Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 17.02.1966, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 17.02.1966, Blaðsíða 4
IJIMIIMHIHíHHIIIIItHIHHHHHHHHHHlMIHHHHIIHIIHHHIIIIHIIH^IHHHHHIHHIHHHIfMllHHHtllHHIIIIIHHrHIIHIHHIIHIIIHIIHIIIIHHIHIIIIIHIIHIIIIIIIIIIIri* 3P Hitií»rli SÍGDHIÓN JÓHANNSSON (áb.). Útgeíándí: AÍÍ-ÝÐUFLOKKSFeLAG AKUR- EYRARr —■ Afgreiðsla og auglýsingar: Strandgötu 9, II. hæð, síxni (96)11399. — Prentverlc Odds Björnssonar h.f., Akureyri A L. ÞÝÐ UIVJ A£> U R1N N llllllllllllllllllllll 1111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111IIIIIIIIIIIIK ll> Gróandi þjóðlíf ISLAND er land stórstígra framfara. Um það verður \ ekki deilt. F.t' vér skyggnumst um öxl aftur í tím- | ann um aldarfjórðungsskeið, þá eru framfarir frá byrj- | un þess tíma tii þessa dags svo ævintýralegar, að sagan jj um Aladínslampann verður fátækleg hjá þeim. Oss, f sem lilað höfum með þessu framfaraskeiði, verður | stundum á að hugsa, að engin kynslóð hér í landi 1 muni lifa líkt ævintýri, en hví þá það? Tækniöldin er | rétt að byrja, og ef vér reynumst menn, íslendingar, tii f að láta hana vökva og frjóvga með réttum hætti jarð- 1 veg vorn, er engin bjartsýni að ætla, að Island verði f álram land ævintýralega stórstígra framfara. 17 X ÞAÐ þarf mikla jjekkingu, víðsýni, dómgreind og f þrek til að hafa farsæla stjórn á straumrásinni, f sjálfir í straumnum. Maðurinn sér skammt fram og | gleymir fljótt. Vér erum því að krefjast hins ómögu- f lega, þegar vér ætlumst til, að allt gangi fellt og slétt i og aldrei fari neitt úrskeiðis hjá: þeim, sem um stjórn- f völinn halda. Skoðanir hljóta alltaf að vera skiptar f og alltaf að vera „þessi“ og „hin“ leiðin til að mark- f inu í augum manna. Samt má lítil og fátæk þjóð í f kapphlaupi við framfarirnar ekki deila svo hart um = leiðirnar, að markið sjálft gleymist: hið gróandi þjóð- f líf. Þetta minnum vér oss aldrei of oft á, því að vissu- f lega erum vér Islendingar deilugjörn þjóð, Þjóðarsaga f jj vor geymir mýmörg dæmi þess, að stórorustur hafa e ii staðið milli flokka og einstaklinga um aukaatriði, með- f ;j an mergur málsins fékk tæpast rúm undir smásjá at- 1 i hyglinnar, og eftir á furðum vér oss á, að vér sjálfir, f | feður vorir eða afar hafi deilt um málin, svo sjálfsögð | jj hafa úrslitin orðið í lífi þjóðarinnar að úrskurði f jj reynslunnar. I ij ^pÖKUM til dæmis Símamálið svonefnda í tíð Hann- f ij esar Hafsteins. Svo heiftúðug var andstaða ýmissa f i[ andstæðinga hans gegn því, að hann átti að vera aug- f ij ijós landráðamaður fyrir að koma framgangi þess á. f jj Að engum landsmanna hvarflar nú annað en Hannes f ij liafi þar unnið landi og þjóð hið nytsamasta verk. j Tökum tii dæmis úrskurð Jónasar Jónssonar um f ij það, að hér á Akureyri skyldi stofnaður menntaskóli. j jj Þetta var í augum ýmissa nær geðveikisverk. En hverj- f ij um finnst nú, að það hafi ekki verið sjálfsagt? Tökum til dæmis lausn landhelgisdeilunnar við - f jj Breta og þau landniðanöfn, sem Guðmundi 1. Guð- j ij mundssyni voru valin fyrir störf sín að henni. Nú að f jj fáum árum iiðnum viðurkennir öl 1 þjóðin, að sú úr- j |j lausn var farsæl, og á krymt þeirra, sem enn vilja rétt- f ij læta öndverða afstöðu sína þá til málsins, hlusta nú 1 jj engir. f Þetta sýnir oss, að vér skulum umgangast skoðanir j | og úrskurði í máltim með gætni og íhugun og forðast f ij að láta tilfinningar hlaupa með oss í gönur eða stað- j ij bundin viðhorf. Taka með öðrum orðum sjálfa oss f ij með gætni og gagnrýni í dómsniðurstöðum. F'RAMUNDAN bíður oss að taka afstöðu til margra f *■ afdrifaríkra mála vaxandi þjóðar við vaxandi þjóð- f j líl’. Þá skiptir miklu fyrir framtíðarfarsæld þjóðar § vorrar, að hver afstaða verði tekin að vel athuguðu f máli undir leiðsögn viturra og víðsýnna forystumanna, i og ágreiningnr og deilur um, hverja afstöðu skuli taka, f j verði til þess eins, að bezta úrlausnin finnist, en verði i j aidrei hemill á vc'jxt og viðgang hins gróandi þjóðlífs. f Undir því er heill þjóðarinnar komin. f biiiiiiiiiiiiiiniii111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111117 MINNING Jóliann O. Haraldsson tónskáld Fæddur 19. ágúst 1902 - Dáinn 7. febrúar 1966 HORFINN er af jarðarsviðinu Jóhann Ólafur, eins og ég ætíð nefndi hann, einn af mín- um nánustu vinum og það er með trega að ég minnist hans í dag, og mér finnst að umhverf- ið sé með „sorgar blíðu hjúp“ og þó mun hann lifa hér áfram í lögunum sínum sem halda áfram að berast út yfir landið á bylgjum ljósvakans. Segja má að við Jóhann Ólaf- ur höfum verið fóstbræður frá upphafi þessarar aldar, við er- um fæddir og uppaldir hlið við hlið, hann að Dagverðareyri, en ég nokkrum árum fyrr að Glæsibæ, en báðir eru bæir þessir örskammt út með Eyja- firðinum að vestan, í fögru um- hverfi, og bæjarleiðin ekki löng. Eftir að við fluttumst báðir til Akureyrar, hafa leiðir okkar alltaf legið saman, og við mjög mikið samstarf átt í tónlistar- málum, fyrst í Karlakórnum Geysir og síðan í Tónlistarfé- lagi Akureyrar á þriðja tug ára, þar sem hann var með mér í stjórn næstum öll þessi ár. Foreldrar Jóhanns Ólafs voru hjónin Katrín Jóhannsdóttir og Haraldur Pálsson, þá um skeið núandi á Dagverðareyri að nokkrum hluta. Haraldur var mörg ár organisti í Glæsibæjar- kirkju og við fleiri kirkjur í nágrenninu af og til, til dánar- dægurs árið 1938, og áttu feður okkar náið samstarf í söngmál- um í upphafi aldarinnar, en fað ir minn, Kristján í Glæsibæ, dó árið 1928. Voru þeir báðir mjög vel þekktir og vinsælir radd- menn og bæði heimilin umtöl- uð á sviði söngmála. Dagverðar- eyrarmenn og Glæsibæjarfeðg- ar komu víða við í kirkjusöng og kórsöngvum, mjög hand- gengnir Magnúsi Einarssyni þá organista á Akureyri og söng- stjóra, og létu sig ekki muna um að skreppa til Akureyrar á æfingar og samsöngva undh- stjórn hans, og oft kom Magnús út að Glæsibæ og var þá sung- ið glatt. Stundum þjónaði líka að Glæsibæjarkirkju Geir Sæ- mundsson vígslubiskup, er söng og tónaði með svo miklum un- aðj og fegurð, að aldrei líður mér úr minni. Það er því sérstakt andrúms- loft, sem Jóhann Ólafur elst upp í, fullt af fögrum hljómum, enda skynjar hann snemma tón anna mál og nær valdi yfir því, smátt og smátt. Fyrstu merkin um sérgáfu hans komu í Ijós þegar áður en hann varð árs- gamall og sagði faðir minn mér að Þá hefði hann sungið „Hlíð- in mín fríða“ skýrt og greini- lega þó eigi næði hann að mynda orðin svo skildist. En dult fór hann með þessa gáfu sína er hann komst á fót. Þó mun hann 7 ára hafa komist að orgeli föður síns, sem áður hafði verið vandlega læst, en lykill- inn týndist um þessar mundir og smátt og smátt kynnti hann sér svo lítið bar á töfra þá, sem í hljóðfærinu bjuggu. En ekki Jóhann Ólafur Haraldsson. vissi faðir hans um þetta fyrr en hann var 11 ára, að hann eitt sinn fyrir tilmæli kennara síns í barnafræðslu, Stefáns Marz- sonar, settist að hljóðfærinu og lék utanað í fullri raddsetningu nokkur lög, eftir eyranu og naut hann engrar tilsagnar í organleik, því faðir hans taldi þá strax að hann myndi lítið geta kennt honum umfram það er hann hafði lært af sjálfum sér en lét hann þó hafa eitt lag merkt með réttri fingraferð. Eftir þetta lék hann hvert lag sem hann heyrði utanað og færði það millj tóntegunda eins og honum sýndist. Bætti þá jafn vel inn í lögin ýmsum „varia- tionum“ og hafði sérstakan söngsmekk, fínan og hárná- kvæman og hataði alla mis- hljóma, enda ekki lengi að heyra, ef feilnóta var slegin eða falskur tónn tekinn. Þeir sem komið hafa til Trold haugen, bústaðar Griegs í Ber- gen, skilja hans dásamlegu tón- verk betur en áður og láta sér detta í hug að annað hvort hafi tónskáldið Grieg orðið fyrir á- hrifum af .þessu fagra umhverfi í sínum mest heillandi tónverk- um, eða að hann hafi valið þetta umhverfi í samræmi við hjartalag sitt og fegurðarskynj- an. Ekki er vafi á því, að í söng- lögum Jóhanns kemur fram á- hrifaríkur þáttur frá umhverf- ínu, þar sem hann ólst upp. Hann hefur tjáð mér, að ekkert hafi haft eins.mikilfengleg áhrif á barnshuga sinn og Grettis'- hallið fyrir ofan bæinn Dagverð areyri. Þar uppi stendur stór steinn með fingraförum Grett- is, Grettistakið, eins og þjóðtrú in segir. f sumum lögum Jó- hanns má finna sérstakan þrótt og dulmagnaða skynjan. E. t. v. áhrif Grettistaksins. En oftar er það þó hið fíngerða og fagra, sem ræður ríkjum í hugarheimi Jóhanns. Að bakj Grettishall- inu rísa í vestri Möðruvallafjöll in, mild og hlýleg, á bak við hinn sögufræga stað Möðru- velli, sem sést þó ekki frá Dag- verðareyri. En fjöllin virðast undur nærri bænum í mildum bláma vorsins, en til austurs rís Vaðlaheiðin í litbrigðanna ljóma, þegar kvöldsólin sendir síðustu geislana inn Eyjafjörð- inn, gáraðan mjúkri hafgolu eða spegilsléttan, líkur stóru, bogadregnu stöðuvatni, því til norðurs lokar tignarlegur Kald bakur og Hjaiteyrarásinn opn- un hans til hafs heiman frá bænum séð. — Þó hefir sjálf- sagt haft mest að segja hin með fædda tónlistargáfa Jóhanns, sem var óvenjuleg, enda á hann til þeirra að telja í báðar ættir. Haraldur faðir hans var, eins og áður er sagt ágætur raddmað- ur og góður organleikari. Um móður Jóhanns, Katrínu, sagði faðir minn mér eitt sinn að hún hefði verið óvenjulega söngvinn, enda bróðurdóttir séra Árna, er var síðasti búandi prestur í Glæsibæ, söngmaður svo að a£ bar að fegurð og fyllingu. Jóhann Ólafur átti líka mikla möguleika á þessu sviði, hafði háan og bjartan tenói', og á þeim árum 'höfðu honum ekki opnast þær leiðir, sem leiddu hann síðar fyrir sérstaka rás viðburðanna, að tónskálda- bekknum, heldur stóð hugur hans mjög til söngnáms, og fyrstu tilsögn í raddbreytingu fékk hann þó ekki fyrr en 1927 —1928 er Benedikt Elfar var hér söngþjálfari og söngstjóri Karlakórsins Geysis. En árið 1930 kom hingað Sigurður Birkis sfðar söngmálastjóri þjóð (Framhald á blaðsíðu 7.)

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.