Víðir


Víðir - 23.02.1934, Blaðsíða 1

Víðir - 23.02.1934, Blaðsíða 1
VI. árg. Vestinannaeyjuin, 23. febrúar 1934 1. tftl. Frá bæjarstjórnarfundi. Bæjarstjórnarfundur var haldinn fimtudaginn 15. þ. m. og voru mörg mál á dagskrá, þar á með- al samþ. bæjarreikninga frá 1931. Fulltrúi Sósialista höf þar upp rödd sína í fyrsta skifti i bæjar- stjórninni, og gerði reikningana að umræðuefni. Átaldi hann það, hve lítið vœri afskvifað af hús- eignum bæjarius, og væri slíkt blekkingar. Honum var bent á, að þó með réttu mætti að þessu eða öðru flnna í reikningsfærslunni, væri ekki sjálfsagt að draga þá álykt- un, áð um blekkingar væri að ræða. Slíkt orðalag væri aðdrótt- un um svik&amlflgan útbúning reikninganna bjá bæjerstjörn, og ætti þá eins við flokksbræður fulltrúans, þá sem á undan hon- um hefðú verið í bæjarstjóm, eins og við aðra. ísleifur „félagi" róðist að „krat- anum" — sem hann kallaði — með háðulegum orðum, taldi hann leika skrípaleik eins og flokks- bróðir hans Hjálmar tudda, o. ð. frv. Enginn tók neitt mark á þessu nema „kratinn", hann varð bljúg- ur við og greiddi atkvæði með flestum vitleysum;,' sem komu frá kommúnistum það sem eftir var fundarins. Nokkrar umræður urðu um fjárhag bæjarins og taldi Isleifur hann aumann, en gleymdi að geta þess, h/að hann hafði gert til að greiða úr fjármálum bæjar- ins. ( umræðunum kom það í ljós, að ísleifur hefði sjálfur marg- neitað ao greiða útsvör sín, og svo að bævinn hefði að lokum neyðst til að ganga að húsi hans. Taldi fsleifur þetta ofsókn á hend- ur sér, og 'mætti þá hver gjald- andi til bæjarins kalla það ofsbkn að bærinn gengur eftir þeim gjöld- um er honum ber. Mikift ræddu þeir „félagarnir" um Tangann. Um það hálfur fundartíminn fór í þær umræður. Alt persónulegar árásir á þá Gunnar Olafsson og Jóhann Jós- efsson. 1000 kr. höfðu þeir „félagar" óskað eftir að fá úr bæjarsjóði til að halda uppi mötuneyti A. S. V. á „Letigarðinum", á meðan þeir væru að stöðva útgerðina. Har- aldur „félagi" talaði fy.ir þessu Oláli; með viðeigandi skömmum um Tangann og Jöh. Jósefsson, sem hann kendi um alt er í ó- lestri hefði farið. Þegar svo að »fólaginn« var búinn að úthella hjarta sínu lýsti hann yflr því, að þeir „félagarnir" tækju tillöguna aftur, hún væri orðin ótímabær, og alt vseri þaÖ, sagði hann, Jóh. Jös. að kenna. Um hreinlætið í bænum urðu allmiklar umræður, og snérist alt tal kommúnistanna um Koba Tranberg. Jón Eafnss. lét sem alt stæði á Koba hvað hreinlæti snertir í bænum. MÖrg orð og stór voru sögð um meðferð bæjarstjórnar á Koba. Hann fær 1500 kr. laun árlega úr bæjarsjóði. Havaldur „félagi" vildi smella launum hans upp í 3600 kr. á hvellinum og gaf engin grið. Ekki sefaðist hann neitt við það þö mint væri á, að tillagan um launahækkunina ætti betur heima þegar fjárhagsáætlun væri afgreidd. Tillagan féll samt eins og ann- að hjá „félögunum". Þá voru það krærnar og skipu- lagið. Har. og Rafns voiu ekki á sama máli. Rafns vildi láta meta krærnar til verðs og bæta mönn- um skaðann, en Har. cfelagi vildi engum bæta neitt nema þeim, sem ekkert ættu til. Sagðist hann taka málið frá „stéttvísu" sjónar- miði og var hröðugur mjög yfir sjálfum sér. Þá voru það 25-aura böllin. Barnaverndarnefndin, sú er sat fram að síðustu áramótum, hafði farið fram á einhverjar smátak- markanir á ballvitleysunni 4 „Letigarðinum", sem öllum hugs- andi mönnum er búín að vera viðurstygð árum saman. Viti menn! Bæjarfógetinn rumskaði og gaf skriflegt álit og lágu nú fyrir bæjarstjórn nokkurs- konar tillögur þessara aðila. Barnaverndarnefndin hafði öskað að komið yrÖi í veg fyrir að bovn innan 15 ára væru að sækja böll þau er haldin eru fyrir fullorðið fólk. Sennilega til að reyna að forða unglingunum frá þeirri spill- ingarhættu, sem af því stafar að unglingarnir sóu á þessum ,skröll- um" og horfi á þær ófögru aðfar- ir, sem þar má sjá, drykkjuskap og annað. Bæjavfógeti hafði fall- ist á þetta og lagt til að börn- um innan 16 ára yrði frá þessu bægt, og ennfremur að börnum yrði ekki; leyft að halda sérstök böll sem enginn stæði að nema þau sjálf. , • . ¦ Á þetta félst bæjaistjórnin og var það samþykt. Mega því börn innan 16 ára ekki lengur sækja böll, sem ætluð ern fullorðnu fólki og ekki halda böll fyrir sig ein. Hitt er aftur. leyft að halda barnaböll en þá verða fullorðnir að veita þeim forstöðu. Umræður urðu miklar um þetta J; Rafnsson taláði eins og sá sem er „i faginu" og þótti þetta óþörf og óholl ráðstöfun. Kolka læknir benti honum á að hvað hollustuna snerti þá væri sér sem lækni kunnugt um það af ýmsu sem fyrir hann hefði borið, að unglingarnir sæktu enga hollustu á þessi umræddu böll, það væri nú eitthvað annað. „Félagamir, vörðu böllin af miklum ákafa, það var frelsi „verka- lýðsæskunnai". sagði Jón Rafnsson sem bæjarfógetinn og „yfirstéttin" væri að ráðast á. Páll Eyjólfsson benti þeim á það, að þau væru ótalin heimilin hér, sem hefðu beðið tjón við skröllin í Alþýðuhúsinu. Margt foreldri væri í vandtæðum með börn sín útaf því faraldri af STokölluðuin skemtunum sem þarna væru á ferðinni. Ættu kommúnistar mesta sök á þefsu, því þeir smöluðu í húsum sérstaklega stúlkubörnum á þessar „skemtanir". J. Rafnsson og Isleifur héldu áfram að verja skröllin í líf og blöð. Hallmæltu þeir mjög Linnet bæjaifógeta fyrir hvað hann væri tregur í taumi með að leyfa böll- in, og sérstaklega þótti þeim hann beita „verkalýðsæskuna" hans Jóns Rafns kúgun, með þvi að vilja ekki lofa henni að halda sín eigin böll, þegar hún yæri búin að læra nóg af þeim fullorðnu á „holiú" böllunum sem Jón Rafns vitnaði í. Sannaðíst hór að „sjaldan laun- ar kálfur ofeldi". Flestum heflr þótt nóg um hvað Bæjarfógeti hef- íi veiið hðugur við kommúnibta. Htífir næstuni litið svo út sem þeir hefðu foigangsrótt að þvi að halda skemtanir. Auð-"t-aft. handa verkalýðnum, svo segu Larus frá Velli og Ingi- bergur í Hjálmholti að minsta kosti. , , • Það kvað þá við annan tón hjá „félaga" Isleifi. Bæjarfógetinn hafði altaf verið þeim til angurs og ama ef ekki hreint tií bölvunar. A.. S. V. hefði fengið miklu meii i tekjur af 25 aura 1)öllunum ef ólukkans yfirvaldið væri svolítið meðgjörlegt. Þetta voru þá - þakkirnar og mættí Linnet nokkuð af þeim læra. Atakanleg . var hrygðin yfir því hjá „félögunum" að takmarkanir kæmu á ballafarganið. Un hætt una sem „verkalýðsæskunni" staf- aði aí sliku tiltæki, sem þessu hjá fyrv. Barnaverndarnefnd og fógeta fóru þeir mörgum orðum. þeir gleymdu jafnvel alveg að skamma „Tangavaldið og banka- valdið og fiskhringinD', sem ávaJt fékk þó sitt áður á fundinum hvaða mál sem annars var til umiæðu. — Umhyggja „fólaganna" fyrir æsk- unni er mikil. Það eru ótalin sporih „félaganna<t og' fyrirhöfnin ómæld er þeir hafa á sig lagt til að teygja óþroskaða unglinga út í sollinn, og venjá þá á kommún- ista-spenann. Ekki að undra þó Barnavendarnefndin, —gamla — vel að merkja — sú nýja tæki aldiei upp á þessum óvanda, — og yfirvaldið, fái litlar þakkir fyr- ir það að vera að trufla atvinnu „félaganha". Á einhverju verður „L^tigarð- urinn" að lifa- Og bvo „félag- arnir" ? -— Þá fékk Barnaverndarnefndin, sú gamla, nokkur vel valin orð frá Jóni Rafns., affurhaldssöm og ónýt, en nú væri sem betur færi ný netnd sköpuð, sem „fólögunum" væri betur að skapi. Þegar klukkan var hálf eit.t um nóttina var dagskráin ekki nema hálfnuð. „Félagarnir" höfðu get- að tafið fundinn eftir óskum með ræðum sínum og „lifvörðurinn", sem sat á innri bekkjum hafði látið hrifningu sína óspart í Ijósi. Fundarreglur mæía svo fyrir að þegar fundur hefir staðið til kl. Sá sem tekið héfir í mis- gripum ljósgráan ryk frakka 'í Gúttó *18. febr., er vinsamlega beðinn að, sVila hoti- um til Björgvins Jónss. tithlið. I. .•'.':. ; _' X •& ö 10 4

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.