Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 17.03.1966, Síða 8

Alþýðumaðurinn - 17.03.1966, Síða 8
ÁGRIP AF SÖGU AlMÐUFLOKKSINS Á GUÐMUNDUR HAKONARSON, bæjarfulltrúi á Húsavík, skrif- ar hér stutt yfirlit af sögu Alþýðuflokksins í Suður-Þingeyj- arsýslu og á Húsavík. Var ætlunin að hún birtist í síðasta blaði, en var of síðbúin sökum erfiðra póstsamgangna. í Fyrsta Jafnaðarmannafélagið, eem stofnað var í Þingeyjar- sýslu, hélt stofnfund sinn 30. nnarz árið 1926 í barnaskólan- um á Húsavík. Félagið hlaut nafnið Jafnaðarmannafélag Þingeyinga og voru stofnendur félagsins 27. Fyrstu stjórn skip- uðu Hallsteinn Karlsson for- maður, Páll Kristjánsson rit- ari og Benedikt S. Snædal gjaldkeri. Á stofnfundinum var samþykkt tillaga frá formanni úm að ganga í Verkalýðssam- band Norðurlands. Félag þetta varð ekki langlíft, starfaði að- eins í rúm 2 ár eða fram að miðju ári 1928, Eins og nafnið bendir til, munu einhverjir utan Húsavík- ur hafa verið félagar, t. d. er getið í fundargerð, að Sigurjón Friðjónsson skáld á Laugum hafi verið einn af félögunum. Starfsemi jafnaðarmanna hér mun svo hafa legið niðri, þar til 19. apríl 1935, en þá komu nokkrir áhugasamir jafnaðar- menn saman í barnaskólanum. Jón Sigurðsson, núverandi for- maður Sjómannafélags Reykja- vikur og Sjómannasambands ís- lands, sem þá var erindreki Al- þýðusambandsins, setti fundinn og stjórnaði honum, unz kosn- ingar höfðu farið fram. Flutti Jón skörulega ræðu og skýrði nauðsyn þess að stofna slíkt félag hér, ræddi um framtíðar- verkefni félagsins og áminnti íundarmenn um að gera sér glögga grein fyrir hættu þeirri, eem stafaði af starfi kommún- ista innan verkalýðssamtak- anna. WMMtMMII III tl 111111111II llttllttllllltltllMMtl II IttlllM* | Fyrsti maí almenn- j ur frídagur IHÓFI sem Eggert G. Þor- j steinsson félagsmálaráð- | I herra hélt miðstjómum AI-1 ! þýðuflokksins og Alþýðu- I | sambands íslands, þann 12. i | tnarz, tilkynnti félagsmála-1 l ráðherra að ríkisstjómin i i myndi beita sér fyrir því að 1 I hátíðisdagur verkalýðsins 1. i | maí verði lögfestur sem al- i I mennur frídagur. Frá því að | 11. maí var fyrst haldinn há- i ! tíðlegur fyrir 42 árum hefur | | það verið eitt af baráttumál- j j um verkalýðshreyfingarinn-! ! ar, að fá hátíðisdag sinn við- ! j urkenndan sem almennanj j frídag. j .................... Samþykkt var að félagið skyldi heita Jafnaðarmannafé- lag Húsavíkur og voru stofn- endur 21, þar af þrjár konur. Fyrstu stjóm félagsins skip- uðu: Þórður Eggertsson for- maður, Sigurður Kristjánsson Guðmundur Hákonarson. ritari og Jóhannes Jónsson Gjaldkeri. Félagið starfaði mikið fyrstu árin, hafði bæði umræðu- og skemmtifundi og lét sér fátt óviðkomandi af því sem snerti velferð .staðarins. Þann 15. febrúar 1939 er svo nafni félagsins breytt í Alþýðu- flokksfélag Húsavíkur, sem það heitir enn í dag og hefur starf- að mikið í þessi nærri þrjátíu ár, að undanskyldum árunum 1942—1944, en þá mun starfsem in hafa legið niðri að mestu. Þessir hafa gegnt störfum frá upphafi: Þórður Eggertsson Þorgr. Maríusson Sig. Kristjánsson Þórður Eggertsson Ingólfur Helgason Jóhannes Jónsson Axel Benediktsson Guðm. Hákonarson Einar M. Jóhanness. Guðm. Hákonarson formanns- 1935 1936 1937—1941 1945 1946—1949 1950—1953 1954—1955 1956—1958 1959—1964 1965 Þá hefur Ingólfur Helgason verið varaformaður samfleytt í 16 ár og Jóhannes Guðmunds- son verið endurskoðandi í 12 ár. Alþýðuflokksfélag Húsavíkur hefur á sínum starfsferli látið mikið til sín taka í bæjarmál- um Húsavíkur og ætíð tekið þátt í kosningum' til sveitar- stjórnar og síðar bæjarstjórnar annað hvort í samvinnu við aðra eða boðið fram sér lista. Eftirtaldir menn hafa setið í hreppsnefnd og bæjarstjóm á vegum verkalýðsfélagsins og Alþýðuflokksfélagsins: Pétur Jónsson Ásgeir Eggertsson Jón Sigurjónsson Jóhannes Guðmundsson Sigurður Kristjánsson Þráinn Maríusson Ingólfur Helgason Axel Benediktsson Jón A. Héðinsson Guðmundur Hákonarson og Einar Fr. Jóhannesson. - Fjórir þeir fyrstnefndu voru í sveitarstjórn að tilstuðlan verkalýðsfélagsins, en Sigurður Kristjánsson er fyrstur kosinn beint sem fulltrúi Alþýðuflokks félagsins. Árið 1950 fékk Alþýðuflokk- urinn fyrst kjörna tvo menn í bæjarstjórn Húsavíkur eftir mikinn kosningasigur. Fulltrú- ar hans þá urðu Ingólfur Helga- son og Axel Benediktsson. Síð- an hafa tveir Alþýðuflokks- menn átt sæti í bæjarstjórn. Alþýðuflokksfélagið fór ekki varhluta af klofningnum, sem varð í röðum flokksins, með stofnun Kommúnistaflokksins og fráhvarfi Héðins Valdemars- sonar. Þá hurfu margir ágætir menn yfir í raðir kammúnist- anna, til óbætanlegs tjóns fyrir verkalýðshreyfinguna. Ég veit að margir þessara manna sjá í dag eftir því að hafa gerzt klofningsmenn í (Framhald á blaðsíðu 7.) ALÞYÐUMAÐURINN XNNN XXXVI. árg. — Akureyri, fimmtudaginn 17. marz 1966 — 10. tbl. Gunnar Jónsson eykur bílakoslinn Dalvík 16. marz I. J. GUNNAR JÓNSSON sérleyf- ishafi hefur nýverið bætt við bílakost sinn. Keypti hann tveggja hæða áætlunarbílinn af Norðurleiðum h.f. og hefur lát- ið gera ýmsar endurbætur á bifreiðinni. Fjórir hreppar hér hafa nú ákveðið að kaupa fullkominn snjóbíl en það eru Dalvíkur-, Svarfaðardals-, Hríseyj'ar- og Árskógsstrandarhreppur og mun fannkyngið nú í vetur hafa bent á nauðsyn slíks farartækis. Björgvin kom inn með 30 tonn nú fyrir helgina og fregn- ast hefur um góðan afla hjá honum núna. Bjarmi kom fyrir stuttu af miðunum fyrir sunn- an, en lagði að stað í kvöld áleið is til Noregs, en þar verður bát- urinn lengdur. Dröfnin fór í gærkveldi áleiðis til Snæfells- neshafna, en þar mun báturinn Mikið fannfergi er á Seyðisfirði Seyðisfirði 16. marz. S. 0' VENJUMIKIÐ fannfergi hef ur verið á Seyðisfirði í vet- ur, meira en um árabil. Hefur =s Aðalfundur verkalýðs- félagsins Fram Sauðárkróki 15. marz J. K. AÐALFUNDUR verkalýðsfé- lagsins Fram var haldinn síðasta sunnudag. Friðrik Sig- urðsson, er hefur verið formað- ur félagsins undanfarin ár baðst eindregið undan kosningu, einn ig Kári Steinsson er átt hefur sæti í stjórninni. Var þeim þökk uð vel unnin störf. í stjórn voru kosnir: Egill Helgason formað- ur, Óli Aadnegard varaformað- ur, Jón Karlsson ritari, Mar- geir H. Valberg gjaldkeri og Pálmi Sigurðsson meðstjórn- andi. Fjárhagur félagsins er góð ur, en félagsmenn eru um 160. færð á götum verið þung und- anfarið, en öllum farartækjum ófært, öðrum en snjóbíl, utan- bæjar. Póst-, mjólkur- og vöru- flutningar til bæjarins hafa því verið stopulir, enda eingöngu um skipaferðir að ræða. Ekki hefur það heldur virkað upplífgndi fyrair fólkið í bæn- um nú í skammdeginu, að hlust- unarskilyrði útvarpsins hafa verið með þeim hörmungum í vetur, að sjaldan komast dag- skrárliðir þess óbrenglaðir til skila. Er það von manna, að skjótlega verði úr þessu bætt. Miklar framkvæmdir hafa verið í bænum í vetur. Unnið að byggingu fjölmargra íbúðar- húsa og margháttaðar undir- búningsframkvæmdir unnar hjá síldarverksmiðjunum, en þar stendur m. a. til að reisa nýjar mjölskemmur, bæði hjá Hafsild og SR, og hráefnis- tanka hjá Hafsíld. leggja upp það sem eftir er vertíðar. Mikill hugur er í mönn um í sambandi við grásleppu- veiðar. Ofursti Wiggo Fiskaa kemur í heimsókn til Akureyrar SAMKOMUR verða í sal Hjálp ræðishersins sunnudaginn 20. marz kl. 8.30 e. h. fagnaðarsam- koma mánudaginn 21. marz kl. 4 e. h. Heimilissamband. Allar konur velkomnar, og kl. 8.30 e. h. æskulýðssamkoma. Á þriðjudaginn kl. 8.30 e. h. kvöld vaka. Miðvikudaginn kl. 8.30 e. h. vakningasamkoma. Briga- der Driveklepp stjórnar þess- um samkomum. Allir hjartan- lega velkomnir. Hraðskákkeppni SÍÐASTLIÐIÐ mánudags- kvöld fór fram hraðskák- keppni hjá Skákfélagi Akureyr ar og var keppt um Lindubikar- inn svokallaða. Keppendur voru 20. Sigurvegari varð Halldór Jónsson og hlaut hann 17 v. af 19 mögulegum. Annar varð Gunnlaugur Guðmundsson með I6V2 v., þriðji Jón Björgvinsson með 15 v., fjórði Jón Torfason með 14% v. og fimmti Júlíus Bogason með 13% vinning.

x

Alþýðumaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.