Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 04.08.1966, Blaðsíða 5

Alþýðumaðurinn - 04.08.1966, Blaðsíða 5
 % Torfi Yilhjálmsson Fæddur 20. marz 1918 - Dáinn 16. júlí 1966 „Glaður og reifur skyldi gumna hverr, unz sinn bíður bana.“ ÞANNIG buðu Hávamál for- feðrum vorum að lifa, og enn í dag finnst oss þeir sam- ferðamenn vorir á lífsleiðinni bera af, sem þetta lífsviðhorf hafa öðlast eða tileinkað sér. Þá er bezt að eiga að vini, for- göngumanni eða förunaut, glað værð þeirra, karlmennska og æðruleysi glæðir jafnvel veika þreki og bjartsýni. Og þeirra er líka gott að sakna, þegar þeir eru gengnir, vegna vissunnar um, að þar lifa menn. Fáum mönnum hefi ég kynnzt á lífsleiðinni, sem mér hafa fundizt ofangreind orð úr Háva málum eiga jafnvel við og Torfa Vilhjálmsson: Glaðvær, hress, skýr og skemmtinn, ósér hlífinn, röskur, verkmaður á allt, sem hann gekk að. Æðru- laus karlmennska og röskleiki ásamt glaðværð, tillitssemi og ■ umburðarlyndi voru skapgerð- areinkenni hans. Og nú sakna hans ástvinir, frændur og vin- ' ii’, horfins úr vorum hópi, en söknuðurinn er blandinn þeirri græðandi huggun, að þar fór maður, sem hann fór. Torfi Vilhjálmsson var fædd- ur að Torfunesi í Köldukinn, sonur hjónanna Lísbetar Ind- riðadóttur og Vilhjálms Frið- laugssönar. Torfi ólst þar upp í stórum systkinahópi og vand- ist allri algengri sveitavinnu frá barnæsku. Hann gekk tvo vet- ur í Laugaskóla, en fluttist ár- ið 1941 hingað til Akureyrar, þá nýkvæntur Ólöfu Jónasdótt- ur frá Vogum í Mývatnssveit. Hér voru þau búsett síðan. Lengi stundaði Torfi aðallega byggingavinnu og var mjög eftirsóttur starfsmaður vegna röskleika síns og lagni. Síðustu árin var hann umsjónarmaður Oddeyrarskólans á vetrum, en vann að byggingastörfum á sumrum. Umsjónarstarfið vann hann af slíkri alúð, að öllum, sem þekktu til, fannst sérstakt um: skólastjórn, kennurum, hreingerningskonum og gest- um, sem sáu umgengni alla. Skólabörnin áttu hann og að umsjármanni og vini, því að svo var Torfa treyst að verðleikum, að skólastjórinn fól honum stundum umsjá og fræðslu í bekk, þar sem kennslustund hefði annars fallið niður vegna sjúkleika kennara eða annarra , forfalla. | Torfi Vilhjálmsson var eftir- sóttur maður til félagsstarfa, því að félagshyggja hans var rík og félagsþroski mikill. Hann sat í stjórn Verkamannafélags Akureyrarkaupstaðar um skeið og í stjórn sjúkrasjóðs þess um tíma. Hann var mjög mörg ár í stjórn Alþýðuflokksfélags Akur eyrar og varaformaður þess um skeið. Hann skipaði oft einhver efri sæti lista Alþýðuflokksins hér í bæ við bæjarstjórnarkosn ingar, var kjörinn fulltrúi á A1 þýðusambandsþing og Alþýðu- flokksþing og nýverið hafði hann verið kjörinn af hálfu Starfsmannafélags Akureyrar á þing Sambands starfsmanna rík is og bæja að hausti. Ætíð þótti það sæti vel skipað, er Torfi skipaði, því af þegnlund sinni lagði hann vel til allra mála. En nú er hinn glaði og reifi maður allur. Dauðinn sótti hann skyndilega heim í sumarferð á Vestfjörðum. Brú á lítilli á, varð honum einnig brú yfir á annað land, sem er hulið mann legu auga. Vegir forsjónarinnar eru órannsakanlegir. Undirritaður átti því láni að fagna um fjölmörg ár að eiga Torfa Vilhjálmsson að nánum samstarfsmanni. Þar féll aldrei skuggi á, og betri félaga hefi ég ekki kynnst meðal þó margra ágætra. Dóttur minni og tveim ur litlum dóttursonum var hann eins og ástríkur móður- eða föðurbróðir og ömmu eða afa- bróðir og mér og konu minni sannur vinur. Þetta er Ijúft og skylt að þakka. Eftirlifandi konu hans og son um, aldraðri móður og systkin- um vottum við einlæga samúð okkar. ‘Þeirra er söknuðurinn sárastur, en huggunin líka mest að hafa átt svo mikla hlutdeild í jafn mikilhæfum öðlings- manni -og Torfi Vilhjálmsson var. Bragi Sigurjónsson. iÐ HEILSAST og kveðja: það er lífsins saga. Sjalda eður aldrei hefur mér verið jaf Ijós sannindi ofanritaðra or? og þá er öldur ljósvakar skýrðu mér frá láti Torfa Vi' hjálmssonar. í önnum dægi anna gleymum við því oft, h\ skemmt er milli lífs og dauð Eigi fló það í hug mér að þé og hlýtt handtak Torfa Vi! hjálmssonar, þá er við tókum: í hendur á einum af síðustu dc um júnímánaðar væri það sít asta. Kynni mín af Torfa urð eigi langæ, en skuggalaus. Mér mun æ verða minnisstætt frá síðustu vordögum hve gott og jákvætt var þreyttum manni að fá Torfa í heimsókn, er á kosn- ingabardaganum stóð. Bros í augum, hressileg og traustvekj- andi framkoma hans og glettnis leg tilsvör vöktu bjarsýni og aukið þrek, og þess er Ijúft og gott að minnast. Fyrir hönd málgagns jafnað- armanna á Akureyri flyt ég öll- um ástvinum Torfa hugheilar samúðai’kveðjur og þakkir. Þar sem hann var fór einlægur og fórnfús jafnaðarmaður, er eigi varð villugjarnt þótt sviptibylj- ir íslenzkrar stjórnmálabaráttu væru oft dimmir. Blessuð sé minning hans. Sigurjón Jóhannsson. Blómabúð KEA 11. iSr logo ntour BLÓMABÚÐ KEA í Hafnar- stræti 96 hætti starfsemi sinni, sem sérstök deild Kaupfélags Eyfirðinga, þann 30. júlí sl. Frá þeim tíma — og fyrst um sinn — hættir félagið að verzla með blóm, en annar söluvarningur Blómabúðar KEA verður flest allur á boðstólum í Járn- og glervörudeild félagsins. Blómabúðin hóf starfsemi sína árið 1946 í Hafnarstræti 89, þar sem nú er Matstofa KEA, en árið 1956 var hún flutt í leigu húsnæðið í Hafnarstræti 96. Fyrsti deildarstjóri Blómabúð ar KEA var Arnór Karlsson, sem sagði starfi sínu lausu sl. ár og tók þá við deildarstjórn Ólaf ur Axelsson og gegndi hann því starfi þar til nú. Blómabúðin hefir alltaf reynt að gegna hlutverki sínu eftir beztu getu og vill nú, er liún hættir starfsemi — mest sökum húsnæðiserfiðleika — flytja fé- lagsmönnum Kaupfélags Eyfirð inga og öðrum viðskiptavinum beztu þakkir fyrir ánægjuleg viðskipti á liðnum árum. Þórður Jónasson ei’ nú orðinn aflahæsta skip- ið á síldveiðunum ISKÝRSLU Fistifélagsins um afla einstakra skipa á síldveið um norðanlands og austan til og með 30. júlí kemur í ljós, að 151 skip hafa fengið einhvern afla. Þá kemur og í ljós, að v. b. Þórður Jónasson frá Akureyri er aflahæstur með 3495 lestir, næstur kemur Gísli Árni frá Reykjavík með 3439 lestir, þá Jón Kjartansson frá Eskifirði með 3432 lestir, þá Barði frá Neskaupstað með 3076 lestir og Ólafur Magnússon frá Akureyri með 3060 lestir. - VAGLASKÓGUR - BINDINDISMÓT (Framhald af blaðsíðu 1). frá áhrifamætti Bakkusar, ekki aðeins um eina helgi hvers sum ars, heldur allar. Vaglaskóg á að fríðlýsa sem áfengislausan stað sumarlangt. Vaglaskógur var kvaddur í þeirri fullvissu að íslenzk æska eins og hún birtist undir grænu limi trjákrónanna í Vaglaskógi væri dásamlegasti auður ís- lands og þá einnig væri það sök okkar hinnar eldri kynslóðar ef þeim yrði fórnað á blótstall vín guðsins. Það lá svört þoka yfir Vaðlaheiði á heimleið, mætt var mörgum bílum á austur- leið, en ekið var með gætni. Góðar vættir virtust halda verndarhendi yfir mótinu í Vaglaskógi og því jákvæða brautryðjandastarfi er æsku- lýðssamtökin voru hér að vinna.. Að loknu móti leitaði AM fregna hjá Stefáni Kristjánssyni í Nesi, en hann var fram- kvæmdstjóri mótsins. Kvað hann mótið hafa farið í alla staði vel fram, en um 4000 manns hefðu komið í skóginn, 15—16 manns hefðu verið tekn- ir úr umferð sökum áfengis- áhrifa. Eigi var leitað í bílum að áfengi og sem betur fór brugðust sárafáir því trausti er ráðamenn mótsins báru til gesta sinna. Umgengni öll var brotalítil alla mótsdagana. Sama álit lét Þóroddur Jóhanns son í ljós er blaðið kom að máli við hann, og einnig hafa margir samkomugestir haft orð á því við blaðið, að mótið hafi í alla staði vel tekizt. Eiga þau sam- tök er að mótinu stóðu vissu- lega þakkir skilið fyrir for- göngu sína og heitir blaðið jafn framt á þau að beita áhrifum sínum til þess að Vaglaskógur verði í framtíðinni friðlýstur sumarlangt gegn niðurrifsöflum Bakkusar konungs. s. j. STAKAN okkar N. N. sendir eftirfarandi vor vísu. Seiðir söngur að vori, svellur í æðum blóð. Allt lifnar og létt í spori, leikur sér æskan rjóð. Er ekki gott að ryfja upp þessar snjöllu vísur Einars Benediktssonar: Hefjast yfir stund og stað stef sem þjóðin unni. Máist skrif og blikni blað, bindast ljóð á munni. ; Siglir dýra súðin mín, sveipuð himin bjarma, yfir heimsins höf til þín hrundin bjartra armá. í síðasta vísnaþætti birtum við 3 glettnisvísur eftir V. H. Prentvillupúkinn misþyrmdi þeirri síðustu og birtum við hana aftur nú vondandi óbrenglaða og biðjum jafn- framt V. H. afsökunar á mis- tökum okkar. i Nú einlífskvölin kveður bráðum og kaupfélagsskuldin lækkar fljótt. Með konu í faðmi ég kúri bráðum og króa eignast furðu skjótt. Svo kvað snillingurinn Öm Arnarson. Dýrt er landið drottinn minn dugi ekki minna, en vera allan aldur sinn fyrir einni gröf að vinna. ! Hrekkvís kyndir heiftarbál. Hræsnin veður elginn. Aulabárði er alltaf mál orð að leggja í belginn. Mér varð allt að ísi og snjó. Oft var svalt í förum. Ekki skaltu undrast þó andi kalt úr svörum. Hér grípum við traustataki vísu eftir Jónas Þorleifsson í Koti í Svarfaðardal. Kom ég inn í kvennabúr ] þar konur brunnu af ástar- fuaa. O, liugsa sér það. Herra triír, að hafa nú enga náttúruna. Sú síðasta í dag heitir „Að verki loknu“ eftir St. G. Sínar listir seggir þreyta, sitt af hvoru taginu. Merkilegt þó megi heita, mun hér nálægt laginu.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.