja á hæð, kvik í hreyfingum, hárið grásprengt, augun gráblá og íhugul og oft glettni í yfirbragðinu, hún sagði vel frá ýmsu gömlu fólki og öðru, sem hún hafði kynnzt í átthögum sínum, og hafði ég einatt gaman af frásögnum hennar. Oft minniist hún á, hvað gam- an það væri, að nú ætti unga fólkið á betra völ en þá, er hún ólst upp, og það kann að vera af þeim ástæðum, að hún hafði löngum áhuga á félagslegum ofbeldi og ófriði, þeirra aðila, sem mest kynda haturseldana í heiminum, og reka fullkomnast ofheldiskerfi, þá hættum vér að trúa á fögru orðin. Oss verður ljóst, að samtök þessi eru aðeins einn angi hinnar alþjóðlegu laumustarfsemi, sem kommún- islar reka til þess að svæfa þjóð- irnar, svo að þær sjái ekki hvað- an ófriðarhættan stafar. Leitt er til þess að vita, að margar ágætar konur, skuli hafa látið blekkjast af fagurgala þeirra, sem samtök- um þessum stjórna og léð þeim fylgi sitt. Þær hafa gert það í góðri trú, en vonandi sjá þær í gegnum blekkingavefinn og hverfa frá villu síns vegar. umhótum og tók verulegan þátt i félagsmálum, til dæmis starf- aði hún mikið í kvenfélaginu Hlíf hér á Akureyri, og kven- félagi Alþýðuflokksins, þar til hún flutti suður til Reykjavíkur með dóttur sinni og tengdasyni árið 1961. Jensína var einstak- lega holl og traust þeim málefn- um, sem voru hugðarefni hennar og var það í samræmi við alla liennar skaphöfn. Nú þegar ég sit og skrifa þetta, og finn birtu og angan komandi sumars í vitund minni, þá veit ég ekki enn, hvað sum- arið _ ber í skauti sínu, svo skammt sér maður. En sé breytni mannanna nokkurs virði, þá á Jensína góða heimvon, því hún leitaði alltaf þess bezta í mann- lífinu. Birta og hlýja einkenndi hana. Þorbjörg Gísladóttir. Avorp Shii r m Skálholt er einn frægasti og virðulegasti sögustaður á ís- landi. Um aldaraðir var Skál- holt — ásamt Hólum — miðstöð menntunar og trúarlífs, kirkju og skólahalds. Þjóðlífið átti þar sína háborg í andlegum og ver- aldlegum efnum. I nágranna- löndunum urðu samsvarandi staðir að grónum og frægum háskólaborgum, sem eru afl- gjafar í lífi þjóðanna. En á neyðar- og niðurlægingartímum var biskupsstóllinn í Skálholti lagður niður og skólinn settur á flæking. Sú ráðstöfun að leggja niður aldagamlar menningar- stofnanir sambærilegar, á sér vart hliðstæðu í sögu nálægra þjóða. Vér lítum svo á, að brýna nauðsyn beri til að bæta fyrir þetta með því að endurreisa hin fornu biskupssetur á þann hátt, að sæmi fornum menningar- og menntasetrum íslenzku þjóðar- innar. Endurreisn Skálholtsstaðar er mikið átak. Áhugamenn, íslenzk- ir og erlendir, hafa gefið til Skálholts. íslenzka ríkið, ríkis- stjórn og alþingi, hafa þegar lagt fram verðmætan og mikilvægan skerf. Frændþjóðir vorar á Norðurlöridum liafa sýnt Skál- holti mikla ræktarsemi og stutt endurreisn staðarins með verð- mætum gjöfum. En það er fyrst og fremst hlutverk íslenzku þjóð- arinnar, hlutverk hvers einasta íslendings, að vinna að þessari endurreisn. Skálholt er dýrmæt sameign allrar þjóðarinnar. Því leitum vér nú til allra landsmanna um fj árframlög til Skálholtsstaðar, til kaupa á bókasafni og til end- urreisnar menntaseturs þar. Frændþjóðir vorar á Norður- löndum hafa nú efnt til fjársöfn- unar til byggingar lýðháskóla í Skálholti. Vér ætlumst nú til þess af Dönum, að þeir láti oss fá handritin. Vér v.ilj um að þjóðin ætlist. einnig til mikils af sjálfri sér. Bókagjöfin til Skál- holts er vottur þakklætishugar til þeirra, sem -þar ræktuðu fræga bókm'enningu. Vér skírskotum til metnaðar Islendinga varðandi þetta mál og væntum þess, að þjóðin sýni í verki að vér viljum öll að Skál- holtsstaður verði endurreistur og honum sýnd sú virðing, sem honum er samboðin í vitund manna, i fullri vissu þess, að Skálholt muni auðga og treysta heilbrigt þjóðlíf. Sérhverri þjóð er nauðsyn og skylda að varð- veita menningararfleifð sína og tengja sögu og afrek genginna kynslóða traustum böndum við nútíð og framtíð. í sögu sína og forna mennt sækir þjóðin styrk, sjálfstraust og afl til nýrra átaka og framfara. Vér lítum svo á, að hin öra fólksfjölgun og vöxtur atvinnulífsins muni skapa ríka þörf fyrir myndun byggðar í Skálholti, kringum þær mennta- og menningarstofnanir, sem þar eigi að rísa, enda mundi sú byggðarmyndun studd af legu staðarins, svó og jarðhita og rafmagni. Vér viljum þess vegna beina öflum, sem eru að verki með þjóðinni, inn á brautir, þar sem þau þjóni sem bezt í senn eðlilegum tilgangi sínum og heil- brigðum þjóðarmetnaði. Með framlagi sínu greiðir hver ís- lendingur gamla skuld og leggur um leið stein í byggingu must- eris og menntaseturs, er verða mun þjóðinni til blessunar á ókomnum tímum. Reykjavík í marz og apríl 1965. AniegjDlcðt leikhúskvöld Óperettan NITOUCHE frumsýnd. Leiksfjóri Jónas Jónasson. Á annan páskadag hafði Leik- félag Akureyrar frumsýningu á óperettunni Nitouche eins og ráð hafði verið fyrir gert. Tókst sýningin með ágætum, og er óhætt að fullyrða, að leikfélag- ið, Ieikendur og leikstjóri unnu þar verulegan sigur. Nitouche er, eins og óperettur venjulega, fyrst og fremst léttur söngleikur, saminn til að gleðja bæði augu og eyru, en ekki til þess að kryfja vandamál mann- legs lífs. Þessi Ieikur hefur flesta beztu kosti óperettunnar. Mikil, létt og fögur tónlist, fagurt um- hverfi, margar og breytilegar persónur, og mikið af ósvikinni gamansemi bæði í tilsvörum og þeim leikflækjum, sem eru ófrá- víkjanlegt atriði í slíkum leikj- um. En til þess að þeir nái til- gangi sínum er fyrsta og æðsta boðorðið, að fá gott söngfólk, og að sýningin geti fram farið með óþvinguðum léttleika. Og þetta tókst hvorttveggja. Það er ekkert áhlaupaverk að koma á svið leik eins og Nitouche með á þriðja tug leikenda, sem marg- ir eru lítt vanir á sviði, og fæstir hafa notið nokkurrar þjálfunar að ráði. Má hiklaust fullyrða, að leikstjórinn, Jónas Jónasson, hefur unnið þar þrekvirki, svo vel sem til tókst. Eitt af því, sem alltof oft óprýðir leiksýningar hér, eins og raunar er venja, þar sem lítt vanir leikarar eru að verki, er hversu þunglamalegur blær er á hreyfingum og tali fólksins. Slíkt verður vitanlega mest áberandi þegar léttur svip- ur á að vera á sýningunni. Hér hafði leikstjóranum tekizt að nema burt allan þyngslasvipinn. Sýningin var. frá upphafi til enda með ósviknum óperettublæ, og var það út af fyrir sig mikið afrek. Mestur þungi sýningarinnar hvílir á tveimur persónum. Ungu stúlkunni Denise (Nitouche) og söngkennaranum Celestinf Ef þau bregðast, er naumast unnt að halda sýningunni uppi, en hins vegar getur góður leikur þeirra bjargað við, þótt eitthvað annað gengi úr hömlu. Leikfélagið var svo heppið að fá Þórunni Olafsdóttur til að leika hlutverk Denise. Hún er lærð söngkona og hefur fengizt nokkuð við leiklist. Frammi- staða hennar verður bezt dæmd með orðunum, að hún kom sá og sigraði. Hún hefur fagra og hljómmikla rödd, svipbrigði hennar eru góð og frá því fyrsta, er hún sýnir sig á leiksviðinu á hún hug áhorfendanna allan. Celestin leikur Olafur Axels- son, sem sýndi það ótvírætt í Munkunum, að hann er efni í leikara. Lék liann hlutverkið snurðulaust og víða með ágæt- um. Hreyfingar hans eru léttar og svipbrigðaleikur góður, og þarf hann þó lengstum, að koma fram í tveimur persónum. Eng- inn vafi getur leikið á því, að hér höfum vér akureyringar eignast nýjan leikara, sem mikils má vænta af, fái hann þá leið- beiningu og þjálfun, sem sam- svarar góðum hæfileikum. Af öðrum hlutverkum má nefna söngkonuna Corinnu, sem Kolbrún Daníelsdóttir lék af mestu prýði, þá fór Jóhann Ög- mundsson mjög vel með hlut- verk majórsins. Var hann þó sárþjáður af gigt á sýningunni, svo að nærri lét, að aflýsa yrði leiknum. Jóhann Daníelsson syngur .sitt hlutverk prýðilega og fer vel á sviði. Og Eiríkur Eiríksson sýnir ágætan leikhús- stjóra. Þannig má halda áfram að telja upp. Leikendur allir gerðu vel, þótt vitanlega væru ekki allir jafnir, enda hlutverkin ólík. Hið eina, sem mætti setja út á heildarsvip sýningarinnar, voru liðsforingjarnir, sem báru sig alltof hengilmænulega á sviðinu. Svo myndarlega pilta hefði átt að láta ganga beina í baki og hermannlega. í stuttu máli sagt. Leiksýning þessi mun vera ein hin bezta, sem Leikfélagið hefur boðið bæjar- búum um langan tíma. Hún ásamt Munkunum í vetur, sýnir, hvað hér er hægt að gera, þegar menn leggja sig fram, og ef til vill umfram allt, þegar fengnir eru góðir leikstjórar. Viðtökur leikhúsgesta voru slíkar, að ég minnist ekki að hafa heyrt önnur eins fagnaðar- læti í leikhúsi hér. Var auðsætt að leikhúsgestir mátu að verð- leikum gott starf leikara og leik- stjóra. Voru leikendur og leik- stjóri hylltir með endalausu lófa- klappi að leikslokum, og þeim færð ein býsn af blómum, enda áttu þeir það fyllilega skilið og þótt meira hefði verið. Leikfélagið hefur eins og ég fyrr. sagði sýnt nú hvað það getur. NÚ verður það að halda stefnunni, setja markið hátt, og bjóða bæjarbúum aðeins það bezta. Þá mun því vel farnast.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.