Víðir


Víðir - 21.04.1948, Blaðsíða 1

Víðir - 21.04.1948, Blaðsíða 1
XIX. Vestmannaeyjum, 21. apríl 1948. 12. tölublað. SÉRA JES A.GÍSLASON: 1. Kirkjurnar í Vestmannaeyjum frá Kristnitökunni, árið 1000, til vorra daga. ; Fyrir rúmum þrjátíu árum síð an byrjaði ég að færa í letur ým- islegt varðandi Eyjarnar frá fyrstu tímum íslands byggðar. Sumt af þessu hefi ég, fyrir mórgum árum síðan, birt í blöð- iini, sem hér voru gefin út, a'ðal- lega þó í blaðinu „Skjöldur". í því blaði, i. árg. þess 1924, tbl. 35' 37> °S 3^-, birti é'g kafla um kirkjurnar í Vestmannaeyjum frá upphafi. Með því að blað þetta, „Skjöldur", mun nú í fárra eða engra manna liöndum hér, en ýmislegt verið birt síðan á prenti um kirkjurnar, siímt miður áréiðanlegt, en sumt aftur á nióti, sem skýrir ýmislegt þa'ð, sem ókunnugt var um, er ég rit- aði kafla mína um kirkjurnar, Þá er tilgangur minn með línum þessum að skýra í stórum drátt- um l'rá sögu kirknanna, en eink- uni að því er við kemur þeirri spurningu live gömuJ Landa- kirkja sú muiii vera, sem nú stendur. Áður en kristni var lögtekin Iiér á landi árið '1000, eru til heimíldir fyrir því, að búið hafi verið að reisa hér nokkrar kirkj- ur, og er þá einkum getið þi'iggja þessara kirkna: Þorvarð- ur Spakböðvarsson Jét reisa kirkju að bæ sínum, Ási í Hjalta dal, 16 árum áður en kristni var lögtekin, og stóð sú kirkja þá Bótólfur var biskup að HóÍum. Örlygur gamli reisti kirkju að Esjubergi á Kjalarnesi. (Kristnis. Hauksbókar.) KetiII hinn fíflski, sonur Jórunnar mannvits- brekku, reisti kirkju a'ð Kirkju- bæ á Síðu. , Fyrsta kirkjan, sem reist var 'iei'> er kristni var lögtekin, var reist í Vestmannaeyjum á Hörga eyn, sunnan undir Heimakletti, noroan megin vogsins. Sú kirkja var nefnd Klemensarkirkja, eftir kirkju þeirri, sem Ólafur kon ungur Tryggvason lét reisa í Nið arósi, og nefrid var eftir og helg uð hinum heilaga Klemensi Ro- manus, sem á að hafa verið fyrsti páfi á Pétursstóli í Róm. Honum á að' hafa verið drekkt um árið 100 e. Kr. á þann hátt, a'ð at- keri var bundið við hann. Akkeri er einkenni hans, og hann var talinn dýrlingur sjómanna. Þeir Gissur hvíti og Hjalti Skeggja son l'lutti frá Noregi við'inn í þessa fyrstu kirkju og komu hing að 17. eða 1.8. júní árið 1000, en höfðu þó áður haft samband við land, þennan sama dag er þeir tóku Eyjar, því a'ð róið var út í þá l'ram af Dyrhólaósi, en það' var þann sama dag sem Brenuu-Klosi reið yfir Arnar- staklcsheiði á leið' til Alþingis og fékk þarinig fréttir af för þeirra og erindi. Um þetta segir svo í Kristnisögu Hauksbókar 12. kap: ,,Þeir (n.l. Gissur og Hjalti) tóku þennan sama dag Vest- mannaeyjar og lögðu skip sitt við Hörgaeyri. Þar báru þeir f'öt sín á land og kirkjuvið þann, er Ólafur konungur hafði látið höggva og mælt svo fyrir, að kirkjuna skyldi þar reisa sem þeir skyti bryggjum á land. Áður kirkjan var reist, var hlutað um (varpað hlutkesti um) hvárum megin vogsins standa skyldi og hlaust fyrir norðan, þar váru áð- ur blót og hörgar." Þeir Gissur og Hjalti dvöldu hér í Eyjum í 2 nætur. Það er því með öllu óhugsandi, að þeir. hafi lokið kirkjusmíðinni á þess- um 2 dögum. Þeir urðu' að hraða sér til þings, vegna kristni boðsins og væntanlegrar kristni- töku. Þeir haf'a því að öllum lík- indum notað þennan stutta tíma til þess, að byggja undirstöðuna og leggja þar á undirtrén og kirkjan síðan reist að haustinu. einnig virðist það óhugsandi, að þeir hafi ráðist í það að brjóta hörgana, þar sem heiðnir menn voru hér fyrir, og gátu því hefnt þessa er hinir voru burtu farnir. Samkvæmt þessum heimildum og öðrum samskonar, má það því telja tvímælalaust, að kirkjan var reist fyrir norðan voginn, hitt verður ekki ákveðið hve Jengi hún stóð þar. Samkvæmt mál- daga Nikulásarkirkju á Kirkju- bæ, sem, gerður er af Árna bisk. Þorlákssyni árið 1269 sést að þá er sjór fárinn að ganga svo ná- lægt norðan megin vogsins, a'ð þá er tiætt að jarða þar, og virð- ist mega ætla að kirkjan Jrafi ver- ið rifin skömmu síðar eða um 1300 og livergi byggð upp aftur. Allt sem sagt er um flutning hennar, eftir það að hún er flutt af Hörgaeyri eða Klemensareyri, eða öll rifin, er heimildarlaus hugsmíði og sama er að segja um beinaflutninginn norður yfir höfnina. Það er líklegt að kirkju garður Klemensarkirkju liafi fyrst verið vestan við Eyrina, því að þar virðist jarðvegur liafa vér ið nægilega djúpur, en síðan hafi kirkjugarðurinn verið fluttur undir Litlu-Löngu, er sjór fór að ganga inn me'ð Eyrinni og brjóta landið þar vestur af og inneftir. Það er margt sem sann- ar það, að kirkjugarður hafi ver ið undir Litlu-Löngu. Aagaard, sem Iiér var sýslumað ur frá 1872—1891, lét grafa und- ir Litlu-Löngu og fann þar þá mannabein,* og þegar ég var 10 ára að aldri gekk ég þangað, með ö'ðrum pilti, dag nokkurn eftir mikinn sjávargang og fund- um þar, vestan við bólverkið, sem svo er nefnt, þrjár beina- grindur, sem lágu þar óskaddað ar a'ð kalla frá vestri til austurs. Bein þessi voru tekin upp og flutt í kirkjugarð. Síðast fundust þar mannabein er Sundskálinn var reistur þar 1913. Þessi bein gátu ekki hafa borist yfir höfn- ina í sjó, og fallið niður þar sandföst. Slíkt er fjarstæða, sem ekki þarf frekar að svara. Næsta kirkja er svo reist á Kirkjubæ, Nikulásarkirkja, lielg- uð hinum lieilaga Nikulási, og hefur máldagi sá er fyrr um get- ur, sennilega verið fyrsti máldagi liennar. í þessu sambandi skal það tekið fram, að það er því rangt, sem stendur í Sögu Vestmanna- eyja bls. 54, að kirkjan á Kirkju- bæ hafi verið helguð St. Andrési. Sú kirkja, sem lionum var helguð stóð á OfanJeti. Það er ennfremur rangt, sem sagt er í sóknarlýsingu séra Jóns Aust- manns Jjls. 146 og prentuð er í bókinni „Örnefni í Vestmanna- eyjum", að kirkjan á Kirkjubæ hafi lieitið Klemensarkirkja. Þriðja kirkjan var reist að Ofanleiti (Kirkjan fyrir ofan leiti, dregið saman í: Ofanleiti) Ekki er víst lrvenær liún var fyrst reist, en helguð var hún lieilög- um Pétri. Síðar, líklega er hún var byggð þar upp, var liún nefnd Andrésarkirkja: Um þessa nafnbreytingu mætti geta sér þess til að hér hafi að nokkru ráðið veiðiaðferðir Eyjabúa. Pét- ur var dýrlingur þeirra, sem not- uðu net að veiðarfærum, en Andrés var dýrlingur þeirra, sem notu'ðu liandfæri, en sú veiðiað- ferð liefur verið notuð liér óslit- ið frá byrjun fram undir alda- mót 1900. Árið 1573 verður sú breyting á kirkjunum lrér, að þá er reist ein kirkja á Fornulöndum (á hæðinni nálægt þar sem Ásgarð- ur stendur nú) fyrir báðar sókn- irnar, Kirkjubæjar og Ofanleitis, en kirkjurnar þar gerðar að bæn húsum. Bænhús þessi stóðu lengi einkum á Ofanleiti, því að bæn-r lrúsið þar var ekki rifið fyrr en 1850. Framhald í næsta blaði

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.