Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 29.07.1965, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 29.07.1965, Blaðsíða 2
2 Ungrmennafélögfin halda voku iinni Framhald aj 1. síðu. fengislausar skemmtanir, og þá ekki eldri kynslóðin heldur. — Finnst þér hrörnunarmerki á ungmennafélagshreyfingunni? — Nei, engan veginn. Eg hef undir höndum bæði yngri og eldri starfsskýrslur frá félögum hér í sýslunni og gæti auðveld- lega sannað það, að hér er ekki um staðnaðan félagsskap að ræða, en nú er á ýmsan hátt erfiðari aðstæður en áður, hin mikla fólksfæð í sveitum hefur sitt að segja og í þorpum er fólk einnig nauðbeygt að dveljast langtímum saman vegna skorts á atv.innu heima fyrir, þetta er vissulega blóðtaka, sem hlýtur að orka neikvætt á félagslíf heima fyrir, þrátt fyrir þetta hafa félögin, a. m. k. mörg þeirra skilað drjúgu starfi, má þar til nefna íþróttastarfsemi, leikstarf- semi, tómstundastarf o.' fl., auk þess hefur starfsemi heildarsam- taka þeirra, þ. e. UMSE, farið hraðvaxandi ár frá ár.i. Sanna skýrslur sambandsins það aug- ljóslega og er breiddin orðin mun meiri í starfseminni en áð- ur var. Þess má geta, að um er kvartað að enginn fáist til að gera viðvik nema greiðsla komi fyrir, en þá fullyrðingu v.il ég afsanna hvað viðkemur eyfirzk- um ungmennafélögum, því að oft hafa þeir lagt á sig mikið erfiði í þágu félaga sinna og þótt langur vinnudagur væri að baki, nýjasta dæmið er lijálpfýsi ungmennafélaga í Eyjafirði, þá er þeir fjölmennlu að Lauga- landi, til að gera hreint eftir af- staðnar sumarbúðir, vinnudag- ur var að baki en eigi fengist um, þótt drjúgur hluti af hvíld- artíma væri offrað og fleira mætti nefna. — Þér finnst þá ekki, Þórodd- ur, að ungmennafélögin séu að kafna undir kóldutn klaka gróða hyggjunnar? — Nei, það heyrist að vísu alltaf öðru hvoru frá ýmsum mönnum, að ungmennafélögin séu ekki nema svipur hjá sjón, miðað við það, sem áður var, og að aðalstarfsemi félaganna nú séu fjárafla drykkjusamkom- ur æskunnar. En slíkir sleggju- dómar koma yfirleitt frá mönn- um, sem lítið fylgjast með starf- semi ungmennafélaganna, en grípa oft, að manni finnst, feg- ins hendi því sem miður fer, og liampa því óspart sem sönn- unargögnum um starfsemi félag- anna í heild. Slikur áróður ó- ábyrgra manna svarar sér sjálf- ur. En það er slæmt, að mætir menn skuli slá fram fullyrðing- um, sem fá ekki staðist. Mér kom t. d. mjög á óvart og skil ekki kafla úr skólaslitaræðu Þórar- ins Björnssonar skólameistara á Akureyri 17. júní sl., þar sem liann sagði, að áður hefðu ung- mennafélögin verið vermireitur förnfýsi og þegnskapar, en nú þrijust þau eklci lengur í hinu lcalda lofti peningahyggjunnar. - Eg hef áður nefnt nokkur dæmi úr starfi ungmennafélaganna við Eyjafjörð, sem vega á móti þess- ari kenningu. Og til viðbótar því vil ég nefna, að UMSE hafa að undanförnu borist nokkrar viðurkenningar. T. d. frá félagi áfengisvgrna v.ið Eyjafjörð, Sam bandi eyfirzkra kvenna og nú síðast myndarleg fjárupphæð frá Menningarsjóði Kaupfélags Eyfirðinga, sem veitt var án þess að um væri beðin. Skóla- meistari á sjálfur sæti í stjórn sjóðsins og er mér ekki kunnugt um að liann væri á móti þessari fjárveitingu. Er nú iíklegt, að þeir aðilar, sem hér hafa verið nefndir, séu að veita þeim sam- tökum viðurkenningar sem eng- um skyldum gegna? Mörgum er enn í fersku minni Landsmót UMFÍ að Laugum 1961. Eg er ekki viss um að þingeyskir ungmennafélagar, er sáu um það glæsilega mót, séu samþykkir því, að innan ramma sinna félaga þríf.ist hvorki fórn- arlund né skyldurækni. Eða ung mennafélagar úr Skarphéðni, er undirbjuggu og sáu um fram- kvæmd hins fjölmenna og stór- glæsilega Landsmóts á Laugar- vatni um sl. mánaðamót, skyldu þeir samþykkja það, að þar að baki væri ekkert fórnfúst starf eða þegnskapur? Þannig mætti halda áfram að telja upp margvíslega menning- arstarfsemi, sem unnin er af al- úð og skyldurækni, og gefur meira gild,i en í fljótu bragði verður greint. Það er skylda okkar, sem er- um orðin fullorðin, að hlúa að æskulýðnum, veita honum að- stoð til manndóms og aukinna dáða, viðurkenna það sem vel er gert, og reyna með lipurð að bæta það, sem afvega gengur. Þá mun æskan ekki bregðast skyldu sinni. Eg þakka Þóroddi fyrir grein- argóð svör og óska honum góðr- ar ferðar í Vaglaskóg í kvöld á- samt öðrum ungmennafélögum, til undirbún.ings bindindismóts- ins nú um helgina. — S. 3. Eiginmaður minn, faðir okkar, tcngdafaðir og afi, KARL MAGNÚSSON, járnsmíðameistari, andaðist 26. þ. m. Eiginkona, börn, tengdabörn og barnabörn. NYTT! NYTT! STRIGASKOR KVENNA rauðir, hvítir, svartir og köfióttir. STRIGASKÓR TELPNA rauðir og bláir. ENSKIR KARLMANNASKÓR Nýjasta tízka. SKÓB ÚÐ SKÓBÚÐ Norðlenzku samningarnir Framhald af 1. síðu. á uppsaltaða tunnu að því til- skyldu, að söltunarstöðvar greiði sjálfar kr. 20.00 þeim styrk til viðbótar. Sé flutt til Húsavík- ur, er styrkurinn þó 10.00 kr. lægri á tunnu. Þá ákvað nefnd- in bráðabirgðaskiptingu styrk- hæfs síldarmagns milli einstakra staða, en saltendur sjáífir á- kveða skiptingu sín á milli á hverjum slað. Þá mun nefndin annast til- raunaflutninga í sérstöku flutn- ingaskipi og hefur b/v Þorsteinn þorskabítur verið útbúinn í því skyni. Sér nefndin um útgerð skipsins, en síldarsaltendur eiga trúnaðarmann um borð í skip- inu og annast hann um kaup síklar af veiðiskipum fyrir hönd síldarsaltenda. Mun skipið hefja flutninga nú í vikunni. Atv.innumálanefndina skipa Vésteinn Guðmundsson fram- kvæmdastj. og er liann formaður nefndarinnar, Jón Þorfeteinsson alþm., Stefán Friðbjarnarson bæjarritaii, Óskar Garibaldason form. Verkamf. Þróttar og Björn Jónsson alþm. en tveir hinna síð- asttöldu eru skipaðir í nefndina eftir tilnefningu Alþýðusam- bands Islands og Alþýðusam- bands Norðurlands. Skipun þessarar nefndar og fjárveiting til starfsemi hennar er einn þáttur aðgerða í atvinnu- málum, sem samkomulag var gert um milli ríkisstjórnarinnar og verkalýðsfélaganna á Norð- urlandi 7. júní sl. Hjartakrep Falleg sending tekin upp í dag Verzl. Ragnlieiðar O. Björnsson KVÖLDFERÐ Á HÓLAFJALL hvern fimnntudag Lagt af stað kl. 8 LÖND & LEIÐIR Akureyri v. Geíslagötu Símí 12940 Valur íslandsmeistari í handknattleik kvenna utanhúss íslandsmeistaramót í' liand- knattleik kvenna utanhúss var háð hér á Akureyri sl. föstudag, laugardag og sunnudag. Leikar fóru þannig, að Valsstúlkur báru sigur af hólmi í meistaraflokki, en í þeim flokki kepptu til úr- slita Valur og ÍBA. I öðrum flokki sigraði íþrótta bandalag Keflavíkur. Mótið tókst mjög vel. Móts- stjóri var Svavar Ottesen. H e y s k a p u r Tvö íslandsmet í sl. viku var fremur stirð heyskapartíð hér í nágrenni Ak- ureyrar, og er tíðindamaður blaðsins lagði leið sína út i Svarfaðardal um síðustu helgi, mátti víða sjá gulnað hey, er lá flatt eða var í görðum. Mjög svalt hefur verið um nætur og fór hiti niður í 0 gráðu allvíða aðfaranótt mánudags. Heyskap- ur er þó allvel á veg kom.inn, þar sem Alþýðumaðurinn hefur fregnað til. Grasspretta er þó í tæpu meðallagi, en nýting góð á því, er komið er í hlöður. Vel lítur út með berjasprettu ef tíð verður hagstæð. í kvennagreiinun Meistaramót Islands í frjáls- um íþróttum fór fram í Reykja- vík um síðustu helgi. Árangur var í meðallagi. Tvö íslandsmet voru sett í kvennagreinum. Elísa bet Brand, IR, setti met í spjót- kasti, kastaði 34.51 m. og Hall- dóra Helgadóttir, KR, setti met í 200 m hlaupi, hljóp á 27.4 sek. Minjasafnið er opið daglega frá kl. 1.30 til 4 e.h. — Á öðrum tím- um eftir samkomulagi við safnvörð. Símar 1 1162 og 11272. KOM A NÆSTU D A G A Þeir, sem hafa pantað' vélar, tali við okkur sem fyrst. BRYNJÓLFUR SVEINSSON H.F.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.