Víðir


Víðir - 21.04.1948, Blaðsíða 4

Víðir - 21.04.1948, Blaðsíða 4
ÍJf verinu Meira um vorið. Margir íarfuglar, íorboðar vorsins, efu komnir, svo sem ló- an, spói og grátittlingur. Maríu- erlan er hinsvegar ekki komin. Áður fyrr var sagt, að hún kæmi með kaupskipunum á vorin og sæti í reiðanum. Lundinn kom 17. það! er merkilegt, hvernig farfuglarnir koma á vorin, svo að vart munar degi frá ári til árs. Eini fuglinn, sem búinn er að verpá, er hrafninn, en hann verp ir 9 nóttum fyrir sumar. Fýllinn verpir 14.-20. maí og'lundinn og svartfuglinn um fardaga í fyrstu viku júní. ísfisksölur í síðustu ferðum sínum til Bretlands seldu Eyjaskipin: Elliðaey 11692 pund. Helgi Helgason 10824 pund. Helgi 6938 pund. Sævar 3047 pund. Helgafell 8400 pund. Bjarnarey 13422 pund. Sæfinnur 7040 pund. Gúður afli. Togararnir haf a undanf arið fiskað ágætlega á Selvogsbanka, 10 og upp í 15 poka í hali. I hverjum poka eru um tvær smá- lestir. Afli togbátanna hefur ver- ið ágætur á Bankanum, og drag- nótabátarnir hafa fiskað eina til þrjár smálestir á dag af þykkva- lúru (lemonsole). Netabátarnir hafa verið að l'lytja sig frá Drangnum og á Bankann, þar sem þeir hafa fengið upp í 1000 fiska í trossu. Á línubátana hef- ur verið heldur tregur afli, um 7—9 smálestir í róðri. Á hand- færi hafa trillurnar fiskað vel. Aflamagn nokkurra báta, fram að síð- ustu lielgi. Bátar þessir Iiafa lagt inn afla sin'n hjá Hraðfrysti stöðinni. Afla annarra báta hefur blaðinu ekki tekist að fá uppgef- inn: Jötunn 337 smálestir. Týr 333 smál. Nanna 318 smál. Freyja 311 smál. Lundi 299 smál. Ver 284 smál. Gotta 230 smál. Siglingar og höft. I botni Friðarhafnar liggja þrjú af stærri skipum Eyja- manna, Sæfellið, Álsey og Fellið. Það er sárt að sjá þessi skip bund in við bryggju fyrir þáð. eitt, að gjaldeyrismál þjóðarinnar eru í viðjum hafta og ófrelsis. Ef eig- endur þessara skipa mættu ó- t hindrað kaupa nauðsynjar handa sínu byggðarlagi fyrir andvirði fiskjar, sem þau sigldu með á er- lendan markað, og þannig haft iðiw fullferhii báðar leiðir, yr'ði það ekki einungis til þess að skip þessi væru í siglingum,. heldur myndu þau einnig færa Eyjabú- um miklu ódýrari vörur heldur en þeir fá með því að kjótla þeim gegnum ótal milliliði yfir Reykjavík. Alltaf er verið að fjölga millilandaskipunum hjá Eimskip og strandferðaskipun- um hjá ríkinu, en það sýnist vera hálfgert öfugstreymi að koma þannig fyrir verzluninni, að kaupstaðirnir úti á landi verði um leið að leggja upp skipum sínum. Verzlunarófrelsið sýgur merg og blóð úr landsbyggðinni utari Reykjavíkur. Afnám eða rýmkun gjaldeyrishaftanna myndi setja mjög aukið fjör í f'ramleiðslu útflutningsvaranna, en það er einmitt þa'ð, sem þjóð- in þarf hvað mest með. Aðbúnaðurinn að „Hétjum hafsins". , Sennilega er hvergi á landinu aðstaða slík sem í Vestmanna- eyjum til að landa fisk úr vél- bátum. I Reykjavík eru t. d. all ar bátabryggjurnar hallandi og er alltaf hægt að henda fiski af þilfari beint á bifreið. Hér verður að lyfta fiskinum og kasta til segi og skrifa — fjór- um sinnum — þar til hann er kominn úr bátnum á bíl. Fyrst er fiskinum hent á pall í lestinni, af pallinum úpp á dekk- ið, af dekkinu upp á bryggju of al bryggjunni upp á bíl. Á bát, sem er með 2500 fiska, sem er er ekki óalgengl í net, þurfa því sjómennirnir að lyfta og kasta fiski 10.000 — tíu þúsund — sinn um, og er ein lyftan stundum ein til tvær mannhæðir, þegar „illa stendur á sjó". Hver fiskur vegur 7—10 kg. Svo það eru 80 smálestir, sem hásetarnir á einum vélbát verða þannig að lyfta að loknu dags- verki á sjónum, og getur hver og einn sett sig í spor sjómannsins og skilið, hversu búið er a'ð bess- um hetjum hafsins með löndun. Nú eru hér tugir skipshafna, sem verða að búa við þetta. Það er óskiljanlegt á þessari öld vélamenningarinnar, að þetta og annað eins geti átt sér stað, þar sem nokkrir hálfs eða einnar smálesta rafurmagnskran- ar gætu létt öllu þessu erfiði af sjómönnunum. Slíkir kranar eru víða hér í kaupstöðum, svo sem Patreksfirði • og Hafnarfir'ði. Hafnarnefnd ætti viðstöðulaust að panta slíka krana, svo að þeir yrðu komnir í tæka tíð fyrir næstu vertíð. Þa'ð er betra að ein hverjar framkvæmdir sitji á hak- anum en að þurfa að búa við þessa ómenningu áfram. Þýzkalandsmarkaðurinn. Allir þeir, sem við framleiðs'.u fást, gleðjast yfir þeim fréttum, að tekist hafa samningar um löndun á fiski í Þýzkalandi, því að menn gera sér vonir um hærra og einkum stöðugra verð en 1 Bretlandi. Þegar fram á vorið og sumarið kemur, hefur fiskur oft viljað falla niður úr öllu valdi í Bretlandi og bakað fiskeigend- um með því stórtjón. Fyrir stríð var þessi markaður svo ótryggur yfir sumarmánuðina, að ekld þótti viðlit að stunda hann, og fóru togararnir þá á saitfisk- og síldveiðar. Þýzkalandsmarkaður- inn var hinsvegar alltaf sæmilega tryggur og greiddi hagstætt verð, einkum fyrir svonefndan rusl- fisk, karfa og ufsa, sem skipin fengu oft mikið af. Héðan verð- ur sennilega ekkert flutt af báta- fiski að þessu sinni, en næstu vertíð gæti það ef til vill komið til greina, ef ekki verður allt orð ið breytt þá. Trillubálax. Hér róa nú fjórir trillubátar með línu éða handfæri. Á þrem- ur þessara báta róa 2 menn á hverjum, en á einum þeirra rær aðeins einn maður, Magnús Tómasson. Hefúr hann lengi róið einn á trillu sinni og er dug mikill sjómaður. Hann rær nú með Hnu. Maður drukknar. Maður fé'll út af vélbátnum Frigg, Leifur Einarsson frá Mörk Vestur-Eyjafjöllum, 20 ára, og drukknaði. Hann festist í tóun- um þegar verið var að stíma þau út og náðist ekki. Hann var syndur, en hafði ekki brugðið fyrir sig sundtökunum er í sjó- inn kom. Maður fellur útbyrðis. Ástþór Einarsson, sonur Ein- ars Ingvarssonar, Faxastíg, festist í dragnótinni á m.b. Skuld og lenti út í sjó með henni. Maður- inn gat haldið sér í voðina, þar til skipverjar gátu dregið hana inn og náð honum. Báturinn fór í land og -fór Ástþór í þurr föt og fór strax út aftur með bátnum. Honum varð ekkert meint við þetta, og komu þeir með 40 kassa af kola um kvöldið. Ástþór er 16 ára að aldri og á l/s hluta í bátnum, sem er 16 smálestir. R A B B Vegna hættu á gin- og klaufa- veiki er svo l'yrir mælt í lögum brenna skuli allan hálm, sem til landsins kann að berast með vör- um erlendis frá. I Ennþá hei'ur þessi vágestur, sem herjar bústofn íiargra ná- grannaþjóða okkar, ckki Ilutzt hingað til lands. Nóg er nú líka samt af sjúkdómunum í sauð- fénu, þótt ekki komi þeir naut- peningi landsmanna einnig á kné. Mjólkurframleiðslan mætti að minnsta kosti illa við því. Það vekur því ekki litla undrun manna, að nú í nokk.urii tíma hefur legið bílhlass af hálmi inn á Eiði, þar sem sorpi er hent. Hálmur þessi er nú tekinn að fjúka um Botninn og í beitilönd in þar. Hver ber ábyrgð á að öllum hálmi sé brennt hér? Er það ekki ábyrgðarhluti fyrir þann hinn sama að láta þennan trassaskap viðgangast? — o — í Fréttabréfi frá Danmörku var þess getið í útyarpinu, að Júlíana Sveinsdfktir listmálari héldi um þessar mundir sýningu á listaverkum sínum. Júlíana er born og barnfædd hér í Eyjum, dóttir Guðrúnar Runólfsdóttur og Sveins Jónssonar snikkara, systir Ársæls Sveinssonar og þeirra systkina. Sennilega er þó ekki mikið til al listaverkum hennar hér, þar sem hún hefur verð langdvölum erlendis. Hún ráðgerir nú að koma heim til gamla Fróns í vor og mála nieð- al annars hér í Eyjum. Ef Júlíana héldi sýningu á listaverkum sín- um í Reykjavík, myridi það gleðja margan Vestmannaeying- inn, ef hún gæti komið því við að hafa einnig sýningu hér í átt- högum sínum. Að vísu er ekki að búast Við aðsókn í okkar litla byggðarlagi á borð við það, sem gerizt í miklu stærri bæjum, en þó sóttu hér málverkasýningu Engilberts Gíslasonar um 1000 manns, og bendir það til þess, ^ð fólk hér þrái að kynnast méira málaralistinni en það hefur átt kost á hingað til. , ATHUGASEMD Ef nokkur hefur lagt aðra merkingu en til var ætlazt í það, sem sagt er í síðasta blaði „að föndra við alls konar miður þarf an iðnað eða iðnaðarvörur, þó þarfar séu, sem eru margfalt dýr- ari, en ef þær væru keyptar er- lendis frá", þá skal það tekið fram, að auðvitað er átt við gervi iðnaðinn, sem þrífst í Reykjavík í skjóli innflutningshaftanna.

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.