Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 04.08.1966, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 04.08.1966, Blaðsíða 1
FRAMKÖLLUN — KOPIERING PEDROMYNDIR Akureyri HAFNARSTRÆTI 85 . SÍMI (96)11520 Opið öll kvöld til kl. 23.30 VERZLUNIN BREKKA f '~S Erfitt tíðarfar og pftir stirffar XXXVT. árg. — Akureyri, fimmludaginn 4. ágúst 1966 — 26. tbl. r r VAGLASKOGUR BINDINDISMOX Flokkur æskufólks í Hrísey gætti heimreiðar í Vaglaskóg. Ljósm.: N. H. AM þakkar þeim æskufýðssamtökum er standa fyrir vínfausum skemmtisamkom- ihvl En hví bjóða eigendur Brúarlundar upp á óhrjálegan hermannabragga Unglingarnir lilusta broshýrir á brandara Ómars Ragnarssonar. Ljósm.: N. H. ERFIÐ HEYSKAPARTÍÐ ER.FIÐ HEYSKAPARTÍÐ hef ur verið um allt Norðurland í sumar og munu nokkrir bænd ur ekki hafa náð strái í hlöðu enn og standa þeir bændur mun verr að vígi, er ekki hafa súg- þurrkun. Sláttur hófst mun síðar en undanfarin ái', sökum vorharð- indanna, er seinkuðu gras- sprettu að mun. Spretta er þó yfirleitt orðin góð. Mesta ofsaveður, er um get- ur á þessum tíma árs, gekk yf- ir landið 23. og 24. júlí og fylgdi því mikil úrkoma og tepptust víða fjailvegir vegna snjókomu. Óttast bændur, að kindur hafi króknað í þessum veðraham, þar sem svo stutt var fráliðið, að fé hafði verið rúið. Húsavík 3. ágúst.. G. H. ÍÐARFAR hefir verið mjög slæmt hér um slóðir, stöðug norðanátt og kuldi og allmikil úrkoma. Gæftir hafa því verið stirðar og því lítill afli borizt á land. Heyskapur hefir einnig gengið hægt sökum ótíðarinnar. Hingað hafa borizt um 22.000 mál síldar í bræðslu og búið er að salta 1240 tunnur á tveimur | söltunarstöðvum. Akurey RE er væntanleg í kvöld með um 400 i tunnur. Mikið hefur verið hér um byggingarframkvæmdir í sum- ; ar og hefur -verið skortur á vinnuafli til þeirra fram- kvæmda. í síðustu viku efndi nýskirð- ur kvartett, Tónakvartettinn til söngskemmtunar í samkomu- húsinu. Á söngskrá voru 36 lög eftir innlenda og erlenda höf- unda. Var húsfyllir og söngn- um tekið með ágætum. Kvart- ettinn skipa: Ingvar og Stefán Þórarinssynir, Eysteinn Sigur- jónsson og Stefán Sörensson, undirleik annaðist frú Bjþrg Friðriksdóttir. Um síðustu helgi söng kvartettinn á bindindis- mótinu í Vaglaskógi. '■ Furðulegt hnútukast IFYRSTA blaði Dags að loknu sumarleyfi má líta á forsíðu og feitletrað, all strákslegar að- dróttanir í garð bæjarstjórans, Magnúsar E. Guðjónssonar. — Samkvæmt ábyggilegum lieim- ilduni, er AM hefir aflað sér, er þetta lmútukast Dags óréttlátt í hæsta máta, og vonandi eru hinir 4 bæjarfulltrúar Fram- sóknar, er endurkusu Magnús E. Guðjónsson á s.l. vori, þar á sama méli. væri fyrir hendi. En svo er það annað mál, að Brúarlundur er sem Ijótur blettur á ásýnd Vaglaskógar og ættu eigendur og forsvarsmenn staðarins að taka þessa ábendingu til vin- samlegrar athugunar. Hermannabraggi hæfir eigi stað sem Vaglaskógi og hvernig væri það að þau dugmiklu æsku lýðssamtök er að bindindismót- inu stóðu, ásamt Akureyri, Húsavík, Eyjafjarðar og Þing- eyjarsýslum, reistu í Vaglaskógi veglegan samkomustað fyrir norðlenzka æsku, þar sem hún gæti notið frelsis og griðlands (Framhald á blaðsíðu 5) Tíðindamaður AM lagði leið sína í Vaglaskóg s.l. laugardags kvöld á bindindismótið er æsku lýðssamtök efndu til í annað sinn á þessum fagra stað. Eigi skal leyna því, að það vakti undirrituðum gleði, er hann sá æskufólk úr yngsta ungmennafélaginu inhan vé- banda UMSE, Narfa í Hrísey, gæta innreiðar í skóginn, og hefur blaðið fregnað, að það hafi gegnt þessu vandasama starfi með sóma. Fljótt var það auðséð, að æskufólk var í yfirgnæfandi meirihluta samkomugesta og eigi var annað séð, en að hún undi sér glöð án göróttra drykkja, og þótt veðrið væri ekki sem ákjósanlegast, og dátt hljómuðu hlátrar á samkomu- svæðinu, er Ómar Ragnarsson skemmti með bröndurum sín- um. Það dunaði dans í Brúar- lundi og það var birta og fersk- leiki yfir svip ungmennanna. — Sönn lífsgleði æskunnar virtist fá útrás þótt enginn vínhar í fögrum lundi Vaglaskógar Vaglaskógi um verzlunarmannahelgina TjMMMTÁN TIL SEXTÁN manns svívirtu þetta mót, með því að sýna sig ölvaða. AM þakkar forráðamönnum bindindismótsins fyrir hugrekkið og þá jafnframt norðlenzkum æskulýð fyrir prúð- mannlega framkomu í lundum Vaglaskógar. LEIÐARINN: Hvað sem það kostar TORFIVILHJÁLMSSON, minning, sjá bls. 5 Skipuleggjum ferð- ir endurgjaldslaust Fyrir hópa og einstaklinga LÖND O G LEIÐIR. Sími 12940

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.