Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 21.05.1966, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 21.05.1966, Blaðsíða 2
En æskan þarf fleira en leiki - brýn þörf er á skipulagðri unglingavinnu á sumrin segir Guðrún Sigbjörnsdóttir Góðir Akureyringar! YRIR DYRUM standa bæjar- stjórnarkosningar. — Nú sem endranær gefa þær tilefni til, ann- ars vegar að gera upp reiknings- skilin við fráfarandi bæjarstjórn, þakka það, sem vel er gert og benda einnig á mistökin og van- ræksluna, sem ætíð er einhver, svo að þau víti ntegi verða nýrri stjórn til varnaðar. En hins vegar verður rætt um framtíðina. Ég mun þó eftirláta það öðrum ræðumönnum að minnast liðins kjörtímabils, þótt á margt mætti benda þar, sem betur liefði mátt úr hendi fara, en í Jjcss stað mun ég drepa á nokkur þau mál, sem brýnust er Jjörfin að leysa og eru verkefni framtíðarinnar, sem taka verður föstum tökum þegar á þessu ári, og síðan. Á undanförnum árum hefur þjóðfélag okkar tekið gjörbreyt- ingum. Það er ekki ýkja langt síð- an heimilin voru sjálfum sér nóg, að svo miklu leyti, sem þeim var kleift fjárhagslega að uppfylla þarfir sínar. Verkahringur kon- unnar var innan veggja heimilis- ins. í hennar hlut kom, auk hinna beinu hússtarfa, að bera mestan þunga af uppeldi og daglegri um- sjá barnanna, meðan heimilisfað- irinn sinnti atvinnu sinni utan- húss. Húsfreyjan var allt í senn, húsmóðir, uppalandinn og hjúkr- unarkonan, ef sjúkdóm bar að höndum. Ef hún fékk ekki annað sínum fjölbreytta verkaliring, var sjaldnast nokkurrar hjálpar að vænta, nema ef góðviljaðir ná- grannar hlupu undir bagga. En nú eru viðhorfin breytt. Þjóðfélagið og })ó einkum bæjar- félögin, hafa tekið að sér að veita einstaklingum og heimilum þjón- ustu á ótalmörgum sviðum, beint og óbeint. Verksvið konunnar hef- ur færzt út fyrir veggi heimilisins af félagslegri nauðsyn, og um leið hefur Jrörfin fyrir Jjjónustu bæj- arfélagsins aukizt og jafnframt sí- þyngdum álögum er Jjað skylda bæjarfél. að láta J)á Jjjónustu í té. En áhugamál okkar kvennanna verða ætíð |)au sömu, Jjótt verka- hringurinn víkki. Þar verður í fremstu röð umhyggjan fyrir heill barnanna og æskunnar yfirleitt. Leitin að ]ní, hvað unnt er fyrir æskuna að gera og hvernig megi koma henni til þroska og verja hana skakkaföllum, og bæta henni upp, það sem hún fer á mis við, vegna vinnu mæðranna utan heimilis, vinnu sem ekki verður hjá komizt. Ég mun Jjví helga mínútur mínar í þessari umræðu málefnum æskunnar og heimil- anna. Fyrir ungu börnin kallar þörfin mest á leikvelli, búna leiktækjum Guðrún Sigbjörnsdóttir. og undir umsjá. Hér í bæ skortir mjög á um þessa hluti, bæði tölu leikvallanna og heppilega stað- setningu, svo og umsjá, eins og nauðsyn krefur. Mest er aðkall- andi að lá lokaðan gæzluvöll fyrir börh á al3rimimT2—5 ára. Þar sem mæðurnar geta geymt börn sín óhult, þegar þeim liggur á, sakir heimilisanna eða starfa utan heim- ilis. Jafhframt eykst stöðugt þörf- in fyrir dagheimili, sem rekið sé allt árið, og þarna verður bæjar- félagið að taka til höndum. Ekki er síður nauðsyn á að koma til móts við þarfir unglinganna, sem komnir eru á skólaaldur og vaxnir eru upp úr leikvöllunum, ef svo mætti segja. Margt er rætt um æskuna, og vandræði hennar. Sífellt er kallað á fleiri bönn, sem eigi að forða henni frá óhöppum og spillingu. Það er létt að setja bönn og hömlur. Erfiðara er að fylgja Jreim eftir, en erfiðast að láta þau ná þeim tilgangi, sem Jjeim er ætlað, æskulýðnum til uppbyggingar og heilla. Hverju banni verður að fylgja eftir með einhverju jákvæðu starfi. Bærinn rekur nokkra æskulýðs- starfsemi og launar ötulan æsku- lýðsfulltrúa. íþróttafélögin safna unglingunum undir merki sín og skólarnir verða vitanlega að krefj- ast síns. Milli þessara aðila er ekki næg samvinna og samræming. Æskilegast og sjálfsagðast væri, að þessi starfsemi færi sem mest fram undir umsjá skólanna, minnsta kosti meðan skyldunám unglinga varir, og helzt svo lengi, sem þéir eru í skóla. Þar eiga bæjaryfirvöld og skólar að taka höndum saman. En sjá verður fyrir fleiru. Fyrir þá unglingastarfsemi, sem ekki rúm- ast í skólunum verður að koma upp félagsheimilum, þar sem ekki sé einungis séð fyrir tómstunda- iðju og íjjróttaæfingum, heldur hvers konar skemmtunum, þar geti unglingarnir dansað,æft leiki, séð kvikmyndir o. s. frv. Það er gagnslítið, að banna unglingun- um að sækja opinbera skemmti- staði, ef Jieim er ekki gefið um leið nokkurt athvarf annað en gatan. Stofnun slíks félagsheimilis er eitt af brýnustu málefnum, sem bæjarstjórn verður að beita sér fyrir vegna æskunnar í bænum. Jafnframt þarf að korna upp úti- leikjasvæðum í flestum hverfum bæjarins, Jjar sem unglingarnir geti stundað útileiki og íþróttir, án þess beint að æfa til kapp- leikja. En æskan þarf fleira en leiki. Brýn þörf er á skipulagðri ungl- ingavinnu á sumrin. Þótt nokkrir möguleikar séu á atvinnu ungl- inga hér á sumrin, t. d. í frysti- húsinu, er vafasamt frá uppeldis- legu sjónarmiði, hvort það er lieppileg atvinna fyrir unglinga, og auk þess margir, sem ekki kom- ast þar að. í þessum efnum verður að gera stórt átak. Margt mætti betur fara í heilsu- gæzlu bæjarbúa. Leggja Jjarf kapp á að fá fleiri sérmenntaða lækna til bæjarins í sem flestum grein- um, svo að ekki Jjurfi að sækja slíka hjál]) til Reykjavíkur. En um leið verður að skapa þeim VIÐ heyrðum það í uniræðun- um, er útvarpað var frá Skjaldarvík sl. þriðjudagskvöld, að „stóru flokkamir" báðir ótt- ast Alþýðuflokkinn, en í síðasta blaði var að nokkru minnzt á neyðaróp Sjálfstæðisflokksins, er vinsælasti og einnig vopnfim asti maðurinn er á sæti á lista Sjálfstæðisflokksins eyddi mest öllum ræðutíma sínum í árásir á Alþýðuflokkinn. Ótti stóru skilyrði til að annast sjúklinga sína á sjúkrahúsi bæjarins. Þar stendur nú stækkun fyrir dyrum, og ])á gefst tækifæri til slíkrar skipulagsbreytingar, en hún má heita frumskilyrði þess, að sér- fræðingar fáist hingað til læknis- starfa. Heilsuverndarstöðina })arf að stórbæta og auka starfsemi he'nn- ár, svo að hún geti beinlínis ann- ast heilsugæzlu bæjarbúa, einkum þó barna og unglinga. Með því yrði miklu erfiði og áhyggjum létt af okkur húsfreyjunum. Þá er og nauðsyn skipulagðrar heim- ilishjálpar þegar veikindi ber að höndum. Allt Jretta kostar fé, en þótt sparnaður sé dyggð, er sparn- aður á sviðum uppeldismála og heilsugæzlu hættulegasta eyðslan í hverju samfélagi. Að endingu vil ég aðeins minn- GLERÁRSKÓLANUM var sagt upp sl. föstudag og skýrði skóla stjórinn Hjörtur L. Jónsson frá störfum skólans á vetrinum. í skólanum voru 103 böm í 6 bekkjardeildum. Yngri deild- ir skólans hófu nám 1. septem- ber en eldri deildirnar 4. októ- ber eða aðeins seinna en venju- lega, vegna kennaranámskeiðs, sem haldið var um mánaðamót- in sept.—okt. Foreldradagur var haldinn 23. nóv. og var hann mjög vel sóttur. Námsstjórarnir Valgarður Har aldsson og Óskar Halldórsson heimsóttu skólann, og lagði Val garður reikningspróf fyrir elztu börnin, en Óskar ræddi um ís- flokkanna kom þar greinilega fram — þeir óttuðust „pínulitla flokkinn eða dauða fIokkinn“, en slíkum köpuryrðum hefir oft verið slöngvað til jafnaðar- manna. Kjósendafundur A-list- ans í Borgarbíó sannaði oddvit- um stóru flokkanna það, að Ak- ureyringar eru staðráðnir í því að veita flokki jafnaðarmanna öflugt brautargengi á morgun. ast á sölubúðirnar og Jrjónustú þeirra. Það mál er að vísu ekki nema að nokkru leyti mál bæjar- stjórnar. En þess verður að krefj- ast af henni, að hún með sam- þykktum sínum stuðli ekki að þvf að draga úr eðlilegri Jrjónustu verzlana við viðskiptamennina, eins og nú virðist stefnt að. Margt fleira liefði verið J)örf að minnast á, t. d. að fenginn yrði lieimilisráðunautur, húsnæðismál- in o. fl., en tími tninn leyfir það ekki. Mál þessi, sem ég hefi talið, eru stefnumál Alþýðuflokksins. Frá upphafi vega sinna liefur Al})ýðu- flokkurinn verið Lfararbroddi um allar íélagslegar umbætur. Hann liefur allra flokka markvissast unnið að því að skapa oss betra Jrjóðfélag. Þess vegna hefi ég léð honum fylgi mitt, og því skora ég á yður, Akureyringar, og einkuhi konurnar, að gefa Aljrýðuflokkn- um atkvæði yðar. Honum er allra flokka bezt trúandi til að fylgja áhugamálum heimilanna fram til sigurs. lenzkukennslu og próf. Var sam kvæmt ósk hans haldið munn- legt próf í íslenzku nú í vor. Nemendur 6. bekkjar fengu þriggja daga skíðanámskeið í Hlíðarfjalli og tókst það með ágætum. Börnin héldu ársskemmtun sína 1. og 2. áprfl við góða að- sókn. Ágóðanum var varið til að greiða hluta af kostnaðinum við skíðanámskeiðið, en einnig til tveggja daga skemmtiferðar fyrir barnaprófsbörnin nú í lok mánaðarins. Zontaklúbbur Akureyrar bauð nemendum 6. bekkjar að skoða Nonnasafnið og hlýða á frásagn- ir um ævi Nonna. Seinna var svo lagt fyrir þau smápróf um rithöfundinn og veitt verðlaun fyrir beztu svörin. Sparifjársöfnun barnanna var um 5000 kr. Heilsufar í skólanum var á- gætt. Próf var haldið dagana 27. apríl til 9. maí og luku 17 börn barnaprófi. Hæstu einkunn hlaut Ásdís ívarsdóttir, 9.52, og fékk hún ásamt nokkrum öðr- um börnum bókaverðlaun fyrir góða frammistöðu. Fastir kennarar við skólann eru 3, auk skólastjóra, stunda- kennarar voru 3 í vetur. r Otti „stóru flokkanna” við A-listann Glerarskólanum slitið AKUREYRINGAR: Stuðningur við A-listann boðar Norðlenzka sókn

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.