Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 06.01.1966, Blaðsíða 8

Alþýðumaðurinn - 06.01.1966, Blaðsíða 8
SEXTUGUR: Þórarinn Björnsson skólam. á Akureyri ARIN LÍÐA, ekki virðist mér nema svipstund, síðan við kennarar í Menntaskólanum á Akureyri samfögnuðum skóla- meitara okkar á fimmtugsaf- mæli hans og nú í dag er hann orðinn sextugur. Ef til vill hef- ur gráu hárunum í höfði hans fjölgað lítið eitt og drættirnir í andlitinu dýpkað smávegis, en aldursmerkin sér enginn. Hann er jafn léttur á fæti og þegar hann hljóp ungur ujn hagana austur í Kelduhverfi, jafn glað- ur og ljúfur í umgengni og þeg- ar hann sat á skólabekk. Anna- samt og ábyrgðarfullt embætti hefur ekki getað máð burtu æsku hans. En kirkjubækurnar verða ekki rengdar. Þórarinn Björnsson er fædd- ur að Víkingavatni í Keldu- hverfi 19. des. 1905. Foreldrar hans voru Guðrún Hallgríms- dóttir og Björn Þórarinsson bú- andi á Víkingavatni, sem er höfuðból fornt. Bæði voru þau hjón gáfuð vel og gædd sér- stökum persónuleika. Er Þórar- inn frændmargur þar eystra og margt snjallra gáfumanna í ætt hans, sem á margt leggja gjörva hönd. Æskuheimili Þórarins var fjölmennt menningarheimili og sveitarmiðstöð um marga hluti. Olst hann upp jöfnum höndum við sveitavinnu og bóklestur og hefur sá skóli orðið mörgum drjúgur síðan. Þórarinn fór í Gagnfræða- skólann á Akureyri haustið 1922 og lauk gagnfræðaprófi 2 árum síðar. Á þeim árum var barátt- an fyrir Menntaskóla á Akur- eyri sem hörðust og hófst lær- dómsdeildárkennsla þar þá um haustið. Þórarinn var í fyrstu bekksögninni er það nám þreyttu. Hlutu þeir félagar að ljúka stúdentsprófi utan skóla í Reykjavík. Vaskleg frammi- staða Þórarins og þeirra félaga =00^ MESTA AFLAARIÐ HEILDARFISKAFLINN á land kominn 1965 var 1.166.000 tonn og er það um 20% aukning frá fyrra ári. Síld- araflinn var 753,000 tonn (38% aukning frá fyrra ári). íslenzkir fiskimenn eru nú um 6000. Með- alafli á hvern fiskimann er þannig um 194 tonn á árinu og mun það algjört heimsmet. Aflahæsti báturinn í ár er Hannes Hafstein frá Dalvík, en hann hefur aflað um 14.000 tonn af síld og þorski. Sé reiknað með að meðaláhöfn sé 13 menn verður meðalafli á hvern skips- mann rúmlega 1.000 tonn. í þeirri prófraun átti vissulega drjúgan þátt í að tryggja stofn- un Menntaskólans á Akureyri. Að loknu stúdentsprófi 1927 hvarf Þórarinn til Parísar og nam þar frönsku, latínu og upp eldisfræði við Sarbonne háskóla og lauk þar prófi haustið 1932. Lagði hann í námsferð þessa með ráði Sigurðar Guðmunds- sonar er þá hafði séð hvað í Þórarinn Björnsson. hinum unga manni bjó og tekið yið. hann ástfóstri. Vildi hann og tryggja hinum unga Mennta- skóla sem bezta starfskrafta. Þótt Þórarinn leggði fyrir sig málvísindi og bókmenntir var það eigi fyrir þá sök, að ekki væru honum aðrar námsgrein- ar jafn tiltækar að kalla mætti. Þannig er hann stærðfræðingur ágætur. En annað mál er, að húmanistiskar greinar standa hjarta hans nær, en köld raun- vísindi. í ársbyrjun 1933 tók Þórarinn við kennslú í Menntaskólanum í latínu og frönsku og hefur kennt þær greinar jafnan síðan. Fór þrátt mikið orð af hönum sem kennara og eigi síður sem góðum félaga og vini nemenda sinna. Þegar Sigurðui- Guðmunds- són lét af skólameistaraembætti í árslok 1947, tók Þórarinn við skólastjórn og hefur gegnt því embætti síðan við góðan orðstír. Var þó eigi heiglum hent; að setjast í skólameistarasæti Sig- urðar. Árið 1946 kvæntist hann Margréti Eiríksdóttur, ágætri konu, listmenntaðri og listunn- andi og eiga þau tvö börn, er bæði stunda nú nám í Mennta- skólanum á Akureyri. Ekki hefur Þórarinn mjög tekið þátt í opinberum málum, er það eigi af því að þess hafi eigi verið óskað, heldur hinu, að hann hefur helgað sig ævi- starfi sínu og embætti af al- huga. Ungur hneigðist hann að stefnu jafnaðarmanna og hefur fylgt henni síðan, enda eru mannúð og lýðræðislegt frelsi djúpir þættir í skapgerð hans. Þórarinn er maður ritfær með ágætum. Hefur hann þó minna sinnt því en æskilega hefði verið fyrir íslenzka tungu og bókmenntir. Þýðing hans á skáldsögunni Jóhanni Kristófer, sýnir bezt hver listatök og vald hann hefur á íslenzku máli, en skólaræður hans margar eru vitnisburður djúprar hugsunar, mannþekkingar og mannúðar og sína húmanistann í beztu merkingu orðsins. Það er löngum svo, að áþreif- anlegar minjar um störf kenn- arans sjást harla litlar þegar þeir eru gengnir. Störfin verða hvorki sýnd, mæld né vegin, en þau eru rist í fáein hjörtu ef vel tekst. Og ekki eru þeir marg ir í kennarastétt og skólastjóra, sem þar eiga fleiri ristur og feg- urri en Þórarinn Björnsson. Hefur bæði skólastjórn hans og kennsla ætíð einkennzt meira af hlýju hjartalagi hans, en köldum fræðum, þótt hann eigi gnótt þeirra í sjóðum sínum og miðli af þeim sjóði af örlæti og kunnáttu. Samstarf okkar er nú orðið aldarþriðjungur án þess að snurða hafi hlaupið á þráðinn og munum við allir samverka- menn hans hafa sömu sögu að segja og er þó hópurinn orðinn býsna stór. Segir það raunar bezt hver húsbóndi hann er, enda bregzt honum þar ekki lagni og ljúfmennska. Að endingu færi ég Þórarni Björnssyni þakkir fyrir löng og góð kynni og óska honum til hamingju með afmælið. Og um fram a-llt óska ég að honum megi endast starfsorka og æsku þróttur fram í háa elli, sjálfum honum til lífshamingju, en skól- anum og samferðamönnum hans til heilla. Steindór Steindórsson frá Hlöðum. XXXVI. árg. - Akureyri, fimmtudaginn 6. janúar 1966 - 1. tbl. Aldrei meira lánað UM MIÐJAN desember-mánuð Iauk Ilúsnæðismálastjórn lánveit- ingum sínum á þessu ári. Höfðu þá lán verið veitt.samtals að upphæð kr. 283.415.000 til 2555 umsækjanda, auk Iána til útrým- ingar heilsuspillandi húsnæðis, er námu kr. 20.120.000. Hafa því lánveitingar á árinu numið samtals kr. 303.535.00. Aldrei liefur stofnunin lánað jafn mikið fjármagn til íbúðabýgginga, enda tókst nú í fyrsta sinni í sögu liennar að veita öllum þehn lán, er átíu fyrirliggjandi fullgildar umsóknir. Fyrri lánveitingar á þessu ári fóru fram í júní og júlí og voru þá veitt lán samtals að upphæð kr. 74.758.000. Síðari lánveiting ársins fór fram í október-des- ember og nam hún samtals kr. 208.657.000. í lánveitingum þess um tókst, eins og áður segir, að fullnægja með öllu eftirspurn þeirri eftir lánsfé til íbúðabygg- inga, er lög heimila. Eldri há- markslán, þ. e. 100, 150 og 200 þús. króna lán, voru veitt lán- takendum í einu lagi en núgild- andi hámarkslán, þ. e. 280 þús. krónur, verður veitt í tveim hlutum lögum samkvæmt. Var fyrri hluti þess, 140 þús. krón- ur, greiddur nú en sækja ber um síðari hluta þess fyrir 1. marz n. k. Fer sú veiting vænt- anlega fram í maí-júní n. k. — Auk veitingu hinna almennu íbúðalána annast Húsnæðis- málastjórn einnig veitingu lána til sveitarfélaga til útrýmingar heilsuspillandi húsnæðis. Á ár- inu var lánað til þess kr. 20.120.000. Á árinu 1965 tók ný útlána- reglugerð gildi. Eru meginat- riði hennar m. a. þau, að nú skulu menn sækja um lán til stofnunarinnar áður en þeir hefja byggingu eða gera kaup á nýjum íbúðum; þá ei-u þar ennfremur ákvæði um það, að hér eftir á 1—2 manna fjöl- skylda rétt á láni til byggingar íbúðar, sem er allt að 70 m2, 3—5 manna fjölskylda rétt á láni til byggingar íbúðar, sem er allt að 120 m2, 6—8 manna fjölskylda rétt á láni til bygging ar íbúðar, sem er allt að 135 m2. Ekki má veita lán til byggingar stærri íbúða en 150 m2. — Allt er þetta þó jafnframt háð öðr- um atriðum útlánareglugerðar- innar og eru væntanlegir um- sækjendur því beðnir að kynna sér hana rækilega. (F réttatilkynning ) iiimiiiiuiiiiimiui j Hofsós, Skagaströnd, | | Blönduós, | Hvammstangi s\\v ÍAM BRÚÐHJÓN. Á annan jóladag systkinabniðkaup, brúðhjón- in ungfrú Sigurrós Aðalsteins dótíir og Ævar Karlsson sjó- maður. Heimili þeirra er að Staðarbakka Húsavík. Og brúðhjónin festher Guðmars- dóttir og Haukur Aðalsteins- verkamaður. Heimili son þeirra er að Norðurgötu 10 BIÐUR að heilsa á i þessa staði og kveðj- 1 { unni fylgir sú orðsending frá i | blaðinu, að þvriiafi líkað vel í í við þann skerf er íbúar í. i [ Norðvesturþingi hafa veitt 5 I AM í sókninni. • :[ i Nú hefir blaðið sent áskrift, \ \ arlista til ofannefndra staðæi | og AM efást ‘eigi'xuB-góða£| I undirtektir ykkar. ý = í Áskriftarsöfnun munu ann 1 i ast á Hofsósi Þorsteinn-i i Hjálmarsson símstöðvarstj., E í Skagaströnd Björgvin Brynj- j É ólfsson bóksali, Blönduósi | i Hjálmar Eyþórsson Iögreglu § I þjónn og á Hvammstanga i Í Bjöm II. Guðmundsson hafn i i arvörður. i i AM væntir þess að hér i i verði hörkukeppni milli þess i i ara fjögra staða. i ....................

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.