Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 11.08.1966, Blaðsíða 8

Alþýðumaðurinn - 11.08.1966, Blaðsíða 8
ALÞÝÐUMAÐURINN KVEÐJA TIL ISAFJARÐAR AM sendir með þessari mynd bezlu kveðjur til ísafjarðar, en myndin sýnir fríðan hóp ísfirzkra slysavarnakvenna er heimsóttu Akureyri í sumar. Þær hlýddu á messu hjá séra Tuliníusi, þá er hann söng messu í Akur- éyrarkirkju yfir látnum. Við það tækifæri tók ljósmyndari blaðsins Níels Hansson þessa mynd af ís- firzku konunum ásamt prestunum séra Birgi Snæbjömssyni og séra Tuliníus. XXXVI. árg. — Akureyri, finnntudaginn 11. ágúst 1966 — 27. tbl. AM sendir kveðju suður S Jafnaðarmenn á Ítalíu sameinast MÞYKIR það athyglisverð ustu fréttirnar úr heims fregnum síðustu daga, þau tíð- indi, að ítalskir lýðræðissósía- listar hafa náð samkomulagi um að sameinast í einn flokk, en eins og lesendum AM mun kunnugt, hafa verið tveir flokk ar sósíalista á ítalíu, Sósíalista- flokkur Nennis, er um nokkur ár hafði nána samvinnu við kommúnista, og jafnaðarmanna flokkur Saragats, núverandi forseta ítalíu, er Nenni á sín- um tíma stimplaði sem hækju íhalds og auðvalds ítalíu, á lík— =s \ Góðaksturskeppni BINDINDISFÉLAG ökumanna á Akureyri (B. F. Ö.) efnir til góðaksturskeppni n. k. laugar- dag (13. ágúst). Þátttaka í keppninni skal til- kynnt formanni félagsins, Níelsi Hannssyni í síma 12890 eða 12490, og það fyrir hádegi á föstudag. Heimil er þátttaka (16—20 alls) hverjum bæjarbúa, jafnt konum sem körlum og með ihverskonar bíl, — svo og héraðs búum, ef Akureyringar fylla ekki í þessa tölu (16—20). an hátt og þeir sósíalistar hafa gert hér á landi, er gengið hafa í bandalag við kommúnista, — hafa ásakað Alþýðuflokkinn fyr ir hægri mennsku. Reynsla „Hannibals“ ítalíu, Nennis, af samvinnu og sam- starfi við kommúnista varð til þess að þoka jafnaðarmönnum saman. Bæði Emil og Hannibal hér uppi á íslandi ættu að taka raunsæi ítalskra lýðræðissósía- lista sér til fyrirmyndar. Innan samtaka lýðræðisjafnaðarstefnu hlýtur; að rísa skoðanaágrein- ingur. Það samrýmist lýðræði og skoðanafrelsi á líkan hátt •og nú á sér stað í Bretlandi, þar sem „vinstri“ kratar eru óánægðir með ráðstafanir rík- isstjórnar jafnaðarmanna í efna hagsmálum nú, en eigi dettur þeim í hug að ganga til sam- starfs við kommúnista af þeim sökum. Sameining ítalskra jafnaðar- nianna þykir AM stórfrétt og jákvæð og vegur upp í þann hryllingsleik er stórkapítalismi og kommúnismi leika nú í Víet Nam. Óheft auðvald og komm- únismi eru ófreskjur okkar sam tíðar. Forustumenn jafnaðar- manna á ítalíu hafa skilið þessi sannindi og hætt að berjast inn byrðis. Spurning AM er: Mun vera langt í það að jafnaðar- mönnum á íslandi verða Ijós þau sannindi er ítalskir skoð- anabræður þeirra hafa komið auga á? ÞAU furðulegu tíðindi hafa gerzt, að útsala og af- greiðsla Alþýðublaðsins hér á Akureyri hefur verið stöðv uð í heila viku og eigi er vit að hvað lengi slík trassa- mennska á að standa yfir. AM vill í fullri einurð segja skoðanabræðrum sínum við Alþýðublaðið, að slík fram- koma er hreinn dónaskapur og ósvífni við kaupendur A1 þýðublaðsins hér á Akur- eyri, sem eigi er hægt að af- saka með því einu að af- greiðslumaður blaðsins hér hafi hætt störfum, því hægð arleikur hefði átt að vera að senda a. m. k. föstum kaup- endum það í pósti, þar til annar afgreiðslumaður hefði verið ráðinn. Margir kaup- endur blaðsins hafa hringt í AM og látið furðu sína og þá jafnframt vonbrigði sín í Ijósi yfir þessari framkomu. Því vill AM án nokkurs hiks benda ráðamönnum Alþýðu blaðsins á það að ráða hér á bót hið fyrsta. Akureyrskir jafnaðarmenn og aðrir vel- unnarar Alþýðublaðsins í höfuðstað Norðurlands eru eigi skaplausir og þola því eigi þá lítilsvirðingu er ráða menn Alþýðublaðsins hafa sýnt þeim í heila viku. N Fjölmenn bændahátíð að Árskógi ¥¥INN árlegi bændadagur Ey- ■N-* firðinga var haldinn sl. sunnudag að Árskógi og fjöl- menntu Eyfirðingar til samkom unnar, sem fór hið bezta fram. Ármann Dalmannsson setti sam komuna og stjómaði henni, en síðan flutti predikun séra Stef- án V. Snævarr. Ræður fluttu Ingólfur Jónsson landbúnaðar- ráðherra og Jón Hjálmarsson bóndi í Villingadal. Tónakvart- ettinn á Húsavík söng og keppt var í íþróttum og um kvöldið var dansleikur. Eins og áður stóð UMSE og Búnaðarsamband sýslunnar fyr ir samkomunni. STÖÐUG NORÐANATT OG ÚRKOMA Litlu-Laugum 9. ágúst. — T. S. HÉR hefur verið látlaus ótíð norðanátt, kuldi og úrkoma flesta daga. í hálfa þriðju viku hefur ekki komið nema einn sólskinsdagur, þar til í dag, er skein upp, en núna síðdegis er aftur farið að þyngja. Að sjálf— sögðu hefur heyskapur gengið mjög erfiðlega sökum ótíðar- innar og eru til bændur hér um slóðir, er engu hafa komið í hlöðu enn. Aftur á móti voru einstaka bændur, er hófu slátt Óblíð sumarveðraltð s Raufarhöfn 8. ágúst. — G.Þ.Á. HÉR er búin að vera leiðinda- veðrátta í allt að mánaðar- tíma, og hefur það sagt til sín bæði til sveitar og sjávar. Af þeim sökum hefur heyskapur gengið lítt og einnig hefur minni síld borizt hingað, en von ir stóðu til, enn sem komið er. Búið er að bræða um það bil ANDLÁTSFREGN OTTÓ N. Þorláksson lézt á þriðjudaginn 94 ára að aldri. Ottó var fyrsti forseti Al- þýðusambandsins og var kjör- inn á stofnþingi þess 1916. 30000 tonn og er nú ekkert hrá- efni fyrir hendi eins og er. Bú- ið er að salta í á milli 14—15000 tunnur og heyrzt hefur, að von sé á tveimur skipum í kvöld með eitthvað af söltunarsíld — Oddgeir frá Grenivik og Skarðs vík frá Ólafsvík. Allmikið er hér af aðkomu- fólki, bæði körlum og konum. Vinna við síldarbræðsluna hef- ur verið nokkuð stöðug fram að þessu. Allt hefur verið rólegt og friðsamlegt og auðvitað vona allir, að að norðanáttin fari að setja ofan og um leið lifni yfir atvinnuvegum bæði til lands og sjávar. snemma, búnir að hirða inn fyrri slátt áður en þessi lang- varandi óþurrkakafli hófst. — Vegna hinrra stöðugu kulda mun háarspretta verða rýr. — Annað er lítt að frétta. Heilsu- far er gott. Hvað félagslíf snert ir má minnast á hinn unga en dugmikla Lionsklúbb, Náttfara, er starfar af fullu fjöri og aflar fjár til nytja fyrir menn og mál efni. — Aðalfundur Skógrækt- arfélags íslands verður haldinn að Laugum 19. til 20. ágúst n. k. =s IBA-KR I KVOLD IKVÖLD heyja ÍBA og KR sinn síðari leik í I. deildar- keppninni hér á íþróttavellinu- uni. Egi er að efa að um spenn- andi leik verði að ræða, því enn eiga bæði Iiðin mögulcika á því að vinna mótið og því getur á vissan liátt verið um úrslita- leik að ræða. Egi er að efa að Akureyringar muni fjölmenna á völlinn og vonandi livetja þeir lið sitt kröftuglega til dáða og sigurs.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.