Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 27.01.1966, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 27.01.1966, Blaðsíða 2
Íþrótfcasíáa A.M. IIHIIMIIIIIIIMIIIIIIMIMIIIIIMMHIIIIIIIIIMMIUIIIIIKHIIIIIIIIIMMIIMIMMMIMIII IIIIIIIIIIIIIIIIMIIIItlllllllllllllllllll9KVIIIIIIII4l9iillllllll>IIMIVIItltlllllllllllllllllllllllllVIIIIII RITSTJORI: FRIMANN GUNNLAUGSSON • 99999999 99 999999999999999999999999999999999999999999999 999999*99999999999999999999IJ9999999919999999í9999999999999(999999999*9999919999999M99999999 <99999999999999999999999999999 Hver er æðsta sl jórn sklðamála á Islandi? Er það Skíðasamband íslands eða Skíðaráð Reykjavíkur? IVAR SIGMUNDSSON, hinn kunni skíðamaður, dvaldi í Austur- ríki i 6 vikur við æfingar ásamt skíðafólki frá Siglufirði og Reykjavík. Hann er nú nýkominn heim og að því tilefni var farið á hans fund og leitað frétta af ferðinni. Hvenær var farið? Við fórum frá Reykjavík 10. nóv. sl. kl. 8 að morgni og flug- um til Glasgow, Kaupmanna- hafnar, Frankfurt og Munchen. Síðan fórum við með bíl til Inns bruck og komum þangað kl. 0.30 um nóttina og gistum þar í 3 daga áður en farið var til æf- inga. Á hvers vegum var þessi ferð farin? Ég veit ekki hvort það var Skíðasamband íslands eða Skíðaráð Reykjavíkur, þau vísa hvort á annað. Var æft á mörgum stöðum? Fyrst fórum við til Weisse og vorum þar í 14 daga, en þar var við æfingar unglingalandslið Austurríkis á aldrinum 14—18 ára og voru þeir afburða góðir. Engan þjálfara höfðum við þar, en gátum horft á hvernig ungl- ingamir voru þjálfaðir. Síðan fórum við til staðar sem heitir Mutters og dvöldum þar í viku. Þar ferigum við þjálfara, sem HANDKNATT- LEIKUR SUNNUDAGINN 23. jan. fór handknattleiksfólk úr íþrótta félaginu Þór í keppnisferð til Húsavíkur og var keppt við heimamenn. Urslit urðu þessi: II. flokkur kvenna A-lið Völs ungur — Þór 11:10. II. flökkur kvenna B-lið Völs ungur — Þór 22:7. IV. flokkur karla Þór — Völsungur 15:12. III. flokkur karla Völsimgur — Þór 37:30. Meistaraflokkur karla Þór — Völsungur 26:26. 1 þessari ferð tóku þátt 43 fé- lagar Þórs og ríkti mikil ánægja með þessa ferð þó árangur hafi ekki verið góður. Húsvíkingar virðast hafa æft vel í vetur og má búast við að þeir verði sterk ir þegar að Norðurlandsmótinu kemur, en sénnilega fer það fram í marz. tók að sér hópinn, og var hann mjög góður. Við fengum afnot af svigstöngum í 5 daga en þurft um að leggja fram tryggingu að upphæð kr. 1600.00 og borga kr. 35.00 fyrir hverja brotna stöng! Síðan var farið til St. Anton og dvaldi hópurinn þar saman í viku, en ég var þar í 14 daga og æfði ég þar með skíðafélagi frá Innsbruck. í St. Anton var mjög gott að vera, enda viðurkennd- ur sem einn bezti skíðastaður heims. Að lokum fór ég til Lech og var þar við æfingar í 14 daga ásamt Guðmundi Tuliníus, en hann kom þangað í sínu jóla- leyfi, en hann stundar nám í skipaverkfræði í Þýzkalandi. Hvernig var aðbúnaðurinn? Hann var allur mjög góður, bæði fæði og húsnæði. Hvemig var skipulag ferðar- innar? Það skipulag sem gert var hér heima fór algjörlega út um þúfur vegna rangra upplýsinga, sem Otto Rieder fékk héðan að heiman um getu þess skíðafólks, sem hann var beðinn um að skipuleggja þjálfun fyrir. Hvernig voru þeir þjálfarar, sem þið þjálfuðuð hjá? Við höfðum tvo þjálfara og var annar þeirra afburðagóður, enda viðurkenndur í Austur- ríki. Fannst þér mikill munur á þjálfun Magnúsar Guðmunds- sonar, sem þjálfaði ykkur hér heima síðastliðið ár, og Austur ríkismannanna? , tíndirstoðuatriðin eru þau somu,‘sem þeir kenndu, en ým- . is tæknileg-^triði lítið öðruvísi t. d. handahreyfingar og viss staða atskiðunum, en þeir voru miláð'áröfuh^rðari en Magnús. V./ g BONLIEN pRAKKINN Bonlien, sem varð Ólympíumeistari í stórsvigi 1964, og gerðist at- vinnumaður éftir sigur sinn, vill nú fá áhugamannsréttindi sín aftur, en franska skíðasam- bandið telur litlar líkur til þess að það takist. Otto Rieder rejmdist ykkur vel? Já, hann reyndist okkur mjög vel, en hann er mjög rnikill ís- landsvinur og hefur oft komið til íslands og kemur sennilega til Akureyrar í febrúar í ár. Stóðust kostnaðaráætlanir ferðarinnar? Allur kostnaður fór langt fram úr áætlun og orsökin fyrir því voru rangar upplýsingar, sem kornu héðan að heiman, og afleiðingin var sú, að hópurinn fékk ekki þau hlunnindi sem búið var að lofa, vegna þess hversu stór hluti skíðafólksins var getulítill, en Otto Rieder hafði verið sagt að þetta væri valið lið. Fékkstu styrk til ferðarinnar? Já, frá Skíðaráði Akureyrar og frá félagi mínu K. A. Þú hefur öðlast þama dýr- mæta reynslu? Reynslan varð dýrkeypt, en ég eignaðist þarna góða kunn- ingja t. d. í Skíðafélaginu í Inns bruck, sem ég get hvenær sem er æft með. Einnig kynntist ég mjög góðum þjálfara, sem ég vona að ég eigi eftir að vera hjá síðar. Hvað viltu segja að lokum? 1. Það þarf skilyrðislaust að fá þjálfara fyrir unglingana. 2. Breyta þarf æfingaskipulagi okkar hér á Akureyri. Æfingar þurfa að byrja fyrr að vetrin- um við Strompinn vegna bratt- ans og ekki má hætta þrekþjálf- un þó snjór sé kominn. 3. Að lökum vildi ég óska þess að þeir unglingar sem eru að koma fi’am hér á Akureyri eigi eftir að fara til Mið-Evrópu til þjálf- unar, en ég komst í þannig sam bönd að það ætti ekki að kosta líkt því eins mikið og það kost- aði mig að fara slíka ferð. F.G. T I Stórliríðarmótið STÓRHRÍÐARMÓTIÐ 1966, var haldið um sl. helgi við Strompinn í Hlíðarfjalli. Á laug ardag var keppt í unglingaflokk um. Veður var mjög gott, en kalt. Brautina lagði Kristinn Benediktsson og var hún 33 hlið og nokkuð erfið, einkum vegna þess hvað færið var hart, hjarn sem brotnaði niður og grófst milli bræðranna Árna og Yngva Óðinssona og Jónasar Sigur- björnssonar, sem stóð sig mjög vel í fyrra, en hafði ekki náð eins góðu út í vetur. En þetta fór á þann veg að Jónas sigraði í þessari keppni verðskuldað, Árna hlekktist á, og Yngva einn ig og þannig fór um fleiri. I illa. Búist var við harðri keppni Úrslit urðu þessi: V Flokkur 13—15 ára. sek. sek. sek. 1. Jónas Sigurbjörnsson Þór .. . 37,5 — 43,0 = 80,5 2. Árni Óðinsson KÁ 36,0 — 46,8 = 82,8 3. Örn Þórsson KA 48,3 — 97,9 4. Bergur Finnsson Þór 82,0 — 46,0 = 128,0 Flokkur 12 ára og yngri. sek. . sek. sek. 1. Gunnlaugur Frímannsson KA 13,6 — 13,4 = 27,0 2. Sigurjón Jakobsson KA 16,6 — 19,6 = 36,2 3. Halldór Jóhannesson Þór . .. . 20,6 — 19,0 = 39,6 Stúlkur 15 ára og yngri. sek. sek. sek. 1. Barbara Geirsdóttir KA 19,0 — 18,5 = 37,5 2. Birna Aspar KA 27,0 24,5 = 51,5 Á sunnudaginn hófst keppni sögðu nokkuð. Kristinn lagði í karlaflokkum kl. 1 óg var þá einnig þessa braut, sem var 63 komin stórhríð sem stóð allann hlið og krafðist hún umhugsun- tímann sem mótið stóð yfir og ar og góðrar þjálfunar. háði það keppendum að sjálf- Úrslit urðu þessi: A-flokkur karla. sek. sek. sek. 1. Reynir Brynjólfsson Þór . . . . 66,5 — 66,3 = 132,8 2. Reynir Pálmason KA 80,2 — 77,3 = 157,5 3. Ottó Tuliníus KA 95,1 — 70,2 = 165,3 Fleiri luku ekki keppni í A- artíma 66,2 sek., en var dæmd- flokki í þetta sinn, en Viðar ur úr leik vegna þess að hann Gai’ðarsson náði beztum braut- sleppti einu hliði. B-flokkur karla. sek'. sek. sek. 1. Þorlákur Sigurðsson KA . . . . 55,0 — 54,5 = 109,5 2. Stefán Ásgrímsson ÍMA 71,6 — 57,1 = 128,7 C-flokkur karla. sek. sek. sek. 1. Yngvar Einarsson ÍMA.............. 44,0 — 44,0 = 88,0 2. Jóhann Tómasson ÍMA............... 48,0 — 43^4 = .91,4 3. Sigurður Jósafatsson ÍMA . 58,8 - — -64,2- = 123,0 Stuttar fréttir TILKOWSKI Y^ESTUR-ÞÝ ZKI landsliðs- * markvörðurinn Tilkowski var á ferðalagi í sumar og gekk um með sólgleraugu. Leið hans lá fram hjá grasflöt, þar sem menn voru í knattspyrnu, en vantaði markvörð. Tilkowski, sem enginn baf kennsl á, bauðst til að standa í markinu og stóð sig vel þangað til bolt- inn eitt sinn hrekkur í slána og fer á milli fóta hans og í mark. Tilkowski varð undrandi, en liðsmenn hans hughreystu hann með þessum orðum: „Láttu þetta ekki hafa áhrif á þig — slíkt hefur meðal annars komið fyrir Tilkowski.“ é 'i ARNOLDPALMER Á OPNA golfmeistaramóti Los 1 Angelesborgar jafnaði Pal- mer metið á 18 holum með 62 höggum — níú undir pari. Þeg ar leiknar höfðu verið 54 holur var hann þrettán undir pari, hafði notað 200 högg. Þegar 18 holur voru eftir var Palmer 7 höggum á undan Bill Casper, sem var í öðru sæti. ívar Sigmundsson í keppni.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.