Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 27.01.1966, Síða 5

Alþýðumaðurinn - 27.01.1966, Síða 5
SÁTTUR V!Ð LÍFiÐ OG TILVERUNA AM spjallar við áttræðan jafnaðar- rnann, Lárus Frímannsson á Dalvík VIÐ GRIPUM það rétt af tilviljun í fréttum útvarpsins, mánu- daginn þann 24. janúar, að fréttamaður útvarpsins á Dalvík, hinn gamli og góði Kristinn okkar Jónsson, hafði sent þá frétt í útvarpið að annar gamall og góður Dalvíkingur væri áttræður hinn sama dag og klykkti Kristinn út fréttina með því að Lárus myndi ekki verða heima á afmælisdegi sínum. En heppnin var með AM sem jafnan fyrr. Við náðum hinum áttræða Dalvíkingi, en þó unga, hér á Akureyri sl. þriðjudag og í heiðursskyni við hann er viðtal AM helgað honum að þessu sinni. En Lárus Frímannsson frá Dalvík þylur strax í upphafi sömu formúluna, sem allir aðr- ir, sem sé að ekkert sé að segja, en einmitt þetta svar er voða- lega taugatrekkjandi svo notað sé sæmilega skiljanlegt nútíma mál. Við verðum að játa það, að áðurnéfnt svar fer í skapið hjá AM, því að honum er sú árátta í blóð borin að hann vill fremur ganga á vit alþýðu- manna en kóngafólks út í lönd- um. Lárus er enn mjög léttur í anda og spori og er við lítum hann verður oss ósjálfrátt á að hugsa, að Elli kerling eigi eins hábölvuð og af er látið, og kannski gremst manni agnarögn þessi léttleiki áttræðs sósíalista frá Dalvík, þá er við minnumst ckkar eigin krankleika, þótt aldurinn sé fjþrum tugum yngri. En eigi skal sleppa Lárusi, þótt gremja vaki sprottin af fullkom inni minnimáttarkennd. Hvar ertu fæddur og uppal- inn Lárus? er fyrsta spurning AM. Ég er fæddur að Vindhæli í Húnavatnssýslu 24. jan. 1886, og vorú foreldrar mínir báðir Húnvetningar, er svar Lárusar og okkur fannst svona ósjálf- rátt að kenndi nokkurs stolts í svari hans. Okkur hefði nú ekki undrað það ef hann hefði sagt Þingeyingur, en þetta var nú bara gremjulegt innskot frá metnaðarfullum Svarfdælingi, þá er hann minnist að stað- reynd sé að eyfirzkt vit tapi fyrir þingeysku sjálfsáliti, en þetta var nú bara innskot. Hvað um uppvaxtarár þín Lárus? Um þau er lítið að segja, er svar Lárusar. Ólst að mestu upp hjá foreldrum mínum til tutt- ugu og fjögurra ára aldurs, stundaði að nokkru sjómennsku síðustu árin, þó ekki sjálfra ftiín. Og hvað svo Lárus? Ég hóf búskap að Tjörn í Vindhælishreppi. Þetta var jörð sem var í mikilli niðurníslu. Þó keypti ég hana 1914. Ég girti túnið og sléttaði allmikið en þetta voru erfið ár, mjög erfið og ég flutti frá Tjörnum 1923. Lá þá leið þín til Dalvíkur? Nei, engan veginn. Þá flutti ég niður á Kálfshamar, eins og sagt var, en Kálfshamar er við Kálfshamarsvík, en þar er viti eins- og kunnugt er og hafði ég Lárus Frímannsson. þar vitavörzlu á hendi ásamt búskapnum, hafði gegnt vita- varðarstarfi þrjú síðustu árin er ég bjó á Tjörnum, en á Kálfs hamri bjó ég í 9 ár. Þetta voru erfið ár, mjög erfið, en frá Kálfs hamri flutti ég til Dalvíkur og þar hefi ég verið búsettur síðan. Varstu sósialisti á meðan þú varst bóndi? er næsta spurn- ing AM. Já, ég hefi alltaf verið það, að vísu líka samvinnumaður, og ég tel að þessar tvær stefnur eigi samleið hér á landi, engu síður en í Bretlandi ef rétt er á hald- ið, ef menn eru eigi settir hærra en hugsjónirnar sjálfar. Hvernig hefir þér svo líkað lífið á Dalvík? Ég get sagt vel, ég get ekki sagt annað og víst býr mér hlýr hugur í brjcsti til Dalvíkur og íbúa hennar. Ég veit að þú hefir starfað mikið að félagsmálum á Dalvík. Ekki veit ég hvort hægt er að segja það, er hógvært svar Lár- usar. Ég gekk að vísu strax í Verkalýðsfélag Dalvíkur, einn- ir var ég í Búnaðarfélaginu og víst deildarstjóri þess í nokkur ár og auk þess víst formaður í nokkur ár eftir að hreppaskipt- ingin varð, að gert var úr Svarf aðardal og Dalvík tveir hreppar. Þú gegndir nú líka ábyrgðar- störfum í Verkalýðsfélaginu? Já, ójá, ég var í stjórn þess í tólf ár og þar af formaður þess í fimm ár. Segðu mér eitthvað frá reynslu þinni í verkalýðsmál- um? Ég get sagt þér það alveg skýrt og ákveðið að áhuginn var mun meiri áður en nú er meðal félagsmanna um að efla vöxt og viðgang félagsins, þá var engin hætta á því að ekki væri hægt að halda fundi sölcum mannfæð ar eins og því miður oft hefir borið við hin síðustu ár og því var á margan hátt léttara þá en nú að starfa að félagsmálum. Þá fylgdi nokkur stormur og gustur getur hvatt, víst urðu stundum harðar orrustur, en það sem styrkti okkur sem í stjórn voru, var að finna vak- andi vilja alls þorra félags manna til sóknar og varnar, og einmitt það gaf stjórnarmönn- um styrk til baráttu. Mér er ljúft að minnast sérstaklega þriggja manna, er stóðu í fylk- ingarbrjósti verkalýðsins á Dal- vík, þeirra Björns heitins Arn- grímssonar, Kristins Jónssonar og Kristjáns Jóhannessonar. Allir þessir þrír voru góðir og vaskir drengir, ekki svo að skilja að við værum alltaf sam- mála, síður en svo. En ætíð var fundið áð sárinfæring réði, en ekki annarleg' sjónar mið frá hærri stoðUm. En hvað telur þú að hafi ver- ið skaðvænlegast íslenzkum verkalýð? Nú er Lárus snöggur upp á lagið. Það er sundrungin, við jafnáðarmenn höfum látið sundra okkur í margar fylking- ar .þótt við séum sama sinnis allir upp til hópa, en með sundrung okkar hefir kapital- isminn náð að halda spiki sínu á fjósbitunum, við ölum hann hvort sem við kallúm ökkúr Ál þýðubandalagsmenn, Sósíalista eða Alþýðuflokksmenn á líkan hátt og fjósamaður Sæmundar fróða forðum. Mér finnst grát- legt hve lýðræðissósíaljstar háfa látið sundra kföftum sínUm. Hví gátum við ekki tekið Breta t. d. til fyrirmyndar í þessu efni, og öldungurinn áttræði er hrað- stígur um gólfið orðum sínúm til áherzlu og sem róttækur sósíalisti varð ég að viðurkenna sannleika í orðum hins sporlétta öldungs. Sósíaliskir jábræður hafa barist á banaspjóti til hags bóta kapitalismanum bætir Lárus við. Lárus er að flýta sér og því skal eigi tefja för hans. En AM sendir hlýjar kveðjur á eftú- honum og til konunnar er hefir verið lífsförunautur hans í blíðu og-stríðu, Árníu Árnadótt ur og barna þeirra fimm, sem á lífi eru, en alls eignuðust þau 9 börn. Á ævi þeirra hjóna hafa skiptst á skin og skúrir, en sú gata, er gengin var, þótt um Ófærugjá lægi stundum, var ætíð gengin til byggða, þótt stundum særðist hæll í klungri. Því vill einn sósíalisti senda hugheilar kveðjur í AM til Árnínu og Lárusar. Kveðjan er fátæk af orðum, aðeins þetta eitt. Þökk fyrir lífið og starfið, þið sem eruð sátt við lífið og tilveruna þrátt fyrir allt. AM biður ykkur heilla. Hér hefir eigi verið sögð saga Lárusar, bóndans, verkamanns ins, og sjómannsins aðeins ver- ið stuttlega minnst á kapitula- skipti sveinsins er fæddist að Vindhæli í Húnaþingi fyrir 80 árum. —\W~ - Lækkun byggingarkostnaðar (Framhald af blaðsíðu 1). ingariðnaðinum. Ekkert eitt at- riði nægir til þess að breyta gömlum venjum, en að öllu samanlögðu má sína fram á verulegan sparnað. íslendingar greiða tvöfalt meira fyrir hús- næði sitt en nauðsynlegt ætti að vera. Það er almennt viður- kennt að ekki sé eðlilegt að verja meiru en einnar vikna launum á mánuði í húsnæðis- kostnað. Á íslandi samsvarar húsnæðiskostnaður að meðal- tali um tveggja vkna launum. Ástæðurnar fyrir hinum mikla byggingarkostnaði hér á landi telur Davison m. a. þessar með viðmiðun við nágranna- lönd okkar. Fleiri fermetrar eru hér af gólfrými fyrir hvern íbúa. Meiri kröfur eru gerðar um gólfrými. Of lítið er byggt af íbúðum fyr- ir litlar fjölskyldur. Nýtni íbúða er léleg vegna mjkilla ganga o. fl. Skortur á verkfræðilegum undirbúningi flestra íbúðarhúsa. Skortur á samfelldum yerkefn- um og stórum byggingarfélög- um. Léleg skipulagning vinnu. Fjármagnsskortur og hár vaxta- kostnaður o. fl. AM lætur þetta nægja að sinni, en vill í lokin undirstrika það, að í þessu máli er úrbóta þörf og að því ber ríkisvaldi að vinna. STAKAN okkar VÉR vonum að Þorsteinn bíl stjóri á Dalvík, né kona hans séu ekki fornumuð yfir vísu í síðasta blaði og í trausti þess birtum við hér enn vísu eftir Þorstein er hann nefnir: „Setið við skál“ og hljóðar hún þannig: Sit ég hér og sötra mjöð seinfær gerizt tunga. Betra er að teygja um tröð trausta meri unga. Við birtum þessa vísu og er höfundur hennar Jóhann G. Sigruðsson bóksali á Dalvík og fylgir henni þessi skýring. Vin ur okkar Jóhann var eitt sinn að þenkja um pólitík, en eins og kunnugt er, þá eru tveir menn er bera hið virðulega heiti Bjami Benediktsson og eigi eru þeir sömu stjórnmála skoðunar. Eigi veit AM við hvorn Jóhann á, enda skiptir það ekki máli, vísan er í fullu gildi fyrir því, en hún er svona: Óskin mín er ekki pen, af illum rótum sprottin. Fjandinn hirði Bjarna Ben. Bænheyri mig drottiim. Okkur barzt þessi huldu- vísa og var okkur tjáð, að hún væri eftir konu er héti Hrafn- hildur Flosadóttir: Ævin þegar endar hér, eflaust verð ég fegin. Skyldi Drottinn skaffa mér skárra hinu meginn? Við vonum að Sigurpáll frá Melum í Svarfaðardal misvirði það ekki, þótt við birtum þessa vísu hans er hann yrkir þá er bölvuð giktin plagar: Frétt er ein og sönn er sú sem nú fram er borin. f mér brestur eins og kú, sem út er leidd á vorin. Er ekki gott að kveða þessa stöku Arnar Arnarsonar, þá er þorri er í essinu sínu eins og í gamla daga: Norðanbitran bleikir völl | blöðin titra á greinum, hljóðnar sitra, hvítna fjöll hrímkom glitra á steinum Maður sem segist vera í göturæsinu sendir AM þessa vísu. Blaðið mun geyma leynd armál hans og eigi flíka henni þótt fé væri í boði: ( Gata mín er grýtt og hál og gleðilaus að kalla. Því aumt er fyrir unga sál, í örbirgð djúpt að falla. j Ætli við ljúkum ekki þætt- inum í dag með þessu dapra spjalli hins unga manns. Verið þið sæl að sinni.

x

Alþýðumaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.