Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 04.08.1966, Blaðsíða 7

Alþýðumaðurinn - 04.08.1966, Blaðsíða 7
- Heyrt, spurt... (Framhald af blaðsíðu 4). vatni úr henni til neyzlu á Ak- ureyri kostar nokkuð. En hvers virði eru peningar? Nýja vatns tökustöð verður að „fínansera“ með ágóða og skemmtunum og happdrættum. Sömu aðferð verður að viðhafa til að byggja upp sorphreinsunarstöð í stað- inn fyrir að flytja haugana aft- ur og aftur svo að segja niður í bæ, þaðan sem fýluna og reyk inn leggur ekki aðeins yfir höf- uðstað Norðurlands og suður- býlin, heldur og yfir Kaupvangs sveit og yfir nyrstu bæi Hrafna gilshrepps. í Naustaborgum er heldur enginn jarðvegur til að ýta yfir sorpið, og verður því að aka öllum yfirbreiðum langa leið, með dýrum kostnaði. NSKRIFAR: „Það var mái til komið, að minnzt væri á óþverrann, er strætisvagninn skilur eftir sig á „stoppistöð“ sinni á Ráðhústorgi, og því vil ég þakka AM fyrir pistil sinn í síðasta blaði. Sá sóðaskapur er þar blasir við, er til skammar fyrir Akureyri alla.“ — AM tekur, án nokkurs hiks, undir þessi ummæli. MHEIFUR fengið nokkur allhvassyrt bréf sökum forsíðufréttar í síðasta blaði og hefur þar tæpitungulaust verið frá því sagt, að AM hafi verið að níða niður Akureyri og birta það augum alþjóðar til niðrun- ar höfuðstað Norðurlands. AM neitar þessu, en játar jafnframt, að ef þeir Akureyringar, er eigi þola gagnrýni hvað útlit bæjar ins snertir, telja þá kvislinga, er gagnrýna svarta bletti á fagurri ásýnd höfuðstaðar Norðurlands og eigi að reka burtu úr bæn- um á „opinberlegan hátt“ eins og einn bréfritarinn kenist að orði, þá þeir um það. Eii AM vill spyrja, hvaða sannur Akureyringur vill verja Ijótleikann á annars fagurri ásýnd Akureyrar, kofana upp með Glerá, svarta stafninn inni í Aðalstræti, götuna norðan Lystigarðs Akureyrar, um- hverfi heimavistar MA, þar sem nú er rekið sumarliótel, já og nú er KEA að byggja fullkomna kjötvinnslustöð, en vilja ekki bæjaryfirvöld Akur- eyrar, líta yfir næsta nágrenni liennar, og bréfrit^rar er hafa lmeykslast á ummælum AM í síðasta tölublaði mættu það einnig og livað um næsta ná- grenni hinnar nýju mjólkur- vinnslustöðvar KEA, og því ekki í lokin að minnast enn á sorphauga bæjarins? Eða finnst hinum reiðu bréfriturum feg- urri bústin rotta en blágresi uppi við Glerárgil? AM mun birta svör þeirra í næsta blaði, þótt í þeim fælist nokkur mið- ur falleg blótsyrði á nútíma- máli. Gerið þið svo vel. AÐ er víðar sóðaskapur, en þar sem strætisvagnar Ak- ureyrar eiga viðdvöl á Ráðhús- torgi. Góðvinur blaðsins hefur beðið það að minnast á frágang V $ Þakka innilegu öllum, sem glöddu mig á sextugsaf- mceli minu 20. júlí sl. með rausnarlegum gjöfum, heimsóknum og heillaóskum. JÓNÍNA STEINÞÓRSDÓTTIR, Hvannavöllum 8, Akureyri. t 3 4 E> Q Innilegar þakkir færnm við öllum þeim, sem styrktu eiginmann, fósturföður og tengdaföður okkar, EGIL ÞÓRLÁKSSON, kennara, í erfiðum og langvarandi veikindum lians, og sýndu honum vináttu og hlýhug, og veittu okkur samúð við andlát hans og jarðarför. Sérstaklega þökkum við læknum og hjúkrunarkonum Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Aðalbjörg Pálsdóttir, Egill B. Hreinsson, Sigríður Kristjánsdóttir, Jónas Kristjánsson. Innilegar þakkir færum við öllum, er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför TORFA VILHJÁLMSSONAR, Eyrarvegi 25. Ólöf Jónasdóttir, synir og aðrir vandamenri. '2 við „búkkana“ góðu við Frysti- húsið, þar sem margir borgarar Akureyrarbæjar hafa sér að kostnaðarlausu getað smurt bíla sína og skipt um smurn- ingu. En hvemig Iítur nú stað- urinn út? Þar er nú forað af smurningu er bíleigendur hafa látið renna niður. Væri til of milils vænzt að notendur þess- arar ódýru þjónustu, hefðu með sér ílát undir smurninguna, er þeir losa af bilum sínum? Það myndi vera mun ódýrara, en að leita til bílaverkstæðanna. VIÐ verðum að játa það, að mörg bréf frá Iesendum bíða birtingar, en AM gerir betri úr lausn í næsta blaði. Verið þið sæl á meðan. NEI, enn eitt er eftir. Góður borgari, er AM þekkir vel, biður blaðið að spyrja, hverjir beri ábyrgð á lélegri sláttu- mennsku (vonandi misskilja ekki lesendur blaðsins orðið sláttumennska) i kring urn íþróttavöll Akureyringa. Bréf- ritari segir, að óslegið sé undir girðingu og hann minnist einn- ig á umhverfi Glerárbrautar, aðalbrautar til Akureyrar frá norðri, óhrjálega skúra við göt- una vestanverða, er vissulega vitna eigi um fegurðarskyn. 1>LAÐIÐ hefur heyrt, að íbú- " um við Hamarsstíg finnist sú gata einkennilcga oft afskipt af hálfu bæjaryfirvalda, þá er vatn er borið á götur. — AM kemur þessu til réttra aðila og víst má taka fram, að Hamar- stígur er fjölfarin gata og fyr- ir kemur það, að rykrenningur leggur allt inn í stofur, þá opn- aður er gluggi eða hurð. VEGFARANDI kvartar und- an því, að götur Dalvíkur- kauptúns séu illa holóttur, og telur hann, að fremur mætti ætla, að ekið væri um Ódáða- hraun, þá ekið er um Hafnar- götu, aðalgötu kauptúnsins. IJCJ í LOKIN skal spyrja í kJ dag: „Hvers vegna hófst malbikun svo seint í bænum? Eigi var þó því til að dreifa nú, sem í fyrrasumar, að ný mal- bikunartæki væru ekki komin í ganginn.“ pC AÐ LOKUM: „Hver ber ábyrgð á óhrjálegum norð urstafni á húsi því, er Amts- bókasafnið er til húsa í?“ OPIÐ Á SUNNUDÖGUM frá 10-12 fyrir hád. Sími 1-10-94 BARNASAGA ALÞÝÐUMANNSINS eftir MÁ SNÆDAL P'EIR hafði nú komið sér vel fyrir á efri bakka jökulsprung unnar, en barmur gjárinnar slútti svo mikið, að hon- um reyndist ókleift að sjá niður, Aftur á móti sá hann, að hinn barmurinn var mun sléttari og ekki nærri því eins brattur og því myndi vera mun auðveldara að sjá niður í gjána þeim megin. Hann varð því að komast yfir gjána. Víst gat hann stokkið yfir, það sá hann strax, en erfiðara myndi að stöðva sig á glerhálu svellinu, en hann hlaut samt að hætta á að stökkva. Hann tróð steinhellunni góðu í vasa sinn, styrkti stöðu sína í sporunum. Hann liafði svo sem oft stokkið lengra en þetta jafnfætis, þeir höfðu æft stökk og aðrar íþróttir, bræðurnir, og stundum gleymt stund og starfi af þeim sökum, og fengið skútur fyrir hjá pabba, þá er gleymzt hafði að rifja flekk eða snúa við drílum úti á engi vegna íþróttaáhugans. Ósjálfrátt skaut upp í huga Geirs all broslegu atviki frá liðnu vori. Stökk þeirra bræðra yfir Blesupoll, botnlausa forarviljau, er hlaut nafn sitt end- ur fyrir löngu af því að falleg hryssa, er Blesa hét, drukkn- aði í dýkinu. Það þurfti svo sem skollans mikið tilhlaup til að drífa yfir Blesupoll og Gunnar reið á vaðið og víst var þetta glæsilegt stökk, er skilaði Gunnari langt yfir kvik- syndið og jú víst stökk hann á eftir og hafnaði við bakkann, og enn mundi hann óhugnaðinn, er slý og leðja vöfðust að hálsi og höku, og enn mundi hann sterka hendi bróður síns, þá er hann dró hann upp úr foraðinu. Nú skyldi hann kvitta fyrir björgunina. Einn, tveir, þrír, og án meiri um- hugsunar tók hann stökkið, víst náði hann yfir. Hann fann glerhált svellið á hinum barmi gjárinnar undir fótum sín- um. I örvæntingu reyndi hann að ná handfestu í barmi gjár- innar, en hún var svo afslepp og hál, víst fann hann sársauka í loppnum fingrum, og eitt vissi hann enn, að með ofsahraða fjarlægðist hann sprunguna og Gunnar. Framhakl. ^......—...... ------------------ ADIDAS HINIR HEIMSFRÆGU ADIDAS knattspyrnuskór Stærðir 34-45. Póstsendum. KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA Skóbúð - HVAÐ SEM ÞAÐ KOSTAR (Framhald af blaðsíðu 4). um á verði, þegar Inin svíkst um heiðarlega gagnrýni qg gerir engan mun á vel unnu sem ver unnu starfi hjá ríkisstjórn. Stjórnmáiallokk- arnir mega og eiga' að í-ékja að aukinni almeriningsheill', bættum þjóðarhag, vaxandi þjóðarþroska, og gefa heið- , ur sinn við. En þegar J>eir keppa innbyrðis um völd, og þó að þeir trúi því, að þeir hyggist nota völdin að- eins í þágu alþjóðar, skulu þeir jafnan minnast þess að hafa leikreglur þroskaðs lýð- ræðisskipulags í gildi: að gagnrýna af heiðarleika og sannsýni, því að þar eru líf- grös fars^llar stjórnarstefnu fyrir alþjóð.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.