Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 06.01.1966, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 06.01.1966, Blaðsíða 1
* E P L I — APPELSINUR — BANANAR VERZLUNIN BREKKA Skipuleggjum ferð- ir endurgjaldslaust L Ö N D O G Fyrir hópa og einstaklinga LEIBIR. Sími 12940 5000« XXXVI. árg. - Akpreyri, fimmtudaginn 6. janúar 1966 - 1. tbl. Félagsjundur ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG AKUREYIÍAR heldur fund í Sjálfstæðishúsinu, litla salnum, sumiudaginn 9. janúar n. k. klukkan 8.30 e. h. — Fundarefni: Störf Alþingis og fjárhags- áæílun Akureyrarbæjar. — Félagar beðnir að mæta stund- víslega. Síjómin. Frá Seðlabankanmn QEÐLABANKINN hefur á- kveðið að gera ýmsar ráð- stafanir til að draga úr útlána- þenslunni og auka jafnvægið í efnahagsmálum þjóðarinnar. AM birtir hér kafla úr fré’tta- tilkynningu frá bankanum: „í fyrsta lagi er skylda banka og annarra innlánsstofnana til að binda fé í Seðlabankanum aukin úr 25% í 30% af innláns- aukningu, en hámarksbindi- skylda hverrar stofnunar hækk uð úr 18% í 20% af heildarinn- .stæðum. í öðru lagi hefur bankastjórn in ákveðið, að innlánsvextir skuli hækkaðir almennt um 1%, svo að þeir verði hinir DRUKKNAÐI A NÝÁRSNÓTT UNGUR ókvæntur Akur- eyringur, Jón Hjaltalín, fannst drukknaður við bryggju niðursuðuverk- smiðjunnar á Oddeyri á nýársdag. Jón heitinn hafði verið heilsuveill all- Iengi og dvalið á sjúkra- húsi fyrir skönnnu. sömu og giltu fram til ársloka 1964. Hliðstæðar hækkanir eru ákveðnar á útlánsvöxtum, þó þannig að mjög lítil hækkun verður á vöxtum af afurðalán- um með veði í útflutningsfram- leiðslu, og hækka vextir af slík- um lánum sem endurkaupanleg eru af Seðlabankanum um 14%, en af viðbótarafurðalán- um um V-2.%0. í þriðja lagi hefur banka- stjórn Seðlabankans beint þeim tilmælum til bankanna, að þeir gæti hófs í útlánum á komandi ári, en leggi jafnframt kapp á að láta rekstrarfjárþörf atvinnu veganna, og þ áeinkum sjávar- útvegsins, sitja fyrir um lán- veitingar. Mjög er brýnt fyrir bönkunum að takmarka lán til fjárfestingar, einkum bygging- arframkvæmda og fasteigna- kaupa.“ ÁSKRIFTARSÍMI ALÞÝÐUMANNSINS ER 1-13-99 Fj árhagsáætlnn Akureyrar Góðar liorfur á, að útsvör geti lækkað miðað við tekjur SfÐASTI fundur bæjarstjómar Akureyrar á liðnu ári var hald- inn rétt fyrir jólin, og voru þar lögð fram til fyrri umræðu reikningar bæjarsjóðs 1964 og fjárliagsáætlun fyrir 1966. Af reikningunum kom í Ijós, að framkvæmdarstjórn bæjar- ins hafðj gætt þess mjög vel, að útgjaldaliðir færu ekki fram úr áætlun, en sums staðar höfðu óviðráðanlegar orsakir, sem framkvæmdarstjómin átti enga sök á eða réð yfir, rofið þá varn arstöðu, þó hvergi svo, að það hefði ekki unnizt upp með sparn aði annars staðar, þannig að í heild hafði fjármálastjórn bæj- arins 1964 reynzt mjög föst og traust í hendi framkvæmdar- stjórnar. Er vafasamt, að bæjar búum sé almennt Ijóst, hve þar er hajdið traustlega á málum og hve mikilsvert það er fyrir allan rekstur bæjarins ssm og hag bæjarbúa almennt. Af fjárhagsáætluninni 1966 kemur fram; að þar er enn fjdgt sömu stefnu og ríkjandi hefir verið undir forystu núverandi bæjarstjóra: að forðast skulda- búskap, freista þó framkvæmda eftir þörfum og ge.íu án þess að ofbjcða gjaldgetu íbúanna. Þetta hefir að sjálfsögðu misvel tek- izt eftir árferðj og oft heyrist um það rætt, að hér séu útsvör há, hærri en t. d. í Reykjavík. En þegar spilin eru rannsökuð með nákvæmlega hliðstæðum dæmum, er hlutur Akureyrar sjaldan erfiðari og aldrei, ef þess er gætt, hve marga gjald- endur Reykjavík hefir, sem aðr- ir kaupstaðir hafa ekki, og skap ast af höfuðborgaraðstöðu henn ar. Hitt má svo deila um, að framkvæmdum miði hér ekki svo hratt sem skyldi, en þar gjöldum vér meir gamals at- hafnaleysis en nútíðar-hæglæt- is, viljum vér segja. Svo sem gefur að skilja á verðbólgutímum og í vaxandi bæ og með auknum kröfum til bæjarfélags frá ári til árs, er hver ný fjárhagsáætlun nokkru hærri en sú næsta fyrir. Svo er með fjárhagsáætlun Akureyrar 1966 að sjálfsögðu miðað við áætlun 1965. Hækka niðurstöðu tölur hennar um 11.694.500.00 kr. frá áætlun sl. árs, svo að víst má telja, ef áætlunin hæklc- ar ekki að ráði við aðra um- ræðu, að nokkurn afslátt megi gefa frá gildandi útsvarsstiga, en í fyrra varð að hækka stig- ann um 15% til að ná áætluð- um útsvörum Þetta byggist á því, að fullvíst rná telja, að tekj- ur bæjarbúa séu drjúgum hærri 1965 en 1964 og gjaldendur nokkru fleiri. Eins og kunnugt er, eru marg ir —• og ráunar flestir — gjalda- liðir hvers bæjar- og sveitarfé- lags bundnir af lögum eða öðr- um skuldbindingum. Þannig er um útgjöld til menntamála, tryggingamála, löggæzlu, bruna vörzlu o. fl. Helztu úígjaldalið- ir til nýrra framkvæmda eru venjulegast gatnagerð, nýbygg- ingar og vélakaup, Á þessum útgjaldaliðum bitnar þá og fyrst, þegar útsvör þykja orðin í hærra lagi. Nú hefir hins vegar tekizt svo vel til um fjármála- stjórn bæjarins að áætlunin 1966 gerir róð fyrir talsverðum haekkunum til gatnagerðar og uýhygginga miðað við árið 1965. Munar þar mestu, hvað nýbygg ingar snertir, að framlag til iðn- skóla er hækkað um 900 þús. kr. slökkvistöðvarinnar um 600 þús. kr. og sín hvor milljónin er ætluð í nýjan skóla í. Glerár- hverfi og viðbyggingar sjúkra HÆSTA MEÐALVERÐ TSLENZKIR togarar hafa feng ið ágætt verð fyrir afla sinn erlendis að undanförnu. Togar- inn Röðull fék knýlega fyrir afla sinn langhæsta meðalverð, sem fengizt hefur á erlendum markaði eða kr. 19.23 fyrir kg. Gemla metið átti togarinn Sig- urður kr. 16.20 pr. kg. Söngkór úr Barnaskóla Akureyrar sonar söngkennara. söng við bamamessu eg skírn um jólin, undir stjórn Birgis Ilelga- Ljósm.: Níels Hansson. hússins. Þá er tekið upp 750 þús. kr. framlag til sorpeyðing- arsiöðvar. Helztu tekjuli'ðir fjárhags- áætlunar nú eru útsvör að upp- hæð kr. 49.997.000.00, og er það 10,7% hækkun frá í fyrra, en þá varð hækkunin nokkuð yfir 20%, og þurfti að bæta 15% ofan á þann útsvarsstiga, sem gildir, eins og fyrr segir. Er lík- legt, þótt of snemmt sé að full- yrða það, að ekki þurfi að koma til hækkunar fi'á stiga á þessu ári. Ætti þá hlutfallsleg lækk- un útsvara að verða veruleg. Helztu tekjuliðir^ aðrir en út- svör, eru aðstöðugjöld, kr. 13 millj., framlag úr Jöfnunarsjóði kr. 12 millj. (hækkun 20%) og skattar af fasteignum kr. 4,6 millj. Helztu gjaldaliðir eru fé- lagsmál (tryggingar o. fl.) 21 millj. króna, gatnagerð og-skipu lag kr. 16.350.00, menntamál kr. 8.050.00 og nýbyggingar kr. 10900.00. Bifreiðarstjóri drukknar á gaml- ársdagsmorgun ÞAÐ SLYS vildi til að morgni gamlársdags, að þrítugur síarfsmaður Olíu verzlunar íslands, Heim- ir Baldvmsson Ásbyrgi í Glerárhverfi, drukknaði þegar bifreið, sem hann ók lenti fram af Torfu- nefsbryggju. Talið er sennilcgt, að Heimir heit- inn hafi fengið aðsvif er bíllinn var staddur ná- lægt Sjöfn, því bíllinn rann stjórnlaus niður Gil- ið og rakst tvívegis á áður en hann hafnaði í sjónum. Heimir var ættaður úr Bárðardal og lætur eftir sig aldraða móður. ALLIR UMSÆKJEND- UR FENGU LÁN TJÚSNÆÐISMÁLASTJÓRN 'B"B' úthlutaði á síðasta ári lán- um, se.m námu samtals rúml. 303,5 millj. króna, og er það langhæsta upphæð, sem veitt hefur Verið á einu ári. Nú hefur í fyrsta sinn í sögu Húsnæðismálastjórnar verið hægt að veita öllum lán, sem fyrirliggjandi áttu fullgildar umsólvnir (2555.). =s NÆSTA BLAÐ kemur út fimmtudaginn 29. janúar næst komandi. Sigurjón Jóhannsson. LEIÐARINN: LIÐIÐ ÁR - NÝTT ÁR

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.