Víðir


Víðir - 22.05.1948, Blaðsíða 4

Víðir - 22.05.1948, Blaðsíða 4
y skipinu Ægi, eins og íyrr getur, þá fékk gamli „Þór", hið happa- sæla björgunarskip Vestmannaey inga nýja húsbændur og nýja yt'ir menn. En þá voru líka ævidagar hans brátt taldir. Það mun hafa verið seint á jólaföstunni 1929 að skipið var látið í ferðasnatt norður á Húna- flóa, og var þar á ierð með tvo presta eða svo, og einn bónda, sem kallað var að væru á „flokks ferðareisú" eins og þá tíðkuðust bæði á sjó og landi. Þeir þurítu að komast heim fyrir jólin, hver til sinnar iðju, en snjóþyngsJi gerðu þeim landieiðina ógreið- færa. „Þór" var fyrrverandi bjötg unarskip og enn mundi huryh geta bjargað svona mönnum? En þetta mun nú hafa verið of raun heilladísum skipsins. Sumir trúðu því, að fyrir þá sök hefði skipið losað sig við „farminn".- Enginn veit hvað hæft er í þessu. Hitt er aftur á móti víst, að skipið lenti við sker, eða á skeri og skilaði áhöfninni og þessum þremur í skipsbátana skammt frá landi, án vosbúðar og kulda, söddum og sælum. Að því loknu var ævistarfi hins happasæla björgunar- og landhelgisgæzluskips „Þórs" lok- ið, miklu of fljótt sýndist manni. Var þetta nokkuð í líkingu við það, sem oft er sagt í fornum sög- um, að tiginbornir menn og göf- ugir, vildu heldur falla með sæmd, en lifa við skömm? Nei, líklega ekki. Skipið var dauður hlutur. En starlið halði áður verið göfugt. Þessu næst kom annar „Þór", oftast nefndur „Föru-Þór" og þótti hann bera nafn með rentu. Oft heyrðist talað um, áð skip þetta lægi á fjörum til viðgerðar, og lítið jnun hafa orðið úr þess „royal" starfsemi, þegar fram í sótti, bara tap, óvirðing og tap. Næst var varðskipið Oðinn seldur til Svíþjóðar. Með því móti var hægast að losna við skip stjórann. en það misheppnaðist, áður langt um leið, enn um stund. Svíarnirborguðu skipið í því, sem mest feið á 1 biii, en það voru nokkur hundruð, eða nokk- ur þúsund flöskur brennivíns, bjórs og mjaðar, sem hér gif margfaldan arð,' bæði á- hvíturo og svörtum markaði. En varðskip urðu þeir að !á í stað „Óðins" ög þá var enn til' Svíanna leitað. Þeir byggðu nýj- an „Óðinn", gangtregan trédall lítinn og ljótann, og hefur marg- sinnis öll ófremd af honum stað- ið. En dýrari varð hann, eða meira var taíið fyrir'hann greitt en fengist hafði í vínföngum fyr- h- þann „Óðinn", sem Svíarnir keyptu. — o — ÍQÍI* Það sem hér hefur verið sagt u'm landhelgisgæzluna í höndum foringja Framsóknarflokksins í samvinnu við foringja jafnaðar- manna og kommúnista, er ekki sagt til þess, að minna almenn- ing á allt það ófremdarástand, sem þar hefur ríkt og enn ríkir, enda er hér á fátt eitt drepið. Ef sú saga verður einhverntíma sögð, rétt og greinilega, þá verð- ur hún þúsund, þúsund sinnum lengri en „Bláabókin" sem fyrsta Framsóknar-dómsmála-ráðuneyt- ið gaf út, á rikisins kostnað til „útdeilingar" ókeypis meðal málsmetandi Framsóknarmanna og engra annarra. Þa'ð, sem hér hefur verið drep- ið á, er til að lýsa í sem fæstum orðum, yfirmennsku-uppeldi þeirra eiðamanna landhelgisgæzl unnar, sem hér hafa verið fyrir sökum hafðir og sennilega alltaf verða fyrir sökum hafðir meðan ógæfa þeirra sjálfra og þjóðarinn ar lætur þá fást við landhelgis- gæzluna. Hið sama má því "mið- ur segja um suma af lærifeðrun- um, sem menn þessir virðast hafa tekið sér til fyrirmyndar í dag- legu framferði við skyldustörfin. Menn hafa sjálisagt misjafnar skoðanir á því, ekki síður en öðru, hvernig landhelgisgæzlan skuli rekin til þess að hún komi að sem mestu og beztu gagni. Heilbrigð skynsemi og óhlut- dræg segir manni að öll lög- gæzlustörf, bæði á sjó og landi, eigi fyrst og fremst að steína að vörnum lögbrota og að refsing- arnar séu bara neyðarúrræði, 'sem verði að grípa til, þegar ekki iæst komið í veg fyrfr afbrotin. Þe'tta ættu allir að geta séð Pg skilið, sem annars nenná um það að hugsa. Það virðist svo auðskilið, að því fleiri aíbrota^ menn og glæpamenn, sem þjóðin eignast, því verr er hún á vegi stödd. Hér á landi sýnist manni að af brotin aukist og að þeim fjölgi, ef ekki með hverjum degi sem líður, þá með hverjum straum, eins og sjómenn segja, og þá allra mest í höfuðstað landsins, „Há- borg menningarinnar", ef það er rétt, sem blöðin og dómarnir herma. Alltaf eykst ; húsnæðis- skorturinn fyrir þá seku og dæmdu engu minna en húsnæð- isleysið 'hjá stjórnskipuðu nefnd- unum og opinberum starfs- og sýslanamönnum við „menningar störfin." En það skiptir nú engu hér frekar en svo margt annað. Hitt er aðalatriðið hvenær landhelgisgæzlan verður aukin og bætt svo að hún geti talist þjóðinni bæði til gagns og sóma. Eins og oft hefur áður verið og enn er, er landhelgin þvínær ó- varin árið um kring, að öðru leyti en því, að varðskipin gera endrum og eins áhlaup eða út- rás, er á ýmsan hátt má líkja við athafnir sjóræningjanna fyrr á dögum. Áhlaupin heppnast stundum en stundum ekki, og er það kunnara en frá þurfi að segja. Þegar heppnin er með, eins, og úthlaupsmenn munu kalla það, þá fást dómar og von um sektarfé. En hvers virði er það mótsvið hitt, 'ef landhelgin væri örugg- lega varin? Og ekki eingöngu sú landhelgi sem nú er, heldur þyrfti það að vera nokkru lengra frá landi, þar sem stóru botn- vörpuskipin, útlend og innlend, með sínum heljarmiklu botnsköí um, þ. e, botnvörpunum, bana öllum lífverum á mörgum, eða öllum fiskisælustu grunnmiðum kringum land allt, jafnt innan landhelgi sem utan. Það er engu líkara en að löggjafarnir og þeir, sem með völdin fara viti ekki af þessit og þvílíku. þeir hækka bara sektarupphæðina, það gefur von irm skjcklenginn gróða þegar úthlaupin heppnast. En þau heppnast fremur sjaldan eins Óg allir vita og fyrr er nefnt, Ei: það er rétt, isem allir eð'a flestír virðast sanimála um, að veiðar með botnvörpum eyði- leggi uppyöxt nytjafiskanna, sein yið megum ekki án vera, og au,k þess allan sæjurtagróður, þá er það líka rétt að sektirnar, sem inn koma fyrir iandhelgisbrot eru einskis virði, móts við þann hagnað og þann menningarauka, sem alger ffiðun landhelginnar hefur í för með sér. En hér mun líkt og í mörgu fleiru, við ramman reip að draga, og er hægara sagt en gjört, að bæta til fulls það ófremdarástand er í þessum efnum hefur oft ríkt og enn ríkir með fullum krafti. Sumir munu hafa gert sér vonir um að úr þessu mætti nokkuð bæta með aðstoð flugvélanna. En hvað segir reynslan um það? Eng in landhelgisgæzla, aðeins nokk- ur úthlaup úr nokkurskonar launsátrum, til árása á allra minnstu fleyturnar, sem ekki eru stærri, en snjótittlingur móti erni, í samanburði við stóru botnvörpuskipin. Þessar litlu ileytur 8—10 í hóp gera ekki nærri því eins mikinn skaða oj 1 nýsköpunartrollari. En öll eig! skip þessi að greiða jafna sek' kr. 88500,00 og meira eftir söm vísitölu og ómagaframfærzlan d reiknuð mánaðarlega? Ekki e þó hér ætlast til þess að litiu bá arnir eigi að vera í iriði inna" landhelgislínunnar, nei öðr1" nær. En flugferðin síðasta, sei< hér hefur aðallega verið gerð a1 umtalsefni, er svo langt fyrir ne' an allar hellur að mér finnst ht^ vera allri þjóðinni til skammaf nema sjálfum flugumönnunufl1 sem flugmælingarnar gerðu 4\ eiðana sóru svo sem hér hefur «r ur lýst verið að nokkru. Það £ aðeins þeim sjálfum samboðið 0! þeirra líkum, þó fáir séu. Eftir að rannsókn var lokio fyrrnefndum málum og eftir a eiðarnir voru unnir, náði ég a tala við setudómarann og ba' hann um uppskrift úr réttarbó^ inni í öllu því, sem við \ ^ einum hinna sakbornu nióto' báta, ef ekki strax, þá síðar, þeJ ar hann gæti komið því við. íj sagðist þurfa að fá þetta, eW samt til þess að bera fram varO1 í réttinum áður en domur tei! heidur til þess, að ég gæti sejl uppskriftina til dómsmálaráð1 neytisins, og með tilvísun 4 hennar krafist þess, að ráðune) ið fyrirskipaði opinbera rétta' rannsókn á því hvorir sanna' segðú, mennirnir, sem að því í! mér fannst, sönnuðu lyrir raiJl • sóknarréttinum, að þeir v&' bornir röngum sökum, eða hl| ir, sem báru það Iram og s.t| íestu þann iramburð sinn X&l\ eíðí, að hafa staðið þá báta j veíðum fyrir innan landhelg1 línii, sem i raun Og veru vor^ fullri ferð með veiðarfærir, ii1' anborðs, Nii hef'i ég að vísu epn el fengið umbeðna uppskrift og' tel ég það ekki eins og stend1" því að dómarinn á heima Reykjayík og er þar n ,vð skl þau, sem málum þessum t\\hSl ir. Hann kvaðst mundu VM hingað aftur og kveða hér ^P. dömana og þó býzt ég' VÍð ;l" fyrrnefndar uppskriftir. En hyernig sem dómar ki»i að falla i þWim málum, UM sem hinir sökum bornu ve1^ dæmdir sekir eða sýknir, þá ^. ég alveg sjálfsagt að krefjast l'e( að opinber réttarrannsókn ' fram ú hendur þeim mönni'1 sem hér hafa svarið sektir |' menn, sem eftir því sem $ verður komist voru án saka. Það er að mínu áliti meira mál til þess komið, að menn a þessum oft og tíðum óheilla^ legu landhelgis-gæv.lumá'1 meiri gaum hér eftir en hifl| til. Gunnar Ólafsso'1,

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.