Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 21.10.1965, Blaðsíða 7

Alþýðumaðurinn - 21.10.1965, Blaðsíða 7
ÞETTA ER nafn lítils rits, sem nú er verið að dreifa út um landið og einnig hér á Akureyri. Hverjir standa að þessu riti eða frá hverjum er það? Það er svonefnd „Kristileg Bókmenntadreifing“. Hún heit- ir á ensku „World Literature Crusade". Hún var stofnuð fyr- ir nálega 19 árum af manni í AVARP Góðir Akureyringar! VETUR er að ganga í garð, og um vetrarkomu er það venja að barnaverndarfélög landsins leiti liðsinnis hinna mörgu, sem velviljaðir eru verkefrium þeirra. Barnaverndarfélag Akureyrar hefir með hjálp góðra manna og kvenna komið upp leikskól- anum Iðavelli, og þar hefir hóp- ur barna átt mikilsvert athvarf á undanförnum árum. Flesta daga dvelja um 20 börn í leik- skóianum fyrir hádegið og um 50 síðari hluta dagsins undir handleiðslu ágætra kvenna. Leikskólinn hefir þannig ver- ið mörgum heimilum mikilsverð hjálp og verður vonandi áfram. Með því að taka vel liðsbón Barnaverndarfélags Akureyrar .stuðlið þér, lesandi góður, að því að svo verði, og gerir félag- inu kleift að ráðast í önnur brýn verkeíni sem bíða óleyst. Á tvennan hátt getur þú veitt liðsinni þitt. Nú í vikunni verð- ur. boðin til kaups barriabókin Sólhvörf. Að vanda hefir vérið reynt að vanda til efnis bókar- inriar, og nokkur trygging þess að” vel hafi tekizt er það, að Anna Snorradóttir sá um söfn- un og efnisval. Verði bókarinn- ar er í hóf stillt. Næsta sunnu- dag munu svo skólabörn selja merki félagsins. Það er von okkar að sendiboð um Barnaverndarfélags Akur- eyrar verði jafnvel tekið nú sem fyrr. í fullyissu þes's færum við öllum þeim þakkir, sem leggja fram mikilsverðan skerf. Einn- ig þökkum við þeim er studdu hlutaveltu félagsins fyrr í haust, eins og öllum sem fyrr og síðar hafa lagt féíaginu lið. F. h. stjórnár Bamaverndarfélags Akureyrar. Birgír Snæbjörnssori. - Um útivist barna (Framhald af blaðsíðu 2). getur bæjarstjórn sett til bráða- birgða strangari reglur um úti- vist barna allt að 16 ára aldri. Foreldrar og húsbændur barn anna skulu að viðlögðum sekt- um sjá um, að ákvæðum þess- um sé framfylgt.“ Kanada, sem heitir Jack McAlister. Markmið hennar er að koma kristilegum smáritum inn á hvert heimili í heimi. Frá „Kristilegri Bókmenntadreif- ingu“ kom ritið „Ertu hamingiu samur?“, sem náð hefir til flestra heimila hér á landi. Smáritið „Hann vill vera vin- ur þinn“ er einkum ætlað æsk- unni. Á þeim aldri hnýtast oft ævilöng vináttubönd. Skiptir þá miklu máli, að vinfengi sé bund ið við þá, sem góðir eru og göf- ugir. Ritið mælir með bezta vini æskunnar og allra manna. Hver er höfundur ritsins? Hann heitir Yohan Lee, en vanalega nefndur John eða Johnny. Hann er frá Kóreu. Hann snerist í æsku til trúar á Krist. Síðan kom styrjöldin í Kóreu. Hann var settur í fang- elsi ásamt 300 öðrum. Af þeim komust lífs af hann og tveir aðr- ir Hina tóku kommúnistar af lífi. Þetta var trú hans eldraun, en styrkti hana. Hann helgaði síðan Kristi líf sitt og þjónustu hans. Meðál annars, sem hann gerir nú, er að stjórna dreifingu smárita víða um heim. Hvaða árangur fylgir því starfi? Þúsundir fólks á öllum aldri — þar á meðal margt æsku- fólk — skrifar og biður um meiri andleg leiðbeiningu, er segir frá, hvaða blessun það hafi fengið af lestri smárits. Sem sönn rnynd af þeirri blessun er saga „Bláhnífaflokksins". Flokk þennan myndaði hópur unglinga, átta alls, og bar hann bláskefta hnífa í vösum sínum. Hann framdi rán, innbrot, sví- virti stúlkur og drýgði yfirleitt alla glæpi, nema morð. Foringi flokksins, Kim Yoon Ho að nafni, las smáritið „Hann vill vera vinur þinn“. Af lestri þess sá hann, að þjónustu Jesú Krists væri betri miklu en glæpastarf. Hann sneri sér þá til Krists af heilum huga, leiddi bráðlega sex af félögum sínum til aftur- hvarfs og trúar á Krist — hinn sjöundi komst síðar til trúar. Fyrir nokkru hafði Kim dreift út 50.000 eintökum af ritinu: „Hann vill vera vinur þinn“ og vár örðinn starfsmaður við sunnudagaskóla. Hvernig er ritinu tekið hér á landi? Yfirleilt mjög vel. Fulltrúi Kristilegrar Bókmenntadreif- ingar, sem búsettur er í Hafnar firði, gat nýlega engu öðru sinnt en útsendingu ritanná og bréf- um frá þeim, sem skrifað hafa. Það, að snúa sér til Krists heils hugar á ungurh aldri og hlýða orðum hans af fúsu hjarta, er áreiðanlega öruggasta hamingjuleiðin í lífinu. S. G. J. Baniaverndar- vera vel á verSi ITILEFNI af greininni í Degi í dag, sem ber nafnið Fjár- söfnun Barnaverndarfélagsins, langar mig að fara nokkrum orðum um starf Barnaverndar- nefndar hér í bæ. Ég hefi ekki nema gott eitt að segja um þessa grein. Enda gat ekki verið um annað að ræða, þar sem nafn séra Birgis Snæbjörnssonar stóð undir henni. En það er líka um annað að ræða í sambandi við Barnaverndarnefnd Akur- eyrar, en þessi fjársöfnun, sem í alla staði er réttmæt og sjálf- sögð. Það er eftirlit með kvöld- útiveru barna hér. Það er ekki nóg að auglýsa takmarkaða úti- veru barnanna á kvöldin, og því ekki framfylgt. Margir foreldr- ar hirða ekki um slíkt og þá ber þeim sem meiri völd hafa að herða sóknina. Og hvað fylg- ir ekki oft í kjölfar þessarar úti- veru. Ég kalla það börn 14—16 ára að aldri. Lenda þau ekki því miður sum í klóm þeirra, sem telja sig fullorðið fólk, sem hvorki skeyta um skömm né heiður. Mér finnst það skylda Bamaverndarnefndar að íhuga og taka til greina það sem birt hefir verið í Alþýðumanninum til nefndarinnar. Því má ekki leita upplýsinga hjá blaðinu, hvað sé um að ræða. Það er sið- ferðisleg skilda Barnaverndar- nefndar. Gamall Barnav.slarfsmaður. BILASALA HÖSKULDAR Landrover, benzín, 1962-1965 Willy’s, lengri og styttri gerð, 1964-1965 Cortina 1965 Greiðsluskilmálar. Trabant 1964 Lítið ekinn. SKIPTI! Willy’s 1964, lengdur, skipti á eldri jeppa. Willy’s 1955. Skipti Landrover diesel. Willy’s 1953. Skipti Austin Gipsy diesel Ford station 1955 Skipti rússajeppa. Chevrolet fólksbíl 1955 Skipti Ford Trader vörubíl o. m. m. fl. BÍLASALA HÖSKULDAR Túngötu 2, sími 11909 N BARNASAGA ALÞÝÐUMANNSINS eftir MÁ SNÆDAL UÁVAÐINN UPP í fjallinu varð æ meiri og rneiri, en þó myndi bjargið er nú lék hrikadans enn vera upp í miðj- um hlíðum. Þeir visu það báðir bræðurnir að eina úrræðið til bjargar var að standa sem næst klettunum. Það var óðs manns æði að reyna að forða sér á hlaupum frá hættunni, því að hraunið neðan fjallsins var illfært yfirferðar þótt gengið væri í hægðurn sínum, hvað þá ef flýtt var tor, slíkt gat orðið til þess að þeir festu sig í einhverri hraungjótunm, og yrðu svo fyrir grjóthríðinni þá er hún sentist fram af neðsta klettabeltinu. En svo gat líka verið, að ef bjargið væri stórt að það sprengdi einhverja sylluna fyrir ofan þá. Gunnar vissi að hættan var mikil, en það var ekkert annað hægt að gera en bíða þess er verða vildi „Gunnar, þetta er refsingin fyrir að skrökva að mömmu, hún treystir okkur, þú manst hvernig fór í vetur, er við skrökvuðum, við loíuð- um mömmu því að fara ekki út á ísinn á ánni, en þó gerð- um við það, og svo brazt hann og þú veizt hvernig fór, ef pabbi hefði ekki séð til okkar þá hefðum við báðir drukkn- að“. Gunnar hafði ekki tíma til að svara bróður sínum, gauragangurinn í grjótfluginu var orðinn svo ofboðslegur og nálægur að Gunnar vissi að úrslit yrðu ráðin eftir andar- tak. Hann þrýsti bróður sínum ennþá betur upp að bjarg- inu, og nú skulfu klettarnir þá er bjargið skall með heljar- krafti á stallinum fyrir ofan þá, og svo var síðasta stökkið eftir niður í grjóturðina og þá var mesta hættan, því að vel gat skeð að það molaðist þar í sundur og þá myndu brotin þeytast langar leiðir og tilviljun ein réði hvar þau lentu. Þeir heyrðu þungan hvin í loftinu, ægistórt bjarg sentist fram af klettunum og þeir vissu það báðir bræðurnir að þá er það skylli niður í urðina myndi dynkurinn heyrast um alla sveitina og þá.myndrt allír hörfa til konungs fjallanna í dalnum Klettafjafls, ogýkannski var manna nú í eldhús- glugganum heima, og ef hún vissi að drengirnir hennar hnipruðu sig saman undir neðsta klettinum í Klettaf jallí og biðu þess í ofvæni, hver endirinn yrði, hvernig myndi henni þá liafa liðið núna. (Framhald í næsta blaði) ^------------- ■ HOHNER Rafknúin ORGEL frá Hohner frá kr. 6.000.00, 1, 2, 3ja radda, fyrirliggjandi. MELQDIKURNAR eru komnar. HARALDUR SIGURGEIRSSON Spítalavegi 15 — Sími 1-19-15 Luma Ijósaperur JARN- 06 GLERVÖRUDEILD í ..—I ^ afmœli minu. J tíííiáiS • i . ÓLI P. KRISTJÁNSSON. |

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.