Víðir


Víðir - 04.05.1934, Blaðsíða 1

Víðir - 04.05.1934, Blaðsíða 1
VI. árg. Vestmannacyjuin, 4. maí 1034 10. tbl. Krónuveltan. Þegar hin svonefnda Krónuvelta, vegna Sundlaugarinnar, hófst hér á s.l. vetri, yar henni mjög vel tekið og safnaoiht þó nokkurt fé. Nú er aftur á móti orðið ærið hljótt um hana, þátttakan litil. Það er samt viðurkent af öll- um, sem minnast á Sundlaugina, að hún só eitt hið nauðsynlegasta menningar-og heilsumeðal, sem unnið hefir verið að hér, jafnt fyrir eldri sem yngri. Að lauga sig úr volgum sjó, telur heilsufræbin nauðsynlegt. Og þá má ekki gleyma því hve oft sundkunnátta hefir bjargað mönnum úr beinum lifsháska. NÚ ættu þeir, sem á heflr verið skorað, eu enn ekki svarað, að gera það sem allra fyrst. Það ætti að vera metnaðarmál hveijum góðum manni, konu sem karli, að styðja að því að jafn nauðsynlegt menningartæki eins og góð Sundlaug er, veiði sem allra fyrst fullgerð. Hver sá, sem leggur tvær krónur til Sundlaugar- innar og skorar á þrjá að gera hið sama, hann .getur með góðri samvisku þakkað sér ágæta við- leitni til styrktar þvl, að börn og unglingar læri að synda, sér til heilsubótar og ef til yill'til bjarg- ar, úr beinum lifsháska. Það ber við hér — þó sjaldnar en búast mœtti við — að börn falla ut af D!"yggjui °g dæmin eru deginum ljösari um það, að stundum hafa þau bjargast aðeins vegna þess að syndur maður hefir verið nær- staddur. Sá, sem leggur tvær krónur til Sundlaugavinnar, getur verið viss um þ&b, að þeim aurum er vel og viturlega eytt. Og ekki er það óhugsandi að einmitt þeir aurar verði þesa valdandi að barninu hans verði skilað heim, ef svo kynni fara að það félli í sjóinn. Vestmannaeyingar hafa orðið fyrstir til að gera sundnám að skyldumamsgrein. Skólaskyldum börnum er boðið, eða öll heldur skipað, að læra sund, en eins og riú standa sakir er ekki annað en hðfnin'upp á .aft bjóða. Allir kunnugir hljóta að sjá hve mjAg skovtir á að Botninn sé boðlegur til þess. Þangao rennur, eins og vitanlogt .er alNUonar óþverri um holræs' bæJHÍQs. Það eitt ar næiCilngr 'il þnss að foi- eldrar hiki yið að hvetja börn sin til að iðka snndnám þar. Mikill verður munurinn þegar lauginn er fullgerð. Stöðugt verður hún fylt með hreinum sjó, hituð- um eftir þörfum með .rafmagni. þar þarf hvorki að óttast óhrein- indi né kulda. í>á, og íytst þá, er engin afsökun gild, þeim heilbrigð- um unglingum; sem trassa að læra að synda. Minnist þess ung- lingar og eldra fólk, að sundíþrótt- in er meðal hinna hollustu og hreystilegustu iþrótta. Gerið alt, sem í ykkar valdi stendur til þess að Sundlaugin verði sem allra fyrst fullgéið. Afiam með krónu- veltuna. Iðkm íþrótta. Alllöngu áður en eg kom hing- að til Ve., hafði ég heyrt þess getið, að hér væri raeiri áhugi íyrir iþróttum en víðast ann- ars staðar. Þetta mun að nokkru leyti rétt. Hér mun, a. rn. k. vera hlutfallslega fleiri menn í íþróttafélögum en annars staðar á landinu. En að minu áliti, er þessi áhugasemj mjög á rangri braut. Gegnum starf mitt við Ieikfimi8kenn8lu við skólann hér og við íþróttafélag — og þó einkum utah þessara hópa, hefi ég mætt skoðun á íþróttastarf- semi, sem að mínum dómi og ýmsra annara er mjög röng og spillandUyrir starfsemina. Þessi skoðun er sú, að íþróttastarf- starfaerai sé aðallega ætluð til þess aó þjálfa og æfa þá meun, sem hafa fengið í vöggugjöf sérstaka íþróttahæflleika. Iþrótta kennalan eigi að gera þá hæfa til að taka þátt i keppni og skara fram úr — sýna leikfimi og fá aðdáun áhorfenda. Þessi skoðun krefst nokkurra manna, sem eru liklegir til að gera félaginu eða byggðarlaginu heið- ur með afrekum sínum. Afleiðingin af þessári Btefnu verður sú, að þeir menn njóta mestrar þjálfunar, sem sízt þurfa hennar með. Oft verður hún líka til þess, að þessir fáu sem æfingarnar njóta ofþjalfast 8vo, að af þvfstafar beiu heilsu- bilun. Með þessu verður þvi árang- urinn öfuKur viö hinn rétta tligaliK. Tilgangur íþróttastarfseminn-i. ar á að vera sá —' fyrst ogsíð-íf ast — að bæta og tryggja heil-^ brieði sem allia flf^.stra einstMk-|| lingít! P Það ættu helat allir að stundafl leikfimi einhvern hluta ársins,T sem það þola. Og flestir —b' sem þá ekki liggja rúmfastir — þola leikfimi við sitt hæfi. Orsökin til þess, hvcsu fáir stunda ieikfimi er vitanlega að nokkru leyti annriki — (en þó líklega ölluheldur venjulegt tóm- læti gagnvart því, sem ekki er beint kný]andi á augnablikinu, og síðast en ekki sizt sá mikli misskilningur að leikfimin sé aðallega fyrir þá, sem geti sýnt af sér afrek á því sviði. Ég hef ekki óvíða heyrt fóik segja eitthvað á þessa leið : „Mér þýðir ekki að vera að fara í leik- fimi, ég er svo stirðuv" — „Hvað hefir þessi að gera í leikfimi, svona þungur á sér ?" — „Til hvers er þessi með, sem ekkert getur 1" En menn ættu að hugsa svona: Ég má til að stunda leikfimi. af þvi ég er svo stiiður, svo ég verði ógn liðugri o. s. fr. Vegna þess hve fáir stunda leikfimi af þeim, sem frekast þyrftu þess, dettur manni í hug að e. t. v. sé mönnum ekki fyllilega ljóst, hversu rétt iðkuð leikfimi er góð vörn gegn margskonar kvillum og sjúkdómum. Sú hressing og ánægja, sem þvíer samfara að reyna dá- lítið á likamann með hröðum hreyfingum, er öllum kunn. Hitt lítur út fyjir að vera minna kunnugt, að vissir vöðvar mann- legs likam þroskast hjá mjög möigum svo lítið eða þannig, að _af því stafar hætta fyrir heilsuna. Vöðvar líkamans halda honum ekki i þeirri stöðu, sem er heppi- legust til þess, að öndun, blöðrás og melting geti farið fram á fullkQmlega eðlilegan hátt. Þetta greiðir götu tæringar og fleiri sjúk- dóma, og orsakar ýmsa meiri og minni meltingarkvilla, sem svo hafa margvísleg ill áhrif bæði á líkama og sal. Iðkun íþrótta í hófi er talin andlega uppbyggjandi, en aftur er öfgakendur íþróttaáhu?i hjá ung- mennum ekki talinn uppbyggileg- ur nó gáfnarmerki, og um slika menn hefir myndast orðið „iþtótta- fifl" (-portidiot). Val þeiria æfinga og leikja, sem notaðir eru í leikfimninni, eiga algjöilega að miðast við að bæta lir þessum og öðrum þörf- um þess, er leikfimina stundar, en mega helst rldrei miðast neitt við það, hvernig þær falla í smekk hinna eða þessara áhorfenda. Ég þykist vitá að þeim, sem hér hafa undanfarið starfað að leikfimiskennslu, sé ijós áðurnefnd hætta — þótt vel geti verið að krafa fólksins um að sýna eitt- hvað mikíð — hafi sljóvgað sýn þeiraa á aðal markmiðinu. Ég vildi að sem flestir taki höndum saman um að vinna á móti áðurnefndri spillingu. Sú skoðun þarf að verða ríkj- andi að leikfimi eigi þeir að stunda fyrst og fremst, sem mest þurfa hennar með. Það er ekki eingöngu æskan, sem þarf hennar. Pað eru ungir og gamlir, konur og karlar, hver við sitt hæfi. Metnaður íþróttafélaganna ætti að vera sá, að eiga innan sinna yébanda sem ílesta er stunda leik« fimi, fremur en að keppa stöðgut eftii því, að fáeinir einstaklingar skari fiam úr. Vestm.eyjum, 3. maí 1934 Kristján Friðriksson. Vottorð. Með skýrskotun til vottorðs dags. 23. apiíl þ. á. um fátækrastyrk til handa Guðrúnu Þorðardóttur, en vottorð þetta er birt í 9. tbl. Viðis, skal það framtekið, a£ barnsmeðlag, að upphæð kr. 300,00 sem greitt hefir verið Guðrúnu Þórðardóttur og talið er sem fá- tækrstyrkur til fórðar Jónssonar, var ekki meðtalið í áður umgetnu vottorði. Hafa þannig runnið til Guðrúnar Þórðardóttur frá bæjar- sjóði á s. 1. ári alls kr. 1361,50 — eitt þúsund þrjú hundruð sex- tíu og ein króna og 50 aurar. — Vestmannaeyjum 2. mai 1934. Jóh. Gunnar ólafsssn. Nokkrar stúlkur geta fengið atvinuu við flskverk- um í sumar Jön Magnússon Vallartúni.

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.