Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 03.11.1966, Qupperneq 8

Alþýðumaðurinn - 03.11.1966, Qupperneq 8
vanti yöur húsgögn, þá veljið þaö bezta. # Valbjörk h.f. Hið inyndarlcga hús er Byggingarfélagið byggði við Skarðshlíð í Glerárhverfi. Ljósm.: N. H. Átján íbúða sambýlishús við Skarðshlíð reist á vegum Byggingariél. Formaður félagsins er Stefán Þórarinsson, húsasmíðameistari NÝLEGA var haldinn aðal- fundur Byggingarfélags verkamanna á Akureyri. AM kom að rriáli við formanninn Stefán Þórarinsson og innti hann fregna af síðustu fram- kvæmdum félagsins. Stefáni sagðist svo frá. Félagið lauk á síðastliðnu vori byggingu 18 íbúða sam- býlishúss við Skarðshlíð í Gler árhverfi. Félagið skilaði íbúð- unum fullfrágengnum til kaup- enda og reyndist kostnaðarverð hússins 13 millj. 335.000.00 kr. og eru þá taldir í byggingar- kostnaðinum áfallnir vextir meðan húsið var í smíðum. í húsinu eru 12 4ra herbergja íbúðir, 5 3ja hei'bergja og 1 2ja herbergja. 4ra herbergja íbúð- irnar kostuðu 800.000.00 kr. og látiaði Byggingarsjóður verka- manna 480.000.00 en kaupendur greiddu 320.000.00 kr. Til 3ja herbergja íbúðanna var lánað 400.000.00 kr. en kaupendur greiddu 250.000.00 kr. Til 2ja herbergja íbúðarinnar var lán- að 340.000.00 en kaupandi greiddi 145.000.00 kr. Lán Bygg ingarsjóðs verkamanna eru óvísutölutryggð og eru þau til 42 ára með 6% vöxtum og verða því mánaðargreiðslur af lánunum 2740.00 kr. á 4ra her- bergja íbúðirnar, 2285 á 3ja her bergja og 1945 á 2ja herbergja íbúðina. Ætlun okkar er að hefja bygg ingu annars sambýlishúss að vori sagði Stefán að lokum, og þakkar AM honum fyrir upp- lýsingarnar. Auk Stefáns skipa stjórn Byggingarfélags verkamanna, þeir Júlíus Oddsson, Hallgi-ím- ur Vilhjálmsson, Reynir Vil- helmsson og Björn V. Magnús- son. XXXVI. árg. — Akureyri, fimmtudaginn 3. nóv. 19G6 — 38. tbl. Aðalfundur F.U.J= Húsavík 1. nóv. G. II. AÐALFUNDUR Félags ungra jafnaðarmanna á Húsavík var haldinn sl. föstudag Baldur Jónasson var kjörinn formaður félagsins, en með honum í stjóm eru Gunnar P. Jóhannes son, Þorsteinn Einarsson, Orn Jóhannesson og Garðar Jónas- son. Fulltrúar á þing S.U.J. voru kjörnir Orn Jóhannesson og Þorsteinn Einarsson. Fulltrúar Alþýðuflokksfélags Húsavíkur á flokksþingið eru Guðmundur Hákonarson og Einar M. Jóhannesson. Baldur Jónasson. N Fleiri nemendur í Hríseyjarskóla BARNA- og unglingaskóli Hríseyjar var settur 16. f. m. og eru nemendur 51 en voru 46 á síðasta skólaári. Er því eigi rétt ei; var birt í Degi ný- verið að nemendum hafi fækk- að frá því í fyrra. Kennsla í 4., 5. og 6. bekk hófst 17. okt., en kennsla í 1., 2. og 3. bekk þann 5. október. Á næstunni er nýr prestur væntanlegur til Hríseyjar, séra Kári Valsson, og er það von þeirra er með skólamál fara í eyjunni, að hann taki að sér einhverja kennslu við unglinga deild skólans. Skólastjóri við Hríseyjar- skóla er Alexander Jóhanns- son, en kennari Guðjón Björns- son. Formaður skólanefndar er Garðar Sigurpálsson. % SUNNUDAGINN 6. nóvember mun Zontaklúbbur Akureyrar sjá um sýningu á þjóðbúning- um frá ýmsum löndum, batik og tízkufatnaði. Sýningin verður í Sjálfstæðis húsinu og hefst stundvíslega kl. 15, en húsið verður opnað hálf tíma fyrr. Kaffiveitingar með heimabökuðum kökum verða á boðstólum. - Aðgöngumiðasala verður laugardaginn 5. nóvember í Verzl. Ragnheiðar O. Björns- sonar kl. 15—17. Allur ágóði sýningarinnar rennur til styrktar vangefnum. *S Stulf heimsókn til lislmálarans í Sandvík UNDIRRITAÐUR og Níels Hansson skruppum í stutta heimsókn út í Sandvík í Glerár hverfi sl. þriðjudag. Þar býr Jósep Kristjánsson verkstjóri við Krossanesverksmiðju. En Jósep er sem kunnugt er lands þekktur málari og mörg munu þau íslenzk heimili vera þar sem mynd eftir Jósep prýða veggi og einnig eru málverk hans þekkt utan landsteinanna í fleiru en einu landi. Jósep Kristjánsson er ekki lærð ur málari, eins og sagt er og hefir ekki getað helgað sig list- inni nema í tómstundum og á nóttum þá er aðrir sváfu. „Ein- liver innri þörf knúði mig til þess að fara að mála, mér fannst ég þurfa að tjá mig á ein hvem hátt og mín tjáning em myndimar mínar“, segir Jósep. I stofunni á Sandvík mátti líta margar fagra mynd og vist Jósep Kristjánsson. hefði verið hægt að eyða þar lengri stund og kynnast mann- inum betur, er hefir fundið sig knúinn til að vaka rnn nætur til listsköpunar og með því glatt þá er unna fegprð og sakleysi í Iitum. Við finnum lag íslands í littúlkun Jóséþs. Hann sýnir stórbrotna tign Stóls í Svarf- aðardal og litríka töfra Mý- vatnssveitar, þá er horft er til Sellandafjalls óg Bláfjalls. AM vill þakka Jósep fyrir verk sín og vökunætur og ósk- ar hinum sextuga listmálara farsældar á komandi árum. Myndin er af einu málverki Jóseps og tók hana Níels Hans- son. s. j.

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.