Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 28.10.1965, Blaðsíða 5

Alþýðumaðurinn - 28.10.1965, Blaðsíða 5
GULLAUGAÐ GÓÐA Á ARNARSTÖÐUM Viðtal við Finnlaug Snorrason, kartöfluræktarbónda SUÐURLAND heitir ógætt blað og er ritstjóri þess Guðmundur Daníelsson rithöfundur og skólastjóri á Eyrarbakka. í síðasta tölublaði Suðurlands litum við viðtal er ritstjórinn á við Finnlaug Snorrason frá Syðri-Bægisá í Öxnadal, en Finnlaugur hefir gert garð sinn frægan að Arnarstöðum í Hraungerðishreppi. AM finnst það allfaf ánægjuefni þá er Norðlendingur sýnir framtak sunnan heiða, og þar sem AM hefir náð mikilli útbreiðslu í norðlenzkum sveitum, þótti blaðinu akkur í því að fá leyfi til að birta viðtalii við Finnlaug. AM hringdi því í ritstjóra Suðurlands og falaðist eft- ir að mega birta spjall lians við bóndann á Arnarstöðum. Ritstjór- inn kvað það velkomið og það án nokkurs endurgjalds og flytur AM honum hér með beztu kveðjur fyrir, og þá einnig norðlenzka bóndanum á Arnarstöðum. AM gefur hér með Guðmundi Daníels- syni og Finnlaugi Snorrasyni orðið. 5 Ég er öðru hvoru að leita uppi toppana í atvinnulífi Sunn lendinga, mennina sem standa fremstir í fylkingu á einhverju sviði, landvinningamenn í fram leiðslu og verkmenningu. Þetta eru piltar, sem vert er að veita athygli, því að þeir vísa veginn, í slóð þeirra á allur fjöldinn eftir að ganga. Einn þessara manna er Finn- laugur Snorrason á Arnarstöð- um í Hraungerðishreppi. Á síð- ustu árum hefur hann einbeitt sér að kartöflurækt og náð ákjósanlegum árangri. Finnlaugur er fæddur 11. apríl 1916 að Syrði-Bægisá í Öxnadal. Þar ólst hann upp og átti þar heima fram yfir tvítugs aldur. Um það leyti tók hann að sér að aka bíl og flytja mjólkina úr Öxnadal, Glæsibæjarhreppi og Hörgárdal til Akureyrar. þessa atvinnu stundaði hann í fjögur ár. Árið 1945 flutti hann að Sel- fossi. Þar gekk hann á Iðnskól- ann og lærði húsasmíði, vann síðan nokkur ár hjá Kaupfélagi Árnesinga, meðal annars við bílayfirbyggingar. Einn hlut, sem vakti sérstaka athygli mína, sá ég um daginn á heimili hans. Það var lítið stofuorgel, sem hann hafði sjálf ur smíðað. Maðurinn er þjóð- hagasmiður og þar á ofan músíkalskur. Vorið 1953 keypti hann Arn- arstaðina, sem er um 200 hekt- ara býli skammt sunnan við þjóðveginn, um þrjár bæjarleið- ir fyi’ir austan Selfoss. Þar byrj- aði hann á venjulegum blönd- uðu sveitabúskap í smáum stíl. Hann vann ekki samfellt að búinu, nema um sláttinn, en stundaði smíðar sínar á Selfossi þar fyrir utan, mjólkaði þó kýrnar á morgnana áður en hann fór til vinnu, og aftur á kvöldin, þegar hann kom heim úr vinnunni. Gamall maður var til aðstoðar við búverkin á Arnarstöðum, og þar var líka húsfreyjan, eiginkona Finn- laugs. Hún heitir Hermína Sig- urðardóttir, ættuð úr Eyjafjai'ð- arsýslu. Þau hjón eiga sjö börn. Nú eru fjögur þeirra komin yfir fermingu, en þrjú eru yngri. Þau eldri eru öll við nám, ýmist Finnlaugur Snorrason. bóklegt eða verklegt, meðal ann ars er einn sonurinn að ljúka námi í söðlasmíði, annar er að vei'ða mjólkurfræðingur. „Byi'jaðirðu ekki strax á garð x-æktinni, þegar þú komst hing- að, Finnlaugur?“ „Nei, maður þurfti tíma til að láta sér detta í hug að hægt væri að rækta kartöflur hérna í mýi'inni. Kannski hefði mér aldrei dottið það í hug hefði ég ekki haft ofnæmi fyrir heyryki. Ég verð veikur af að vinna í heyi. Þess vegna lagði ég algei'- lega niður fénaðarhöld og hey- skap og snéri búskapnum upp í garðrækt. Ég byrjaði lítilsháttar á kai’töflurækt vorið 1958, en smájók hana úr því.“ Þó að uppskeru sé nú lokið fyi-ir hálfum mánuði og jörðin flói í vatni eftir regn liðinnar nætur, þá bið ég Finnlaug að sýna már akra sína. Við ökum krókóttan malarveg til suðurs, út á endalausa mýrina, sem hér og þar er rist sundur með áveituskurðum. Nú blasir akur- Vatni úðað yfir karlöflukrana á Arnarstöðum. inn við, dimmbrúnn, mjúkur og vatnsósa, haustauður eins og þrautsmalaður afréttur, hátt í lofti flaug grágæsahópur til suðurs. „Eyðilögðu þær nokkuð hjá þér í sumar?“ „Nei, ég var byi'jaður að taka upp, þegar þær kornu. Svo hleypti ég af nokkrum skotum, þegar þær ui'ðu nærgöngular.“ „Lá nokkur eftir?“ „Jú, ekki var laust við það. Fáeinar þeii’ra komust ekki lengra.11 Við ökum nú heim aftur og lítum á uppskeruna og kartöflu geymslunar. Þetta eru stein- steypt jarðhús með súgþurrk- unarkei'fi, rafknúnum vélum, sem kæla loftið og halda hita- stiginu hæfilega lágu. Hér eru bæði hitamælar og loftrakamæl- ar, og hér eru hundrað tonn af úrvals gullaugakartöflum. „Hvenær byggðirðu þessi hús?“ spurði ég. „Ég byggði fyrra húsið 1961, það rúmai' 50 tonn af kartöfl- um. Það ár var uppskeran 5 eða 6 hundruð pokar af kartöflum og töluvert af gulrófum. Allmik ið af þeim eyðilagðist í geymslu. Rófur eiga ekki samleið með kartöflum. Ég hef að undan- föi-nu verið að draga úr fi'am- leiðslu þeirra. í vor sáði ég ekk- ert til gulrófna, ekki einu sinni til heimilisþai'fa.“ „Hvað hafðirðu stórt land undir kai'töflum í sumar?“ „Fjóra hektara, og fékk um 100 tonn upp í haust. í fyrra byggði ég aðra geymslu fyrir kartöflur, svo að nú hef ég nokkurn veginn rúm fyrir alla uppskeruna. Húsið sem ég byggði í fyrra er öðrum þræði byggt sem spírunai'hús, það er með gluggum og útbúnaði til upphitunar, en hefur auk þess frostvarnai'einangrun. Ég tel að uppskeran byggist að verulegu leyti á því, að spírunin sé góð.“ „Hvenær sáðirðu í vor?“ „Dsgana 15.—20. maí. Æski- legt væri að setja niður heldur fyrr, eða svo fljótt sem klaki er úr jöi-ðu og moldin orði.n hlý.“ „Hvei's konar vél hefurðu til að sá útsæðinu?“ „Það er norsk niðursetningai’- vél. Tvo unglinga þarf til að mata hana. Hjá mér hafa afköst hennar verið um það bil einn hektari á dag. Ef kartöflunar eru óspíi-aðar aukast afköstin.“ „Gai'ðmoldin virðist mjög fín mulin. Hvernig vannstu þetta?“ „Þessi akur er brotinn úr landi, sem til skamms tíma hef- ur verið mýri. Hún var fyi'st plægð með risaplóg, sem tók eins metra breiða strengi og 60 til 70 sentimeti'a djúpa, niður fyx'ir alla gi-asrót, svo að upp valt mómold, sem er miklu fljót ari að fúna og mildast en gras- rótin. Eftir það var herfað með ýtu, síðan tx-aktor með jarðtæt- ax-a, og að lokum jafnað með fjaðraherfi.“ „Hvers konar áburð not- arðu?“ „Ég nota aðallega blandaðan garðábui’ð, en bæti við dálitlu af fosforáburði og bóraxi, sem ég hi'æri saman við. Ég notaði í vor 255 poka af blönduðum garðábui-ði og um tonn af hinu. Vex'ðið á áburðinum var um 50 þúsund krónur.“ „Hvernig fei'ðu að því að vei'j ast arfanurn?“ „Ég notaði ai’isín, sem er duft uppleyst í vatni. Úðunartækin, sem ég notaði, á búnaðarfélag sveitarinnar. Bændur fá þau lánuð eftir þöi'fum. Arisín er lyf, sern nýfarið er að nota. Það gaf góða raun, en kannski er ekki komin á það full reynsla enn, sumarið í sumar var svo þurrviðrasamt, að illgresið sótti lítið á.“ Einn vei'sti þi-ándur í götu kartöfluræktarinnar hér á landi eru næturfrostin, sem stundum koma áður en lýkur spx-ettu- tíma. Til að verjast áföllum af þeirra völdum eru einkum not- aðar tvær aðferðii', sem báðar eru alveg nýjar af nálinni hér- lendis. Önnur aðferðin er sú að láta reyk leggja yfir akurinn meðan frosthættan vofir yfir, hin er sú að úða vatni yfir hann. (Framhald á blaðsíðu 7). STAKAN okkar IDAG hefjum við þáttinn með vísu eftir sr. Tryggva Kvar- an, þótt vart sé hún nein hug- hreysting fyrir blaðamenn. .i Þú mátt eiga þetta lið það mun við þig stjana sagði Drottinn, Satan við og sendi honum ritstjórana. Þannig kveður Ólafur Briem. Eftir gleymdan æskudraum ánægður og feginn út í lífsins gleði og glaum gekk ég breiða veginn. . — ■ -Í.iíítío ^ •*'.«? •• •- j Þesa vísu á „Öskubuska11, og kennir þar nokkurs ti-ega. | Gengin er mín gleði hér þó gagnar eigi að kvarta. því ég á auð sem enginn sér og ávalt mér býr í hjarta. Alenófs þótti eitt sinn lítil veiðin hjá Sléttbak ,1 Þegar reynist togið tál ég teyga vil af brúsa. Varla fæzt í Víkurál veiði stærri en dúsa. J. G. hefir sent AM margar góðar stökur og hér kemur fyrsta þeirra og nefnir höfund- _ur hana Sjálfsblekkingu. Þeir sem aldrei þurftarbrauð, þykjast hafa í skrínum. Hyggja í garði annars, auð alltaf meiri en sínum. Þessi kröftuga vísa er eftir Kristján Jónsson. Blekkir slunginn annorð manns meinsemd þrunginn hverri hrekkvís tunga hræsnarans höggorms tungum verri. Ætli að við ljúkum ekki þætt- inum í dag með vísu eftir Gísla Ólafsson. Frýs mér skórinn, fölna strá fangar óró muna er fyrsti snjórinn fjöllin á færir kórónuna. Hittumst svo heil í næsta blaði. Verið þið sæl að sinni.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.