Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 29.07.1965, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 29.07.1965, Blaðsíða 1
ALÞYÐU MADURINN Viðtal við Þórodd Jóhannsson iramkvæmdastj. IMSE Sumar, sól og fegurð. — Það eru óskir Alþýðumannsins, að sem flesfir njóti þess um verzlunarmannahelgina. Þótt miklar annir kalli að lijá Þóroddi Jóhannssyni um þess- ar mundir í sambandi við bind- indismótið í Vaglaskógi um næstu lielgi, var hann þó svo vinsamlegur að gefa sér tóm lil að ciga stutt viðtal við Alþýðu- manninn. — Sumarbúðum UMSE að Laugalandi cr nýlokið. Viltu skýra okkur jrá starjsemi Jjeirra, Þóroddur? — Já, eins og kunnugt er starf rækti UMSE sumarbúðir að Laugalandi í fyrra og árangur þeirrar tilraunar var það já- kvæður, að ákveðið var að halda því starfi áfram nú í sumar, og er nú sumarbúðunum lokið að þessu sinni. I\'ij voru starfrækt tvc námskeið, fyrir 11, 12 og 13 ára börn. Og svo aftur fyrir 14, 15 og 16 ára unglinga og stóðu bæði námskeiðin yfir í um 20 daga. Þátttakendur voru 74. Bindindismót í Vaglaskógi um verzlunarmannahelgina Ákveðið er að halda bindind- ismót í Vaglaskógi um verzlun- armannahelgina og standa að mótinu eftirtalin félög og félaga- •samtök: — Ungmennasamband Eyjafjarðar, Héraðssamband S- Þingeyinga, íþróttabandalag Ak ureyrar, Æskulýðsráéð Akureyr- ar, Þingstúka Akureyrar, Skáta- félögin og Æskulýðssamband kirkjunnar i Hólastifti. Frá þessu skýrði Þóroddur Jóhannsson, framkvæmdastjóri UMSE, frétta mönnum sl. miðvikudagskvöld, en samtök þau, er að mótinu standa, efndu til blaðamanna- fundar, þar sem í stórum drátt- um var skýrt frá væntanlegri til- högun mótsins, en endanlega er ekki frá dagskrá gengið. Mótið verður sett 31. júlí kl. 8 síðdegis og þá um kvöldið fara fram ýmis skemmtiatrið.i, m. a. syngur Smárakvartettinn á Akureyri, varðeldur verður tendr aður o. fl. og að lokum verður stiginn dans til kl. 3 e. m. Á sunnudag hefst mótið kl. 1 eftir hádegi með fjölbreyttri dag skrá. Séra Þórir Stephensen á Sauðárkróki, mun flytja messu, Smárakvartettinn mun syngja, einnig mun Lúðrasveit Húsavík- ur leika og Ömar Ragnarsson skemmtir. Þá fer fram handknatt leikur milli HSÞ og IBA, einn- ig verður háð knattspyrna, starfs hlaup og e. t. v. dráttarvélaakst- ur. Um kvöldið verður kvöld- vaka. Jóhann Konráðsson syng- ur einsöng, Ömar mun skemmta og ýmislegt létt efni verður á boðstólum og að lokum verður dansað til kl. 2. Mótsslit verða kl. 2 e. li. á mánudag. Eins og kunnugt er, var liald- ið bindindismót í Vaglaskógi í fyrra er tókst með ágætum og sóttu það um 3000 manns, og kVað Þóroddur Jóhannsson að það vær.i von þeirra, er að mót- inu stæðu nú, að það færði enn betur sönnur á það, að hægt væri að skemmta sér án áfengis og einmitt það kvað hann vera meg inástæðu forráðamanna mótsins að sanna fyrir alþjóð, og kvaðsl hann vonast eftir því að unga fólkið fjölmennti í Vaglaskóg. Verði aðgöngumiða og veitinga verður stiiit í hóf. Varzla verður við tjaldstæð.i allan tímann og beint símasamband við Akureyri á meðan á mótinu stendur, og stöðugar ferðir verða frá ferða- skrifstofunum á Akureýri móts- dagana. Framkvæmdastjóri móts ins verður Þóroddur Jóhanns- — Hvað var starfað í surnar- búðunum? — Meginviðfangsefnið var íþróttir, frjálsar íþróttir, sund, knaltspyrna og handknattleikur, einnig var kennd hjálp í viðlög- um og umferðarreglur. Þá fór einn.ig fram danskennsla. Flult voru 2 erindi um æskulýðsmál af séra Bolla Gúslafssyni og pró- fasturinn, sr. Benjamín Kristj- ánsson, annaðist stuttar helgi- slundir á báðum námskeiðunum. Fræðslu- og skemmtimyndir voru sýndar á kvöldvökum og geta má þess, að unglingarnir sjálfir önnuðust þrjár kvöldvök- ur og var vissulega ánægjulegt hve vel þeir skiluðu hlutverkum sínum og hve samhentir þeir voru að gera sitt bezta. Á dag- skrá þeirra kenndi margra grasa, leikþættir, söngur o. fl. Vöktu þessar kvöldvökur óskiptan fögn uð, og sýndu ótvírætt, að æskan býr yfir frjóum starfsþrótti og sem hún er fús til að leggja fram, ef hún mætir skilningi og vel- vilja hinna eldri. Tómstundaher- bergi var starfrækt, þar sem un- að var við ým.iskonar spil, skák o. fl, Annars vorum við mjög heppin með veður allan tímann að undanskildum einum degi. Lögð var mikil áherzla á góða umgengni og reglusemi, bæði úti og inni, og nauðsynlegur agi á hafður af stjórnanda. Við vor- um svo heppin, að fá einn af fremstu æskulýðsleiðtogum þjóð arinnarí Sigurð Helgason, skóla stjóra í Stykkishólmi, til að veita sumarbúðunum forstöðu og var stjórn hans í einu og öllu með mestu ágætum, svo að eigi var á bétra völ, en sem kunnugt er, ARAHGUR tf HORDIIHZKU SAMHIHGUHUM Þann 22. júlí sl. var haldinn á Siglufirði fyrsti fundur at- vinnumálanefndar þeirrar, sem ríkisstjórnin hefur skipað til þess að hafa forystu um bráðabirgða aðgerðir til úrlausnar á alvar- legu atvinnuástandi á Norður- landi. Tók nefndin á þessum fundi sínum ýmsar ákvarðanir varðandi flutninga söltunar- og frystingarhæfrár síldar til hefur Sigurður iengi starfað að skóla- og íþróttamálum og kynnt sér æskulýðsstarf bæði 1 Noregi og Bandaríkjunum og einnig hef ur hann áður staðið fyrir sumar- búðum hér á landi, færi ég hon- um hér með bezlu þakkir fyrir vinnslustöðva á Norðurlandi, en nefndin hefut heimild ríkisstjórn arinnar til þess að verja 3—4' milljónum kr. til slíkra flutninga. Nefndin ákvað að veita fyrst um sinn styrk lil veið.iskipa, sem flytja eigin afla frá veiðisvæð- inu sunnan Bakkaflóadýpis lil söltunarstöðva vestan Tjörness og nemur styrkurinn kr. 40.00 Framhald á bls. 6. Þóroddur Jóhannsson heillaríkt starf, annars var alll starfslið samtaka í því að leysa starf sitt sem bezt af hendi. — Kennarar, auk Sigurðar, voru þau Halldór Gunnarsson, Sig- urður V. Sigmundsson, Þórodd- ur Jóhannesson og Jónína Karls- dóttir, einnig kom Gísli Olafs- son, yfirlögregluþjónn, frameft- ir og leiðbeind.i í umferðarregl- um og Gísli Lórenzson, er leþð- beindi í hjálp í viðlögum. lláðs- konur voru þær Hrefna Ferdí- nandsdóttir, Olöf Ágústsdótlir og Sigríður Pálmadótlir. Öll fyrir- greiðsla ráðenda stofnana á Laugalandi var með ágælum og stöndum við í mikilli þakkar- 'skuld við þá, og staðurinn er mjög ákjósanlegur til þessarar starfsemi. ■— Þú erl ánœgður með [>essa starjsemi UMSE, Þóroddur? — Já, fyllilega, og tel að við séum að leysa hér menningarhlut verk af hendi, sem eigi þurfi urn að deila, og vonandi fá sumar- búðir okkar nú jafngóða um- sögn af hálfu foreldra sem í fyrra. — Næsta viðjangsefnið er bindindismótið. — Já, og það er von þeirra félaga, sem að mótinu slanda, að það sanni eins og mótið í fyrra, að fólk geti skemmt sér glatt í sinni án aðstoðar Bakkusar og þá líka á mennilegri hátt en oft vill tiðkast, þá vín er haft um hönd, og ég vil undirstrika það, að á mótið eiga þeir ekkert er- indi, sem eigi gela unað setlum reglum, en ég er bjartsýnn á, að æskan sýni með góðri þátttöku sinni, að hún fráfælist ekki á- Framhald á bls. 6.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.