Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 10.02.1966, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 10.02.1966, Blaðsíða 4
iiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiimiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitniiiiiiiiiiiiMiiiiiiiimiiiiiiMiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiminiiiiiiiirt,; 3JW Ritstjóri: SIGURJÓN JÓHANNSSON (áb.). Útgeíandi: ALÞÝÐUFLOXKSFÉLAG AKUR- EYRAR. — Afgreiðsla og auglýsingar: Strandgötu 9, II. hseð, sími (96)11399. — Prentverk Odds Björnssonar h.f., Akureyri ALÞYÐUMAÐURINN imMimmmMiiiim ,Úlfurinn kemur, úlfurinn kemur!* 1?LESTIR munu kannast við dæmisöguna um hjarð- *■ drenginn, er gæta skyldi fjárins fyrir óargadýrum og gerði sér að leik við húsbændur sína og nágranna að kalla að tilefnislausu úlfihrí’ kominn í hjörðina. Þegar loks háskinn kom í réynci, trúði enginn kalli hans, enda sá úlfurinn um, að köl 1 drengsins urðu i ekki fleiri, hvorki að tilefrii rié tilefn'islausu. CJANNLEIK þessarar víðkunnu dæmisiigu er hægt að i ^ heimfæra upp á ótal samskipti ma.nna og þjóða, en i hann er í stuttu máli sá, hve varhugavert er og háska- | samíegt fyrir alla aðila að slæva aðgæzlu manna með f blekkingum, þá getur varðstöðuna skojf,. þegar mest á 1 reynir, enda vafinn, óöryggið búið að holgrafa hugar- i farið. 17‘É.R skulum taka dæmi úr vorri eigin sögu: Hérlend- \ * is tíðkast Jiað að reka stjórnarandstöðu sem algert I stríð, þar sem einskis er svifizt. Þetta hefir grafið und- i an lýðræðisjsroska almennings og gert hann hikandi \ og vafablendinn um skoðanamynduri af eigin athug- i un, en auðteknari bráð flokkavaldi. Engum, sem 1 hugsar Jressi mál niður í kjölinn, getur dulizt, að með i þjóð, sem þarf að eiga stórmenni, ef svo má að orði = komast, í hverjum einstakling vegna fáménnis síns, er i þetta háskaþróun. Vissulega má benda á margt, sem f betur mætti fara hjá oss og Jrjóðinni væri menningar- i auki að breyta í þetta eða hitt horfið, en oss er til efs, i að á mörgu sé meiri nauðsyn en kippa gagnrýni allri, | stjórnmálalegri, bókmenntalegri, menningarlegri, o. s. \ frv., á rökrænni og hófstilltarí grunn, svo að á hana i megi treysta sem uppbyggjandi afl. í Mörgum er í fersku minni, hve ofboðsleg og illvíg i stjórnarandstaða Sjálfstæðisflokksins var við vinstri i stjórnina svonefndu. Flest viðbrögð hans þá minntu f menn á orð Gissurar Þorvaldssonar í Örlygsstaðabar- | daga, er hann færði öxi í höfuð Sturlu Sighvatssyni, { höfuðandstæðingi sínum: „Hér skal ég að vinna“. \ Ekkert var rétt, sem vinstri stjórnin gerði, einskis var i svifizt til að bregða fyrir haria fæti. i AGNVART núverandi stjórn beitir Framsóknar- i 'Jr flokkurinn sömu baráttuaðferðum, en vegna þess = að það stjórnartré, sem nú er hamast á, er sterkara en | fyrr, kemur veikleiki og háski þessarar baráttuaðferð- 1 ar betur í ljós en oftast áður. Menn hætta að taka mark [ á gagnrýni, sem æ ofan í æ hefir reynzt blekking, nakt- i ar staðreyndir hafa leitt allt annað í ljós, en eftir stend- \ ur ríkisstjórn, sem er að verða „stikkfrí“ fyrir gagn- | rýni, sem allir eru að hætta.að taka mark á og gagn- \ rýnendurnir eru sjálfir sér meðvitandi um að hefir i lent í handaskolum hjá sér. F’N ÞAÐ gefur auga leið, að engin ríkisstjórn er svo i góð, að ekki verði henni sitt hvað á, né vinni svo = störf sín, að ekki geti þau betur farið. Því er háski á i ferðum, J^egar gagnrýni stjórnarandstöðu fer úr bönd- f um, verður einskisvirði. Húri verður ekki eingöngu | flokkum sínum til skammar og tjóns, heldur lýðræð- f inu og þar með alþjóð. i NÚ VITUM vér vel, að heilbrigð gagnrýni á gerðir f ríkisstjórnar getur haldizt og gert sitt gagn innan [ stjórnarflokks eða stjórnarflokka. Slíkt enda sjálfsagt i og nauðsynlegt. En gagnvart alþjóð og lýðræðinu hef- i ir sú gagnrýni ekki alveg sama gildi og gagnrýni stjórn- f arandstöðu, því að hennar er að halda uppi VAL- i FRELSINU milli flokka, svo að eiriræði neins flokks 1 (Framhald á blaðsíðu 6). = " IIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIMIIIIIIIIIIIIMIHIII* UNG STÚLKA skrifar. Kæri AM. Ég vildi þakka þér, hve oft þú hefir tekið málstað okk- ar hinna yngri. Ég hefi fundið styrk í þeim drengskap, og veiztu það, að einmitt traust ykkar hinna eldri getur hjálpað okkur svo óendanlega mikið, kannski ráðið úrslitum að við snúum til baka áður en við sökkvum alveg. Ég veit hvað þetta er, ég hefi verið eitt af þessum vondu börnum. En vita þeir fullorðnu, hvað erfitt er að vera ungur riúna, þegar við sjá- um sannleikann í gerfi þess Glams, er hann Grettir barðist við í gamla daga, já sko ung og spillt stúlka hefir lesið íslend- ingasögur á bítlaöld. En því þarf fullorðna fókið að vera svona óhreinskilið og vont t. d. að lauma víni í gosdrykkjaflösku hjá 14 ára stelpu. Það var þann ig er ég kynntist víninu ykkar fyrst. En ég ætla að sigra og skal sigra, og þökk fyrir AM, og þú mátt birta þetta ef þú kærir þig um. AM sendir ungu stúlkunni þakkir fyrir bréfið og AM veit líka að hún mun sigra. MMINNTIST á það í síð- asta blaði að sumum þætti starfslið á skrifstofu fast- eignamatsins orðið óþarflega mikið. Jakob Ó. Pétursson hringdi í blaðið daginn eftir og kvað hér vera málum blandið, og síðan sendi hann blaðinu eftirfarandi skýringar, og þakk- ar AM ljúfmennsku Jakobs. AM gefur Jakob orðið. Allsherj- armat á fasteignum í landinu fer fram á 15—20 ára fresti og stend Ur nú eitt þeirra yfir. Matið er kostað af ríkissjóði og enginn eyrir krafinn af bæjar- eða sveit arfélögum til þess. Sérstakar nefndir eru skipaðar í hverju einstöku bæjar- eða sveitarfé- lagi, er annast matið hver í sínu umdæmi. I fasteignamatsnefnd Akureyrar eru Sverrir Ragnars stjórnskipaður og Stefán Reykja lín og Jakob Ó. Pétursson kjörn ir af bæjarstjórn. Nefndin hefir haft skrifstofuhúsnæði á leigu síðan á árinu 1964, en enginn skrifstofumaður verið ráðinn þangað fyrr en um síðustu ára- mót, er matið skyldi hafið af fullum krafti og voru þá jafn- framt ráðnir tveir iðnlærðir menn til að annast skoðun og mælingar fasteigna. Skoðunar- menn hafa það starf eitt á skrif stofunni að fylla út skoðunar- blöð að svo miklu leyti sem HEYRT SPURT HTERAfí unnt er, áður en farið er til skoðunar í húsin. Fast starfslið. á skrifstofunni er því einn nefndarmanna, og er erfitt að komast af með öllu færri Þess má að lokum geta að fyrsta fast eignamat á íslandi fór fram á ofanverðri 11. öld er Gissur biskup innleiddi „tíundina“. Þetta eru orð Jakobs Ó. Péturs sonar og vonar AM að lesend- ur blaðsins sjái eigi margfallt lengur þá er þeir líta starfslið nefndrar skrifstofu. SSKRIFAR m. a. þannig, en sumt af spjalli hans geym- um við til næsta blaðs. Alltaf er hressilegt að lesa AM. Svona eiga sýslumenn að vera, sagði Skugga-Sveinn, þó í annari meiningu væri. Um að ritstjór- inn sé laumukommúnisti hefi ég ekkert heyrt. Þeir sem eru að erta hann á þessu eru senni- lega kommar sjálfir. Þannig eru starfsaðferðirnar þar. Enda munu Kína og Bandaríkin vara sig glottandi á þessu í framtíð- inni. Svo getur vel verið að ein- hver nýmóðins framsóknarmað ur hafi fengið þessa von í rass- inn, þegar hann sá að Rósberg s var farinn áð skrifa í AM. Meira í næsta blaði S., þar á meðal gagnrýni þíri á ritstjór- ann. PD SKRIFAR. Sunnanblöð erú nú farin að velta vöngum yfir væntanlegum for- setaefnum. Mér finnst þetta svo lítið óviðkunftanlegt, þar sem ég hefi ekki heyrt neitt um það hvort núvetandi forseti okkar gefi ekki kost á sér- lengur þá er þessu kjörtímabili lýkur. En væri það nokkur ósvífni að bæta nafni Þórarins Björnssonar skólameistara á nafnalista sunn anblaðanna. SPYR: „Hve margar bækur hefur Steingrím ur Baldvinsson í Nesi látið á þrykk út ganga?“ AM játar fá- fræði sína og gatar, en vísar í fullri vinsemd RR á úthlutun- arnefnd listamannalauna með spurningu sína. KSKRIFAR: „Vitið þið það ekki, að það var vald KEA, er lokaði kvöldsölunum?“ AM vissi það nú ekki og lætur þessa fullyrðingu K flakka til lesenda — jafnt KEA-manna sem ann- arra. ■pNN er skrifað og vítt lokun ^ kvöldverzlana hér í bænum. Klói skrifar t. d. þannig: „Svona lagaðar ráðstafanir eru árás á sjálfsagðan rétt hvers borgara, er unir því ekki að hér komist á eitthvert mið- aldar skipulag, á líkan hátt og þá er landinn var hýddur fyrir það að verzla ekki í réttri „höndluri1. í fullri vinsemd vildi ég benda hæstvirtri bæj- arstjórn á aðra stærri hættu, en kvöldsölu, t. d. í Söluturninum í Norðurgötu, þar sem öldruð kona er á heiðarlegan hátt að afla sér lifibrauðs. Sú hætta er vínveitingahúsin í bænum. Ég skora á bæjarstjórn, barna- verndarnefnd, áfengisvarnarráð eða hvað þær nú heita allar þessar nefndir, að offra t d. einni laugardagsnótt í akstur (Framhald á blaðsíðu 7.) • AF NÆSTU GRÖSUM* MESSAÐ í Akureyrarkirkju kl. 2 e. h. á sunnudaginn kemur — Biblíudagur — Sálmar nr. 426 — 131 — 136 — 65 — 687. Tekið á móti gjöfum til Biblíufélagsins. P. S. FRÁ SJÁLFSBJÖRG: Föndrið hefst aftur mánud. 14. febr. Föndurnefndin. tÁ R S Þ I N G f. B. A. (fyrri dagur) fer fram n. k. laugardag, 12. febrúar, í íþróttahús- inu og hefst kl. 14 e. h. I.O.G.T. Stúkan Brynja nr. 99. Skemmtifundur að Bjargi laugard. 12. þ. m. kl. 8 e. h. Upplestur, leikþættir o. fl. Dans á eftir. Félagar taki með sér gesti. Allir templarar velkomnir. Æ. T. S. K. T. Spilakvöld verður í Al- þýðuhúsinu 11. febrúar kl. 8.30 e h. Góð verðlaun. Dans- að til kl. 1 e. m. Allt bindindis fólk velkomið. Skemmtiklúbb ur templara AkureyrL ÁRSHÁTIÐ Austfirðingafélags- ins verður haldin 5. marz n. k. að Hótel KEA. Nánar auglýst síðar. ZION: — Sunnudaginn 13. febr. Sunnudagaskóli kl. 11 f. h. -— Öll börn velkomin. Samkoma kl. 8.30 e. h. Allir velkomnir. AKUREYRINGAR! — Munið minningarspjöld Framtíðar- innar. Allur ágóðinn rennur í elliheimilissjóð félagsins. — Minningarspjöldin fást í verzl uninni Skemman.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.