Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 06.01.1966, Blaðsíða 7

Alþýðumaðurinn - 06.01.1966, Blaðsíða 7
...................................................................................iMimiifmmiiiiimmm(imiiiitMiiuniM)m(fimi|jiii»fi((K!imi«mMumi9i>Mi(J(ii>lMiM|MiiMMm|MMmmi(jMiiimMiimirMiiiM(M(liimiiMimm: ar — ar Framhald af blaðsíðu 4. tvcggja, að verulegt síldarmagn barst til verksmiðj- anna norðanlands til bræðslu og norðlezku skipin urðu flest mjög aflasæl, svo að skipshafnir þeirra komu með miklar tekjur til heimkynna sinna og útgerðar- fyrirtækin blómstruðu. Þá öfluðu togararnir á Akur- eyri betur í ár en um skeið undanfarið og varð vinnsla aflans drjúg vinnuaukning bér í bæ. Viðar varð sama raunin, að hraðfrystibús og aðrar fiskvinnslustöðvar bér norðanlands fengu meiri fisk tií vinnslu en árið 1964, svo að atvinna var yiirleitt meiri og jafnari hjá körlum, konum og unglingum en árið fyrir. Enn er að geta þess, að niðursuða og niðurlagning síldar jókst síðustu mánuði ársins vegna sölusamninga við Rússa, og hefir ekki verið skortur á vinnu fyrir konur bér í bás t. d. nú framan af vetri, en á slíku bar tilfinnan- . lega í fyrravetur. ¥ ANDBÚNAÐINUM varð liðið ár fremur hagstætt hér norðanlands. Veðráttan var að vísu fremur köld, en víðast þurrkasamt og beyöflun ekki fyrirhafn- arsörn. Spretta í meðallagi. Þó á þetta ekki við um Þistilfjörð og Langanes. Þar voru langvarandi þurrk- leysur og gekk heyöflun mjög seint. Fé varð fremur vænt til frálag?, svipað og 1964, en þá reyndust dilkar verulegum mun vænni en tvö undanfarin ár. T'ALIÐ ER. að heldur hafi þrengt að iðnaði á sl. ári vegna frjálsari innflutnings á ýmsum iðnaðarvarn- ingi, en engin stóráföll rnunu hafa hent norðlenzkan iðnað, svo að vart hafi orðið. Verzlun varð mikil á árinu, og telja forstöðumenn verzlana á Akureyri, að desemberverzlunin hafi farið fram úr öllu, sem hér hafi þekkzt fyrr. Ferðamarmastraumur varð ekki eins mikill til Norðurlands og stundum fyrr. Vestfirðir voru fyrirheitna landið þetta árið, að sagt er. CTÓRFELLDUSTU vegaframkvæmdir norðanlands ^ voru á árinu í Múlavegi og Strákavegi, en í bæjum malbikun gatna á Akureyri. Byggingar voru víða mikl- ar, sérstaklega íbúðabyggingar, en einnig var allvíða unnið að byggingum skóláhúsá og einn nýr héraðs- skóli tók til starfa í Norðurlandskjördæmi eystra: hér- aðsski'ili Norður-4*ingeyingat»ð-:i -wndi í Axarfirði, en að vísu er hann í bráðainrgðakúsnæði. FN UM LEIÐ og vér þökkum-fyrir hagstætt liðið ár, •*■-* verður oss mörgum á að spyrja, hvað nýt ár muni bera í skauti sér. Sumt vitum vér með nokkurri vissu: sama ríkisstjórn mun sitja og stjórna með líkum hætti og fyrr. Horfur eru á nægri atvinnu og miklu athafna- lífi, en af þeim teiknum, sem enn eru á lofti, verður ekki séð, 'aðAérðbólguaukningin hægi á sér, og er það mörgum áhyggjuefni. Bæjar- og sveitastjórnarkosning- ar fara frani með vordögunum, en ekki munu margir búast þar við miklum breytingum, hvað fylgi flokka snertir, og allar horfur eru á, að kosningarnar verði óvenju friðsamar, ef marka má þá hægð, sem er enn yfir þeím inálum. Yfirleitt virðist meiri stilling að færast yfir stjórnmál vor hin síðari ár, þó að aldrei sé fyrir það að synja, að óvænt geti hvesst. Hitt mun þó ekki dyljast, að einsýni og ofstæki í þeint málum er ,á undanhaldi hyaryetna. • C'YRIR OSS Norðlendinga skiptir mestu, sem og állá landsmenn, hve göfull sjórinn verður oss á nýju ári: Glæðist þorskafli á ný? Kemur síldin á Norður- landsmiðiii?r.Og verði svo ekki, tekst þá giftusamlega að flytja hana annars staðar frá til norðiezkra verk- smiðja og söltunarstöðva? Fer kísilgúsvinnsla af stað við Mývatn, og eflist iðnaður hér norðanlands, svo að verulega nemi? Verður veðráttan hagstæð sjósókn og landbúnaði? Verður gróska í menntum og listum Norðlendinga? ¥|ANN1G getum vér spurt og spurt, en svörunum * heldur framtíðin aftan við bak og lætur sig engu varða brálæti vort og forvitni. Hvað hefir sinn tíma. PN MEÐ þeirri einlægu von, að svör ársins verði góð- ^ um óskum jákvæð, biðjurn vér öllum árs og friðar 1966. lilliMiMiiliill ÍÞFÓTTASÍÐA A.M. IÞRÓTTASÍÐA AM mun fara af stað í næsta blaði cg mun Frímann Gunn'augsson hafa rit stjóm hennar með hendi. Frí- mann hefur verið mikill áhuga- maður um íþróttir og tekið virk ann þátt í íþróttahreyfingunni, einkum í Reykjavík, en þaðan er Frímann. Aðallega hefur handknatt- lcikur átt hug hans og hefur hann m. a. verið þjálfari karla-, kvenna- og unglingalandsliðs og í landsliðsnefnd handknattleiks í fimm ár þar af fonnaður í þrjú ár. Haustið 1964 gerðist Frímann hótelstjóri við skíðahótelið i Hlíðarfjalli við Akureyri og gegnir því starfi nú. AM fagnar því að Frímann skuli nú taka að sér íþróttasíð- una og býður hann velkominn til starfsins. ....— BARNASA GA ALÞÝÐUMANNSIN S Fjallgangan eftir MÁ SNÆDAL 10 ¥jEIR HÖFÐU fært sig nær hvor öðrum bræðurnir, á með- * an þeir hlustuðu á undirganginn er minnti á hættuna er þeir voru umluktir af á alla vegu. Geir leit til bróður síns í von um nokktirt örýggi. Gunnar var þó eldri en hann, hann sá að bróðir sinn var óvenju fölur og augnaráð hans harð- legt. Nei, það var svo sem enga uppgjöf að sjá á honum, þar sem hann stóð við hlið hans og það var eins og Gunnar skynjaði hvað bróðir hans var að hugsa, því að allt í einu hristi hann sig hressilega og stappaði fæti í klöppina er þeir stóðu á. , Jæja, Geir, nú er annað hvort að duga eða drepast, ekki þýðir að hanga hér í ausandi rigningunni, eins gott að reyna að fara að pota sér niður og nú manstu, Geir, að það sem gildir er að fara rólega, athuga hvert fótmál. Ég fer á undan og þú átt ekki að koma strax á eftir mér, það er ekki víst að ég liitti á beztu leiðina í fyrstu tilraun og þá þarf ég að snúa við. Bíddu bara þangað til að ég segi þér að koma, ég skal aldrei fara svo langt að þú sjáir mig ekki, ef við missum ekki kjarkinn komumst við niður og nú skulum við fara að rölta áður en okkur verður kalt. Gunnar hafði forðazt að líta á bróður sinn meðan hann talaði, hann var hræddur um að Geir kynni að sjá í gegnum um kokhreysti hans, því að kjarkur hans var eigi nándar nærri eins mikill og orð hans gáfu tilefni til og hann snéri sér snöggt við. „Komdu, Geir, nú höldum við af stað.“ Alltaf herti storm- inn og regnið buldi á egghvössu grjóti Klettafjalls. Þeir fet- uðu sig varlega og'éftir 4itlá istund voru þeir komnir niður á efsta klettabletið,.eq ekkert sást. Þokan byrgði alla útsýn frarn af hengifluginu. Framhald í næsta blaði. Heyrf, spurt, séð, hlerað t i (Framhald af blaðsíðu 4). en hríðargarrinn síðustu dægr- in. NÚ HÖFUM við eignást skatta lögreglu. Kunningi blaðsins kvað að dugnaður hennar við að koma upp um skattsvik myndi orka þannig á peningamenn að gamli tíminn yrði innleiddur á nýjan leik, þá er peningamenn söfnuðu fjármunum sínum í sokk og geymdu hann undir koddanum. KKUR HEFIR verið bent á það í fullri vinsemd að eng- ir strætisvagnar séu til á Akur- eyri, heldur séu langferðabílar notaðir í þeirra stað. Því eigi geti það kallast strætisvagn, er hafi aðeins einar dyr til að hleypa fólki bæði inn og út AM kemur hér með fullyrðingu þess ari á framfæri. Sskrifar þannig. Einhvern- tíma í sumar skrifaði góður og gamall vinur okkar allra, Jón bóndi í Gröf nokkrar línur í íslending og vildi ekki heyra nefnda Matthíasarkirkju hér á Akureyri, og ekki ætti að kenna neina kirkju við menn, svo góða sem Hallgrím Pétursson og \ $ \ l \ \ * Matthías Jochurnssort,,helcIur t.> d. við séra Pétur okkar. En því ér ég að mótmælajþpssu nú, að þó að Pétur sé ágætur, og geti varla betri verið, þá er hann enginn Matthías Jochumsson. Ekki var heldur neinn sérlegur Matthías í Grímsfey og því alveg rétt, að kenna elíki kirkju við hann, þó að skyldur væri hann skáldinu. Það hljóta allir * að skilja, að það var og verður aldrei nema einn Matthías og ein Matthíasarkirkja og hún að- eins hér á Akureyri. Matthías Jochumsson gnæfir svo hátt yþ ir alla aðra íslendinga,‘.að hann ávann sér einkarétt, hér fyrir norðan, til að kirkja bæri nafn hans, Sigurhæðakirkja Matthí- asar á að vera sérlegt musteri mikillar trúar og minnismerki um mesta skáld íslendinga á 19. öld. Því er ekki rétt að mót- mæla því að kirkjan okkar sé nefnd Matthíasarkirkja. Og það á að koma því á formlegan hátt, skíra kirkjuna með helgri athöfn. Aðeins einn Matthías er til fyrir okkur Íslendinga, það hefir m. a. Matthías í Morgun- blaðinu viðurkennt. Þess vegna upp með Matthíasarkirkju nafn- ið. AM vill vera hlutlaus í þessu máli, telur það varða mestu að í kirkju Krists finni maðurinn guðinn í sínu eiginn hjarta. VINUR AM eftirlét blaðinu eftirfarandi kostnaðarreikn- ing bíleigandá eins í Reykjavík. Þótt reikningurinn sé nú orðinn tveggja ára gamall þykir AM hann næsta fróðlegur, en bíll- inn var splunkunýr og er þetta reikningurinn yfir fyrsta árið, en eknir voru 10.000 km. Kostnaðarreikningurinn ér þannig: 20% afskriftir af 132.000 kr...........kr. 26.000 10% vextir af 132.000 kr. ........ kr. 13.200 Skattur v...........kr. 714 Trygging (kasko og skyldutrygging) .... kr. 7.060 Leiga á bílskúr 700 kr. á mánuði . . kr. 8.400 Viðgerðií- ..........kr. 2.000 Dekkslit ............kr. 1.500 Benzín ............. kr. 5.040 Olía og smurning . . kr. 1.20Ö Samtals kr. 65.5Í4 Kostnaður á ekinn km. kr. 6,55. AM spyr svo lesendur sína, hvernig þeim lítist á þennan reikning hins reykvíska bíl- eigenda?

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.